Fréttablaðið - 05.02.2013, Síða 30

Fréttablaðið - 05.02.2013, Síða 30
5. febrúar 2013 ÞRIÐJUDAGUR| MENNING | 22MENNING TÓNLIST ★★★★ ★ Caput-hópurinn Stjórnendur Guðni Franzson og Snorri S. Birgisson MYRKIR MÚSÍKDAGAR Í HÖRPU 1. FEBRÚAR. Það var eitthvert undarlegt suð í Norðurljósasalnum í Hörpu á tónleikum Caput á Myrkum músík dögum á föstudagskvöldið. Kannski var þetta bilun í hátalara- kerfinu. Það var býsna truflandi. Að öðru leyti fóru tónleikarnir vel fram. Fjórir nýir einleikskons- ertar litu dagsins ljós. Sá fyrsti á dagskránni var píanókonsert. Hann var eftir Jónas Tómasson. Einleikari var Tinna Þorsteins- dóttir. Mikil væg rulla var einnig í höndunum á Eiríki Erni Páls- syni trompetleikara. Á tímabili var um hálfgert kammerverk að ræða. Meginuppistaðan var sam- spil trompet- og píanóleikarans. Restin af hljóðfærunum mynduðu fremur hlédrægan undirleik. Verkið var skemmtilegt, og það var prýðilega leikið. Formið var fallega frjálslegt og óvenjulegt. Ekki þessi hefðbundna uppbygg- ing sem stefnir á hápunkt undir lokin og fjarar svo út með einhvers konar bergmáli af upphafstónun- um. Það form hefur verið vinsælt hjá tónskáldum síðustu árin og er orðið að hálfgerðri klisju. En Jónas leyfði sér að gera allt annað. Líf- legir hápunktar voru að vísu til staðar en fljótlega náði innhverf- ari stemning yfirhöndinni. Lag- línan var sjarmerandi, skáldskap- urinn auðfundinn, innblásturinn sterkur. Þetta var með því besta sem ég hef heyrt eftir tónskáldið. Kontrabassakonsert eftir Þórð Magnússon var næstur á dag- skrá. Hann var líka skemmtileg- ur. Hljómsveitin samanstóð hér af strengjum og hörpu og tónefnið var notalega kæruleysislegt. Fullt var af skondnum en grípandi tón- hendingum sem þróuðust í alls konar áttir. Tónlistin kom stöðugt á óvart og maður naut hvers tóns. Hávarður Tryggvason lék einleik og gerði það af glæsimennsku, tæknilegu öryggi og innlifun. Lakasta tónsmíðin á efnis- skránni var fiðlukonsert eftir Snorra S. Birgisson. Hann skart- aði vissulega fallegum laglínum en var dálítið ofhlaðinn og langdreg- inn. Konsertinn var saminn fyrir bróður tónskáldsins, Þórhall, sem er fiðluleikari. Þórhallur er vissu- lega hæfileikaríkur en hefur ekki verið áberandi í tónlistarlífinu. Ég veit ekki til þess að hann komi oft fram á tónleikum. Það heyrðist. Fæstir spila vel opinberlega nema þeir geri það reglulega. Lokaverkið á dagskránni var Ensilumi, sellókonsert eftir Áskel Másson. Ensilumi er finnska og þýðir fyrsti snjór vetrar. Tónlist- in var innhverf, einhvers konar seiðandi drungi einkenndi hana alla. Áskell er fremur rómantískt tónskáld, það var morgunljóst hér. Tónarnir komu auðheyrilega beint frá hjartanu, laglínurnar voru grípandi. Atburðarrásin var ljóðræn, draumkennd, flæðandi og eðlileg. Einleikur Bryndísar Höllu Gylfadóttur var líka frá- bær, tilfinningaþrunginn, myrkur og heillandi. Jónas Sen NIÐURSTAÐA: Þrír af fjórum nýjum einleikskonsertum voru skemmtilegir. Notalegt kæruleysi Jón Páll Bjarnason, Reynir Sig- urðsson, Gunnar Hrafnsson og Erik Qvick koma saman á Café Rosenberg í kvöld ásamt söngkon- unni Jóhönnu V. Þórhallsdóttur. Hljóðfæraleikararnir fjórir eiga allir langan feril að baki í djass- tónlist en þetta er í fyrsta sinn sem Jóhanna spreytir sig á djass- inum. Á efnisskrá fimmmenning- anna eru djassperlur og er ætlun- in að „halda í óvissuferð út á víðar lendur gömlu meistaranna í leit að perlum og gulli,“ eins og segir í fréttatilkynningu. Djassað á Rosenberg Jóhanna V. Þórhallsdóttir djassar í fyrsta sinn. JÓHANNA ÞÓRHALLSDÓTTIR Lokastígur 19 - 3 herb. - 72.4 fm. Trausti fasteignasala, trausti@trausti.is, s.546-5050, Vegmúla 4, 108 Reykjavík Opið hús í dag frá kl. 17:00 – 17:30 Glæsileg efsta hæð á besta stað í miðbænum, í fallegu húsi við Lokastíg (við hlið Skólavörðustígs). Nýlega tekin öll í gegn. Svalir með útsýni. Risloft ekki í fermetra tölu. Mikil lofthæð að hluta. Íbúðin var að mestu tekin í gegn og endurnýjuð árið 2007. Verð: 30.9 millj. Nánari upplýsingar í síma: 546-5050 OP IÐ HÚ S – Lifið heil www.lyfja.is ÍS L E N S K A /S IA .I S /L Y F 6 08 16 0 8/ 12 Gildir til 30. september Lægra verð í Lyfju 15% afsláttur Nicotinell Tropical Fruit 204 stk. 4 mg: 7.598 kr. 204 stk. 2 mg: 5.454 kr. 24 stk. 2 mg: 799 kr. Halla Gunnarsdóttir er kunn af fyrri störfum sínum sem blaða- maður og nú sem aðstoðar maður innanríkisráðherra. Meðfram blaðamennsku og pólitískum störf- um hefur hún líka skrifað bækur. Árið 2007 kom út ljóðabókin Leit- in að Fjalla-Eyvindi, ári síðar kom kom út fræðibókin Slæðusvipt- ingar og árið 2010 skráði hún ævi- minningar Guðrúnar Ögmunds- dóttir. Á dögunum kom út önnur ljóða- bók Höllu, Tvö jarðar ber. Bókina tileinkar hún indverskri vinkonu sinni, Nityu, en ljóðin fjalla flest um ferðalag þeirra á Íslandi og Indlandi. „Þetta er saga af vináttu okkar Nityu,“ segir Halla. „Við kynnt- umst í Ástralíu árið 2006 í kjall- ara í klaustri, þar sem erlendir námsmenn bjuggu um stundarsak- ir áður en þeir fundu sér varan- legra húsnæði. Hún var að fara í fyrsta sinn að heiman. Við tengd- umst strax nánum böndum og urðum góðar vinkonur. Árið 2009 heimsótti ég hana til Indlands og fyrir tveimur árum kom hún til Íslands.“ Ljóðin sem fjalla um Ísland lýsa því hvernig ferðalagið með útlend- ingnum fær sögumanninn til að líta eigið land öðrum augum. „Það gerist eitthvað skrítið þegar maður ferðast með útlend- inga um landið,“ segir Halla. „Þjóðerniskenndin, sem maður reynir alla jafna að afneita, hrein- lega át mig. Mig langaði til að sýna Nityu hvern einasta foss og hverja þúfu, upplifa þögnina í íslenskri náttúru og þar fram eftir göt- unum. Í hennar sporum hefði ég sjálfsagt fengið nóg af stjórnsem- inni og spyrnt við fótum, en það sýnir kannski menningarmuninn; hún kemur úr stjórnsömu samfé- lagi.“ Í bókinni er líka alvarlegur und- irtónn, þar sem yfir vofir að Nitya þarf bráðum að ganga í hjónaband. „Hún var orðin 24 ára og fékk leyfi frá foreldrum sínum til að sjá heiminn og rasa aðeins út áður en hún festi ráð sitt.“ Í bókinni er meðal annars eitt ljóð sem gerist í indversku brúðkaupi sem Halla fór í með vinkonu sinni, þar sem brúð- urin situr skartklædd með „döpur augu“. „Þessi veisla gerði það að verk- um að ég varð mjög taugaóstyrk yfir tilhugsuninni um að þetta biði Nityu, að giftast einhverjum manni sem hún þekkti ekki. Þetta varð eiginlega enn meira knýj- andi þegar hún heimsótti mig til Íslands, því þá lá fyrir bónorð sem hún þurfti að velta fyrir sér.“ Halla segir það ekki hafa verið meðvitaða ákvörðun að skrifa ljóðabók um þessa atburði. „Það bara gerðist, eins klisju- lega og það hljómar. Ég sat á tröpp- unum hjá vinafólki mínu, á leið í útilegu og fór að melta þetta ferða- lag. Í kjölfarið komu ljóðin, svo til í einni bunu, og næsta árið notaði ég til að vinna meira úr þeim og snurfusa.“ Halla ætlar að halda áfram að yrkja og vonar að hún gefi út fleiri bækur. „Vinkona mín, sem fór að læra á harmóníku, sagði að það væri svo gott því það reyndi á aðrar heila- stöðvar en hennar daglegu störf. Fyrir mig er það eins með ljóðin; ég vinn í pólitísku starfi þar sem er eilíft at og finn hvernig maður skiptir um fasa þegar maður skrif- ar ljóð. Mér leið að minnsta kosti vel yfir að koma þessu frá mér.“ bergsteinn@frettabladid.is Ljóð fl akka um lönd Halla Gunnarsdóttir sendi á dögunum frá sér sína aðra ljóðabók, Tvö jarðar ber. Ljóðin eru öll innblásin af ferðalögum Höllu og indverskrar vinkonu hennar. HALLA GUNNARSDÓTTIR Tileinkar vinkonu sinni Nityu frá Indlandi bókina. Á fer- ðalögum þeirra vofði yfir að senn biði Nityu það hlutskipti að ganga í hjónarband með manni sem hún þekkti ekki. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM HVAÐ? HVENÆR? HVAR? ÞRIÐJUDAGUR 5. FEBRÚAR 2013 Félagsvist 20.00 Félagsvist verður spiluð hjá Félagi eldri borgara að Stangarhyl 4 í Reykjavík. Kvikmyndir 16.00 Konfúsíusarstofnunin sýnir kvikmyndina Harðsoðið eftir John Woo í stofu 101 í Odda Háskóla Íslands. Aðgangur er ókeypis og allir eru velkomnir. Tónlist 12.00 Alina Dubik mezzósópran syngur rússneskar aríur á hádegistónleikum í Hafnarborg. Tónleikarnir eru styrktir af Samfélagssjóði Rio Tinto Alcan og eru þeir öllum opnir. 20.30 Söngkonan Kristjana Stefáns- dóttir og píanóleikarinn Karl Olgeirsson flytja tónlist á næsta djasskvöldi KEX Hostels, Skúlagötu 28. Aðgangur er ókeypis. 21.00 Jóhanna Þórhallsdóttir og djass- tríó hennar skemmta á Café Rosenberg. Fyrirlestrar 12.00 Ágúst Ó. Georgsson fagstjóri Þjóðháttasafns Þjóðminjasafns Íslands heldur fyrirlestur um Septemborgu Gunnlaugsdóttur frá Bjarneyjum. Fyrirlesturinn fer fram í fyrirlestrasal Þjóðminjasafnsins og er öllum opinn og ókeypis. Upplýsingar um viðburði sendist á hvar@frettabladid.is Ég kann ekki orðið yfir stuðlaberg á ensku og ekki man ég hvernig það myndaðist. Það er jafn fallegt hvort eð er og ég verð dáleidd af að horfa á hana dáleidda yfir enn einum fossinum heilluð vanmáttug og mér finnst sem hún spyrji hann svara. Úr bókinni Tvö jarðar ber Save the Children á Íslandi

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.