Fréttablaðið - 05.02.2013, Page 38
5. febrúar 2013 ÞRIÐJUDAGUR| MENNING | 30
„Ég er að lesa þriðju bókina í Game
of Thrones-seríunni eftir George R.
R. Martin. Þetta eru virkilega flottar
bækur.“
Helgi Pjetur Jóhannsson, einn af eigendum
Stokks Software.
BÓKIN
„Það er búið að standa til lengi
að gera plötu með lögum Hauks
Morthens,“ segir tónlistarmað-
urinn Helgi Björnsson sem hélt
til Berlínar í gær til að undirbúa
tökur á nýrri plötu sem verður til
heiðurs Hauki Morthens.
Helgi tekur upp plötuna í Berl-
ín í mars en hann hefur fengið
til liðs við sig þýsku sveitina The
Capital Dans Orchestra. Sveit-
in er skipuð 14 manns og fræg í
heimalandi sínu fyrir samstarf
við þýskar stjörnur eins og Ninu
Hagen. „Ég hef áður sungið með
þeim og langaði að gera eitthvað
meira. Þetta smellpassaði svo
allt núna með tímasetningar en
þeir koma með þennan gamal-
dags hljóm sem einkennir tónlist
Hauks,“ segir Helgi sem hlakkar
til að hefjast handa.
Upptökur fara fram í hinu forn-
fræga stúdíói Hansa Tonstudio
en þar hafa David Bowie og U2
meðal annars tekið upp plötur.
„Það er svakalegur hljómur í upp-
tökuherberginu þarna og ég á von
á miklu stuði hjá okkur á meðan
tökur fara fram.“
Undanfarið hefur sveitaróm-
antíkin átt hug Helga sem hefur
slegið í gegn ásamt Reiðmönnum
vindanna með plötunum Ríðum
sem fjandinn, Þú komst í hlaðið
og Heim í heiðardalinn. Með þess-
ari plötu kveður því við nýjan tón
en stefnt er á að hún komi út um
mánaðamótin maí og júní. Helgi
er mikill aðdáandi Hauks Mort-
hens og var með tónleikaröð
honum til heiðurs árið 2010. „Ég
var hvattur til að ráðast í gerð
þessarar plötu og hlakka til að
hefjast handa.“ - áp
Helgi heiðrar Hauk Morthens
Hélt til Berlínar í gær til að taka upp nýja plötu í Hansa Tonstudio.
GERIR NÝJA PLÖTU Helgi Björns
heldur til Berlínar og tekur upp plötu
með lögum Hauks Morthens ásamt
þýsku hljómsveitinni The Capital Dans
Orchestra. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN
„Það er mikið lagt upp úr útlitinu á staðnum, hljóm-
burðinum og allri aðstöðu fyrir tónleika- og við-
burðahald,“ segir skemmtistaðaeigandinn Steindór
Grétar Jónsson.
Steindór er einn eigenda nýs skemmtistaðar
sem ber nafnið Volta og verður opnaður um næstu
helgi. Sömu aðilar standa að baki Volta og staðar-
ins Harlem sem var opnaður um miðjan desember.
„Þó sömu eigendur séu að stöðunum þá eru þeir
samt alveg ótengdir og gjörólíkir,“ segir Steindór.
Volta verður til húsa að Tryggvagötu 22 og verður
á tveimur hæðum. Hann nær yfir aftari hluta þess
svæðis sem áður var Þýski barinn auk neðri hæðar-
innar og kemur hann til með að taka um 300 gesti.
Opnunarhátíð verður á Volta alla helgina. Hún
hefst með tónleikahaldi á föstudagskvöldið þar sem
hljómsveitirnar Hjaltalín, Ojba Rasta, Bloodgroup
og Sóley stíga á svið. Á laugardaginn verður síðan
klúbbstemning þar sem breski plötusnúðurinn Tim
Green þeytir skífum, auk tvíeykisins Gluteus Max-
imus og DJ Yamaho. „Við viljum skapa þarna klúbb-
stemningu að evrópskri fyrirmynd og til þess verð-
um við meðal annars með heimsklassa hljóðkerfi
og metnaðarfulla lýsingu,“ segir Steindór. Aðgangs-
eyrir er kr. 2.000 á föstudag og 1.000 á laugardag og
miðar aðeins seldir við innganginn. - trs
Nýr 300 manna tónleikastaður
Skemmtistaðnum Volta er ætlað að skapa umgjörð fyrir viðburði og tónleika.
OPNUNARHÁTÍÐ Hjaltalín, Ojba Rasta, Bloodgroup og Sóley
spila á opnunarkvöldi Volta. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM
Dagskrá:
Skúli Helgason, alþingismaður
Allir stundi nám og vinnu við sitt hæfi. Kynning á
skýrslu starfshóps.
Svana Helen Björnsdóttir, formaður Samtaka
iðnaðarins
Bilið sem þarf að brúa.
Iðunn Kjartansdóttir, náms- og starfsráðgjafi
hjá Iðunni
Hvað hefur áhrif á námsval iðn- og verknáms-
nemenda?
Heiður Agnes Björnsdóttir, Cand Oecon, MBA
Aðferðafræði og framkvæmd markaðssetningar
iðn-, verk- og tæknináms.
Einar Ben, MA í almannatengslum
Samfélagsmiðlar - nýjungar í notkun og fræðslu.
Umræður í hópum
Ráðstefnustjóri: Baldur Gíslason, stjórnar-
formaður Iðnmenntar og skólameistari Tækni-
skólans
Skráning á skrifstofu Iðnmenntar, í síma 517-7200
eða á netfanginu heidar@idnu.is.
iðn-, verk-
og tæknináms
Markaðs-
setning
Ráðstefna IÐNMENNTAR 2013
Hilton Reykjavík Nordica
8. feb. kl. 13:00
„Þetta hlýtur að vera tilviljun en
þetta er samt mjög dularfullt,“
segir Eurovision-farinn og Dalvík-
ingurinn Matti Matt, inntur eftir
svörum við því hvað geri Dalvík-
inga svo farsæla í Söngvakeppni
Sjónvarpsins.
Frá því Ísland tók fyrst þátt í
Eurovision árið 1986 hafa 32 flytj-
endur farið utan fyrir okkar hönd.
Þegar Eyþór Ingi sigraði undan-
keppnina hér heima síðastliðið
laugardagskvöld varð hann fimmti
Dalvíkingurinn til að standa í
þeim sporum, séu talin með þau
Pálmi Gunnarsson og Hera Björk
sem bæði bjuggu í bænum um
tíma. Eyþór Ingi, Matti Matt og
Friðrik Ómar eru svo allir aldir
upp á Dalvík. „Það hefur alltaf
verið mikil stemning fyrir keppn-
inni í bænum, rétt eins og ann-
ars staðar á landinu, en Dalvík
er enginn sérstakur Euro-bær,“
segir Matti. „Kaldi ætti kannski
að íhuga að búa til sérstakan Euro-
vision-bjór því ég held að hann sé
það eina sem við höfum verið að
drekka annað en fólk annars stað-
ar á landinu,“ bætir hann við hlæj-
andi, spurður hvað sé í vatninu á
Dalvík. Hann segist þess fullviss
að Dalvíkingar eigi enn nóg inni og
er sannfærður um að fleiri Euro-
vision-farar eigi eftir að koma frá
bænum. „Mér detta strax í hug
þrír sem koma vel til greina, en
þeir eru pottþétt fleiri. Það er svo
ótrúlega mikið af góðu söngfólki
þarna,“ segir hann.
Tæplega 1.900 manns búa á
Dalvík og því ágætis hlutfall sem
hefur sigrað íslensku undankeppn-
ina. „Þetta er svona álíka og ef
þessir fimm flytjendur kæmu úr
löngu blokkinni í Fellunum í Breið-
holtinu, það búa álíka margir þar
og á Dalvík. Geri aðrir betur,“
segir Matti.
Hann studdi Eyþór Inga að sjálf-
sögðu síðasta laugardagskvöld.
Eurovision-stjörnur
framleiddar á Dalvík
Fimm Eurovision-fl ytjendur Íslendinga hafa alist upp eða búið á Dalvík.
HJARTAÐ SLÆR Á DALVÍK
Dalvíkingar hafa séð
landsmönnum fyrir fimm
Eurovision-þátttakendum
hingað til og segir Matti þá
enn eiga nóg inni.
➜ Hera Björk bjó að vísu aðeins á Dalvík í tvö ár en sé hún talin með
hafa fjórir Dalvíkingar keppt fyrir Íslands hönd á síðustu fimm árum og
allir komist upp úr undanúrslitunum.
➜ Pálmi Gunnarsson keppti fyrstur Dalvíkinga í fyrsta skipti sem Ísland
keppti í Eurovision árið 1986. Þá flutti hann hinn ódauðlega Gleðibanka,
ásamt Eiríki Haukssyni og Helgu Möller, og eins og frægt er lentu þau í 16.
sætinu.
➜ Friðrik Ómar Hjörleifsson fór til Serbíu með Regínu Ósk og Euroband-
inu árið 2008. Þau fluttu lagið This Is My Life og enduðu í fjórtánda sæti.
➜ Hera Björk lenti í 19.sæti í Ósló árið 2010 með lagið Je ne sais quoi.
➜ Matti Matt var hluti af hópnum Vinir Sjonna sem fóru til Düsseldorf
árið 2011. Þeir höfnuðu í 20. sæti með lagið Coming Home.
Fjórir Dalvíkingar á síðustu fimm árum
„Hjartað slær auðvitað alltaf
með Dalvíkingum. Í þokkabót er
Eyþór góður vinur minn og Pétur
Örn einn af mínum albestu vinum,
svo það var fagnað vel og innilega
þegar lagið þeirra sigraði. Sjö ára
sonur minn orðaði þetta best þegar
hann sagðist vera kominn með
svima, hann væri svo glaður.“
tinnaros@frettabladid.is