Fréttablaðið - 11.02.2013, Page 16

Fréttablaðið - 11.02.2013, Page 16
11. febrúar 2013 MÁNUDAGUR| SKOÐUN | 16 Átt þú móður, systur eða vinkonu sem hefur fengið hjartaáfall eða heilaslag – eða hefur þú sjálf jafnvel lent í þeirri lífsreynslu? Eða hugsar þú eins og margar konur og allt of margir heilbrigðisstarfs- menn, að hjarta- og æða- sjúkdómar séu eitthvað sem margir karlar fái, en bara einstaka konur? Það er rétt að framan af ævinni fá hlutfallslega færri konur en karlar hjartaáföll. Eigi að síður eru hjarta- og æðasjúk- dómar af einhverju tagi algeng- asta dánarorsök kvenna jafnt sem karla hér á landi líkt og í Evrópu. Nú má halda því fram að það liggi fyrir okkur öllum að deyja og gildi þá einu úr hverju. Í þeirri umræðu má ekki gleymast að fjöldi kvenna og karla lifa í mörg ár með skerta starfsorku og lífsgæði vegna hjartasjúkdóms eða heilaslags og er því til mikils að vinna að fyrir- byggja þessa sjúkdóma. GoRed For Women átakið er alheimsátak á vegum World Heart Federation (http://www.world- heart-federation.org), sem starf- rækt hefur verið frá árinu 2004 í Bandaríkjunum og fjölda Evrópulanda. Hvat- inn að baki átaksins er einfaldur. Fjöldinn allur af konum deyr af völdum hjartasjúkdóma og heila- áfalla en það er eins og konur geri sér litla grein fyrir áhættu eða einkenn- um sjúkdómanna. Átakinu er ætlað að vekja konur af dvalanum, fá þær til að átta sig á hverjir áhættu- þættir hjarta- og æðasjúk- dóma eru og gera eitthvað í mál- unum. Ennfremur að kenna konum að þekkja einkenni hjarta- og æða- sjúkdóma og fá þær til að leita sér lækninga ef ástæða er til. Á Íslandi eru það Hjartavernd, Hjartaheill, Heilaheill og fagdeild hjarta- hjúkrunarfræðinga sem starfa saman að verkefninu. Að auki koma fleiri fagaðilar að átakinu sem nú er haldið er í fimmta sinn á Íslandi um miðjan febrúar. Það vill reyndar svo vel til að Ísland tilheyrir þeim löndum þar sem tíðni hjarta- og æðasjúkdóma hefur farið lækkandi tengt því að staða áhættuþátta hefur batnað verulega á síðustu áratugum. Má þar nefna minni reykingar, lækk- andi kólesteról og blóðþrýsting, aukna hreyfingu og neyslu græn- metis og ávaxta. Á móti kemur að offita og sykursýki er vaxandi vandamál sem vinna gegn þessari jákvæðu þróun áhættuþátta. Þetta sýnir að stefnumörkun yfirvalda, breytingar á samfélagi og venjum ásamt forvörnum hafa mikil áhrif á tilurð þessara sjúkdóma. Einstak- lingurinn sjálfur getur haft veru- leg áhrif á flesta áhættuþætti fyrir utan aldur og erfðir, enda velur maður ekki foreldra sína. Þekki „tölurnar“ sínar En hvaða konur eru það sem fá hjartasjúkdóm eða heilaslag? Svar- ið við þessari spurningu er að allar konur geta lent í þessu, en konur eru ekki allar í jafn mikilli áhættu og því ættu konur að þekkja „töl- urnar sínar”. Yngri konur með enga áhættuþætti eru t.d. ekki líklegar til að fá kransæðastíflu, en eftir því sem áhættuþættirnir eru fleiri margfaldast áhættan. Rannsókn- ir hafa sýnt að konur sem reykja fjórfalda líkurnar á hjarta- og heilaáfalli og að á Íslandi reykja fleiri konur en karlar. Konur sem fá háþrýsting eða sykursýki á með- göngu eru í sérstökum áhættu- hópi fyrir hjarta- og heilaáföll og ættu að vera vel vakandi gagnvart öðrum áhættuþáttum. Háþrýsting- ur er sterkasti áhættuþáttur hjarta- bilunar og heilaslags hjá konum og því ástæða til að fylgjast vel með blóðþrýstingnum. Allar konur sem komnar eru á miðjan aldur og yngri konur með ættarsögu ættu því að þekkja „töl- urnar sínar” og jafnframt að tak- ast á við þær. Ein aðferð til að sjá hvort maður er í aukinni áhættu er að fara inn á áhættureikni Hjarta- verndar (www.hjarta.is), fylla inn tölurnar, skoða útkomuna og sjá hvort sérstök ástæða sé til að taka á málunum. Oft geta einfaldir hlutir eins og aukin dagleg hreyf- ing og neysla ávaxta og grænmet- is haft jákvæð áhrif á áhættuþætti og líðan. En hver eru þá einkennin sem okkur ber að þekkja? Verkur fyrir brjósti, þyngsli eða óeðlileg mæði geta verið einkenni hjarta- sjúkdóms. Verkurinn getur verið margvíslegur, og leiðir stundum út í handlegg, aftur í bak, upp í háls eða niður í maga. Þessu fylgir jafnvel ógleði, hjartsláttarónot eða kaldsviti. Einkenni kvenna, einkum þeirra sem eru eldri eða með sykursýki eru oft óljósari og konur bíða almennt lengur en karlar með að fara á bráðamót- töku vegna hjartaáfalls. Einkenni heilaslags eru margvísleg en þar má nefna skyndilega truflun á tali, skyni, hreyfigetu eða jafnvægi, eða skyndilegan höfuðverk með ógleði. Við slík einkenni ber að sjálfsögðu að leita aðstoðar strax. Við konur ættum að sameinast um að þekkja til áhættuþátta okkar og veita hver annarri stuðning við að takast á við þá. Þann 14. febrúar gefst einnig tækifæri til taka fram rauða kjólinn, buxurnar, bolinn eða einhverja aðra rauða flík og njóta fræðslu og skemmtunar innan um aðrar konur í Kringlunni. GoRed á Íslandi – fyrir konur. Konur klæðumst rauðu – fyrir þig og þína nánustu Við Íslendingar erum oft ragir við að viðurkenna þekkingarleysi okkar á ákveðnum sviðum. Það er eins og mörgum finn- ist það vera algerlega ótækt að geta ekki tjáð sig eins og sérfræðing- ur um allt frá Aðalnám- skrá til Rammaáætlun- ar. Að mínu mati er það enginn glæpur að segjast ekki þekkja málaflokk nógu vel til að gefa út glannalegar yfirlýsingar. Umræðan í fjölmiðlum og stjórn- málum á Íslandi byggist því oft á alhæfingum, einföldunum og upphrópunum. Hér eru nokkrar upphrópanir sem eru að mínu mati oft settar fram með villandi hætti. Höfum val Andstæðingar virkjana þurfa oft að sitja undir þeim ásökunum að þeir séu á móti rafmagni og boði bara myrkur og kulda með skoð- unum sínum. Þetta er alrangt enda er staðreyndin sú að Ísland er í þeirri öfundsverðu stöðu að eiga feikinóg af grænni raforku. Þó að okkur muni fjölga umtals- vert og allir verði á rafbílum er og verður nóg til af raforku handa öllum. Allar stórvirkjanir sem risið hafa undanfarin ár hafa verið fyrir sérstaka stórnotendur, en almenn notkun (öll heimili, opin- bert húsnæði og fyrirtæki utan stóriðju) dekkar einungis um 20% af heildarraforkunotkun landsins. Við höfum því val um hvort virkja skuli eður ei en flestar aðrar þjóð- ir þurfa hins vegar bráðnauðsyn- lega að virkja endurnýjanlega orkugjafa til að draga úr hlutfalli jarðefnaeldsneytis í raforkukerfi sínu. „Stóriðja og álverssinnar!“ Alhæfingar ná enn hærri hæðum þegar stóriðju ber á góma. Það hentar vel íslenskri alhæfingar- umræðuhefð að flokka þetta allt saman í einn pakka. Í mínum huga er synd að hið opna orð „stór- iðja“ hafi án frekari skilgrein- ingar fengið neikvæðan stimpil. Enginn spyr „hvað er stóriðja?“ Er stóriðja einungis skilgreind út frá orkunotkun? Eru allir sáttir við stóriðju sem er pláss- og úrgangsfrek ef ekki þarf að virkja fyrir hana? Er álver stór- iðja en ekki risavaxin tómata rækt eða gagnaver? Ástæðan fyrir því að íslensk orka er seld til stóriðju er einfaldlega sú að við eigum umframorkuauð- lindir en erum jafnframt í lok- uðu raforkukerfi og getum ekki selt umframframleiðslu á stærri raforkumarkað. Staðan er því afar einföld, þ.e. að EF við ákveð- um að virkja eru einu mögulegu kaupendurnir ný fyrirtæki sem nota orkuna við framleiðslu sína. Í lokuðu raforkukerfi er eina leið- in til að gera stærri virkjanafram- kvæmdir raunhæfar að fyrir- framselja orku til kaupenda. Það vill svo til að mögulegt er að selja orku hér á landi á samkeppnis- hæfu verði en flest annað, eins og flutningur efnis, laun o.s.frv. er oft á tíðum alls ekki eins hag- stætt hér á landi. Því stærri hluti sem orkukaup eru í rekstrarkostnaði fyrirtækis, þeim mun álitlegri er framleiðsla á Íslandi. Fjöldi álvera á Íslandi er af mörgum talinn bera vott um hugmyndaleysi eða áráttu ráða- manna. Líklegri skýring er sú að óvíða er hlutfall orku í rekstrar- kostnaði hærra en einmitt í áliðn- aði og því er Ísland álitlegur kost- ur fyrir álfyrirtæki, flóknara er það ekki. Einföldunin verst Verst er þó einföldunin í umhverfis málum. Það er afar þægilegt að vera umhverfisvænn á Íslandi, það eina sem þú þarft að gera er að vera á móti virkjunum og stóriðju, sama hvað það þýðir. Það er að mínu mati magnað að mál eins og úrgangur, endur- vinnsla, orkunýtni, frárennsli, útblástur, sorp, þungmálmar, áburðarnotkun, eiturefni, olíu- knúnar fiskveiðar og samgöng- ur eru nánast aldrei til umræðu þegar umhverfismál eru rædd á vettvangi stjórnmála. Spyr ein- hver um stefnu flokkanna í þess- um málum? Nei, höldum endilega áfram að nota allan tímann til að rífast um hvort virkja eigi endur- nýjanlega orku eða ekki. Umhverfi smál á kosningavetri ➜ Enginn spyr „hvað er stóriðja?“ Er stóriðja einungis skilgreind út frá orkunotkun? Eru allir sáttir við stóriðju sem er pláss- og úrgangs- frek ef ekki þarf að virkja fyrir hana? ➜ Verkurinn getur verið margvíslegur, og leiðir stundum út í handlegg, aftur í bak, upp í háls eða niður í maga. HEILBRIGÐIS- MÁL Þórdís Jóna Hrafnkelsdóttir læknir, sérgrein hjartalækningar UMHVERFIS- MÁL Sigurður Ingi Friðleifsson framkvæmdastjóri Orkuseturs Fræðasetur þriðja geirans við Háskóla Íslands BORGARAFUNDUR um heimilin, lýðræði og velferð „Þið eruð þjóðin“ Dögun, stjórnmálasamtök um réttlæti, sanngirni og lýðræði boða til borgarafundar í Iðnó á mánudaginn 11. febrúar kl. 20. Talsmenn félagasamtaka leggja línurnar gagnvart stjórnmálunum með framsögum um áherslur þeirra og hvað betur mætti fara varðandi samvinnu við stjórnvöld. Dögun telur að stjórnmálaöfl eigi að nýta krafta og hugmyndir fólksins í landinu til að hjálpa til við stefnumótun og ákvarðanatöku. Dögun býður almennum borgurum á fundinn ásamt fulltrúum allra stjórnmálaafla. Framsögur fundarins eru: Hagsmunasamtök heimilanna Stríðið gegn heimilunum: Ólafur Garðarsson, formaður HH Lýðræðisfélagið Alda Sjálfbærni og lýðræði: Kristinn Már Ársælsson, liðsmaður Öldu Öryrkjabandalag Íslands Áherslur Öryrkjabandalagsins: Guðmundur Magnússon, formaður ÖBÍ

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.