Fréttablaðið - 11.02.2013, Blaðsíða 19

Fréttablaðið - 11.02.2013, Blaðsíða 19
SAGA HANDA BÖRNUM Sagnfræðifélag Íslands heldur hádegisverðarfund á morgun undir heitinu Hvað er sögulegur skáldskapur? Dagný Kristjáns dóttir, prófessor í íslenskum bókmenntum við Háskóla Íslands, flytur erindið „Saga handa börnum“. Erindið verður í fyrirlestrarsal Þjóðminjasafns Íslands og hefst klukkan 12.05. Ég fór að prófa mig áfram í matargerðinni eftir að elsta dóttir mín greindist með fæðuóþol og tók smám saman út allar mjólkurvörur og minnkaði bæði sykur og glúten. Nú geri ég allt frá grunni og það kemur allri fjölskyldunni til góða,“ segir Oddrún Helga Símonardóttir, sem heldur úti matarblogginu heilsu- mamman.com. Hún segir breytingarnar ekki hafa kom- ið á einni nóttu heldur hafi tekið tíma að komast upp á lag með að lesa um innihald á pökkum og finna hentugar uppskriftir. „Ég finn mikið á netinu og í bókum og svo verða líka til uppskriftir upp úr tilraunamennsku, eftir því hvað er til í ísskápnum. Þetta nammi er sérstaklega vinsælt á heimilinu.“ HOLLARA NAMMI BREYTT MATARÆÐI Oddrún Helga Símonardóttir heldur úti matarblogginu heilsumamman.com. Hér gefur hún lesendum uppskriftir að sælgæti. Hampnammi gefur góða orku í hversdags- amstrinu, fullt af góðri fitu, trefjum og kalki. ½ bolli hampfræ ½ bolli graskersfræ (möluð ) ½ bolli sesamfræ 1 bolli döðlur 1 bolli kókosmjöl 1 tsk. vanilludropar 5 msk. kakó 4 msk. kókosolía 2 msk. hnetusmjör, án sykurs Leggið döðlurnar í bleyti í 30 mín. Hellið vatninu af og maukið með töfrasprota. Bætið kókosolíunni saman við ásamt vanillu dropunum og hnetusmjörinu. Blandið öllum þurr- efnunum saman í aðra skál. Það er bæði hægt að mala graskersfræin með töfrasprota og í matvinnsluvél. Blandið öllu vel saman. Leggið deigið á bökunar pappír og þjappið því niður, látið kólna og skerið svo í litla bita eða lengjur. BOUNTYNAMMI 1 bolli döðlur 3 bollar kókos ¼ bolli kókosolía ½ bolli malaðar kasjú- hnetur (má sleppa) 1 tsk. vanilludropar 3-4 msk. kókospálma- sykur 150 g 70% súkkulaði Leggið döðlurnar í bleyti í 30 mín. Hellið vatninu af og maukið með töfrasprota. Blandið kókosolíunni saman við ásamt vanillu dropunum. Ef döðlurnar eru volgar bráðnar kókosolían strax og þá þarf ekki að bræða hana sér- staklega. Blandið saman í aðra skál kókos, kasjúhnetur og kókospálmasykur. Vinnið vel saman. Kælið og hellið bræddu súkkulaði yfir. Látið kólna og skerið í litla bita. ORKURÍKIR MUNNBITAR HEILSUMAMMAN Oddrún Helga tók allar mjólkurvörur út úr mataræði fjölskyldunnar og minnkaði glúten og sykur eftir að elsta dóttir hennar greindist með fæðuóþol. Yngsti fjölskyldu- meðlimurinn, Jónatan, nýtur einnig góðs af. MYND/VILHELM
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.