Fréttablaðið - 11.02.2013, Side 50

Fréttablaðið - 11.02.2013, Side 50
11. febrúar 2013 MÁNUDAGUR| MENNING | 22 BAKÞANKAR Charlotte Böving 1 6 7 8 10 13 119 12 15 16 18 21 20 17 14 19 2 3 4 5 KROSSGÁTA PONDUS Eftir Frode Øverli GELGJAN Eftir Jerry Scott & Jim Borgman HANDAN VIÐ HORNIÐ Eftir Tony Lopes BARNALÁN Eftir Jerry Scott & Rick Kirkman MYNDASÖGUR LÁRÉTT 2. málhelti, 6. skammstöfun, 8. vætla, 9. rúm ábreiða, 11. 49, 12. eldhús- áhald, 14. ágóði, 16. hvort, 17. siða, 18. hamfletta, 20. tveir eins, 21. lýð. LÓÐRÉTT 1. loðfeldur, 3. golf áhald, 4. hænsn, 5. poka, 7. vatnafló, 10. kirna, 13. svelgur, 15. svall, 16. bókstafur, 19. fisk. LAUSN LÁRÉTT: 2. stam, 6. eh, 8. íla, 9. lak, 11. il, 12. sleif, 14. arður, 16. ef, 17. aga, 18. flá, 20. ll, 21. fólk. LÓÐRÉTT: 1. pels, 3. tí, 4. alifugl, 5. mal, 7. halafló, 10. ker, 13. iða, 15. rall, 16. eff, 19. ál. Þú ert alltaf svo frábær! Þú ert svo falleg! Og sérstöööök! Baby...lofðu mér að hvísla að þér nokkrum orðum í eyra... Er hann að trufla þig, Raggi? Hvað er að honum? Hann á leiðinni HEIM! Hann ætlar bara að hvísla nokkrum orðum að stóra, hvíta símanum fyrst. Ég trú varla að ég fái þúsundkall á tímann fyrir þetta! Það er...fimmhundruð kall á hálftíma! eða 16,6 krónur á mínútu... eða, uu... bara 28 aurar á sekúndu. Tíminn flýgur þegar það er gaman, en hann líður hræðilega hægt á tímakaupi. OPIÐ HÚS Ég heiti Ari og ég vakti einu sinni í átján mínútur án þess að legg ja mig!! SVEFN- LEYSINGJA- FÉLAGIÐ Núna kemur hin árlega beiðni um gervijólatré... Sko... RAGGI!! ÚFF! RYMJ!! Á! Á! Á! BANK! OP IÐ H ÚS OPIÐ HÚS O Ð HÚS Save the Children á Íslandi Oft finnst okkur að við ættum að vita svarið þegar við erum spurð um eitt- hvað. Okkur finnst við jafnvel hafa svar við öllu. Þar til dag nokkurn, þegar við áttum okkur á því að við vitum ekki allt. Við upp- götvum jafnvel að það er fæst sem við vitum með vissu. Svar jafningjans: „Ég veit það ekki, geturðu rannsakað málið og komið svo og sagt mér svarið?“ Svar valdboðans: „Þú þarft ekki að vita það.“ Svar keppnismanneskjunnar: „Ég veit það, en ég ætla ekki að segja þér það.“ ÞAÐ var upplifun þegar ég vann með leik- stjóra nokkrum sem svaraði stundum þegar hann var spurður út í þróun uppfærslunnar: „Ég veit það ekki, hvað finnst þér?“ ÉG sagði það sem mér fannst og hugsaði með mér: Þvílíkt sjálfstraust! Sem leiðtogi var hann nógu öruggur með sig til þess að viðurkenna að hann var ekki alltaf viss – og eiginlega var gaman að vera spurð álits. EN UM leið gat það verið ergilegt. Hann átti að stýra mér! MÉR fannst ég skilin eftir í kaos og fannst að hann ætti að vera sá sem leiddi mig á rétta braut. En hann svaraði því til að hann þekkti ekki leiðina, réttu brautina yrðum við að finna saman – í vinnuferlinu. OG vegna þess að honum þótti það ekki vandamál að vita ekki svarið, heldur var jákvæður og rólegur, vissi ég að mig lang- aði að fylgja honum. Ég treysti honum. SEINNA hef ég lesið um þá aðferð stjórn- unar sem hann líklega stundaði (trúlega án þess að gera sér grein fyrir því sjálfur) og ég held að hann hafi beitt þeirri aðferð sem kallast þjónandi forysta. Stjórnunaraðferð sem er byggð meðal annars á tillitssemi og sameiginlegri hugsjón. Í MJÖG grófum dráttum má stilla upp þessari aðferð sem andstæðu annarra stjórnunarforma: Aðferð valdboðsins: „Ég ræð og ef þú fylgir mér ekki – þá drep ég þig.“ Aðferð lýðræðisins: „Ég er kjörin(n) til þess að ráða, sem þýðir að ég hef rétt fyrir mér og þú rangt... En þar sem ég get ekki drepið þig, getum við kannski hist í bakherberginu og leitað lausna. – En ekki segja neinum frá því... shhh.“ Hvorugt þessara stjórnunarforma getur sagt: „Ég veit það ekki – hvað finnst þér?“ Það var sagt um Sókrates að hann væri mesti spekingur Aþenu vegna þess að „hann vissi að hann vissi ekki neitt“. En hann var líka dæmdur til dauða. Ég veit það ekki...

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.