Fréttablaðið - 11.02.2013, Blaðsíða 59

Fréttablaðið - 11.02.2013, Blaðsíða 59
MÁNUDAGUR 11. febrúar 2013 | SPORT | 31 Breiðholti NÚ ER KOMIÐ AÐ ÍBÚUM Í AÐ HÆTTA AÐ HENDA PAPPÍR Í RUSLIÐ Allt um breytta sorphirðu er að finna á pappirerekkirusl.is ER KOMIÐ AÐ ÞÍNU HVERFI? Sorphirða í Reykjavík mun á næstu mánuðum breytast til hins betra – og nú er komið að Breiðholti. Reykvíkingar munu á þessu ári hætta alfarið að henda pappír, pappa, dagblöðum, tímaritum, fernum og skrifstofupappír í almennar sorptunnur. Pappír er verðmætt efni sem auðvelt er að nýta til hagsbóta fyrir umhverfið. Í stuttu máli: Pappír er ekki rusl. TVÆR LEIÐIR TIL AÐ LOSNA VIÐ PAPPÍRINN BLÁ TUNNA Þú pantar bláa tunnu á pappirerekkirusl.is, með símtali í 4 11 11 11 eða með tölvupósti á sorphirda@reykjavik.is. Við komum með bláu tunnuna til þín innan nokkurra daga. GRENNDARGÁMAR Á pappirerekkirusl.is finnur þú næsta grenndargám í þínu hverfi. Kjalarnes – LOKIÐ Okt Grafarholt og Úlfarsárdalur – LOKIÐ 2012 2012 2013 Árbær og Grafarvogur – LOKIÐ Breiðholt – Í INNLEIÐINGU Laugardalur, Háaleiti og Bústaðir Miðbær og Hlíðar Vesturbær Nóv Jan 2013 Feb 2013 Mars 2013 Apr 2013 Maí – Takk fyrir að flokka! ÚRSLIT ENSKA ÚRVALSDEILDIN MAN. UTD - EVERTON 2-0 1-0 Ryan Giggs (13.), 2-0 Robin van Persie (45.+1). ASTON VILLA - WEST HAM 2-1 1-0 Christian Benteke, víti (73.), 2-0 Charles N‘Zogbia (78.), 2-1 Ashley Westwood, sjm. (87.). TOTTENHAM - NEWCASTLE 2-1 1-0 Gareth Bale (5.), 1-1 Yoan Gouffran (24.), 2-1 Gareth Bale (78.). CHELSEA - WIGAN 4-1 1-0 Ramires (23.), 2-0 Eden Hazard (56.), 2-1 Shaun Maloney (58.), 3-1 Frank Lampard (86.), 4-1 Marko Marin (90.+2). NORWICH - FULHAM 0-0 STOKE - READING 2-1 1-0 Robert Huth (67.), 2-0 Cameron Jerome (81.), 2-1 Adrian Mariappa (83.). SUNDERLAND - ARSENAL 0-1 0-1 Santi Cazorla (35.). SWANSEA - QPR 4-1 1-0 Michu (8.), 2-0 Angel Rangel (18.), 2-1 Bobby Zamora (48.), 3-1 Pablo (50.), 4-1 Michu (67.). SOUTHAMPTON - MAN. CITY 3-1 1-0 Jason Puncheon (7.), 2-0 Steven Davis (22.), 2-1 Edin Dzeko (39.), 3-1 Gareth Barry, sjm. (48.). STAÐAN Man. United 26 21 2 3 62-31 65 Man. City 26 15 8 3 48-24 53 Chelsea 26 14 7 5 55-28 49 Tottenham 26 14 6 6 44-30 48 Arsenal 26 12 8 6 50-29 44 Everton 26 10 12 4 40-32 42 Swansea 26 9 10 7 38-29 37 Liverpool 25 9 9 7 44-32 36 WBA 25 10 4 11 34-35 34 Stoke 26 7 12 7 26-31 33 West Ham 26 8 6 12 29-38 30 Fulham 26 7 8 11 36-42 29 Sunderland 26 7 8 11 28-34 29 Norwich 26 6 11 9 25-40 29 Southampton 26 6 9 11 36-45 27 Newcastle 26 7 6 13 33-46 27 Aston Villa 26 5 9 12 25-50 24 Reading 26 5 8 13 33-48 23 Wigan 26 5 6 15 30-51 21 QPR 26 2 11 13 19-41 17 FÓTBOLTI Það gengur afar illa hjá meisturum Man. City að veita nágrönnum sínum í United aðhald í toppbaráttu ensku úrvals- deildarinnar. City tapaði mjög óvænt um helgina gegn Southampton þar sem liðið gaf þrjú mörk. Gareth Barry gaf mark og skoraði sjálfs- mark. Markvörðurinn Joe Hart missti svo boltann í gegnum klof- ið og þau mistök leiddu líka til marks. „Þetta var miklu verra en léleg frammistaða hjá okkur. Við tókum einfaldlega ekki þátt í leiknum. Við spiluðum með kannski tvo til þrjá leikmenn á meðan þeir voru með ellefu. Það er ansi erfitt að vinna þannig leiki,“ sagði hundsvekktur stjóri City, Roberto Mancini. „Ég myndi segja að við ættum svona tíu prósent líkur á því að verja titilinn. Ég sé það samt ekki gerast að Man. Utd tapi tólf stig- um það sem eftir er.“ - hbg City að missa af lestinni SVEKKTUR Mancini átti erfitt með sig á hliðarlínunni. NORDICPHOTOS/GETTY FÓTBOLTI Það særði stolt Man. Utd á síðustu leiktíð er liðið varð að horfa á eftir Englandsmeistara- titlinum fara til erkifjendanna í City. Sir Alex Ferguson, stjóri Man. Utd, gaf þá strax út að aðal- markmið félagsins væri að vinna Englandsbikarinn aftur. Það hefur heldur betur gengið eftir því Utd er komið með tólf stiga forskot á Man. City eftir 26 leiki. Ótrúleg staða þegar febrúar er ekki hálfnaður. Ferguson ætlaði sér að hvíla marga leikmenn gegn Everton í gær en þar sem City missteig sig óvænt gat hann ekki annað en stillt upp sterku liði því tækifæri til að ná tólf stiga forskoti kemur ekki á hverjumd degi. „Úrslitin í City-leiknum höfðu mikil áhrif á liðsvalið. Ég ætlaði að hvíla fleiri leikmenn. Sá fram á sjö breytingar en leikurinn var of mikilvægur. Ég get hvílt menn seinna í vetur,“ sagði Ferguson, en hans lið á leik gegn Real Madrid í Meistaradeildinni á miðvikudag. Hinn síungi Ryan Giggs skor- aði í gær og náði þeim einstaka árangri að skora 23. tímabilið í röð. „Goðsögnin lifir. Hann er ótrú- legur maður. Hann hleypur fram og til baka og býr yfir ótrúlegri orku. Það er unaðslegt að fylgj- ast með honum,“ sagði Ferguson en Giggs sjálfur vildi lítið gera úr þessu afreki. „Þetta var mikilvægt mark fyrir okkur. Aðalatriðið er að þetta lið kom okkur í gang. Við urðum að ná þremur stigum gegn þessu fína Everton-liði. Við erum í góðu formi og stigin afar mikilvæg.“ - hbg Tólf stiga forskot hjá Man. Utd Manchester United er komið með aðra höndina á 20. Englandsmeistaratitilinn. SNILLINGUR Ryan Giggs skorar í gær. Hann er búinn að skora í deildinni 23 ár í röð. NORDICPHOTOS/GETTY
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.