Fjarðarpósturinn - 27.10.1983, Page 2

Fjarðarpósturinn - 27.10.1983, Page 2
2 FJARÐARPÓSTURINN ??? BÆJARBÚAR SPYRJA ??? Hvaö er að f rétta af löxunum í Læknum? Einn áhugasamur spyr: Hvað er að frétta af löxunum sem settir voru í Lækinn sl. sumar? Hvaða áform eru uppi um fiski- rækt í Læknum? Björn Ólafsson, gjaldkeri Stang- veiðifélags Hafnarfjarðar: „Stangveiðifélagið setti 15 laxa í Lækinn sl. sumar. Því miður urðu 2 eða 3 laxar veiðiþjófum að bráð en sem betur fer tókst að ná til þeirra sem það gerðu og nú er fylgst mjög vel með Læknum og þeim fiskum sem þar eru. Þeir hafa dafnað mjög vel og er nú verið að vinna að áframhaldi þessarar til- raunar. Samningar hafa tekist milli bæjaryfirvalda og Stangv.félagsins um að rannsókn fari fram á lífríki Lækjarins og hvað gera þurfi til þess að hann verði fiskgengur og „fiskheldur“. Höfum við fengið Jón Kristjáns- son, fiskifræðing, til þessa verks. í ljós hefur komið að Lækurinn er alls ekki eins mengaður og áður var haldið og gefur ýmsa mögu- leika til fiskiræktar. Þær lagfær- ingar sem gera þarf hafa því tiltölu- lega lítinn kostnað í för með sér. Við höfum því fullan hug á að setja seiði og fiska í Lækinn í mun meira mæli þegar rannsóknum og nauðsynlegum framkvæmdum er lokið. Við væntum samstarfs við alla Hafnfirðinga um þetta verkefni og vonum að áður en Iangt um líður geti bæjarbúar glaðst yfir því að Lækurinn hafi fengið nýtt hlutverk og þar megi sjá margan vænan lax- inn stökkva.“ Hvað verður um Siggubæ? Hafnfirðingur spyr: Hvaða áform eru uppi um varðveislu litla bæjarins við Hellisgötu, sem Sigríður heitin Erlendsdóttir arf- leiddi Hafnarfjarðarbæ að á sínum tíma? Einar I. Halldórsson, bœjarstjóri: Samkvæmt Miðbæjarskipulagi á þessi bær að hverfa. Hann þrengir mjög umferð um götuna og því er ekki gert ráð fyrir því að hann verði til frambúðar á þessum stað. Hvað snertir erfðaskrá frú Sigríðar Erlendsdóttur var þar um skilyrði að ræða sem bæjaryfirvöld hafa enn ekki tekið afstöðu til. vinsamlegast athugid.... Undir þessu heiti munu birt- ast ábendingar og varnaðarorð til bæjarbúa frá ýmsum stofn- unum bæjarins og öðrum aðil- um sem telja sig hafa erindi í þennan dálk. Hér er það Raf- veita Hafnarfjarðar sem beinir orðum sínum til bæjarbúa. Þegar rafmagnið fer Þegar vetur gengur í garð leiðir maður hugann að því hvernig veturinn muni verða. Síðasti vetur var nokkuð óvenjulegur. Þá var mikið um illviðrahrinur með snjókomu og ísingu, sem oft gengur fljótt yfir og komu þær yfirleitt í kjölfar veðurs, sem bar með sér seltu, sem settist á einangra háspennu- lína og orsakaði það yfirslátt þegar illviðri skall á. Þetta olli óvenjumörgum rekstrartrufl- unum á raforkuflutningi til okkar. Auðvitað vonum við að þessi vetur verði betri en sá síð- asti, en samt er betra að vera við öllu búin. Ef rafmagn fer af, er allt gert sem unnt er til þess að koma því á aftur. Til þess að það megi takast á sem stystum tíma geta notendur veitt mikilvæga aðstoð með því að nota ekki síma nema brýna nauðsyn beri til. Alltof margir nota símann til að leita frétta varðandi straum- leysið og veldur það yfirálagi á símakerfinu svo að það verður óvirkt. Rafveitan getur t.d. þurft að hafa símasamband við Landsvirkjun, Rafmagnsveitu Reykjavíkur, Rafmagnsveitur ríkisins og getur þurft að kalla út starfsfólk til bilunarleitar og viðgerða. Yfirálag á símakerfinu hefur oft valdið miklum töfum hjá Rafmagnsveitunni við að bæta úr straumleysi og óvirkt síma- kerfi veldur íbúunum erfiðleik- um ef nauðsyn ber til að ná sambandi við lögreglu, slökkvi- lið, læknavakt eða sjúkrabíl. Þá er mikilvægt að notendur hafi rofa fyrir tæki og flest ljós í ,,slökktri“ stöðu þegar straumur er settur á aftur. Of mikið álag við innsetningu getur valdið því að það taki verulega lengri tíma að koma straumi á að nýju. Dagheimili St. Jósefssystra. í byggingu er dagheimili á vegum St. Jósefssystra á spítalalóðinni. Óskað hefur verið eftir 700.000 kr. byggingarstyrk frá Hafnarfjarðarbæ. Fólk á sýningu. Mikill fjöldi Hafnfirðinga var viðstaddur opnun sýningar á málverkagjöf Ingibjargar Sigurjónsdóttur og Sverris Magnússonar til Hafnfirðinga.

x

Fjarðarpósturinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fjarðarpósturinn
https://timarit.is/publication/945

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.