Fjarðarpósturinn - 27.10.1983, Blaðsíða 12

Fjarðarpósturinn - 27.10.1983, Blaðsíða 12
12 FJARÐARPÓSTURINN —ÍÞRÓTTIR—ÍÞRÓTTIR—ÍÞRÓTTIR— Góður sigur FH gegn íslandsmeisturum víkings FH-ingar unnu góðan sigur á íslandsmeisturum Víkings á dögunum. í umfjöllun um leikinn var það samdóma álit íþróttafréttamanna dag- blaðanna að FH ætti besta handknattleikslið íslands í dag. Þá fengu ein- stakir leikmenn mikið hrós, einkum Kristján Arason, Sverrir markvörður Kristinsson og Pálmi Jónsson, sem á myndinni hér að ofan sést skora eitt af 7 mörkum sínum í leiknum. Næstu leikir FH eru gegn KR í Laugardalshöll 1. nóvember, gegn KA í Hafnarfirði 5. nóvember og gegn Val 9. nóvember, einnig í Firðinum. Haukar, sem komnir eru með 3 stig eftir jafntefli gegn KA fyrir norðan, leika næst 4. nóvember þýðingarmikinn heimaleik gegn Stjörnunni. Hljómsveitin UPPLYFTING leikur fyrir dansi. Föstudagskvöld kl. 22.00 - 03.00 Laugardagskvöld kl. 22.00 - 03.00 Sunnudagskvöld kl. 21.00 - 01.00 Djasshljómsveit Guömundar Ingólfssonar leikur. Söngkona Olivetta Stefánsdóttir. Snyrtilegur klæðnaður Minnum á hinn frábæra smárétta- matseðil Nýtt íþróttafélag í Hafnarfirði: íþróttafélag Hafnarfjarðar Nýstofnað íþróttafélag, íþrótta- félag Hafnarfjarðar hefur ritað íþróttaráði bréf og óskað eftir fjár- stuðningi vegna starfsemi sinnar. íþróttafélag Hafnarfjarðar er ekki enn orðið fullgilt félag innan ÍBH og nýtur þar með ekki úthlut- unartíma í íþróttahúsum bæjarins. Leigir félagið aðstöðu í íþróttahúsi Gerplu í Kópavogi og segja for- svarsmenn félagsins það kostn- aðarsamt. Iþróttaráð hefur hafnað beiðni félagsins um fjárstuðning þar sem það er ekki enn fullgilt innan ÍBH. Fjarðarpóstinum lék forvitni á að vita hverjir væru forsvarsmenn þessa nýja félags. Skv. upplýsing- um íþróttafulltrúa lá það ekki fyrir á fundi íþróttaráðs hverjir það væru sem að félaginu stæðu, þær upplýsingar lægju hjá ÍBH. Aftur á móti gat íþróttafulltrúi þess, að tvö önnur félög hefðu óskað eftir aðild að ÍBH, íþróttafélagið Vörður og Knattspyrnufélag Hafnarfjarðar. Öll þessi þrjú félög hafa sótt um aðild að ÍBH, en skv. starfsreglum þess verða þau ekki fullgild fyrr en 6 mánuðum eftir að bandalagsþing ÍBH hefur samþykkt aðild félag- anna. Það er því ljóst, að innan skamms brennur það á stjórn ÍBH að úthluta afmörkuðum tímum í íþróttahúsum bæjarins til fleiri félaga en nokkru sinni áður. Takið eftir... MARKAÐSVERÐ Tilboðs- verð Kjúklingar 99.00 Egg 84.00 Svali, 18 í kassa 95.60 Cornflakes, 1000g. 97.80 WC pappír frá PAPCO, 4 rl. í pk. 43.50 Lambahakk 138.00 Opnunartími frá 1. nóvember: Mánud. - fimmtud. 9 - 18. Kvöldsalan 18 - 23.30 Föstudaga 9-19. Kvöldsalan 19 - 23.30 Laugardaga 9-12. Kvöldsalan 12 - 23.30 Sunnudaga, kvöldsalan 10 - 23.30 (114.00) (frjálst) (106.20) (115.10) (52.70) (152.00) VERSLIÐ f HVERFINU HVAMMSEL SMÁRABARÐI2 SÍMI54120.

x

Fjarðarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjarðarpósturinn
https://timarit.is/publication/945

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.