Fjarðarpósturinn - 01.06.1984, Blaðsíða 2

Fjarðarpósturinn - 01.06.1984, Blaðsíða 2
2 FJARÐARPÓSTURINN Þríburar þreyta bílpróf Að taka bílpróf er að öllu jöfnu ekki talið fréttnæmt. En þegar hafn- firskir þríburar taka bílpróf samtímis og undir leiðsögn eins og sama öku- kennara hlýtur það að vera svo einstakur atburður að fréttnæmur sé. „Ég tel að þetta séu einu íslensku þríburarnir sem allir hafa bílpróf,“ sagði Úlfar Haraldsson, ökukennari systkinanna. Á meðfylgjandi mynd eru talið frá vinstri: Úlfar Haraldsson, ökukenn- ari, Ásgeir Gylfason, Hildur Gylfadóttir og Jón Trausti Gylfason. Fjarðarpósturinn óskar systkinunum til hamingju með bílprófið og vonar að akstur í umferðinni verði þeim til ánægju. Lúðrasveit Hafnarfjarðar fær kostaboð um hljómplötuútgáfu Lúðrasveit Hafnarfjarðar hefur nýlega borist boð um að leika inn á hljóm- plötu sem dreift yrði á þýskan markaó. Það er þýskur tónlistarmaður sem stendur að þessu boði, en hann hefur tvívegis komið hingað til lands og kynnst leik islenskra lúðrasveita. Allt bendir til að Lúðrasveitin þekkist þetta kostaboð og bregði sér í upptöku með haustinu. Lagaval yrði þá væntanlega miðað við bæði íslenskan og þýskan markað.

x

Fjarðarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjarðarpósturinn
https://timarit.is/publication/945

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.