Fjarðarpósturinn - 01.06.1984, Side 13

Fjarðarpósturinn - 01.06.1984, Side 13
FJARÐARPÓSTURINN 13 —ÍÞRÓTTIR—ÍÞRÓTTIR—ÍÞRÓTTIR— UNGT OG EFNILEGT SUNDFÓLK Sundmeistaramót Hafnar- fjarðar fór fram 25. maí sl. í Sundhöllinni. í mótinu tóku þátt félagar úr Sundfélagi Hafnarfjarðar, auk sundfólks úr Ármanni, KR og Njarðvík- um. Gestunum var sérstaklega boðið til keppni í þakklætis- skyni fyrir að leyfa eldri krökk- um úr SH að æfa með sér í vet- ur, en þau hafa ekki fengið nægan æfingatíma hér. Keppn- in fór vel fram og var jöfn og spennandi i mörgum greinum. Sundmeistarar Hafnarfjarðar urðu Arnþór Ragnarsson og Guðrún Helgadóttir. Arnþór vann einnig titilinn Sundkóngur Hafnarfjarðar en sunddrottn- ing varð Lovísa B. Traustadótt- ir. Unglingameistaramót Hafn- arfjarðar fór fram viku áður (18. maí), þar urðu þátttakend- ur um 40 talsins, náðu flestir prýðisárangri og mótið í heild heppnaðist vel. — Myndirnar sem fylgja voru teknar við þetta tækifæri. Bogi Leiknisson og Anna M. Vilhjálmsdóttir unnu sveina- og meyjabikara SH. Höfum ávallt mikið úrval af skreytingum við öll tækifæri. Einnig mikið úrval af gjafavöru. Verið velkomin BLÓMABÚÐIN Opið frá kl. 9 • 21 alla daga Sími 50971 Arnþór Ragnarsson og Harpa Sævarsdóttir unnu pilta- og stúlknabikara SH. Með þeim á myndinni er formaður Sundfélagsins, Magnús B. Magnússon. Nokkrir þátttakendur í unglingameistaramóti SH. Munið norrænu sundkeppnina Forystusveit hafnfirskra íþróttafélaga brá sér í sund við upphaf norrænu sundkeppninnar og synti 200 metrana. Vonandi verður það öðrum bæjar- búum hvatning til þáttöku í keppninni. I Ganga- og baðvörður o.fl. Við Engidalsskóla Hafnarfirði er laust til umsóknar hlutastarf við ganga- og baðvörslu o.fl. Gmsóknarfrestur er til 1. ágúst n.k. Gpplýsingar gefur skólastjóri í síma 54432. Fræðsluskrifstofa Hafnarfjarðar

x

Fjarðarpósturinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fjarðarpósturinn
https://timarit.is/publication/945

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.