Fjarðarpósturinn - 01.06.1984, Side 6
6
FJARÐARPÓSTURINN
Samkvæmt heilbrigðisreglugerð ber umráða-
mönnum lóða að halda lóðum sínum hreinum og
þrifalegum. Eigendur og umráðamenn eru því hvattir
til að flytja af lóðum sínum allt rusl, er veldur óþrifum
eða óprýði.
Óheimilt er að fleygja hvers kyns rusli á annan stað en
sorphauga bæjarins og fara skal eftir fyrirmælum
umsjónarmanns.
Ennfremur er vakin atygli á að samkvæmt lögreglu-
samþykkt er óheimilt að geyma hjólhýsi, báta eða
óskrásettar bifreiðar á bifreiðastæðum bæjarins, við
götur eða á almannafæri.
Heimilt er að fjarlægja slíka hluti á kostnað og ábyrgð
eigenda- Heilbrigðisráð
FRÁBÆRT VERÐ
Matar og kaffistel án fyigihkrta:
Verð.
12 m. matar og kaffi, 60 stk., kr. 2.500.
6 m. matar og kaffi, 40 stk., kr. 1.700.
Búsáhöld
og leikföng
Strandgötu 11 - sími 50919
Útsvör —
aðstöðugjöld
Fimmti og síðasti gjalddagi fyrir-
framgreiðslu útsvara og aðstöðugjaida til
bæjarsjóðs Hafnarfjarðar 1984 var 1. júní.
Áttu þá allir að hafa greitt sem svarar
63% af gjöldum sl. árs.
Gjaldendur sem ekki hafa þegar gert
skil eru hvattir til að gera full skil nú
þegar.
Dráttarvextir eru 2,5% fyrir hvern
byrjaðan vanskilamánuð
Innheimta Hafnarfjarðarbæjar
CAFUNN gefur um 150 manns
Kirkjukaffi á degi aldraðra
Að tilhlutan höfuðstöðva
kirkjunnar hefur verið mælst til
þess að öldruðum verði tileink-
aður ákveðinn kirkjudagur,
sem er nýmæli.
Af þeim sökum fór fram guð-
þjónusta í Hafnarfjarðarkirkju
á uppstigningardag. Var mess-
an fjölsótt og kirkjan nær full-
skipuð. Ekki er vitað að slíkur
fjöldi af öldruðum hafi mætt til
guðþjónustu á ferli Hafnar-
fjarðarkirkju áður.
Sóknarnefnd gerði ráðstaf-
anir til að flytja fólk frá vistun-
arstöðunum Hrafnistu og Sól-
vangi og einkaheimilum. Feng-
in var rúta á vegum kirkjunnar
til þessara flutninga. Þá lögðu
Kiwanisfélagar fram aðstoð
með þeim hætti að aka fólki
sem þess óskaði til kirkjunnar.
Þakkar sóknarnefnd þeim
þeirra góða og fúsa framlag til
þessarar samverustundar.
Stærsta framlagið til að gera
daginn eftirminnilegan var að
veitingahúsið Gaflinn bauð
þeim sem gátu komið því við í
Kirkjukaffi eftir messu. Munu
um 150 manns hafa þegið af-
bragð góðar veitingar hjá veit-
ingahúsinu.
Kvenfélagskonur kirkjunnar
aðstoðuðu við veitingarnar.
Einnig var rútan í ferðum með
fólkið.
Ekki er vitað til að nokkru
sinni áður hafi veitingahús í
Hafnarfirði boðið jafnstórum
hópi í kirkjukaffi. Það gefur til
kynna að eigendur Gaflsins eru
miklir rausnarmenn og auðugir
af mannkostum til samtíðar
sinnar, ekki síst til þeirra sem
hafa lokið starfsdegi og göfugt
er að gleðja.
Enginn vafi er á því að Ljóss-
ins faðir mun skrá þessa vel-
gjörð í gjörðabók sína. Þar eru
skráðar allar velgjörðir frá jarð-
vistardögum manna. Þess
vegna munu eigendur Gaflsins
eiga dýran sjóð eftir þetta fram-
lag vegna dags aldraðra.
Sóknarnefnd Hafnarfjarðar-
kirkju ber fram sínar dýpstu
þakkir til eigenda Gaflsins, með
óskum allrar blessunar um
gæfu og gengi um langa fram-
tíð.
Fyrir hönd sóknarnefndar
Hafnarfjarðarkirkju
Guðm. Guðgeirsson.
Sumarfatnaður í úrvali.
Töskur og pokar.
Hagstætt verð.
LÍTIÐ INN
PERLAN
Strandgötu 9,
^ sími 51511 .
V
Hjúkrunarfræðingar
sjúkraliðar
Hjúkrunarheimilið Sólvangur,
óskar eftir hjúkrunarfræðingum frá 1.
september nk. í eftirtalin störf:
1. Næturvakt — hlutastarf.
2. Kvöldvakt — hlutastarf.
Frá sama tíma er óskað eftir sjúkra-
liðum til starfa.
Upplýsingar veitir hjúkrunarforstjóri í
síma 50281. FORSTJÓRI