Fjarðarpósturinn - 01.06.1984, Blaðsíða 4
4
FJARÐARPÓSTURINN
Ávarp fjallkonunnar - eftir Sigríði Þorgeirsdóttur
(Birt aö beiðni Æskulýðsráðs vegna misprentunar í hátfðardagskrá)
Nú sumarið ilmandi andblænum vefur í dag
um eyjuna hvítu á norðursins köldu ströndum,
og mjúklega rétt eins og móðirin líknarhöndum
þá moldina fjötraða leysir úr heljarböndum.
Ef fjarst út við hafblámans heiðríka töfrablik
í hillingum leistu þá drengi á borðfögrum skeiðum,
með titrandi útþrá og fögnuð á ókunnum leiðum
við öldunnar mynnast sem svanir á vængjunum breiðum.
Og kóngshöllin breytist í kotbúans aumasta skjól.
í kvöld allsleysi förumaðurinn grætur,
en þjóðin í einsemd og uppgjöf sitt frelsi lætur,
svo örmagna bognar og hnígur á skjálfandi fætur.
Sjá, tindurinn logar sem leiftrandi viti um nótt
er leiðir þig sporin ef þokan við götuna bíður.
Hann bendir þér hærra mót himninum, tiginn og fríður
þó hrollkaldur vetrarins gustur í brjóstinu svíður.
Og hamarinn opnast. Þú hverfur að draumsins dýrð
og dvelur um tíma við myndir er speglast á glugga,
því saga vors lands þar læðist í flöktandi skugga
í leitandi spurn eftir gullbjörtum vonum, sem hugga.
Því lengst út í vestrinu vorsólin íslenska beið
og vermandi kossana sendi mót gestunum ungu.
Beljandi fossarnir bergmála fjallanna tungu,
I björkunum þrestirnir ástljufu kvöldljóðin sungu.
En veturnir komu, það hrikti í hverjum bæ
og háleitu vonirnar urðu að loftsýn og táli.
Tindurinn dýrðlegi hrundi í blossandi báli
þá brennandi jarðskorpan talaði eldbúans máli.
En loks eftir dimmustu nóttina dagurinn rís
dyrnar þá opnuðu frelsishetjurnar prúðu,
sterkar sem bjargið að björtustu óskunum hlúðu,
á brosin og draumana í skáldanna vorljóðum trúðu.
Því biðjum þann guð sem gaf þetta svipheiða land
að gæta þess sóma og veginn í myrkrinu lýsa.
Land, þar sem bergið er bústaður álfa og dísa.
1 bjarma frá miðnæturgeislunum jöklarnir rísa.
KAUPIÐ BILINN I HAFNARFIRÐI
Síðasta sending af Ford Escort' 84
kemur í júlí.
ÖRFÁIR BÍLAR LAUSIR
Bifreiöaverkstæöi
Guðvaröar Elíassonar,
Drangahrauni 2, sími 52310.
1