Fjarðarpósturinn - 01.06.1984, Page 11

Fjarðarpósturinn - 01.06.1984, Page 11
FJ ARÐARPÓSTURINN 11 Hvert er fyrirkomulag deildar- keppninnar? „Það eru 12 lið í deildinni og spiluð tvöföld umferð, heima og heiman. Fjögur efstu liðin fara í lokakeppni, eitt lið fellur beint, næst neðsta og þriðja neðsta fara i keppni um sín sæti í deildinni. Sjálf lokakeppnin er mun ein- faldari en heima. Eftir að útséð er um hvaða fjögur lið eru efst, fara fram undanúrslit. Lið númer eitt og tvö spila við lið þrjú eða fjögur. Undanúrslitin ráðast í þremur leikjum. Sigurvegararnir mætast síðan í úrslitakeppni með sama fyrirkomulagi, úrslit ráðast í þremur leikjum. Þetta fyrirkomulag felur í raun- inni í sér tvær keppnir, annars vegar deildarkeppni þar sem sigur- vegarinn verður deildarmeistari, fær verðlaun og þátttökurétt í Evrópukeppni. Hinsvegar loka- keppnin þar sem keppt er um sænska meistaratitilinn, en hann gefur rétt til Evrópukeppni meist- araliða. Þetta er mjög gott fyrirkomulag bæði fyrir leikmenn og áhorf- endur, og vel mætti taka það til athugunar á íslandi, þar sem loka- keppnin hefur verið gersamlega mislukkuð. Hún er bæði of sein, dregst á langinn og mjög fáir áhorf- endur endast til að fylgjast með. Sjöfn og Kristján. Lokakeppnin hér er meira í ætt við úrslitaleiki í ensku bikarkeppn- inni.“ Hver er gæðamunurinn á „All- svenskunni“ og ísl.deildarkeppn- inni? „Stærsti munurinn er sá að það eru 12 áþekk lið sem keppa í sænsku deildinni — ekki sú staða sem er í ísl. deildinni að eitt til tvö lið standa upp úr. Þessu til sönn- unar þarf ekki annað en líta á loka- stöðu deildarinnar tvö síðustu ár, þar sem 2-4 stig skilja milli efsta liðs og neðsta. Það gefur auga leið að þessu fylgir meiri spenna og leik- menn verða alltaf að vera í topp- formi og sýna sínar bestu hliðar, ef sigur á að nást. Þar fyrir utan eru í sænskum handbolta fjöldinn allur af mönn- um í háum gæðaflokki og nokkuð um heimsklassaleikmenn. Enda er uppbyggingin frá yngstu flokkun- um mjög góð og markviss allt þar til leikmenn geta spilað í meistara- flokkunum. Þessi þáttur hefur farið töluvert fyrir ofan garð og Ungur aðdáandi fær eiginhandar- áritun. neðan heima, uppbyggingin þar er meira tilviljunarkennd“. Andrés, nú hefur þú átt hvern stórleikinn á fætur öðrum og Svíar hafa látið þau orð falla að ef þú værir sænskur værirðu í þeirra landsliðshópi. Hvernig stendur á því að þú ert ekki í islenska lands liðinu? „Ég tel að þetta sé í fyrsta lagi spurning um peninga áf hálfu H.S.Í. það kostar of mikið að taka heim marga leikmenn erlendis frá. Svo eiga Islendingar ágæta línu- menn í dag, þar fremstan Þorgils Óttar. Annars vegar virðist ekki tíðkast að taka heim fólk frá öðrum löndum en Þýskalandi, einhverra hluta vegna.“ Nú ertu þú stjarna hér í Eskil- stuna. Er það öðruvísi en að vera stjarna heima? „Þó mér hafi gengið vel og hafi átt ágæta leiki, þá má ekki gleyma því að í klúbbnum er „Geir Hall- steinsson" Svía, Bobban Anders- son, skærasta handboltastjarna Svía fyrr og síðar. Annars er það næstum eingöngu jákvætt að vera einn af bestu mönnum liðsiiis, þar sem handbolti er aðalíþróttin hér í Eskilstuna. Iþróttamönnum sem vel gengur er sýnd virðing í umgengni og þeir fá fyrirgreiðslu á öllum sviðum. Heima er hinsvegar enginn munur á íþróttamönnum og öðru fólki, sem náttúrulega er sjálfsagt mál, en sú fyrirgreiðsla sem maður fær hér léttir mjög mikið ástundun æfinga og keppni.“ Hvenær fá Hafnfirðingar aftur að sjá þig á handboltavellinum? „Ég get ekkert um það sagt þar sem óvíst er hvenær námi mínu hér lýkur.“ En Andrés, ein samviskuspurn- ing í lokin. Hvaða félag verður fyrir valinu þegar heim er komið?“ „Eins og staðan er í dag má reikna með að ég fari í gamla félag- ið og ljúki mínum ferli þar. Áður en þið setjið punktinn aftan við við- talið vil ég senda mínar bestu kveðj- ur til vina og vandamanna.“ Og þar með er því komið til skila og hér er punkturinn. (A nna Magnúsdóttir og Þórir Jóns- son sendu Fjaröarpóstinum þetta viðtal frá Svíþjóð og fcerum við þeim bestu þakkir fyrir). Samvinnubankinn hefur aukið þjónustusvið sitt og sér nú um kaup og sölu á ferða- og námsmannagjaideyri. Þar er einnig hægt að opna innlenda gjaldeyrisreikninga auk þess sem bankinn veitir alla þjónustu varðandi VISA-greiðslukort. ERIEND \TÐS Hafnarfirði

x

Fjarðarpósturinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fjarðarpósturinn
https://timarit.is/publication/945

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.