Fjarðarpósturinn


Fjarðarpósturinn - 20.07.1988, Blaðsíða 2

Fjarðarpósturinn - 20.07.1988, Blaðsíða 2
GAFLARIVIKUNNAR: Fullt nafn? Magnús Jón Árna- son Fæðingardagur? 30. nóvem- ber1947. Fæðingarstaður? Glerárgötu 9, Akureyri Fjölskyldurhagir? Bý með Jóhönnu Axelsdóttur og sonum. Bifreið? Fiat Starf? Bæjarfulltrúi og kenn- ari. Fyrri störf? Fjölmörg. M.a. verkamaður, verslunarmaður, bílstjóri, skrifari og fl. Helsti veikleiki? Peir eru nokkrir. Eflaust eru það vinir mínir og samherjar sem tíunda það best. Helsti kostur? Kostirnir eru fjölmargir. Réttustu upplýsing- arnar um þá gefa andstæðingar mínir. Uppáhaldsmatur? Svengd mín á hverjum tíma ræður mest um það. Versti matur sem þú færð? Grjónagrauturinn hans Denna. Uppáhaldstónlist? Léttur jazz. Eftirlætisíþróttamaðurinn þinn? í dag eru það Þorgils Óttar og Þorvarður Tjörvi. Hvaða stjómmálamanni hefúrðu mestar mætur á? Ég var mjög hrifinn af Goldu Meir. Hvert er eftirlætissjónvarps- efnið þitt? Knattspyrna og góð bíómynd. Hvað sjónvarpsefni finnst þér leiðinlcgast? Dallast er næstum því eins hrútleiðinlegt og auglýs- ingar. Sendum öllu verslunarfólki bestu kveðjur í tilefni frídags verslunarmanna þann 1. ágúst. Sendum öllu verslunar- og skrifstofufólki árnaðaróskir í tilefni frídags verslunarmanna þann 1. ágúst næstkomandi! V erslunarmannaf élag Hafnarfjarðar STRANDGÖTU 33 - SÍMI51197 Uppáhalds útvarps- og sjón- varpsmaður? Ólína Porvarðar- dóttir og Ævar Kjartansson. Uppáhaldsleikari? Hvernig spyrðu; auðvitað Siggi Sigur- jóns! Hinsvegar er Steingrímur Hermannsson bestur í grátbros- legu hlutverkunum. Besta kvikmynd sem þú hefur séð? Það er erfitt að meta. Kvik- myndin Sacco og Vanzetti þótti mér mjög áhrifamikil. Hvað gerir þú í frístundum þínum? Slappa af. Fallegasti staður sem þú hefur komið á? Erfitt að gera upp á milli staða eins og t.d.: Þórs- merkur, Hveradala og Horn- stranda. Hvað metur þú mest í fari ann- arra? Heiðarleika. Hvað fer mest í taugarnar á þér í fari annarra? Lygi og ræfil- dómur. Hvaða persónu langar þig mest til að hitta og hvers vegna? Ráðherraduluna, hann Birgi ísleif Gunnarsson og skamma hann fyrir vanhugsaðar og aula- legar pólitískar embættisveiting- ar. Hvaða námsefni líkaði þér verst við í skóla? Skrift. Ef þú ynnir tvær milljónir í happdrætti hvernig myndir þú eyða þeim? Ég myndi ekki borga skuldir, heldur kaupa hesta og hesthús. Hvað myndirðu vilja í afmælis- gjöf? Nýja og miklu betri ríkis- stjórn. Ef þú værir ósýnilegur, hvar myndirðu helst vilja vera? Aðal- leikarinn í kvikmyndinni - Ósýnilegi maðurinn, gerðri eftir sögu H.G. Wells. Ef þú værir í spurningakeppni hvaða sérsvið myndirðu velja þér? Líklega yrði það annað hvort Gísla saga Súrssonar eða Vatnajökull. Hvað veitir þér mesta afslöpp- un? Dvöl úti í náttúrunni fjarri skarkala bæjarlífsins. Hvað myndirðu gera, ef þú værir bæjarstjóri í einn dag? Festa mig í sessi. Uppáhalds-Hafnarfjarðar- brandarinn þinn? Af hverju eru Hafnarfjarðarbrandarar svona heimskulegir? Það er til þess að Reykvíkingar skilji þá. Gagnrýnir harðlega bátaleigu áLæknum I bréfi sem barst bæjaryfirvöld- um nýverið frá Haraldi S. Magn- ússyni, er bátaleiga Æskulýðs- og tómstundaráðs við Lækinn gagn- rýnd harðlega. Telur Haraldur, að siglingar barnanna eyðileggi fuglalífið á Læknum. Bréfið var tekið fyrir á síðasta bæjarráðsfundi og því vís- að til æskulýðs- og tómstundafull- trúa og honum falið að fjalla um málið í samvinnu við heilbrigðis- fulltrúa og náttúruverndarnefnd. HRAUNHAMARhf FASTEIGNA- OG SKIPASALA ReykjavíKurvegi 72, Hafnarfirði - Sími 54511 Vantar allar gerðir eigna á skrá. Norðurtún - Álftanesi. Giæsii. einb- hús á einni hæö meö tvöf. bílsk. Samtals 210 fm. Parket á gólfum. Arinn í stofu. Fallegur garöur. Einkasala. Verð 9 millj. Hraunbrún Glæsil.201 fm. Raðh.átveim hæðum m.innb. bílsk. Góð staðsetn. Arinn í stofu. Einkasalav. 9,5-9,7 millj. Alfaskeið. Glæsil. 187 fm einbhús auk 32 fm bílsk. Afh. í júlí-ágúst. Fokh. að innan fullb. að utan. Mögul. að taka íb. uppí. Klausturhvammur. Nýi.250fm raðhús með innb. bílsk. 4 svefnherb. Arinn í stofu. Sólst. Verð 9,5 millj. Suðurhvammur. Mjög skemmtil. 220 fm raðhús á tveimur hæðum með innb. fiílsk. Verð 5,2 millj. Aðeins tvö hús eftir og er annað þeirra til afh. strax. Oldusloð. Mjögfalleg 120fmneðrisérhæð ásamt ca 90 fm kjallara, með sérinngangi. 5 svefnherb. Allt sér. Bílsk. Verð 8,1 millj. Túngata - Álftanesi. Giæsiiegt 140 tm einb.hús á einni hæð ásamt stórum bílsk. Par- ket á gólfum. Gott útsýni. Einkasala. Verð 8,5 millj. Hringbraut - Hf. í byggingu. Mjðg skemmtileg 146 fm efri sérh. auk 25 fm bílsk. Einnig neðri hæð af sömu stærð ásamt bílsk. Afh. fokh. að innan og fullb. að utan. Lyngberg - nýtt parhús. Giæsii. 141 fm parhús á einni hæð auk 30 fm bílsk. Húsið er til afh. fljótl. tilb. u. trév. Skipti æskil. á 3ja herb. íb. í Hafnarfirði. Verð 7,5 millj. Ásbúðartröð. 137 fm 6 herb. efri sérhæð. 4 svefnherb. Bílsk.réttur. Einkasala. Verð 5,9 millj. Fagrihvammur nýjar íb.: Hötum í einkasölu íb. í fjölbýlish. sem skilast tilb. u. trév. Framkv. þegar hafnar og eru íb. til afh. í apríl-júlí '89. Þvottah. í hverri íb. Sameign og líð fullfrág. og bílast. malbik- uð. Bílsk. geta fylgt nokkrum íb. Mjög hagst. verð. Teikn. og uppl. á skrifst. Alfaskeið. Falleg 117 fm 4ra herb. íbúð með bílsk. Einkasala. Verð 5,4 millj. Suðurvangur-lauSMjögfalleg117fm 4-5 herb. íb. á 3 hæð. Einkasala V. 5,9 millj. Hjallabraut. 111 fm 4-5 herb. íb. á 2. hæð. Suðursvalir. Ath. áhv. nýtt húsnæðisl. 1,5 millj. Einkasala. Verð 5,4 millj. Suðurvangur. Mjög falleg 117 fm 4-5 herb. íb. á 1. hæð á vinsælum stað. Lítið áhv. Skipti mögul. á 2ja eða 3ja herb. íb. í Norður- bæ. Einkasala. Verð 5,7 millj. Öldugata. Mjög falleg 75 fm 3ja herb. neðrihæð. Mikið endurn. Einkasala. Verð 3,5 millj. Oldugata. Mjög falleg ca 100 fm 3ja herb. jarðh. Allt endum. í íb. Allt sér. Einkasala. Verð 4.5 millj. Suðurhvammur. 96 fm 3ja herb. neðri hæð. Afh. fokh. Verð 3,3 millj. Fæst einnig tilb. u. trév. Verð 4,3 millj. Kaldakinn. Ca 90 fm 3ja-4ra herb. miðhæð. 44 fm bílsk. Getur verið laus fljótl. Einkasala. Verð 4,5 millj. Hraunhvammur- Hf. Giæsii. 80fm3ja herb. jarðh. Mikið endurn. íb. Verð 4,5 millj. Vesturbraut. 75 fm 3ja herb. íb. á miðh. Nýtt eldh. og nýtt á baði. Laus strax. Verð 3,3 millj. Holtsgata - Hf. Mjög falleg 3ja herb. risíb. Lítið undir súð. Parket. Einkasala. Verð 3.6 millj. Sölumaður: Magnús Emitsson, kvöldsími 53274. Lögmenn: Guðm. Kristjánsson, hdl., Hlöðver Kjartansson, hdl. 2

x

Fjarðarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjarðarpósturinn
https://timarit.is/publication/945

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.