Fjarðarpósturinn


Fjarðarpósturinn - 20.07.1988, Blaðsíða 4

Fjarðarpósturinn - 20.07.1988, Blaðsíða 4
EHwÐflR póstumn Ritstjóri og ábm.: Fríða Proppé íþróttafréttir: Gunnar Sveinbjörnsson Framkvæmdastjóri: Sigurður Sverrisson Ljósmyndir: Fjarðarpósturinn og Róbert Ágústsson Setning, umbrot, filmuvinna og prentun: Borgarprent Útlit: Fjarðarpósturinn Útgefandi: Árangur hf. - almannatengsl og útgáfustarfsemi. Skrif- stofa Fjarðarpóstsins er að Reykjavíkurvegi 72 og er opin alla virka daga frá kl. 10-17. Símar 651745 og 651945 (símsvari eftir lokun skrif- stofu). Það virðist vera landlægur siður stjórnmálamanna, að segja fjölmiðla Ijúga og fara ekki með rétt mál, þegar þeir lenda í vand- ræðum. Fjarðarpóstinum komu því viðbrögð Guðmundar Árna Stefánssonar bæjarstjóra, sem sagt er frá í forsíðufrétt, ekki á óvart. Það er ódýr lausn í erfiðri stöðu að hlaupa frá orðum sínum, en bæjarstjóri þekkir manna best, sem fyrrverandi fjölmiðlamaður, hversu varnarlausir fjölmíðlamenn eru gegn slíkum staðhæfing- um sem hans. Þó svo segulbandsupptökur séu til af viðtölum, sem stjórnmálamenn neita síðan að samþykkja á prenti, er í flest- um tilfellum ekki hægt að nota þær sem sönnunargögn. í þessu tilfelli hefur Fjarðarpósturinn þó heila bæjarstjórn til vitnis um orð Guðmundar Árna á fundinum. í skýrslu sinni til byggingarnefndar segir bæjarstjóri m.a., að hann hafi aldrei fundið fyrir neinum ágreiningi nefnda á milli um afgreiðslu mála af þessu tagi, heldur þvert á móti sameiginlegum vilja til að leysa þau með farsælum hætti. Ennfremur, orðrétt: „Um þetta mál er sem sé algjör samstaða nefnda í millum og undir engum kringumstæðum hafa verið höfð uppi orð svo undirritaður viti til, sem vísa á hið gagnstæða". I Ijósi þessarar yfirlýsingar er rétt að minna á, að Tryggvi Harð- arson bæjarfulltrúi, ítrekaði á sama bæjarstjórnarfundi tillögu sína frá í apríl sl. um að leiða saman byggingarnefnd og skipu- lagsnefnd til að ræða málin, svo fyrirbyggja mætti frekari misvís- anir í afgreiðslum þeirra. Hann hvatti til þess í lok umræðnanna að fundurinn yrði haldinn strax í haust. Ástæða hefur sem sé verið talin til að þessir aðilar ræddu málin, enda segir síðar í skýrslu bæjarstjórans, í mótsögn viðyfirlýsingu hans um órofa samstöðu nefnda í millum: „Það er út af fyrir sig ofur eðlilegt í lýðræðislegu stjórnkerfi, að ágreiningur geti komið upp innan nefnda eða milli nefnda á hvaða sviði sem er. Mikil- vægast er í því sambandi sem öðrum, að málið verði eftir sem áður til lykta leitt með einum eða öðrum hætti.“ Guðmundur Árni segir m.a. í niðurlagi skýrslunnar:....enda sannast hér einu sinni enn, að oft verður ein fjöður að fimm hæn- um og gerður er úlfaldi úr mýflugu" - samlíking sem minnir óneit- anlega á orðtakasafn Kratíska fréttablaðsins. Hann segir einnig, að það sé stundum tilhneiging sumra fjölmiðla, sérstaklega í gúrkutíð, að blása mál upp á þann veg, en það eigi ekki að hafa áhrif á vinnubrögð, umfjöllun og allra síst afgreiðslu mála af hálfu opinberra aðila. Það getur verið að Guðmundur Árni þekki slík vinnubrögð fjöl- miðla „í gúrkutíð" frá sínum fjölmiðlaferli, en það gerir Fjarðarp- ósturinn ekki. Kannski er ástæðunnar fyrir þessu „upphlaupi" bæjarstjórans ekki síst að leita í þeirri staðreynd, að hann var orð- inn því vanur, að enginn hlutlaus vettvangur væri fyrir upplýsinga- miðlun til bæjarbúa af gjörðum og verkum bæjaryfirvalda. Við- brögð hans við frétt Fjarðarpóstsins um bæklingin hans góða, sem nú er upplýst að kostaði bæjarbúa 1,5 millj. kr., staðfesta þetta. Lokaorð Fjarðarpóstsins um þetta mál, a.m.k. að sinni, verða tekin beint úr skýrslu bæjarstjórans til byggingarnefndar, en þar segir hann orðrétt: „, ... enda ómótmælanleg staðreynd, að bæjaryfirvöld eru til orðin fyrir bæjarbúa, en ekki öfugt.“ - Bæjar- stjórinn má áfram breyta skrautfjöður sinni í hversu margar hæn- ur sem hann vill, en Fjarðarpósturinn mun hér eftir sem hingað til standa á Verðinum og miðla því til lesenda sinna sem bæjaryfir- völd aðhafast. 4 Allt annar heimur Fyrir þá sem vilja kynnast einhverju nýju í ferðalögum er tilvalið að skreppa í dagsferð til Kulusuk. Flugleiðir eru með kynnisferðir þangað dagiega nema sunnudaga og þriðjudaga og víst er, að þar er að fínna allt aðra veröld en við Yesturlandabúar erum vanir. Auk þess er þar gott sýnishorn af hrikaleika náttúru Austur-Grænlands. Flogið er frá Reykjavíkurflug- Nú eru þessar náttúruauðlindir velli kl. 11.30 og tekur flugið til þrotnar. Fiskurinn er horfinn. Kulusuk tvo klukkutíma. Stopp- að er í um þrjár klukkustundir og er um klukkustundargangur í sjálft þorpið Kulusuk. Það er nátt- úruunnendum skemmtilegur gangur með sjóinn og ísjakana á Enginn veit af hverju, en getgátur eru uppi um að sjórinn sé of kaldur, hafi kólnað um a.m.k. tvær gráður. Selurinn, sem síðan var þeirra aðaltekjulind og aflaði þeim gjaldeyris framan af öldinni, in eru auðsjáanlega ofanjarðar og steinum hlaðið ofan á. Ekkert eldsneyti er til að brenna ruslið. Ódýrasta leiðin að margra mati, þ.e. að henda draslinu í sjóinn, er fjarri Grænlendingum. Sjórinn er þeirra matarkista og hún skal ekki eyðilögð. Afstaða sem við mörg mættum hugleiða. Mikill fjöld: barna er í Kulusuk og reyndu þau velflest að selja komumönnum handunninn varn- ing. Þau virtust vel nærð og voru Til sölu sem nýr rennibekkur, gerði SUI 40/ 1500 Upplýsingar í símum 53343 og 53510. S.S. HII 3 VÉLSMIÐJA Trönuhrauni 10 - 220 Hafnarfjörður island - Simi 53343 hægri hönd en fjöllin á hina. Þar er m.a. fjallið, sem þorpið ber nafn af. Kulusuk þýðir fugls- hryggur, sem lögun þess minnir óneitanlega á. Ef einhverjum dettur í hug, að betra sé að taka rútu eða bíl, má gleyma því. Þarna eru engir vegir, engir bílar. Eina innanlandsflutningatækið er þyrla. Þorpið sem 400 íbúar búa í er á fallegu stæði en grófu, eins og landslagið er þarna allt. Við fyrstu sýn hljóta margir það sem nefnt er „kultursjokk". Allt virðist vað- andi í rusli og sóðaskapurinn, eins og við köllum það, algjör. Það eru aðeins um eitt hundrað ár síðan okkur Vesturlandabúum áskotnaðist vitneskja um, að það byggi fólk á þessum afskekktu stöðum á Austurströndinni. Þá voru þarna fiski- og veiðimenn, sem lifðu á náttúrunni, fiski og sel. Þorskur og selur voru þeirra meginfæða og nýttu íbúarnir allt sem þeir veiddu til fæðis og klæðis. er ekki gjaldgengur miðill lengur. - Til þess hafa Brigette Bardott og aðrir grænfriðungar í heiminum séð. Væntanlega hefur því fólki ekki dottið í hug að í stað þess að vernda selinn drap það niður heilu þjóðflokkanna í þessari afskekktu byggð. Hvað gerir fólkið þá? Er nema von að spurt sé. Af fjögur hundr- uð manns hafa aðeins um 30 vinnu og þá við opinber störf í þágu danska ríkisins. Aðrir lifa á styrkjum. Draslið sem öllu virðist kastað þar sem fólk þarf að losna við það hefur einnig sína skýringu, ef menn vilja hlusta en ekki bara hneykslast. Áður fyrr þekkti fólk- ið ekki þetta vandamál. Það nýtti allt sem það aflaði. Með innflutm ingi menningar okkar Vestur- landabúa kom plastið og allar ein- nota umbúðirnar. Jarðvegur er hvergi þannig að unnt sé að grafa drasl í jörðu, enda ber kirkjugarð- ur íbúanna þess merki. Mörg leið- yfirleitt hreinleg, en hinir fullorð- nu sátu velflestir aðgerðarlausir í miðbænum. Vöruval í „kaupfé- lagi“ staðarins var fábrotið, enda engar vörubirgðir borist í langan tíma. Dagsferð til Kulusuk vekur eflaust fleiri spurningar en svarað verður. Það er þó okkur ofmett- um Vesturlandabúum góð lexía að sjá hvernig áhrif okkar menningar geta kollsteypt einu litlu samfélagi. Flugleiðir buðu góðar veitingar í ferðinni. Þá var farið útsýnisflug á heimleið. Tveir fararstjórar voru með í ferðinni, vel að sér um málefni staðarins. Grænlendin- garnir tóku hópnum nokkuð vel, þó það hljóti að vera leiðigjarnt að „vera til sýnis“ á þennan hátt. Einn þekktasti dansari þeirra sýndi okkur grænlenskan dans og á bakaleið til flugvallarins gafst tækifæri á að sigla inn á milli ísjak- anna á firðinum, reyndar á vélbát- um. - Ógleymanleg ferð og að minnsta kosti allt öðruvísi en flestir eru vanir í ferðalögum sínum. Skólaakstur Hafnarfjarðarbær óskar eftir tilboð- um í skólaakstur skólárið 1988-1989. Tilboð skulu berast á bæjarskrifstofuna Strandgötu 6 eigi síðar en 9. ágúst nk. Nánari upplýsingar veitir skólafulltrúi Bæjarritarinn í Hafnarfirði Opiðá laugardögum Athugiö! Hjáokkureropiöá laugardögum frá kl. 10-12. " Strandgötu3 SimI50515 S íteykjavikurveg 64 Simi 651630 Hafnarfirtl Framköllum á klukkustund! Tveggja ára þjónusta íHafnarfírði w/r= FYRSTIR OG FREMSTIR Ábót, reikningur fyrir þá sem vilja meira Á síðasta ári skilaði Ábót Útvegs- banka Islands hf. mestri ávöxtun óbundinna innlánsreikninga. Við erum enn við sama heygarðshorn- ið. Ábótin skilaði 9.7% raunvöxtum frá áramótum miðað við heilt ár. Vextir Ábótarreiknings samanstanda af grunnvöxtum og vaxtaábót. Vaxta- ábótin er reiknuð mánaðarlega með hliðsjón af verðbólgu. Þetta gerir Abótarreikninginn einstakan í sinni röð. Úq , op Utvegsbanki Islandshf i

x

Fjarðarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjarðarpósturinn
https://timarit.is/publication/945

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.