Fjarðarpósturinn


Fjarðarpósturinn - 19.10.1988, Blaðsíða 4

Fjarðarpósturinn - 19.10.1988, Blaðsíða 4
FMRMR ptóttmtw RITSTJÓRI OG ÁBM.: FRIÐA PROPPÉ AUGLÝSINGAR: HJÖRDlS ÞORSTEINSDÓTTIR DREIFING: HALLDÓRA GYÐA MATTHíASDÓTTIR LJÓSMYNDIR: FJARÐARPÓSTURINN OG RÓBERTÁGÚSTSSON SETNING, UMBROT, FILMUVINNA OG PRENTUN: BORGARPRENT ÚTLIT: FJARÐARPÓSTURINN SKRIFSTOFA FJARÐARPÓSTSINS ER AÐ REYKJAVIKURVEGI 72 OG EH OPIN ALLA VIRKA DAGA FRÁ KL. 10-17. SÍMAR 651745 OG 651945 (SÍMSVARI EFT1R LOKUN SKRIFSTOFU). Ekki svo „afspymusterk" Nýorðinn fjármálaráðherra, ÓlafurRagnarGrímsson, ogfráfarandi ráðherrar, eyddu löngum tíma hátlvirts alþingis í gær í að þrátta um það, hvort þeir hefðu verið plataðir eða ekki plataðir. Ólafur Ragnar Grímsson vill meina ,að hann hafi verið plataður af fyrri ríkisstjórn, þ.e. að ríkissjóður verði neikvæður um næstu áramót, ekki aðeins um 700 milljónir heldur milljarða. Fráfarandiforsætisráðherrabendirá, að ef svo sé þá sé það vegna rangra upplýsinga frá fráfarandi fjármála- ráðherra, Jóni Baldvin Hannibalssyni, sem nú situr í stóli utanríkisráð- herra, en að hann hafi gefið upp töluna700 millj. kr. Auðvitað má þrátta um endalaust, hverjum neikvæð staða ríkis- sjóðs sé að kenna. Hitt er alvarlegra, ef menn vita hreint og beint ekki hver raunveruleg staða ríkissjóðs er, hvorki þeirsem fóru frá völdum, né þeir sem tóku við. Staða bæjarsjóðs Hafnarfjarðar virðist heldur ekki beysin, sam- kvæmt nýjustu fréttum, sem greinterfrááforsíðu. Ekkierþóaðbúast við rifrildi að þessu sinni um hverjum þar sé að kenna, enda hafa stjórnarskipti ekki átt sér stað. Það hlýtur þó að vera almennum skatt- borgurum umhugsunarefni, hverníg sveitarfélag sem ertalið eitt það best stæða á landinu, getur allt í einu staðið svo illa. Samkvæmt heimildum Fjarðarpóstsins mun það hafa komið stjóm- endum bæjarfélagsins jafnmikið á óvart og almennum borgurum, hversu staðan erneikvæð, þegarhún láfyrir í síðustu viku. Þaðvirðist því vera, að það séu fleiri en ráðherrar, fráfarandi og núverandi, sem ekki eru með allt á hreinu í eigin stjómun. Hér á þessum stað, í leiðara 23. tbl. firá 29. júní sl. er fjallað um umræður um fjármál bæjarins í bæjarstjóm, m.a. sérstaklega um sérkennilegan ágreining bæjarfulltrúaum, hvortþá væri búið væri að eyða 47 milljónum kr. sem „fundusT. Bæjarstjóri, Guðmundur Ámi, notaði á þeim tíma þau orð um fjárhagsstöðu bæjarins, að hún væri „afspyrnusterk" og sagði önnur sveitarfélög sífellt öfundast út í Hafn- arfjörð fyrir hina sterku stöðu. Fjarðarpóstinum finnst ólíklegt, að nokkurt sveitarfélag öfundist út í Hafnfirðínga fyrir stöðuna í dag. Það vakna ýmsar spurningar, sem reyndar er búið að varpa fram skriflega og vonandi koma fram svör við í næstu viku, eins og greint er frá í forsíðufrétt. Það sem gerir þetta dæmi enn alvarlegra er, að innheimta á gjöldum bæjarsjóðs virðist aldrei hafa verið betri. Einnig hefur bæjarsjóði áskotnast umtalsverðar umframtekjur, sem ekki var reiknað með í fjárhagsáætlun. - Samt er yfirdrátturinn heilar85 mill- jónir kr. Stóra spurningin hlýtur að vera sú, hvemig menn ætla að leysa úr vandanum. Bæjarbúar hljóta einnig að krefjast svara við því, hvemig áætlaður 15 millj. kr. kostnaður við stækkun Engidalsskóla gat farið upp í rúmar 44 millj. kr? Af hverju varekki látiðfarafram útboð um þær framkvæmdir, þannig að vitað væri að hverju varverið að ganga? Eru 10 milljónir króna það sem reiknað var með að færi í endurbætur á húsnæði bæjarins við Strandgötu? Þurftu framkvæmdir við Vitann að fara 15 millj. kr. fram úr áætlunum? Af hverju var ekki hægt að taka ódýrara tilboði í Setbergsskóla, semláfyrir? Þannig mætti endalaust telja, en von Fjarðarpóstsins er, að stjóm- endur bæjarfélagsins geri sér á hverjum tíma grein fyrir raunverulegri stöðu bæjarsjóðs, þannig að enginn þurfi að verða steinhissa þegar reikningurinn hái fyrir fjármagnskostnaði liggurfyrir. Velflestir bæjar- búar eiga nóg með að öngla saman fyrir heimilisreikningunum, svo áhyggjur af „afspyrnusterkri" fjárhagsstöðu bæjarsjóðs bætist ekki við. Viðkvæmir Vestfirð- ingar Fjarðarpósturinn telur sig þekkja Vestfirðinga af öðru en viðkvæmni. Þó bregður svo við, að viðbrögð Vestfirska frétta- blaðsins við frcttaskrifum Fjarð- arpóstsins hleypa að efasemdum um, hvort það hafi verið rangt mat. Það fer auðsjáanlega mjög fyrir brjóstið á hinu vestfirska í með- fylgjandi frétt úr 40. tbl. frá 12. október sl., að rækjuveiðiskipið Tasiilaq skuli hafa verið væntan- legt til Hafnarfjarðar. Það fer enn meira fyrir brjóstið á viðkomandi, að skipið muni ætla að landa í Hafnarfirði áfram, eins og ekkert hafi í skorist. Þar er einnig staðhæft, að Tasiilaq hafi oft kom- ið sfðustu árin til Isafjarðar. Því til staðfestingar er birt mynd af skip- inu í ísafjarðarhöfn. Það er áreiðanlega rétt, að skip- ið hefur einhvem tíma leitað til Isafjarðar síðustu árin, en Bjöm Gunnarsson skipamiðlar, sem hefur með Tasiilaq að gera, stað- festi í viðtali við Fjarðarpóstinn í gær, að Tasiilaq hafi hvergi land- að nema í Hafharfirði sl. tvö ár. Því má bæta við að Tasiilaq land- aði hér 125 tonnum af rækju þann 10. október sl. Þessu við viðbótar má upplýsa ísfirðinga um, að grænlenska rækjuveiðiskipíð Helen Basse liggur nú í Hafnarfjarðarhöfn. Reyndar hefur skipið ekki landað enn þá. Það leitaði hingað vegna bilunar. Tasitaq (iremst) einu sinni sem ottar i hðtn á isatir&i. Hafnarfjarðarbrandari?\ Hvað gera grænlensku rækjutogararnir?\ Samkvæmt frctt í Fjardarpóstin- um í Hafnarfirói í síðustu viku var fyrsta grænlcnska rækjuvcidiskip haustsins (l'asilaq) væntanlcgt til 1 lafnarfjardar síóastliðinn mán- udag. „Samkvæmt hcimildum í jaróarpóstsins munu aörir græn- lcnskir togarar cinnig ætla að halda sínu stríki, þ.c. halda áfram ad landa hcr, hvað scm aörir lands- mcnn finna því til foráttu. I*cir munu cnda kunna þvi bcst aö landa hcr“. scgir í blaöi þcirra Hafnfiröinga. En þaö cru víðar hcimildir cn í Hafnarfiröi, og aö sógn Árna Kol- bcinssonar ráöuncytisstjóra í sjáv- arútvcgsráðuncytinu hcfur ráöu- ncytiö ckki um þctta inál ncinar aðrar upplýsingar cn þær scm lágu fyrir í sumar og sagt var frá hcr i blaöinu, þ.c. aö rækjutogarar 1 hcimastjórnarinnar grænlcnsku muni koma Isafjaröar, landa þar og ciga sín viöskipti. Bæ'jarstjórinn á ísafirði ræddi þcssi mál cinnig viö grænlcnska ráöamcnn í fcrö sinni til Grænlands í sumar og i niöurstaöan var hin sama. Fjaröarpósturinn scgir cinnig, aö ckki þurfi aö væna Tasilaq um ótrúnaö viö Vcstfiröinga, cnda hafi skipiö landað í Hafnarfirði í mörg ár, cöa allt frá þv í aö þaö hóf rækjuvciöar. I»ctta cr rangt hja blaðinu hafnfirska, og því til staö- i fcstu fylgir hcr mynd af Tasilaq I einu sinni scin oftar í höfn á ísa- firði. Úrklippan úr Fjarðarpóstinum. „Hafnarfjarðarbrandari“ Vestfirska fréttablaðsins. Golfarar náðu einnig meistaratitli: Á förum til Evrópusveita- keppni á Spáni í nóvember Golfklúbburinn Keilir gerði það ekki síður gott á vettvangi íþróttanna í sumar, en önnur íþróttafélög í bænum. A-sveit klúbbsins sigraði í sveitakeppni Golfsambands Islands, sem hald- in var í Vestmannaeyjum 3. til 4. september sl. Islandsmeistara- titillinn veitir rétt til að senda sveit til þátttöku í Evrópusveitakeppni golfklúbba, sem verður haldin á suðurströnd Spánar dagana 21. til 26. nóvember n.k. Kostnaður við þá ferð er all- mikill og mun nokkuð þröngt í búi hjá klúbbnum. Því hefur verið gripið til þess ráðs að efna til happdrættis og eiga félagsmenn von á miðum í pósti fljótlega. Að sögn Ágústs Húbertssonar hjá Keili er vel vandað til vinninga í happdrættinu, en það eru m.a. málverk eftir þekkta málara, Northwestern golfsett og flugmið- ar með Arnarflugi. Andvirði vinninga er samtals kr. 192 þús- und krónur. Dregið verður 1. des- ember n.k. Þetta er A-sveitin sigursœla, sem hlaut íslandsmeistaratitilinn í Vestmannaeyjum. Talið fró vinstri: Tryggvi Traustason, Sveinn Sigurbergsson, Guðmundur Sveinbjörnsson, Úlfar Jónsson og liðsstjórinn Sveinbjörn Björnsson. Ví&istaóakirkja: Bamastarf á laugardögum Barnastarfíð í Víðistaðakirkju er nýverið hafíð. Starfsemin fer nú fram á öðrum tíma en í fyrra, þ.e. á laugardögum frá kl. 11 til 12. Umsjónarmenn, auk sóknarprcsts, eru Sigurður Kr. Sigurðsson guðfræðinemi og Ásgeir Páll Ágústsson. Námskeió til að hætta a6 reykja: Öndum léttar Nýtt síma- boröánýj- umstaö Hún Stella Óskarsdóttir á símanum hjá bænum var komin á nýjan stað með nýtt símaborð í gær. Hún var fyrst starfsmanna bæjarins til að flytja í nýtt aðsetur á jarðhæð Strandgötuhússins, sem tekið hefur gagngerum breyt- ingum. Veislan ínæstu viku Starfsmannaveisla Hag- virkis, sem sagt var frá í síð- asta blaði, að haldin yrði þann 20. október n.k. að Hótel íslandi, hefur verið flutt yfir á 27. október n.k. Á vegum íslenska bindindisfélagsins verður bráðlega haldið nám- skeið fyrir þá sem vilja hætta að reykja. Námskeiðið verður ■ Flens- borgarskóla og hefst þann 26. október. Það stendur yfir til 3. nóvem- ber. Samtals verður það átta kvöld frá kl. 20-22. Aðalleiðbeinandi verður Jón Hjörleifur Jónsson. Hann sagði í stuttu viðtali við Fjarðarpóstinn, að á námskeiðinu væri lögð áhersla á hollustusamlega lífs- hætti og gefin góð ráð við reyk- ingavananum. Hann sagði einnig, að þama mætti m.a. finna sextán góð ráð til að eyða löngun, hjálp til að vinna bug á streitu, eigin áætlun til framfara, tryggingu gegn mistökum og síðast en ekki síst vini til stuðnings. Jón Hjörleifur sagði, aðspurður um á hvaða gmnni námskeiðið byggðist: „Þetta námskeið er byggt á vísindalegum gmnni og hefur verið kennt í 25 ár. Það hef- ur orðið meira en 15 milljónum revkingamanna til hjálpar.“ Jón sagði ennfremur, að auk hans myndu læknar kenna á nám- skeiðinu ýmislegt um skaðsemi reykinga. Þá verða sýndar kvik- myndir og fólk fær handbók með góðum ráðum. Jón Hjörleifur sagði að lokum: „Þetta er okkar framlag til að taka höndum saman með öðmm sem starfa að heil- brigðismálum. Við störfum í nánu sambandi við Krabbameinsfélag- ið og lækna á heilsugæslustöðv- tí um. fMRMR pbsturmn Blaðið er einnig selt í póstáskríft. Upplagt fyrír fyrírtæki og aðra, sem ekki eru öruggir um að ná því í lausa- sölu. Pöntunarsímar 651745 og 651945, (símsvari eftir lokun skrifstofu). Hafnfirðingar Öndum léttar Námskeið gegn reykingum í Flens- borgarskóla. Upplýsingar og innritun í síma 13899 á skrifstofutíma og 36655 á kvöldin. Sigurður Sigurjónsson. Ágúst Húbertsson. Tölurnar hans Sigga Sigurjóns brugðust honum ekki í síðasta leikn- um okkar, en það var móðir hans sem tók ákvörðun um að halda sömu tölunum í fjarveru Sigga. Hann var með tvær réttar 7-18. Gunnar V. Jónsson staldraði því stutt við, eða aðeins einn leik. Hann hafði þó eina rétta, þ.e. töluna 5. Siggi var ekkert hissa, sagðist aldeilis hafa treyst á móður sín og góða vætti. Hann sagðist vera orðinn svo ánægður með þessar tölur, að hann ætlaði að halda þeim í næsta leik. Lofaði reyndar, að ef hann ynni á þær á ný þá myndi hann skipta, því: „Allt er þegar þrennt er“, sagði hann. Tölurnar hans eru því, í þriðja skiptið: 7-10-17-18-26-28-30. Siggi sagð- ist hafa gleymt að fá sér lottómiða, þegar hann hafði þrjár tölur réttar, en kvaðst aldeilis ætla að bæta úr því núna. Gunnar tók tapinu með karlmennsku og sagðist hafa eftirmanninn á hreinu, en það er Ágúst Húbertsson sem kylfingum er að góðu kunnur ofan af Hvaleyrarholti. Við heimsóttum Ágúst upp á golfvöll í gær og tók hann áskoruninni eins og við var að búast og hafði tölumar á hreinu: 11-12-14-24-28-30-31. Við spurðum Ágúst, hvort hann spilaði eftir einhverju kerfi. Hann sagði þessar tölur allar mjög þýðingarmiklar, því þær væru afmælisdag- ar fjölskyldunnar - hans, konu hans, barna og móður. Ein er þó auka- lega, - út í loftið- þ.e. talan3l. Ágúst varsvofullvissum aðþessartölur kæmu til með að reynast sér vel, að hann ætlar að fá sér lottómiða með þeim fyrir helgina. Nú er að sjá, hvor sigrar. Siggi Sigurjóns með sömu tölurnar í þriðja sinn eða Ágúst með afmælisdagatölur fjölskyldunnar. Það kemur í ljós á laugardagskvöldið. Við bíðum spennt að venju. HAFMRFJARÐARKIRKJA Sunnudagaskóli kl. 10.00. Messa kl. 14. nývígður prestur, séra Þórhildur Ólafs mun prédika og annast altarisþjónustu ásamt séra Gunnþóri Ingasyni. Kirkjukaffi eftir messu í Álfafelli. Safnaðarstjómin Jurtaréttir Námskeið í matreiðslu jurtarétta hefst í Flens- borg fimmtudaginn 3. nóvember kl. 20. Meðal hráefnis sem notað verður er kornmeti, baunir, soyakjöt og hnetur. Þátttakendur byrja hvert kvöld með því að borða lúffenga jurtarétti, en á eftir fylgir sýnikennsla í undirbúningi sömu rétta. Innritun í síma 53267 og í versiuninni Frækorn- iðsíma 27470. 5 I

x

Fjarðarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjarðarpósturinn
https://timarit.is/publication/945

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.