Fjarðarpósturinn


Fjarðarpósturinn - 02.11.1988, Blaðsíða 6

Fjarðarpósturinn - 02.11.1988, Blaðsíða 6
Hvetjandi fjáröflunarieið til lagfæringa í Lækjarskóla: Skólabömin teikna sjálf jólakortin Foreldra- og kennarafélag kort með fimm bestu myndunum. Lækjarskóla hélt nýverið aðal- Verða kortin seld fyrir jól til fund sinn. Samþykkt var m.a. á ágóða fyrir sjóð, sem stofnaður fundinum, að eftaa til teiknimynda- hefur verið, til að vinna að endur- samkeppni meðal nemenda skól- bótum á félagsaðstöðu nemend- ans í þeim tilgangi að gefa út jóla- anna. Grunnmynd afsalnum, eins og Helgi hefur teiknað hann. Hörðuvellir Dagheimiliö Höröuvöllum óskar eftir fóstru og starfsmönnum á deild frá 1. nóv. og 1. jan. nk. Upplýsingar á staðnum og í síma 50721. afnarfjarðar- höfn Hafnarfjarðarhöfn óskar eftir aö ráða starfs- mann til aö veita forstöðu viðskiptasviði hafnar- innar. Upplýsingar um starfið veitir bæjarritari. Umsóknir skulu berast á bæjarskrifstofurnar í Hafnarfirði eigi síðaren 10. nóvember nk. BÆJARSTJÓRINN í HAFNARFIRÐI Félagið hefur áður efnt til söfnunar meðal foreldra og fyrir- tækja. Voru sendir út gíróseðlar sl. vor, en þá söfnuðust 100 þús. kr., þar af bárust 10 þúsund krón- ur frá Síld og fisk. Einnig hefur verið leitað aðstoðar bæjaryfirvalda og tók bæjarráð beiðnina fyrir á fundi sínum 10. mars sl. Var framtaki foreldra og kennara fagnað og málinu vísað til skólafulltrúa. Bæjaryfirvöld hafa á ný lýst yfir vilja til stuðnings framtaki for- eldranna. Nú hefur verið ákveðið að efna til áðurnefndrar teiknimyndasam- keppni. Foreldrar munu ganga í hús fyrir jólin og bjóða fimm kort til sölu á 500 kr. og síðan fleiri pakka á kr. 250 stk. Áætlaður kostnaður við breyt- ingar á samkomusal skólans, sem nýtist sem félagsaðstaða fyrir alla nemendur hans, er á þriðju mill- jón kr. Helgi K. Pálsson innan- hússhönnuður hefur teiknað hug- mynd að breytingunni og gaf hann helming vinnulauna sinna. Teikn- ingar hans eru í samræmi við niðurstöður skoðanakönnunar meðal nemenda á hugmyndum þeirra að félagsaðstöðu. Pá hefur Arnarprent gefið fyrirfram prent- un á 6.000 jólakortum. Opnaður hefur verið reikningur í Iðnaðar- bankanum þar sem leggja má inn styrki til málefnisins. Hann er ávísanareikningur nr. 1093. Húsnæði Lækjarskóla er illa farið og má segja að ekkert hafi verið gert þar til lagfæringa í nokkra áratugi. Aðstaða nemenda er því vægast sagt bág- borin, jafnvel til að neyta skóla- nestisins. Á aðalfundi Kennara- og for- eldrafélagsins var kjörin ný stjórn. í henni eiga nú sæti kenn- ararnir: Sigrún Haraldsdóttir og Sverrir Guðmundsson og foreldr- arnir: Erlendsína Helgadóttir, sem er formaður, Eygló Guð- mundsdóttir, Soffía Magnúsdóttir og tíl vara: Ásta Bára Jónsdóttir og Oddný Sæmundsdóttir. Á fundinum voru samþykktar laga- breytingar þannig að nú sitja í for- eldraráði þrír foreldrar úr hverj- um bekk í stað einn áður. Leikföng Heildverslunin Isklass h.f. hefur flutt starfsemi sína að Reykjavíkurvegi 64. Af því tilefni efnir fyrirtækið til sýn- ingar á leikföngum og hús- gögnum fyrir barnaheimili og aðrar stofnanir. Sýningin verður haldin dagana 7. til 9. nóvember n.k. ísklass flytur aðallega inn leikföng og húsgögn, sem sér- staklega eru hönnuð fyrir barnaheimili og aðrar stofn- anir. Helstu vörumerkin eru HUKIT og AMICUS, en þau eru dönsk að uppruna. Sýn- ingin er öllum opin. TEKKAREIKNINGUR SPARISJODSINS SPARISJÓÐSBÓKARVEXTIR YFIRDRÁTTARHEIMILD LAUNALÁN BANKAKORT - HRAÐBANKI Sparisjjóður Hafnarfjjarðar

x

Fjarðarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjarðarpósturinn
https://timarit.is/publication/945

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.