Fjarðarpósturinn - 01.10.1992, Side 2
KOMPAN
Lóð undir
vörubílastöð
Vörubílastöð Hafnarfjarð-
ar hefur fengið vilyrði hafn-
arstjómar fyrir um 2.500
fermetra lóð við Lónsbraut.
Vilyrðið er veitt til reksturs
vömbílastöðvar.
Vinafélög
bókasafna
Fræðslunefnd Bókavarð-
arfélags íslands hefur leitað
eftir 10.000 kr. styrk frá
bænum vegna komu banda-
rísks fyrirlesara hingað til
lands, en sá mun kynna
Samtök vinafélaga bóka-
safna þar í landi. Bæjarráð
samþykkti nýverið að veita
umbeðinn styrk.
Færeyskir
í matarboð
Bæjarráð samþykkti á
fundi sínum sl. fimmtudag að
verða við beiðni handknatt-
leiksdeildar FH þess efnis að
bjóða til kvöldverðar að
loknum leik FH og Kyndils
frá Þórshöfn 2. október n.k.
Leikurinn er liður í Evrópu-
keppni meistaraliða. Bæjar-
stjóra var falið að ræða við
FH-inga um umfang og fyr-
irkomulag boðsins.
Rollur úr land-
námi Ingólfs
Skógræktarfélag íslands
kynnti nýverið fyrir bæjar-
yfirvöldum samþykkt aðal-
fundar félagsins þar sem
skorað er á sveitarfélögin að
setja reglur, sem hefti lausa-
göngu búfjár. Sérstaklega er
þetta talið mikilvægt í land-
námi Ingólfs.
Gegn vegi við
Urriöakotsvatn
Náttúruvemdarráð beitir
sér gegn því að nýr Ofan-
byggðavegur verði lagður
nálægt Urriðakotsvatni.
Ráðið kynnti bæjaryfirvöld-
um þessa afstöðu sína ný-
verið.
Glaðningur
vikunnar
Eftirtalinn áskrifandi
Fjarðarpóstsins fær
heimsenda ókeypis 16
tommu pizzu að eigin vali,
ásamt einum og hálfum
líter af Coke.
Gildir til 8. okt. n.k.
María
Gunnarsdóttir
Brattukini^^^H^^
„Hæfir bæjarbúar skyldugir til starfa“
Slökkviliðið í Hafnarfirði gengst fyrir eldvarnarviku dagana 4.
til 10. október n.k. Slökkviliðsmenn hafa það að markmiði að
heimsækja alla grunnskóla svæðisins og stærri fyrirtæki, sem þess
óska. Þeir munu fræða um eldvarnir og reyna með átaki og fræðslu
að halda brunatjónum á svæðinu í lágmarki. Þá minna þeir fólk á
reykskynjaraogágætiþeirra.Eldvarnarvikunnilýkurlaugardaginn
lO.októbern.k.meðOpnuhúsiáslökkvistöðinni.Þágefstalmenningi
tækifæri á að skoða búnað slökkviliðsins frá kl. 13 til 16.
Slökkvihð var stofnað t Hafn-
arfirði þann 9. júlí 1909. Þá voru
allir bæjarbúar, sem til þess voru
álitnir hæfir, skyldugir til að vera
í slökkviliðinu. Ef eldsvoði varð,
bar þeim að koma á vettvang og
hlýða skipunum yfirmanns
slökkviliðsins.
Verkefni slökkviliðsins var þá
ekki eingöngu að slökkva elda,
heldur ekki síður að koma í veg
fyrir að elduryrði laus og ylli tjóni,
alveg eins og gildir í dag. A ár-
unum 1931-1932 eignaðist
Slökkvilið Hafnarfjarðar sínar
Árleg perusala Lions u
fyrstu vélknúnu dælur, en fram til
þess tíma var vatnið handlangað í
strigaskjólum að handpumpum og
dælt um grannar slöngur stutta
leið.
Fastar vaktir hófust á slökkvi-
stöðinni 1. desember 1952 og var
þá einn á hverri vakt. 1973 var
fjölgað og eftir það tveir á vakt.
1974 var enn fjölgað, eftir að
sjúkrabíll koma á stöðina og voru
þá þrír á vakt í einu, auk þess einn
ábakvakt. 1987varfjölgaðumtvo
á hverri vakt, þannig að ávallt eru
fimm á vakt í einu. I dag eru 23
helgina:
fastir starfsmenn á slökkvistöðinni.
Vaktimar eru fjórar. Yfirmenn eru
slökkviliðsstóri og varaslökkvi-
liðsstjóri. Auk þess starfar þar
eldvamareftirlitsmaður.
Tækjakostur Slökkviliðsins er
eftirtalinn:SH#3MAN 12.196árg.
1986. Fyrsti bíll með mannskaps-
húsi. Dæluafköst 3.000 ltr/mín.
Þessi bíll er einnig tækjabíll
slökkviliðsins. SH #5 Ford F 600.
árg. 1975. Fjórhjóladrifinn dælu-
bfll sem afkastar 2.800 ltr/mín. SH
#1 Ford F 600 árg. 1954. Dælubfll
sem afkastar 1.900 ltr/mín. SH #6
IH 1700 árg. 1962. Tankbfll með
9.000 ltr. vatnsgeymi og fylgir
honum samanbrjótanlegur vatns-
tankur og lítil dæla, sem hægt er að
bera.
Sjúkrabifreiðimar, sem gerðar
emútafstöðinni.erutværog íeigu
RK-deilda Hafnarfjarðar, Garða-
bæjar og Bessastaðahrepps.
Allur ágóði til líknarmála
Lionsklúbbur Hafnarfjarðar hefðu málefnum klúbbsins góðan firði hafa svo sannarlega unnið
gengst fyrir árlegri perusölu skilning í ýmsum styrktarverk- mikiðogfórnfúststörfundanfarin
sinni um næstu helgi, 3.-4. efnum. Hann sagði klúbbfélaga ár í bænum. Fjarðarpósturinn
október. Allur ágóði af sölunni því enn á ný vænta góðs skilnings hveturbæjarbúa því til að taka vel
rennur óskiptur til líknarmála og móttöku um komandi helgi. á móti Lionsmönnum um helg-
í Hafnarfirði. Lionsmenn og konur í Hafnar- ina.
Starf Lionslúbbs Hafnarfjaðar
hefur gengið ágætlega að sögn
Baldvins E. Albertssonar, kynn-
ingarfulltrúa klúbbsins. Þeir
Lionsfélagar hafa m.a. styrkt
heimili fyrir þroskahefta í Norð-
urbænum. Þá hafa þeir einnig
styrkt heimili fyrir vangefna að
Klettahrauni 17, Hafnarfirði, og
gefið tæki til St. Jósefsspítala. A
síðasta starfsvetri gáfu þeir hæg-
indastóla til Dvalarheimilis aldr-
aðra sjómanna í Hafnafirði, en hér
hefur aðeins fátt eitt verið nefnt.
Baldvin sagði, að gott líknar-
starfklúbbsinsværifyrstogfremst Félagar í Lionsklúbbi Hafnarfjarðar hafa hér lokið við pökkun á
að þakka hjálp bæjarbúa sem sýnt perum og eru til þjónustu reiðubúnir.
HÓPUR 23 þýskra gesta frá vinabæ
Hafnarfjarðar, Cuxhaven, er
staddur í Hafnarfirði þessa vikuna.
I hópnum eru 16 kratar, en aðrir
eru fulltrúar bæjaryfirvalda í
Cuxhaven og atvinnulífsins. Hóp-
urinn, nýkominn til landsins, þáði
hádegisverðarboð bæjaryfirvalda
í A. Hanscn sl. mánudag. Bæjar-
stjóri ávarpaði þar gesti á
skemmtilegri blöndu af tungumál-
um. Grunnurinn var enska en
innskot á skandinavísku, og
frönsku. Hann bað hópinn hjart-
anlega velkominn á skandinavísku
„hjertelig velkommen". Bæjar-
stjórinn kvaðst síðan vonast til að
ferðin til íslands hefði verið á-
nægjuleg. Par skaut hann inn
frönsku og sagði: „I hope you had
Bon voyage“. „Bon voyage" þýðir,
eins og margir vita: Góða ferð. -
Kannski verður einnig að finna
þýsk innskot í ræðu bæjarstjórans,
þegar hann kveður hópinn í viku-
lokin.
TALANDI UM Þjóðvcrjana, þá
vakti áhugi þýska sendiherrans á
tækjum, snúrum og tólum athygli
gesta í Hafnarborg á þriðjudags-
kvöld. Sendiherrann sá sjálfur til
þess meðmiklu fiktiviðhljóðnema
og snúrur að ekkert heyrðist af því
sem hann sagði. - Kannski góð að-
ferð til að losna við að semja ræður
og þess háttar.
ÞESSI SAMI sendiherra vakti
mikla stemmningu í húsi Skóg-
ræktarfélagsins við Hvaleyrarvatn
fyrr um daginn. Húsið er revndar
mjög svo heimilislegur sumarbú-
staður og stendur eitt og afskekkt
fyrir ofan Hvaleyrarvatn þar sem
skógræktarmenn una sér vel við
störf sín.
Sendiherrann kom sem sagt inn í
húsið, þar sem fullt var af gestum
fyrir, bæði þýskuin og framámön-
num úr bæjarfélaginu. Sendiherr-
ann gekk, eins og góðum gesti
sæmir, beint til bæjarstjórans, tók
í höndina á honum og spurði: Er
þetta skrifstofan þín bæjarstjóri?
GAFLARIVIKUNNAR: - Myndi eyöa happadrættisvinningi í brons og stein
Fullt nafn? Gestur Þorgríms-
son.
Fæðingardagur? 27. júní
1920.
Fæðingarstaður? Laugarnes.
Fjölskylduhagir? Kvæntur,
fjögur böm.
Bifreið? Nissan Sunny.
Starf? Myndhöggvari.
Fyrri störf? Ritstörf og
kennsla.
Helsti veikleiki? Á erfitt með
að segja nei.
Helsti kostur? Bjartsýni.
Uppáhaldsmatur? Allur mat-
ur.
Versti matur sem þú færð?
Enginn.
Uppáhaldstónlist? Óperur,
sérstaklega ef ég skil ekki text-
ann.
Uppáhaldsíþróttamaður?
Sigrún Huld.
Hvaða stjórnmálamanni hef-
ur þú mestar mætur á?
Guðrúnu Helgadóttur.
Hvert er eftirlætissjónvarps-
efniðþitt? Fréttir.
Hvaða sjónvarpsefni Finnst
þér leiðinlegast? Ástralskir
framhaldsþættir.
Uppáhalds útvarps- og sjón-
varpsmaður? Bjöm Th.
Bjömsson.
Uppáhaldsleikari? Sigurður
Sigurjónsson.
Besta kvikmynd sem þú hefur
séð? Babels Gæstebud.
Hvað gerir þú í frístundum
þínum? Vinn.
Fallegasti staður sem þú hefur
komið á? Sá sem ég hef síðast
dáð.
Hvað metur þú mest í fari ann-
arra? Gamansemi.
Hvað fer mest í taugarnar á þér
í fari annarra? Tillitsleysi.
Hvaða persónu langar þig mest
að hitta og hvers vegna?
Michelangelo, þvíhannhefðigetað
sagt mér meira um marmara.
Hvaða námsefni líkaði þér verst
við í skóla? Bókfærslu.
Hvað myndir þú helst vilja í
afmælisgjöf? Ferð til Japan.
Ef þú ynnir 2 millj. kr. í happa-
drætti, hvernig myndir þú verja
þeim? Eyða í brons og stein.
Ef þú gætir orðið ósýnilegur,
hvar myndir þú helst vilja vera?
Sýnilegur heima hjá mér.
Ef þú værir í spurningakeppni,
hvaða sérsvið myndir þú velja
þér? Grjót.
Hvað veitir þér mesta afslöpp-
un? Leggja mig eftir matinn.
Hvað myndir þú gera, ef þú værir
bæjarstjóriíeinndag?Haldaáfram
að hlúa að listum.
Uppáhalds Hafnarfjarðar-
brandarinn þinn? Kann engann.
2