Fjarðarpósturinn


Fjarðarpósturinn - 01.10.1992, Síða 8

Fjarðarpósturinn - 01.10.1992, Síða 8
FJflRMR pirstmnn Ostabúö í Fjörðinn Ein fyrsta verslunin sem opnuð verður í nýja húsinu sem risið er á Thorsplani verður sérverslun með osta og vörur sem tengjast ostum. Eigendur verslunarinnar verða Þórarinn Þórhallsson, mjókurfræðingur, og María Ólafsdóttir. Reiknað er með að verslunin opni í lok nóvember n.k. Verslunin verður fyrsta ostaverslun hérlendis í einkaeign og verður þar að fá, auk allra tegunda osta, veisluþjónustu varðandi ostapinna og ostabakka, að sögn Þórarins. Þá sagði hann að verslunin myndi ennfremur sérhæfa sig í alls kyns vörum tengdum ostum og fram- reiðslu þeirra, svo sem gjafavörum. Samkvæmt heimildum Fjarðarpóstsins er nú þegar ljóst um tvær aðrar verslanir, sem opna í árslok í nýja húsinu á Thorsplani, þ.e. Svansbakarí og Jón bakan. Lögreglan og fulltrúar AV heimsækja skólana Lögreglan í Hafnarfirði og Almenningsvagnar hafa tekið höndumsamaníþeirriviðleitni að skapa börnum og ungling- um, sem ferðast með strætis- vögnum og skólabílum, aukið öryggi. Lögreglan og starfs- menn AV munu í þeim tilgangi heimsækja alla 6-12 ára bekki í grunnskólum Hafnarfjarðar, Garðabæjar og Álftaness dag- ana 30. september til 12. októ- ber n.k. Aðalhættan sem bömum stafar af strætisvögnum er að þau hlaupi út á akbrautir fyrir framan eða aftan vagna á viðkomustöðum þeirra. í heimsóknum lögregl- unnar og fulltrúa Almennings- vagna til skólabarna verður þeim sýnt fram á hvað beri að varast og hvaða reglum skuli fylgt í kringum vagnana. Með þessu átaki vonast þessir aðilar, að sögn Valgarðs Val- garðssonar, varðstjóra við um- ferðarfræðslu hjá lögreglunni í Hafnarfirði, til þess að fækka megi slysum í umferðinni sem tengjast skólabömum og stræt- isvögnum. Valgarður sagði ennfremur, að lögreglan vildi brýna fyrir öku- mönnum almennt að gæta fyllstu varúðar, þegar ekið er framhjá viðkomustöðum þar sem far- þegar eru að fara úr eða ívagnana. Sérstaka aðgæslu ber að viðhafa í nágrenni skólanna í bænum. Umferðareyja í Hnotubergi Umferðarnefnd hefur lagt til að gerð verði umferðareyja í Hnotubergi við Hamraberg og sett á stöðvunarskylda í stað biðskyldu fyrir Hnotuberg gagnvart Hamrabergi. Þá hefur nefndin einnig nýverið fjallað um hraðakstur á Suður- götunni. Samvæmt tillögu Kristjáns Ásgeirssonar, arkitekts á skipulagsdeild, samþykkti nefndin að nýtt fyrirkomulag yrði á göt- unni, þannig að settar verði gangstéttir báðum megin hennar og hraðahindranir á u.þ.b. 60 metra bili. Myndin hér að ofan er tekin sl. mánudag og eins og sjá má er aðkoman allt önnur og betri. Lofað sem Fjarðarpósturinn hefur ít- rekað kvartað, fyrir hönd íbúa við Lækinn, yfir lélegri og jafnvel hættulegri aðkomu að Læknum, þar sem bæjarbúar kjósa helst að gefa bra, bra brauð. Nú er búið að gera á bragarbót og því vissulega ástæða til að lofa það sem lofsvert er. lofsvert er Búið er að steypa tröppur niður að Læknum með öflugu handriði. Ennfremurhefurveriðgerðaðkoma fyrir hjól og bamavagna. Þá hefur kantur við Lækinn verið hlaðinn og göngustígur lagaður. Fjarðarpósturinn óskar íbúum við Lækinn til hamingju með bætt umhverfi. FRYSTIKISTUR - KÆUSKÁPAR - ÞVOTTAVÉLAR - ÞURRKARAR Sýslumannshúsiö á nýjum grunni Flutningur gamla sýslumannshússins við Suðurgötu ánýjan grunn hinum megin við götuna tókst vel, þegar húsinu var lyft yfir götuna sl. laugardag, en þá var myndin hér að ofan tekin. Húsið var flutt á steyptan kjallara, þannig að það nýtur sín nú mun betur en á gamla grunninum. Það er einnig eftirtektarvert hversu húsið fellur vel inn í götumyndina við efri hluta Suðurgötu. Flutningur hússins hefur orðið nokkuð kostnaðarsamari en reiknað var með í upphafi, sérstaklega eftir að það uppgötvaðist að útveggir voru fylltir með steinsteypu. Brjóta þurfti niður fyllinguna í veggjunum og smíða húsið svo til upp á ný, áður en unnt var að flytja það. Kostn- aðartölur liggja ekki fyrir, að sögn Bjöms Ámasonar, bæjarverkfræðings. Bjöm sagði. að samið hefði verið við verktaka um flutninginn og þeim greiddar unt 2 millj. kr. fyrir verkið. Þar utan hefði bærinn þurft að kaupa eífii og væru endanlegar tölur ekki fyrirliggjandi. Kjaramál fóstra komin í hnút Kjaramál fóstra í Hafnarfirði eru komin í erfiðan hnút, eftir öllum sólarmerkjum að dæma. Nýgerðir kjarasamningar fóstra, en Fóstrufélag íslands, klauf sig nýverið úr BSRB, voru samþykktir um allt land, nema í Hafnarfirði. Hér kolfelldu fóstrur samninginn og hefur Fóstrufélagið nú ritað bæjaryf- irvöldum bréf þar sem leitað er eftir viðræðum um gerð kjara- samninga milli aðila hið fyrsta. Bæjaryfirvöldlítahinsvegarsvo á, að það sé málefni launanefndar sveitarfélaga, sem fer með samn- ingsumboð bæjarins, að annast gerð samninga. Ennfremur líta bæjayfirvöld svo á, að launa- nefndin hafi þegar samið við fóstur með þeim samningi sem gerður var fyrir landið allt. Það mun vænt- anlega verða félagsdómur sem úr- skurðar um málið. Hafnarfjörður var eina sveitar- félagið á landinu þar sem fóstru- samningurinn var felldur, en í við- tölum blaðamanns Fjarðarpótsins við fóstrur í bænum kom fram, að þær eru mjög óánægðar með laun sín. Þær segja m.a. sem lítil sem engin yfirvinna sé ofan á fastakaup, en það sé alltof lágt. Ágreiningur var m.a. um hvort telja ætti at- kvæðafjölda á öllu landinu eða hvort atkvæðagreiðsla í hverju sveitarfélagi eigi að gilda. Fóstr- umar segja einnig varðandi bréf sem sent var bæjaryfirvöldum 21. þ.m. með beiðni um samningavið- ræður, að þær hafi orðið að fara formlega fram á viðræður um sérkjarasamning til að fá málinu vísað til félagsdóms. Það sé ekki unnt án þess að árangurslausar samningaviðræður hafi farið fram. Bæjaryfirvöld vísa málinu hins vegar enn á ný til launanefndar sveitarfélaga og segja það hennar hlutverk að semja fyrir hönd bæj- arins. Samskipti bæjaryfirvalda og fóstra í bænum virðast því komin jámíjám. Fóstrursegjastekki ætla að láta hér við sitja. Þær uni því ekki að vera samingslausar, en þannig líti þær á stöðu málsins eftir að hafa fellt kjarasamningana. KRAKKAR! 9 ■ Hver verður Sölu- meistari íoktóber? Ný sölukeppni er hafin. Sölumeistari hvers mánaðar fœr bóka- verðlaun og mynd afsér íblaðinu Eitt aukablað fyrir hver 10 seld blöð Dreifingarstjóri FJflRDflR SIMI651906

x

Fjarðarpósturinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fjarðarpósturinn
https://timarit.is/publication/945

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.