Fjarðarpósturinn - 10.11.1994, Blaðsíða 5
FJARÐARPÓSTURINN 5
Listahátíðarmálið sent í rannsókn til skattstjóra
Rúm milljón kr.
til stjórnar fyrir
listræna ráðgjöf
Kúbanskir listamenn á æfingu fyrir listahótíðina. Sverrir Ólafsson seg-
ir að hann hafi greitt þeim 550.000 kr. úr eigin vasa en ekki sést að hann
hafi gert kröfu um að fá þessa upphæð endurgreidda.
Bæjarráð Hafnarfjarðar hefur
samþykkt að senda skattstjóra
Reykjaness öll fyrirliggjandi bók-
haldsgögn Listahátíðar Hafnar-
fjarðar hf. vegna rökstudds gruns
um skattlagabrot, skjalafals og ó-
tvíræða bókhaldsóreiðu. Þetta er í
samræmi við álit bæjarlögmanns
sem ásamt bæjarendurskoðenda
hefur skilað af sér skýrslu um mál-
ið. I skýrslunni kemur fram að
stjórn Listahátíðar, Gunnar Gunn-
arsson, Sverrir Ólafsson og Örn
Óskarsson greiddu sjálfum sér
samtals rúmlega milljón kr. fyrir
listræna ráðgjöf. Og ennfremur út-
skýrir Sverrir skort á launanótum
til sín að upphæð 550 þúsund á
þann hátt að hann hafi greitt úr
eigin vasa til kúbanskra lista-
manna þessa upphæð. Hinsvegar
hefur hann ekki gert kröfu um
endurgreiðslu á þessari upphæð.
Starfsmenn bæjarins hafa einnig
sent frá sér innanhússkýrslu um mál-
ið og þar kemur m.a. fram að áhersla
sé lögð á að ekki reyndi á eftirlits- og
greiðslukerfi bæjarsjóðs í viðskiptum
við Listahátíð Hafnarfjarðar hf. af
þeirri einföldu ástæðu að því var vís-
vitandi ekki beitt í þessu tilviki.
í skýrslu bæjarlögmanns og bæjar-
endurskoðenda kemur fram hörð
gagnrýni á vinnubrögð Endurskoð-
unar og reikningskila hf sem unnu
fyrstu skýrsluna um iistahátíð en
þessir skýrsluhöfundar eru þeir sömu
og voru endurskoðendur Listahátíðar
hf.
Bæjarlögmaður og bæjarendur-
skoðandi komast að þeirri niðurstöðu
að það álit endurskoðendanna sé
rangt að Listahátíð hf. beri ekki á-
byrgð á peningalegri meðferð hátíð-
arinnar, skráningu gagna né bók-
haldi. Þá séu ummæli skýrsluhöfunda
um úttektir af hlaupareikingi bæjar-
sjóðs nr. 1660 einnig rangar, það er
að Amór Benónýson fjármálastjóri
hafi getað gengið hindmnarlaust að
úttektum af reikningum án skýringa
eða gagna.
"Hið rétta er að í engum slíkum til-
vikum gefur gjaldkeri bæjarsjóðs út
ávísanir nema til komi greiðsluheim-
ild yfirmanna. I öllum tilvikum kvitt-
ar móttakandi fyrir greiðslum. Varð-
andi gjaldeyrisúttektir þá gengu þær
þannig fyrir sig að gjaldkeri óskar
símleiðis eftir því við Sparisjóð
Hafnarfjarðar að greitt sé út af tékka-
reikningi 1660 tiltekin erlend fjárhæð
vegna listahátíðar í Hafnarfirði. I öil-
um tilvikum er haft samráð við yftr-
menn....
Eðlileg vinnubrögð endurskoð-
endanna hefðu okkur því þótt að
ræða við gjaldkera og yfirmenn bæj-
arsjóðs og jafnframt starfsmenn
Sparisjóðsins og fá staðfestingar
þeirra á því hvernig að slíkum
greiðslum er staðið áður en svona
fullyrðingar em settar fram.'', segir í
skýrslu bæjarlögmanns og bæjarend-
urskoðenda.
Gatið útskýrt
Eitt stærsta atriðið í upphaflegri
skýrslu Endurskoðunnar og reikn-
ingsskila hf. var 900.000 þúsund
króna gat í bókhaldinu sem engir
pappírar vom fyrir. Amór Benónýson
útskýrir þetta gat í samtali við bæjar:
iögmann og bæjarendurskoðenda. I
skýrslunni segir: "Kvaðst hann (AB,
innskot blm.) gera athugasemdir við
eftirfarandi: Fylgiskjal nr. 72 en þar
móttekur Sverrir Olafsson greiðslu
kr. 132.659 sem talin er greiðsla á
kostnaðamótum sem Sverrir lagði út
fyrir. Amór telur að í slíkum tilvikum
nægi sjálfar kostnaðarnótumar og
þurfi ekki að koma til sérstök
greiðslukvittun. Jafnframt mótmælir
hann því að þetta atriði hafi verið
borið undir sig, sem endurskoðend-
umir haldi fram.
Sömu athugasemdir gerir hann við
fylgiskjal nr. 150 en þar móttekur
Órn Óskarsson kr. 87.275.
Þá vanti reikning frá Gistiheimil-
inu Berg sem hann telur hafa numið
120.000 kr. (Við fengum þetta stað-
fest frá forstöðumanni Gistiheimilis-
ins.)
Loks bendir Amór á að í rekstrar-
reikningi skýrsluhöfunda nemi
Iaunagreiðslur til framkvæmdastjór-
ans kr. 536.449. Amór fullyrðir að
það vanti launanótur fyrir um
550.000 kr. enda hafi framkvæmda-
stjórinn haft síðustu mánuðina fram
að listviðburðum um kr. 175.000 á
mánuði.
Með ofantöldu telur Amór að hann
hafi fyllilega skýrt umræddan mis-
mun í skýrslunni og vilji af þessu til-
efni lýsa yfir furðu sinni á því að hafa
verið meinaður aðgangur að bókhaldi
til þess að skýra sín sjónarmið."
Síðar í skýrslu bæjarlögmanns og
bæjarendurskoðenda segir: "Þann 5.
nóv. s.l. hafði Sverrir Ólafsson síma-
samband við okkur og tjáði okkur að
hann hefði greitt úr eigin vasa til
kúbanskra listamanna kr. 550.000 og
af þeim sökum lækað framtaldar tekj-
ur til skatts sem þessari fjárhæð nem-
ur."
Listræn ráðgjöf dýr
I skjölum sem fylgja skýrslu bæj-
arlögmanns og bæjarendurskoðenda
er að finna ljósrit af handskrifuðum
reikningum sem stjómarmenn Lista-
hátíðar leggja fram fyrir listræna ráð-
gjöf við hátíðina. Reikningur frá
Sverri hljóðar upp á rúm 536 þúsund
kr. , frá Gunnari upp á rúmlega 287
þúsund kr. og frá Erni upp á rúmlega
308 þúsund kr.. Samt voru þessir
menn með föst laun frá Listahátíð
sem námu 175 þúsund kr. á mánuði
nokkru áður en hátíðin var haldin.
I tillögu þeirri sem samþykkt var í
bæjarráði þar sem málinu er vísað til
skattstjóra kemur m.a. fram: "Frá
upphafi þessa máls hefur legið fyrir
að erfítt kynni að vera að ná til þeirra
sem bera hina raunverulegu ábyrgð á
framkvæmd og rekstri Listahátíðar.
Ljóst er af þeim gögnum sem liggja
fyrir að pólitíska ábyrgð ber Alþýðu-
flokkurinn. Hann ber einnig hina
embættislegu ábyrgð sem fylgir þátt-
töku bæjarins í Listahátíð. Fram-
kvæmdaleg ábyrgð er verktakans,
Listahátíðar Hafnarfjarðar hf....
Ljóst má vera af niðurstöðum
þeirra skýrslna sem lagðar hafa verið
fram varðandi fjármálarekstur Lista-
hátíðar að aðeins er hægt að ná til
hluta þeirra aðiia sem ábyrgð bera á
framkvæmdinni, með því að vísa
málinu til Rannsóknarlögreglu ríkis-
ins. Meirihluti bæjarráðs telur því
ekki rétt að skilið sé í sundur milli á-
byrgðar forsvarsmana Listahátíðar hf
og /yrri meirihluta Alþýðuflokksins."
í bókun sem fulltrúar Alþýðu-
flokksins iögðu fram í bæjarráði
kemur m.a. fram að þeir telja að bæj-
arstjóri hafi brugðist trausti bæjar-
ráðs og bæjarstjómar og hann hafi í
umfjöllun sinni um málefni Listahá-
tíðar látið frá sér fara ummæli sem
em stöðu hans ekki sæmandi.
Síðan segir í bókun Alþýðuflokks-
manna: "Við fögnum því að loks
skuli hafa verið lögð fram skýrsla
bæjarendurskoðenda og bæjarlög-
manns. Hún ber með sér að ekki þyk-
ir ástæða til að álíta að fyrir hendi sé
grunur um að framkvæmdaaðilar
listahátíðarinnar hafi dregið sér fé
eða ætia megi að þeir hafi framið
auðgunarbrot.
Við hörmum hvernig vinnubrögð
hafa verið viðhöfð í þessu máli og
með hvaða hætti getsakir og dylgjur
hafa verið settar fram af forsvars-
mönnum bæjarins.
Eins og fram kemur bæði í skýrslu
bæjarendurskoðenda og bæjarlög-
inanns og skýrslu nokkurra annarra
embættismanna bæjarins þá er það
alrangt sem haldið hefur verið fram
að starfsmaður Iistahátíðar hafi getað
eftirlitslaust gengið í fjármuni bæjar-
sjóðs.
I umræddum skýrslum kemur
skýrt fram að það sem er ábótavant
varðandi bókhald og skilagreinar er á
ábyrgð framkvæmdaaðila listahátíð-
arinnar..."
ISLANDSBANKI
Strandgötu 1, s. 50980
Reykjavíkurvegur 60, s. 50980
EIMSKIP fer14
Meistarafélag
Iðnaðarmanna
Bæjarhraun 2, s. 52666
^ Verkakvennafélagið
Framtíðin
Strandgötu 11, s. 50307
Strandgötu 8-10, s. 654000
Reykjavíkurvegur 66, s. 51515
Verkamannafélagið Hlíf
Reykjavíkurvegur 64
s. 50944
tryggjum
( atvinnu
heima
Hafnarfjarðarbær
bæjarskrifstofur
Strandgata 6
S. 53444
Verslunarmannafélag J
Hafnarfjarðar
Lækjargata 34d 4
s. 651150 4
Sjómannafélag
Hafnarfjarðar
Strandgötu 11, s. 50248