Fjarðarpósturinn - 10.11.1994, Blaðsíða 3

Fjarðarpósturinn - 10.11.1994, Blaðsíða 3
FJARÐARPÓSTURINN 3 Hópurinn frá BBC ásamt þeim Rögnvaidi Guðmundssyni ferðamálafuiitrúa og Ingibjörgu Jónsdóttur. BBC skoðar álfabyggðina í Hafnarfirði Þulur morgunþátt- ar BBC trúir á álfa Hópur sjónvarpsfólks frá bresku sjónvarpsstöðinni BBC dvaldi í bænum um síðustu helgi í þeim tilgangi að fjalla um álfa- byggðina í bænum. Um cr að ræða þáttinn Good morning TV hjá BBC og segir þulur þáttarins, Jenny Barnett, að hún trúi á álfa. Þar að auki hali hún tekið með sér hóp sem er "næmur" fyrir þessum hlutum en þar á hún við upptöku- stjórann, hljóðmanninn og töku- manninn. Rögnvaldur Guðmundsson ferða- málafulltrúi bæjarins var hópnum innan handar meðan á dvöl hans stóð. Rögnvaldur segir að ferð þeirra hafi heppnast með ágætum og þau haft látið vel af móttökum bæjarbúa. Umfjöllunin um álfabyggðina verði rúmlega fimm mínútna innslag í morgunþáttinn en áætlað er að um 2 milljónir manna sjái þáttinn á hvetj- um morgni. Hópurinn kom hingað í gegnum skrifstofu Flugleiða í London en það var Erla Stefánsdóttir sem lóðsaði hópinn um álfabyggðina. Fyrir utan að skoða álfa fór hópurinn m.a. í Bláa lónið, sat víkingaveislu í Fjöru- garðinum og fór á hestbak. Fjarðarkaup opið á laugardögum Okkar svar við samkeppninni - segir Sveinn Sigurbergsson Fjarðarkaup hefur tekið upp þá nýbreytni að hafa opið á laugardögum frá kl. 10 til kl. 16. Verður þessi opnun reynd í tilraunaskyni fram að jólum en þá tekin ákvörðun um fram- haldið. Sveinn Sigurbergsson kaupmaður í Fjarðarkaupum segir að þetta sé þeirra svar við aukinni samkeppni. Fjarðarkaup hefur lengi haft þá sérstöðu meðal stærri stórmark- aða á höfuðborgarsvæðinu að ekki var opið hjá þeim um helgar. Sveinn segir að þeir hafi hingað til talið að þeir þyrftu ekki á því að halda. "Þróunin síðastliðin tvö ár hefur síðan verið með þeim hætti að markaðir hafi í æ ríkari mæli verið með opið frameftir kvöldi og um helgar. Við erum að bregðst við þessari þróun," segir Sveinn. í tilefni af þessari helgaropnun verða margvísleg helgartilboð í gangi hjá Fjarðarkaupum. Og á fimmtudögum, föstudögum og laugardögum næstu tvær vikur verður Pepsihlutavelta í verslun- inni þar sem viðskiptavinum gefst tækifæri til að fá kippur og 2ja lítra Pepsiflöskur með miklum af- slætti. Sveinn Sigurbergsson: Erum að bregðast við þcssari þróun. LÖGFRÆÐIÞJÓNUSTA Óskar Thorarensesn, hdl. verður vikulega til viðtals á skrifstofu Hlífar. Viðtalstímarnir, sem eru fyrir félagsmenn Hlífar, verða alla föstudaga frá kl. 14 - 16. Stjórn Hlífar Arni Mathiesen náöi öðru sætinu í prófkjörinu Frá kjörstað Sjálfstæðisflokksins í Hafnarfirði. „Er mjög ánægður með niður- stöðuna“ "Eg er mjög ánægður með nið- urstöðu prófkjörsins og þakklátur mínum stuðningsmönnum og öll- uni þeim sem þátt tóku og unnu við prófkjörið," segir Arni Mathiesen en hann náði öðru sætinu í próf- kjöri Sjálfstæðisflokksins í Reykjaneskjördæmi um síðustu helgi. "Það skyggir aðeins á gleði mína að Salóme Þorkelsdóttur skyldi ekki vegna betur og ég hefði viljað sjá Lagt hefur verið fram bréf í bæjarráði frá aðalstjórn Hauka þar sem Haukar óska eftir að sett verði á laggirnar samstarfsnefnd Hauka og bæjaryfirvalda. Nefndinni er ætlað að yfirfara hana í annari stöðu í dag en útkoman segir til um," segir Ami. Uppröðun á lista Sjálfstæðis- flokksins var þannig að Olafur G. samstarfssamninginn varðandi fram- kvæmdir að Asvöllum og leggja drög að nýjum um næsta áfanga svo sem byggingu íþróttahúss svo og vegna eignaskiptasamninga vegna í- þróttamannvirkja við Flatahraun. Einarsson menntamálaráðherra hélt fyrsta sætinu með naumindum, Ámi Mathiesen varð í öðm sæti, í þriðja sæti varð Sigríður Anna Þórðardóttir, í fjórða sæti Ámi R. Ámason, í fimmta sæti Kristján Pálsson og í því sjötta varð Viktor B. Kjartansson Árni segir að hann telji þetta vera sterkan lista sem flokkurinn teflir fram í næstu kosningum. Sjötta sætið gæti orðið baráttusæti þar sem fjölg- að verður um einn þingmann í kjör- dæminu fyrir næstu kosningar. Það er ljóst af úrslitunum að staða Sjálfstæðisflokksins í Hafnarfirði er sterk, kjaminn úr fylgi Áma kemur þaðan en hann bendir jafnframt á að tölumar sýni að hann hafi fengið fylgi allstaðar í kjördæminu. Haukar vilja samstarfsnefnd Fríkirkjan Sunnudag 6. nóv. Bamasamkoma kl. 11,00 Opið hús er í safnaðarheimili kirkjunnar sunnudaga kl.20 fyrir unglinga, þriðjudaga kl. 17,00 fyrir 8-10 ára, fimmtudaga kl. 17,00 fyrir 11-12 ára. Æfing bamakórs kirkjunnar miðvikudaga kl. 17:30 í kirkjunni. Séra Einar Eyjólfsson Hafnarfjaróarkirkja Sunnudag 6. nóv. Sunnudagaskóli kl. 11. Munið skólabílinn. Allra heilaga messa kl. 14,00 Altarisganga - minnst látinna Organisti Helgi Bragason. Kyrrðarstund í hádeginu á miðvikudögum kl. 12. Léttur hádegisverður á eftir. Störf með 10 - 12 ára bömum kl. 18,00 þriðjudaga í safnaðar- athvarfinu Suðurgötu. Æskulýðsstarf kl. 20,00 þriðjudaga í Góðtemplarahúsinu. Séra Gunnþór Ingason Víöisfaöakirkja Laugardagur 5. nóv. Sr. Kritján Valur Ingólfsson flytur fyrsta fræðslu- erindi sitt af þrem kl. 10,30 í kiirkjunni undir heitinu Heilög messa, helgisiðir og kirkjutónlist, Sunnudagur 6. nóv. Bamaguðþjónusta kl. 11, Guðþjónusta kl. 14. Allra heilagra messa látinna minnst. Flutt verður verkið Heill þér himneska orð. Eins. Sig. Skagfjörð Steingrímsson, Celló: Ólöf Sesselja Óskarsdóttir, Organleikur Elías Davíðsson, kór Víðistaðasóknar syngur, Stjómandi Ulrik Óskarsson Séra Sigurður Helgi Guðmundsson

x

Fjarðarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjarðarpósturinn
https://timarit.is/publication/945

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.