Fjarðarpósturinn - 10.11.1994, Blaðsíða 7

Fjarðarpósturinn - 10.11.1994, Blaðsíða 7
FJARÐARPÓSTURINN 7 Árni Sverrisson: Það gefur augaleið að sjúkrahúsin hvert fyrir sig leysa ekki þennan vanda sem eitthvert innanhúsmál hjá sér." uppsöfnuðum vanda sem til staðar er í kerfmu frá því að niðurskurður hófst árið 1992. Þessi vandi sé nú í kringum 800 milljónir króna og mið- að við næstu fjárlög stefni hann í að verða í kringum einn milljarður króna. "Það gefur augaleið að sjúkrahúsin hvert fyrir sig leysa ekki þennan vanda sem eitthvert innan- húsmál hjá sér," segir Ámi. "Og ég fæ ekki séð að heilbrigðisyfirvöld geti ýtt ábyrgðinni á lausn þessa vanda yfir á starfsfólk sjúkrahús- anna." Eins og fram hefur komið í Fjarð- arpóstinum átti stjórn St Jósefsspít- ala fund með Sighvati Björgvinssyni heilbrigðisráðherra um fjárhags- vanda spítalans í síðasta mánuði. Þar kom skýrt fram hjá ráðherranum að spítalinn yrði sjálfur að finna lausn á rekstarvandanum. Ámi segir að hann eigi ekki von á að ráðherrann breyti afstöðu sinni í þeim efnum. Með þeim aðgerðum sem nú hafa verið ákveðnar vonast stjómin til að ná rekstarhallanum úr þeim 7-8% af rekstarkostnaði sem hann er nú í og niður í tæp 3%. Ný könnun um hegðun unglinga í Hafnarfirði Oll tímamót valda óróa Útköll lögreglunnar í Hafnarfirði vegna unglinga Tímabilið 1. des 1993 - 30. sept. 1994 28 24 20 16 1 q 1 1 i Mars 1994 Maí Feb Apríl Júlí Sept. Júní Ágúst Útköll lögreglunnar í Hafnarfirði vegna unglinga Skipt eftir vikudögum Mánudagar Miðvikudagar Föstudagar Sunnudagar Þriðjudagar Fimmtudagar Laugardagar í nýrri könnun sem Æskulýðs- og tómstundaráð Hafnarfjarðar (ÆTH) hefur unnið um hegðun unglinga í bænum kemur í ljós að öll tímamót valda óróa í lífi þeirra. Hér er átt við tímamót og borð við upphaf skólans á haustin, jóla- og páskafrí og lok skóians á vorin. Könnunin var unnin upp úr lög- regluskýrslum og segir Arni Guð- mundsson formaður ÆTH að hún staðfesti í stórum dráttum þær vís- bendingar sem starfsmenn ÆTH töldu sig hafa. Hinsvegar mun fjöidi útkaila vegna unglinga ekki hár miðað við heildarútköll. Ámi segir að könnunin hafi verið unnin þannig að upplýsingar um út- köll lögreglu vegna ungiinga voru skoðuð með tillit til ástæðu útkalls- ins, tíma, dagsetningar og stað- setnignar á ákveðnu tímabili. Engar upplýsingar um einstaklinga eða per- sónulegar upplýsingar voru í þessum gögnum. "Það er margt fróðlegt sem kemur fram í þessari samantekt okkar," seg- ir Ámi. "Og þótt niðurstöður hennar staðfesti þær vísbendingar sem starfsmenn okkar höfðu kom okkur á óvart hve skýrt þetta kemur fram." Utköll lögreglunnar í Hafnarfirði vegna unglinga Skipt eftir tíma n i i kl. 00,00-05,59 kl. 12,00-17,59 kl. 06,00-11,59 kl. 18,00-23,59 Miðbærinn oftast vettvangur Flest útköll em á tímabilinu kl. 18 að kvöldi og fram til kl. 6 að morgni. Útköll á hinum bjartari hluta sólar- hringsins em mjög fá. Það kemur jafnframt fram að flest útköll eiga sér stað aðfararnætur laugardaga og sunnudaga. Hvað staðsetningu varð- ar er miðbærinn sá staðar sem oftast er vettvangur útkalla. Árni telur fróðlegt að kortleggja nánar hvar afbrot em framin því ljóst sé að ýmsir staðir koma oftar fyrir en aðrir. Þessa "svörtu bletti" þurft að finna og útrýma og það þurfi að forð- ast skipulag sem stuðlar að auknum ofbeldisverkum. "Það er reynsla frænda okkar á Norðurlöndunum að til dæmis illa lýst skúmaskot séu einn algengasti vettvangpr alvarlegra of- beldisbrota," segir Ámi. "Þess vegna er ekki síður mikilvægt að huga að þessari hlið mála." HAFNARFJÖRÐUR AÐALSKIPULAG 1992-2012 LANDNOTKUN Hafnarfjörður MCU* VtKSLUH*. OO AJÓNUSTUSVÆOt STOFNAHASVAO BMtMRSV«l HVMRSVAO lBÚOMISV«OI WBLVST SV/Ett OHN SVÆDI TIL SÖBTAKA AFNOTA ÚNNUR OPM SVAt» SUUAMÚST«£MSV«OI BLONOUO IANONOTKUN SV«» TX SiOAN NOTA OÖNOUSTlGMt arfirði á mestu álagstímunum og má ekkert út af bregða til að þar skapist ekki alvarlegt umferðaröngþveiti. Nauðsynleg framkvæmd í aðalskipulagi Hafnarfjarðar til ársins 2012 er gert ráð fyrir bygg- ingu Ofanbyggðavegar en hann á í framtíðinni að létta umferðarþunga af Reykjanesbraut sunnan við bæinn. Kristinn segir að þetta sé nauðsynleg framkvæmd þegar íbúðabyggð verði komin í nágrenni við Ásfjall og kringum Ástjörn og iðnaðarsvæði komið í grennd við Straumsvík eins og skipulagið gerir ráð fyrir. Hvað tilfærslu á Reykjanesbraut- inni við kirkjugarðinn varðar segir Kristinn að þar sé gert ráð fyrir að færa veginn frá Lækjargötunni í sveig fyrir ofan krikjugarðinn vestur fyrir Stekkjarhvamm. Ef ekki verði ráðist í þessa framkvæmd sé nauð- Hér til hliðar sést aðalskipulag bæjarins fram til ársins 2012. Of- anbyggðavegur og sveigurinn frá kirkjugarðinum eru feitu strikin tvö. syniegt að gera gatnamótin við Öldu- götu og Hvammbraut betur úr garði en það sé Vegagerðarinnar að sjá um þessar framkvæmdir. Forgangsröðun verkefna Magnús Jón Árnason bæjarstjóri segir að sveitarfélögin á höfuðborg- arsvæðinu muni á næstunni for- gangsraða þeim verkefnum sem liggja fyrir í vegagerð á svæðinu. "Hér er um hagsmunamál fyrir alla landsmenn að ræða því fjöldi þeirra þarf að sækja þjónustu á svæðið og aka um á sömu vegum og aðrir íbúar þess," segir Magnús Jón. Áður en til forgangsröðunnar kemur þarf ákveðna undirbúnings- vinnu eins og umferðartalningu, um- ferðarspá, könnun á slysatíðni o.fl. Magnús Jón segir að það sé augljóst að Hafnfirðingar geti ekki fengið allt sem þeir vilja inn í forgangsröðunina enda um mörg brýn verkefni að ræða hjá hinum sveitarfélögunum á svæð- inu.

x

Fjarðarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjarðarpósturinn
https://timarit.is/publication/945

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.