Fjarðarpósturinn


Fjarðarpósturinn - 26.01.1995, Blaðsíða 4

Fjarðarpósturinn - 26.01.1995, Blaðsíða 4
4 FJARÐARPÓSTURINN Útgefandi: Framkvæmdastjóri: Ritstjóri: íþróttir og heilsa: Innheimta og dreifing: Umbrot: Prentun: FJARÐARPÓSTURINN hf. Oli Jón Ólason. Friðrik Indriðason. Jóhann Guðni Reynisson Steinunn Hansdóttir. Fjarðarpósturinn Borgarprent. FJARÐARPÓSTURINN, Bæjarhraun 16, 220 Hafnarfjörður. Símar: Ritstjórn 565 1945. Auglýsingar 565 1745. Símbréf 565 0835 Prófkjör Alþýðuflokksins Gífurleg þátttaka í prófkjöri Alþýðuflokksins í Reykjanes- kjördæmi hefur vakið athygli. Prófkjörið snérist að töluverðu leyti um persónu Guðmundar Arna Stefánssonar sem stefndi á fyrsta sætið en laut í lægra haldi fyrir Rannveigu Guðmunds- dóttir. Sumir hafa túlkað úrslitin sem áfall fyrir Guðmund Árna en við nánari skoðun kernur í ljós að slíkt er fjarri lagi og má hann raunar vel við una úrslitunum. I prófkjörinu lagði Guðmundur Árni störf sín í dóm kjósenda og útkoman er sú að honum er hvorki hampað né hafnað af Al- þýðuflokksmönnum á Reykjanesi. Sjálfur lítur Guðmundur á úrslitin sem traustsyfirlýsingu og segja má að þau sýni að enn nýtur Guðmundur mikils traust meðal sveitunga sinna í Hafnar- ftrði. Niðurstöður prófkjörsins eru fyrst og fremst mikill sigur Kópavogsbúa sem ilykktu sér að baki Rannveigar Guðmunds- dóttur. Hið mikla fylgi Rannveigar í Kópavogi, langt umfram kjörfylgi flokksins í síðustu kosningum, er tilkomið að miklu leyti sökum þess að bæjarbúar vildu tryggja sinn eina þingmann í sessi fremur en að þeir væru að lýsa sérstöku vantrausti á Guð- mund Árna. Prófkjör Alþýðuflokksins var opið öllum og þátttakan í því sló öll met en alls tóku tæplega 8.800 manns þátt í því. Á sum- um stöðum var þátttakan með ólíkindum eins og Grindvík þar sem helmingur atkvæðisbærra manna tók þátt. Spurningin sem vaknar er hvort þetta mikla fylgi muni skila sér í næstu kosningum. Reynslan sýnir að svo muni ekki vera. Á undanförnum árum þar sem þátttaka hefur verið mikil í opn- um prófkjörum hefur komið í ljós að í kosningum sem á eftir fylgdu skilaði þetta fylgi sér alls ekki til viðkomandi flokks og skiptir ekki máli um hvaða flokk hefur verið að ræða. Það má leiða töluverðar líkur að því að ef prófkjörið hefði einungis verið opið fyrir llokksbundna Alþýðuflokksmenn væri Guðmundur Árni í fyrsta sæti listans en ekki Rannveig Guð- mundsdóttir. Til stuðnings þessu sjónarmiði má benda á að þátt- takan í Hafnarfirði var í samræmi við kjörfylgi flokksins í síð- ustu kosningum öfugt við það sem var upp á teningnum í öðr- um stórum bæjarfélögum í kjördæminu. . Það er hinsvegar spurning hvort slíkt hefði verið flokknum til framdráttar eða ekki í komandi kosningum. Friðrik Indriðason Hafnarfjörður eins og bærinn leit út árið 1910 þegar spáð var í spilin að einni öld liðinni. Hafnarfjörður árið 2010 Konur mestmegn- is í bæjarstjórn en karlmennirn- ir elda grautinn Litið í spádóma þriggja Hafnfirðinga frá árinu 1910 um hvernig bærinn liti út að 100 árum liðnum Þrír Hafnfirðingar voru beðnir árið 1910 um að lialda fimm mín- útna ræðu hver á ungmennafélags- skemmtun í bænum og lýsa því hvernig þeir sæju Hafnarfjörð að 100 árum liðnuni. Þessir menn voru um margt sannspáir en einnig var margt fjarri lagi. Þannig kom fram hjá Sigurgeiri Gíslasyni verkstjóra að eftir hund- rað ár gætu menn talað milli bæja með þráðlausu áhaldi og sá Sigur- geir þannig símann fyrir. En hann taldi jafnframt að á þessum tíma yrðu konur mcstincgnis í bæjar- stjórn en karlmennirnir elduðu grautinn. Þeir tveir aðrir sem spáðu í fram- tíðina 1910 voru Guðmundur Hjalta- son kennari og Jón Jónasson skóla- stjóri. Guðmundur kom með draum- spá um jurtarækt í Hafnarfirði og taldi m.a. að hraunið fyrir vestan og norðan bæinn yrði orðið að fegursta skóglendi. Og Jón taldi m.a. að búið yrði að byggja hafskipaklöpp um- hverfis allan fjörðinn. Þann 28. janúar 1910 hóf nýtt blað göngu sína í Hafnarfirði. Nefndist það Skuggsjá og voru útgefendur þess prentaramir Jón Helgason og Karl H. Bjarnason. Skuggsjá lifði ekki lengi og kom síðasta blað þess út þann 10. maí sama ár. I 7. tölublaði Skuggsjár er greint frá skemmtun sem U.M.F. Seytjándi júní hélt í bænum. Á þessari skemmt- un voru þrír kunnir borgarar beðnir um að halda ftmm mínútna ræðu og Heyflekk snúið á Undirhamarstúninu á áruni fyrra heimsstríðsins. Á myndinni eru þeir Jón Guðmundsson í Hlíð, Jónas Böðvarsson og Þórarinn Böðvarsson.

x

Fjarðarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjarðarpósturinn
https://timarit.is/publication/945

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.