Fjarðarpósturinn


Fjarðarpósturinn - 26.01.1995, Blaðsíða 5

Fjarðarpósturinn - 26.01.1995, Blaðsíða 5
FJARÐARPÓSTURINN 5 lýsa Hafnarfirði eins og bærinn myndi líta út að 100 árum liðnum. Hér á eftir fara spádómamir eins og þeir voru birtir í Skuggsjá. Guðmundur Hjaltason “Draumspá um jurtarækt í Hafnar- firði að 100 árum liðnum. Þá verður fallegt að líta yfir landið við Hafnar- fjörð. Hjá öllum íveruhúsum þar verður kominn stærri og minni skrúð- jurtagarður. I görðum þeim eru þá runnar eða hríslur af reyni, birki, gul- víði, lævirkjatré, furu og greni og öðrum trjám sem nú vaxa hvergi að ráði nema suður á Eldlandi. Þá verð- ur líka fullt af rifsberjarunnum og eplatrjám sem þá er búið að land- benja og kynbæta svo að góðan ávöxt beri. Þar verða einnig komnir margir reitir af skrúðblómum. í þeim eru nú fyrst og fremst íslensk skrúðblóm svo sem eyrarrósin, jöklasóleyjan og ljós- berinn. Er þá búið að útvelja og kynbæta þau svo að þau eru orðin miklu stærri og fegri en þau eru nú. Þar eru líka mörg útlend skrúðblóm, sum sunnan frá Eldlandi og syðstu háfjöllum Suð- ur-Ameríku. Er líka búið að íslenzka þau eftir þörfum. Hraunið allt fyrir vestan og norðan bæinn er orðið að fegursta skóglendi. Gróa þar sömu tré og í skrúðgörðum en þau eru í miklu stærri runnum. Inn- an um þá eru ótal smærri og stærri matjurtagarðar. I þeim gróa allskonar káljurtir, sem líka eru orðnar svo kyn- bættar, að rófur þeirra eru miklu nær- ingarmeiri en þær eru nú. Þar er líka sykurrófan svo bætt og íslenzkuð að hún framleiðir það mikinn sykur að margir fara að stofna sykurgerð- arsmiðjur. Og mörg önnur matjurtin, umbreytt og arðsöm, grær þar líka. 011 holtin og fellin næstu fyrir austan og sunnan bæinn, ásamt hraunbeltinu sem áin rennur hjá, eru orðin að túnum, skógi og matjurta- görðum. Eða þá ökrum. Því eitthvert kom verður þá búið að umbæta og ís- lenzka svo að það gróir hérlendis með góðum arði. Hæstu fellin verða líka algróin með einhverju. Alténd trjám og týtuberjalyngi. Því lyng þetta verður þá orðinn aðallynggróð- urinn í mörgum ef ekki öllum byggðahraunum vorum. Ein eða fleiri tegundir fáséðra merkisplanta, ef til vill einnig frá Eldlandi, gróa hingað og þangað innan um hitt. Vekja þær undrun allra jurtafræðinga. Já þá verður jurtafræðin í svo miklum metum að fólk les hana af sömu á- kefð og það les rómana nú. Og þá segja þeir: "Miklir skrælingjar voru forfeður vorir fyrir 100 árum. Þá litu þeir varla við grasafræði en voru eins og dauðadrukknir af lélegu róman- rusli.”” Sigurgeir Gíslason "Búið að byggja bæinn suður að Hvaleyri og vestur að Balakletti inn að Hraunholtslæk og upp að Set- bergi. Búið að setja aflvaka í Hraun- holtslæk til raflýsingar og upphitun- ar. Allir Víðistaðir með nærliggjandi hraunkrikum orðnir skógi vaxnir. Búið að rífa Linnetsfjósið og tæma safngryfjuna hjá Asbúð og gera Þor- lákstún að rennisléttri flöt. Byggja hafskipabryggju fram af Gesthúsa- klöppinni og dýpka höfnina. Enginn kúttari til með handfæri, allt eintóm gufu- og rafmagnsskip. Menn verða mikið til hættir að ganga en fljúga þess í stað í loftinu með flugvélum. Þá geta menn talað milli bæja með þráðlausu áhaldi er knýja má með afiinu í handleggnum. Konur mest- megnis í bæjarstjóm en karlmennirn- ir elda grautinn. Búið að byggja steinkirkju í Undirhamarstúninu og ef til vill aðra í Víðistöðum. Slétta mikið út hraunið og gera um það beinni vegi en nú eru. Þá verður Sig- urgeir líka dauður. Búið að veita Kaldá niður í Hafn- arfjörð. Þá þarf ekki að senda menn til þess að gæta að hvað um Kaldá verður. Húsið sem við erum nú í verður orðið það stórt að búið verður að lengja það vestur undir verksmiðj- una sem nú er. Rafmagnsvagnar ganga daglega milli Hafnaifjarðar og Reykjavíkur og verður þá oft í flutn- ingum rafmagn í þar til gerðum ílát- um en því hefur verið safnað í ljósa- stöðinni hér. Brennivín og aðrir áfengir drykkir þekkjast ekki nema af sögunni. And- leg menning hefur aukizt svo mikið að menn selja ekki sannfæringu sína fyrir einn málsverð.” Jón Jónasson “Eftir 100 ár verður búið að byggja hafskipaklöpp umhverfts all- an fjörðinn og geta þá hafskip lagzt að henni hvar sem þeim lízt og þeim hentugast. En fjöruna alla fyrir ofan klöppina verður búið að fylla upp og getur þar að líta stórhýsi í samfastri röð meðfram beinum, breiðum og steinlögðum götum. Hefur hraunið verið notað til þess að steypa þessa viðbót við bæjarstæðið, og hefur þá jafnframt verið svo tilhagað grjót- tökunni, að núverandi bæjarstæði og sá hluti hraunsins, sem þá verður byggður, hefur verið jafnaður og götur gerðar beinar og fagrar. Þá verða örfá timburhús í Hafnarftrði og öll hús verða þá hituð upp með jarðhita. Búið verður að “moka upp" Hval- eyrartjöm og gera að þurrkví handa hafskipum. Oll skip sem héðan ganga á fiskveiðar verða þá eign sjómannanna sjálfra, og engin verzl- un þrífst þá hér önnur en kaupfélags- verzlun, sem bæjarbúar einir eiga og innlendir menn veita forstöðu. Þá verður komið hér fyrir löngu stóreflis bókasafn og búið að byggja yfir það eitt af fegurstu stórhýsum borgarinnar, næst kirkjunni og skól- anum að skrauti. Verða allir lestrar- salir löngum fullir af lesandi fólki svo sem nú eru danssalir og sölu- búðir fullar af iðjulausum mönnum um hávetur. En búðarslórið með allri sinni spillingu verður þá löngu horf- ið. Bamaskólarnir verða þá kærustu óskabörn Hafnfirðinga og verða þá bæði margir og vel úr garði gerðir. Þar verður lögð alúð við að kenna leikfimi, íþróttir, smt'ðar, matartil- búning og annað það sem öllum er nauðsyn að kunna eigi síður en bók- leg fræði. Þá verða skólamir að- almatsölustaðir borgarinnar.” Viðskipta- og þjónustuskrá Hafnarfjarðar kemur út 1. mars n.k. Þeir aðilar sem hafa ekki þegar skráð sig hafi samband í síma 565 1745

x

Fjarðarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjarðarpósturinn
https://timarit.is/publication/945

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.