Fjarðarpósturinn


Fjarðarpósturinn - 29.06.1995, Blaðsíða 2

Fjarðarpósturinn - 29.06.1995, Blaðsíða 2
VÍKINGAPÓSTURINN - The Viking Post Dagskrá Fimmtu- dagur 29.júní 20.00 Norræna húsið: sýning á víkingaskartgripum og teikningum. Norræn samsýning á eftirlíking- um og afsteypum af fomum vík- ingaskartgripum. Kalevala frá Finnlandi, Kopismykker frá Dan- mörku og Guðbrandur Þorleifsson gullsmiður frá Islandi. Einnig verða til sýnis pólskar bamateikningar er gerðar voru í tilefni af alþjóðlegri víkingahátíð í Wolin í Póllandi sumarið 1993. Sýningin verður opin til 15. júlí. 20:15 - 21:45 Norræna húsið: fyrirlestrar á dönsku Geoffrey Bibby fyrrverandi deildarstjóri fomminjasafnsins í Moesgard í Danmörku fjallar um klæðnað, vopn og útbúnað karla á víkingaöld. Klæðnaður til sýnis. Bodii Poulsen sérfræðingur í fomum fatnaði og spilum fjailar um klæðnað og útbúnað kvenna á vík- ingaöld. Klæðnaður til sýnis. Miðviku- dagur 5. júlí. 20:00 - 22:00 Hafnarborg: fyr- irlestrar á ensku Jónas Kristjánsson prófessor og fyrrverandi forstöðumaður stofnun- ar Ama Magnússonar fjallar um Vínland hið góða. Sören Thirslund sérfræðingur í siglingatækni, Verslunar og sjó- minjasafninu f Kronborg í Dan- mörku fjallar um siglingafræði vík- inganna. Magnús Magnússon formaður Scottish Natural Heritage og vík- ingasérfræðingur fjallar um vegi víkinganna. Fimmtu- dagur 6. júlí 10:00 - 11:30 Víðistaðaskóli: fyrirlestrar á ensku Jónas Kristjánsson fjallar um . Vínland hið góða. Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson fomleifafræðingur hjá Þjóðminja- safni Islands fjallar um hverjir voru fyrstu víkingamir. Stig Jensen fomleifafræðingur og forstöðumaður fomminjasafns- ins í Ribe í Danmörku fjallar um víkinga og verslun. 14:30 - 15:45 Þingvellir: setn- ingarathöfn Hópreið og ganga víkinga niður Hópreið víkinga niður Almannagjá Rætt við Einar Bollason um hesta á Vík- ingahátíð Hinn kunni ferðamálafrömuður Einar Bollason mun leiða hópreið víkinga niður Almannagjá. Þáttur íshesta í Víkingahátíðinni er mikill. Þeir munu verða með um 70 hesta á hátíðinni, bæði í sam- bandi við opnunina, sýningar á Víðistaðatúni og síðast en ekki síst útreiðartúra fyrir almenning. Við hittum Einar Bollason fyrir nokkrum dögum og spurðum hann nokkurra spuminga um þátt Ishesta í Víkingahátíðinni. Einar sagði okkur að það mætti skipta þættý Ishesta í þrjá eða jafnvel fjóra hluti. I fyrsta lagi yrðu þeir með 70 hesta á Þingvöllum og munu 60-70 Víkingar ríða á þeim niður Almanna- gjá áður en setning Víkingahátíðinnar hefst. Verður það örugglega tilkomu- mikil sjón að sjá 600 manna hóp “Víkinga" í fullu skrúða ríða og ganga niður Almannagjá og til Þings og má segja að íslendingar, á öllu aidri, fá ekki annað eins tækifæri til að upplifa þá stemmingu sem verið hefur á Þing- völlum til foma þegar riðið var til Al- þingis. Einar sagði að þeir sem taka þátt í hópreiðinni muni mæta tveimur dög- um fyrir hátíðina til venjast reiðskjóta sínum og æfa saman hópreiðina. Ann- ars má segja að hluti af þessum mikla áhuga sem norrænir menn og konur hafa fengið á sögu og menningu vík- ingana til foma sé kominn frá áhuga þeirra á íslenska hestinum. Hestamir spila því mikið inn í slíkar víkingahá- tíðir. Eftir að setningarhátíðinni lýkur á Þingvöllum verða hestamir fluttir með bílum til Hafnarfjarðar og hefst þá annar hluti af þáttöku Ishesta, því á Fjöldi fyrir- lesara Fjöldi fræðimanna, íslenskra og erlendra, munu halda fyrir- lestra á hátíðinni. Þeirra á meðal er Magnús Magnússon hinn kunni sjónvarpsmaður frá Skotlandi. Hann hefur gert fjölda sjónvarpsþátta um víkinga- tímann og er því vel kunnur lífi forfeðra okkar. föstudag og laugardag verða þeir með tvær hestasýningar á dag og á sunnu- dag verður ein sýning. Auk þess verð- ur farið í hópreið á um 100 hrossum í gegnum Hafnarfjörð á sunnudeginum. Hestasýningamar verða á Víðistaða- túni. Þriðji þáttur Ishesta verður að gefa almenning kost á að fara i stuttan útreiðartúr og verður riðið frá Víð- staðaskóla og út á Alftanes. Er þama kjörið tækifæri fyrir fjölskyldur og starfsmannahópa til að fara í smá reið- túr á góðum hestum undir öruggri leiðsögn. Fjórði og síðasti þátturinn hefst að vísu ekki fyrr en eftir Víkn- ingahátíðina sjálfa, en þá fer nokkur hluti “Víkingana” í sex daga Víkinga- ferð með Ishestum. íshestar í Hafnarfirði 1 fyrra hófu íshestar samstarf við Elmu Cates um stuttar ferðir út frá Hafnarfirði. Þau hafa nú fengið að- stöðu við Astjörn, þaðan sem boðið er upp á 2ja tíma ferðir á hestum. Nú eru þau í samvinnu við Nátt- úruvemdarráð og bæjaryfirvöld að hefja dagsferðir frá Hafnarfirði til Krýsuvíkur og verður riðin gömul reiðleið. Þarna verður riðið um landslag, þar sem margar nátt- úruperlur er að finna. Menn þurfa ekki alltaf að fara langt til að sjá feg- urð landsins, það er oft rétt hinu meg- in við bæjarlækinn. Hér er því gott tækifæri fyrir einstaklinga, fjölskyld- ur og starfsmannahópa af Stór - Reykjavíkursvæðinu til að fara í skemmtilega dagsferð, á hestum, um sérstakt friðsælt landslag undir ör- uggri leiðsögn. Heimildarmynd gerð um hátíðina Danskri fjölskyldu verður fylgt eftir Agúst Guðmundsson kvikmyndagerðarmaður hef- ur verið ráðinn til að leikstýra 30 minútna langri heimildarmynd um víkingahátíðina. Það er fyrirtæk- ið Skyggna/Myndverk sem framleiðir myndina en ætlunin er að fylgja einni danskri víkingafjölskyldu eftir frá því hún leggur af stað frá Danmörku á hátíð- ina og þar til hátíðinni lýkur. Meðal þess sem kemur upp á hjá fjölskyldunni er hjónaband að víkingasið. Ágúst Guðmundsson segir að þótt þessi danska fjöl- skylda myndi ramman t' verkinu sé fyrst og fremst ætlun- in að gera víkingahátíðinni sjálfri og því sem þar verður að gerast sem best skil. “Það má þannig nefna að til að missa ekki af neinu verðum við með tvo kvikmynda- tökumenn á hátíðarsvæðinu þá daga sem hátíðin stend- ur,” segir Ágúst. Undirbúningur fyrir heimildamyndina stendur nú yfir og segir Ágúst að hann sé á fullu við að skipuleggja tök- ur á hátíðinni. Ágúst Guðmundsson hefur gert margar þekktar kvik- myndir en nú er ltann að vinna við uppsetningu á söng- ieik eftir sjáifan sig í Borgarleikhúsinu. Söngleikurinn fjallar um reykvískar ástir sem flækjast í sálförum aðal- leikenda. Söngleikur þessi verður frumsýndur í október. Almannagjá og niður á Vellina norðan við Öxarárfoss. 70 hross og 600 vík- ingar. Heiðursgestur: Vigdís Finnboga- dóttir. Ávörp: fulltrúi Landnáms, Magnús Magnússon, Jónas Kristjánsson og Geoffrey Bibby. Hestasýning 20:00 - 22:30 Norræna húsið: samkoma, fyrirléstrar, sýningar og tón- list. Fordrykkur og smáréttir í Norræna húsinu. Sören Gericke einn þekktasti kokkur Dana sér um matreiðsluna. Magnús Magnússon heldur fyrir- lestur um vegi víkinganna. Hrafn Gunnlaugsson fjallar um víkinga í kvikmyndum. Geoffrey Bibby sýnir klæðnað, vopn og útbúnað karla á víkingaöld. Bodil Poulsen sýnir klæðnað og út- búnað kvenna á vikingaöld og spil og leikföng þess tíma. Mogens Friis og Knud Albert Jen- sen dósentar við tónlistarháskólann í Árósum í Danmörku fjalla um og spila tóniist víkingaaidar. Föstu- dagur 7. júlí 9:30 - 11:30 Víðistaðaskóli: fyr- irlestrar á ensku. Wladyslaw Filipowiak prófessor og forstöðumaður þjóðminjasafnsins í Szczecin í Póllandi fjallar um Wolin víkinga og þræla. Jón Viðar Jónsson kennari við sagnfræðideild Oslóarháskóla í Nor- egi fjallar um þjóðfélagsskipan í Nor- egi og á íslandi um 900. Sören Thirslund fjallar um sigling- arfræði víkinganna. 13:00 - 18:00 Víðistaðatún: al- þjóðleg víkingahátíð I íþróttahúsi Víðistaðaskóla verður CAPi-mn Veislusalir - Veisluþjónusta Árshátíðir - Erfisdrykkjur Brúðkaup - Árgangaveislur v/Reykjanesbraut s. 555 4477 ÓDýRÍ-NirrMMAMNDI Tliailensl up mafsölustaSup ?ATTAV4 Restauranf - Pub Víkingaverð á öli Opið: 11 -3 um helgar, virka daga 11 -22 STRANDGÖTU 30 SÍMI S6S S661 Fjarðargötu 17 sími 565 5720

x

Fjarðarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjarðarpósturinn
https://timarit.is/publication/945

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.