Fjarðarpósturinn


Fjarðarpósturinn - 29.06.1995, Blaðsíða 2

Fjarðarpósturinn - 29.06.1995, Blaðsíða 2
Meðal íslendinga er Hafnar- fjörður, sem er þriðji stærsti kaup- staður landins, þekktur fyrir margt, talað er um bæinn í hraun- inu, útgerðarbæinn, handboltabæ- inn, álfabæinn, brandarabæinn, víkingabæinn og menningarbæinn svo nokkuð sé nefnt. En hvað er að sjá í þessum bæ, sem á lengsta samfellda sögu verslunar á íslandi og hvað er hægt að gera á t.d. einni dagstund í þessum fallega bæ. Við skulum aðeins líta á þetta og það kemur örugglega mörgum á óvart hversu margt er að skoða. Álfaskoðun Við skulum byrja á álfunum. Menn hafa lengi trúað því að í Hafn- arfjarðarhrauni búi álfar og huldufólk og er sérstaklega gaman fyrir fólk að fá sér gönguferð um fjörðinn og skoða heimkynni álfanna, en til þess þurfum við að fá okkur huliðsheima- kort, þar sem Erla Stefánsdóttir, sjá- andi, hefur skráð byggðir huliðsvætta sem hér búa á meðal okkar. Kortið fáum við í Upplýsingamiðstöð ferða- mála, Vesturgötu 8. Þá verður í sum- ar boðið upp á sérstakar álfaskoðun- arferðir um Hafnarfjörð í sumar. Menningarheimsókn Miklil gróska er í menningarlífi Hafnarfjarðar og er þar yfirleitt margir listviðburðir í gangi, bæði á tónlistarsviðinu sem og á myndlistar- sviðinu. Ef menn vilja skoða söfn þá er upplagt að byrja í Byggðasafninu við Vesturgötu, sem er hið eiginlega safnhús, en Byggðasafnið er á þrem stöðum, í húsi Bjama Sívertsen við Vesturgötu, í Smiðjunni við Strand- götu, þar sem settar eru upp sérsýn- ingar á vegum safnsins og í Siggubæ við Hellisgerði, sem er gamalt heim- ili alþýðufólks. Sjóminjasafnið, Vest- urgötu 8, við hliðina á Byggðasafn- inu má ekki sleppa og Póst og síma- minjasafnið, Austurgötu 11, er fróð- legt að skoða. Alþjóðlegi högg- myndagarðurinn á Víðistaðatúni er heimsóknarinnar virði, þar sem er að sjá nokkur listaverk sem erlendir þátttakendur í Listahátíðum Hafnar- fjarðar hafa gefið. Einnig er mikið af útilistaverkum vítt og breytt um bæ- inn. Um staðsetningu þeirra má fá upplýsingar í bækling sem Hafnar- fjarðarbær og Ferðmálanefnd bæjar- ins hafa nýverið gefið út. Að sjálfsögðu er Hafnarborg, lista og menningarmiðstöð Hafnarfjarðar, heimsótt í menningarferð eða ferð- um okkar. Þar er yfirleitt einhver menningarviðburður í gangi, enda Hafnarborg löngu orðin landsþekkt fyrir listviðburði sem þar hefur verið boðið upp á. Mikið er um önnur gall- ery og söfn sem verðugt er að skoða og yfirleitt eru með einhverjar uppá- komur eða sýningar. má þar nefna Háholt við Dalshraun, Vinnustofu Gests og Rúnu við Austurgötu, Gall- ery Klett við Helluhraun, Listhús 39, við Strandgötu, Undir Hamrinum við Strandgötu og alltaf er notalegt að líta inn í kirkjur bæjarins og njóta þar friðar og þeirra einstöku listaverka sem prýða kirkjumar, auk þess er aldrei að vita nema þar sé einhver tónlistarviðburður í gangi. Aður en lagt er af stað í skoðunarferð um söfn eða aðra menningarstaði, er sjálfsagt að koma við í Upplýsingamiðstöð ferðamála að Vesturgötu 8, til að fá upplýsingar um opnunartíma og það helsta sem er í gangi hverju sinni. Víkingablót Eina aðsetur “Víkinga” á Islandi, í dag, sem vitað er um, er Hafnarfjörð- ur, enda koma margir ferðamenn í sérstaka heimsókn til Hafnarfjarðar til að sitja Víkingaveislur eða Vík- ingablót, sem rómuð eru víða um lönd. Sífellt hærra hlutfall erlendra ferðamanna sem koma til Islands koma í Víkingablót í Hafnarfjörð. Hvað get ég gert í Hafnarfirði Það er því að verða einn af þessum föstu viðkomustöðum ferðamanna sem sækja Island heim. Það má því með sanni segja að Víkingablótin haft komið Hafnarfirði inn á kort ferðaþjónustunnar, sem að hefur síð- an orðið til þess að erlent sem innlent ferðaskrifstofufólk hefur uppgötvað að Hafnarfjörður hefur upp á margt fleira að bjóða sem ferðamenn hafa áhuga á að sjá og heyra. Það fer því vel á því að halda Víkingahátíð hér í Hafnarfirði. Víkingahátíð, þar sem nútíma fjölskyldan getur komið til að kynnast hluta af því lífi og menningu sem forfeður okkar lifðu. Þetta verð- ur örugglega einstakur viðburður sem enginn ætti að láta fram hjá sér fara. Hafnarfjarðarhöfn Þó að nútíma “Víkingar” komi flestir með flugi til landsins, þá komu þeir með skipum til foma. Það er því ekki úr vegi að skoða svolítið Hafn- arfjarðarhöfn, sem er önnur stærsta höfn landsins. Gaman er að ganga um höfnina á friðsælu kvöldi og njóta kyrðarinnar og skoða skipin. Hægt er flesta daga að sjá skip og báta af öllu stærðum og gerðum. Ekki er síður forvitnilegt að skoða lífið við höfnina að degi til þegar allt iðar af lífi, verið að skipa út fiski á erlenda markaði eða skipa upp verð- mætum úr hafinu. Og oft er hægt að hitta og gefa sig á tal við fróða menn sem geta frætt mann um ýmislegt frá sjómannsferli sínum eða um sjó- mannsstarfið almennt. íþróttir og dægradvöl hestamanna bæjarins. Hestaferðir allt frá 2ja tíma ferð til dagsferða eru skipulagðar út frá Hafnarfirði og eru þá hestar miðaðir við hvort fólk er vannt eður ei. Bátsferðir eru starf- ræktar og er hægt að fara í sjóstanga- veiði út á flóa, einnig er hægt að komast í vatnaveiði í Kleifarvatn, Djúpavatn, Hlíðarvatn og Hvaleyrar- vatn. Auðvitað geta þeir sem hafa áhuga á golfi lagt leið sína útá Hval- eyri og ef fólk er ekki með golfsettið með sér þá er hægt að leigja sér sett. Golfvöllurinn á Hvaleyrinni er skemmtilegur 18 hölu völlur. Ekki má gleyma sundlaugunum, gömlu góðu Sundhöll Hafnarfjarðar, inni- laug með heitum pottum úti og svo Suðurbæjarlauginni, útilaug með heitum pottum og rennibraut fyrir bömin. Það er því úr nógu að velja þó ekki sé allt upp taiið hér. 011 þessi dægradvöl er upplögð fyrir fjölskyld- una, hvort sem það er sundlaugar- ferð, útreiðartúr, reiðhjólaferð eða veiðiferð, en til að njóta þess sem allra best, er öllum ráðlagt að fara fyrst á Upplýsingamiðstöð ferðamála og fá sem allra bestu upplýsingar um verð og hvemig á að bera sig að, til að fá sem mesta ánægju út úr því sem fjölskyldan ætlar að gera. Veitingahúsamenning Mikið er af góðum veitingastöðum í Hafnarfirði og það skemmtilega við það er, að flestir em með einhverja sérstöðu. Hér apa ekki hver upp eftir öðmm, heldur hefur hver staður sinn stíl. Hér er hægt að finna matsölu- staði með allt frá frábærum, heimilis- legum “mömmu”réttum, upp í dýr- indis veislumat bomum fram á marg- víslegan máta. Hér er líka að finna skemmtileg og góð kaffihús, þar á meðal eitt sem flytur inn og brennir sjálft sitt kafft, það eina sinnar teg- undar á Norðurlöndum. Hér eru pizzastaðir, austurlenskir staðir og skyndibitastaðir. Nokkrir staðir bjóða upp á lifandi músik, aðallega um helgar. Það ætti að vera auðvelt fyrir fólk að finna sér kaffihús, eða mat- sölustað sem hæfir smekk og budd- unni. Þægilegum fjölskyldustað, rómantískum stað fyrir elskendur, eða fjörugan stað fyrir þá sem vilja líf og fjör. Verslun og þjónusta Hafnarfjörður er með lengstu sam- felldu sögu verslunarstaða á Islandi. Þó hefur verslun oft átt erfitt upp- dráttar hér vegna nálægðar við Reykjavík. Þetta virðist þó í seinni tíð vera að breytast nokkuð og hefur verslun og margs konar þjónusta aukist í Hafnarfirði. Hér em margar góðar verslanir og stórar verslanir í Reykjavík og Kópavogi hafa sett upp útibú hér. Virðist átakið “verslum í heimabyggð" hafa skilað nokkrum árangri. Hér er hægt að finna allt frá Þó að Hafnarfjörður sé oft kallað- ur handboltabær, þá standa hafnfirsk- ir íþróttamenn í öðrum greinum jþrótta sig mjög vel og eru í framar- lega í frjálsum íþróttum, sundi, fim- leikum, knattspymu, körfuknattleik og golfi. Það er því mikið íþróttalíf í Hafnarfirði og fáa daga sem ekki er eitthvað að gerast og ef fólk vill sjá hvað er að gerast þá er upplagt að líta við í Kaplakrika, upp að Asvöllum, eða út á golfvöll. Ef ekki er keppni, þá eru þar örugglega einhverjir að æfa og þá stundum hægt að fá að vera með. Einnig er hægt að finna sér ýmislegt til dægradvalar í Hafnar- firði. Gönguferðir em skipulagðar um bæinn og nágrenni hans síðasta sunnudag hvers mánaðar, hægt er að leigja sér hjól til að hjóla að vild um bæinn eða nágrenni eða þá að fara í skiplagðar styttri eða skemmri hjóla- ferðir undir leiðsögn. Einnig er hægt að leigja sér bílaleigubíl til að ferðast um, eða þá að fá sér leigubíl. Fáir em eins fróðir um bæinn og bæjarlífið og leigubílstjórar bæjarins. Miklil gróska er í hestamennsku í Hafnarfirði og em 1000 hross í eigu Kyrrð í kvöldsólinni. Sjóminjasafnið er vinsæll viðkomustaður. gömlum verslunum kaupmannsins á hominu upp í stórmarkaði og versl- unarmiðstöðvar. Fólk úr nágranna- byggðum kemur talsvert og verslar hér og virðist Iíka vel, enda hafa hafnfirskar verslanir oft verið með lægsta verð á vörum í skoðunarkönn- unum. Alla þjónustu er að finna og iðnaður virðist vera á uppleið. Gisti- rými hefur aukist hér á síðari árum. Enn er þó ekkert hótel í bænum, en góð gistiheimili, heimagisting og far- fuglaheimili. Þá er rekið ágætis tjald- svæði á Víðistaðatúni. Merkir staðir Á leið um Hafnarfjörð er rétt að veita athygli nokkrum merkum stöð- um sem á vegi okkar verða. Rétt er að byrja á Vitanum, sem er tákn Bæj- arins. Vitinn sem stendur við Vita- stíg er ekki lengur notaður, en er tákn bæjarins og gamla tímans. Víðistaða- tún og Hellisgerði eru jarðsöguleg fyrirbrigði, Víðistaðatún sem hraun- laus vin, útivistarsvæði og tjaldsvæði og Hellisgerði sem er skrúðgarður og

x

Fjarðarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjarðarpósturinn
https://timarit.is/publication/945

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.