Fjarðarpósturinn


Fjarðarpósturinn - 13.07.1995, Blaðsíða 8

Fjarðarpósturinn - 13.07.1995, Blaðsíða 8
virka daga 9:00 - 22:00 helgar 10:00 - 20:00 Framköllun á frá kr. 690,- FILMUJR & FRAMK#* LLUN 4l ■■■■■■ Mi&bæ - s. 565 4120 Fjölmenn- asta dorg- keppni landsins Rfflega 400 krakk- ar tóku þátt Hér hefur eitt „hollið“ náð í flsk og má ekki á milli veiddi fiskinn eða félagi hans. Þessi dorgkeppni hefur verið árlegur viðburður hjá ÆTH undanfarin sumur og í fyrra tóku 150 börn þátt. Færi, beita og leiðbeiningar fengust á staðnum og verðlaun voru veitt fyrir flesta ftsk og þann stærs- ta. Styrktaraðili var Veiðibúð Lalla í Bæjar- hrauni. Það var Viggó L. Guð- mundsson sem hlaut ver.ðlaun sem aflakóngur með 26 fiska en hann er á íþrótta- og leikjanám- skeiði í Öldutúni. Næst- ur honum með 19 fiska var Davíð Bjömsson og í þriðja sæti með 13 fiska varð Jón Jónsson. Stærsta fiskinn, tæpt pund, veiddi Ingvar frá sjá hvor er ánægðari, sá sem fþrótta- og leikjanám- skeiðinu Hvaleyrarholti. Ríflega 400 krakkar á aldrinum 6 til 12 ára tóku þátt í dorgkeppni Æskulýðs- og tómstundaráðs Hafnarfjarðar á þriðjudag við Flensborgarbryggju og er þetta því fjölmennasta dorgkeppni landsins. Margir glúmir fiskimenn reynd- ust í þessum hóp en sá sem vann keppnina veiddi 26 ftska á hálfum öðrum tíma. Að mörgu þarf að huga við dorgið og einbeitingin leyndi sér ekki í svip margra sem þátt tóku. Atvinnuleysi jókst Atvinnuleysi færðist í aukana í júnímánuði í Hafnarfirði hvort sem miðað er við sama tíma í fyrra eða mánuðinn á undan. Þannig voru 443 einstaklingar á atvinnuleysisskrá í lok júní á móti 378 á sama tíma í fyrra og 413 í maímánuði. Nokkuð jöfn skipting er á milli kynja í þess- um tölum. Ef skoðaðar eru tölur um skipt- ingu fólk milli starfsgreina kemur í ljós að atvinnuleysi er mest með- al verkafólks eða 234 einstakling- ar, 108 karlar og 126 konur. Næst kemur verslunarfólk en af því voru 135 á atvinnuleysisskrá, þar af 107 konur. Samkvæmt upplýsingum frá Vinnumiðlun Hafnarfjarðar liggur munurinn í auknu atvinnuleysi nú Rætt um sálfræðiþjónustu í leik- skólum Hafnarfjarðar Brýn þörf á að- stoð við 20-25 leikskólabörn Á fundi leikskólanefndar Hafn- arfjarðar fyrr í sumar var rætt um nauðsyn sálfræðiþjónustu í leik- skólum bæjarins. Heiðrún Sverris- dóttir kynnti nefndinni stöðu mála en talin er brýn þörf á þessari að- stoð við 20-25 Ieikskólabörn. I framhaldi af umræðum um málið var tillaga lögð fram og samþykkt samhljóð en hún kveður á um að málið verði leyst hið fyrsta. Tillagan hljóðar svo: “Komið hef- ur í ljós eftir viðræður við ráðgjafa- fóstru á leikskóladeild skólaskrif- stofu Hafnarfjarðar að brýn þörf er fyrir sálfræðiaðstoð fyrir um 20-25 leikskólabörn. Nú liggur fyrir að grunnskólinn flyst frá ríki til sveitar- félaga 1. ágúst 1996. Þar með ráð- gjafar-og sálfræðiþjónusta við grunnskólanemendur. Leikskóla- nefndin leggur því til að stofnuð verði ráðgjafar- og sálfræðideild inn- an skólaskrifstofu sem komi til með að sinna bæði leik- og grunnskóla. Þangað til að af stofnun slíkrar deild- ar verður, leggur nefndin til að ráð- inn verði sálfræðingur í 25% starf frá og með 1. september 1995 og muni hann sinna brýnustu þörfmni út í leikskólum og vinni í nánu samstarfi við Félagsmálastofnun Hafnarfjarðar og skólaskrifstofu. Þar til að ráðn- ingu getur orðið leggjum við til að málum verði vísað til Félagsmála- stofnunnar.” Bæjaryfirvöld eru með málið til athugunar. Prisma og Prentbær hefja samstarf Öll starfsemin verð- ur í Bæjarhrauni Prentsmiðjurnar Prisma og Prentbær hafa gert með sér sam- í júní miðað við júní í fyrra einkum af því að færri eru nú í atvinnuátaks- verkefnum. Og samkvæmt upplýsingum frá Vinnumiðlun skólafólks voru 94 einstaklingar á aldrinum 17-20 ára þar á skrá í lok júní. starfssanming til nokkurra ára og í framhaldi af því mun Prentbær flytja vélar sínar upp í Bæjar- hraun 22 þar sem Prisrna er og verður öll starfsemi beggja í því húsnæði. Ólafur Sverrisson annar fram- kvæmdastjóra Prisma segir að sam- starfssamningurinn kveði á um að Prisma sjái um alla forvinnu og tölvuvinnu en Prentbær um alla prentun. Eftir sem áður verða fyrir- tækin rekin áfram sjálfstætt enda um samstarf en ekki samrun að ræða. Prisma mun flytja með skrifstofur sínar og forvinnsluna upp á aðra hæð núverandi húsnæðis síns en Prentbær fær aðstöðu á neðri hæðinni. Skótferslun Miðbæ, sími 565 4960 EMMMMN Miðbæ, sxmi 565 4960

x

Fjarðarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjarðarpósturinn
https://timarit.is/publication/945

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.