Fjarðarpósturinn


Fjarðarpósturinn - 19.10.1995, Blaðsíða 4

Fjarðarpósturinn - 19.10.1995, Blaðsíða 4
4 FJARÐARPÓSTURINN Útgefandi:FJARÐARPÓSTURINN hf. Bæjarhraun 16, 220 Hafnar- fjörður. Símar, ritstjóm 5(35 1945,auglýsingar 565 1745, símbréf 565 0835. Framkvæmdastjóri: Óli Jón Ólason, ritstjóri: Friðrik Indriðason hs.555-2355, íþróttir og heilsa: Bjöm Pétursson, innheimta og dreifing: Steinunn Hansdóttir, umbrot: Fjarðarpósturinn, prentun: Borgarprent. Hverju er verið að bjarga? Nú liggur á borðinu samningur um yfirtöku bæjarsjóðs á hótelturninum í Miðbæ Hafnarfjarðar hf ásamt kaupum á bílakjallaranum undir húsinu. Þennan samning átti að af- greiða í bæjarráði í síðustu viku en málinu var frestað þar til í dag, fimmtudag. Miklar umræður hafa átt sér stað í bæjar- félaginu um málsmeðferð meirihluta bæjarstjórnar í þessu máli enda ljóst að þótt upphaflega hafi verið lagt af stað í málinu til að tryggja hagsmuni bæjarsjóðs er slíkt ekki gert með þessum samning. Sýnt hefur verið fram á að hagsmun- ir bæjarsjóðs eru tryggir hvemig sem fer með rekstur Mið- bæjar hf og að ætla að leggja yfir 300 milljónir kr. í dæmið er e.ins og að kasta peningum út um gluggann. Með þessum samningi er ekki verið að bjarga bæjarsjóði úr vandræðum heldur örfáum einstaklingum á kostnað bæj- arbúa sem endanlega borga brúsann með skattpeningum sín- um. Af einhverjum ástæðum telja bæjaryfirvöld að bæjarbú- ar sjái ekki í gegnum þennan leik sem leikinn hefur verið undanfamar vikur og er það alvarlegt mál. Það er staðreynd að samkvæmt áliti bæjarlögmanns er með öllu ónauðsynlegt fyrir bæjarsjóð að kaupa bílakjallar- ann því bæjarfélagið hefur óheftan og ótakmarkaðan aðgang að bílakjallaranum samkvæmt samningi þar um. Það er staðreynd að einnig er ónauðsynlegt fyrir bæjarsjóð að yfirtaka hóteltuminn því bæjarsjóður mun eignast turninn ef til gjaldþrots Miðbæjar hf kemur. Og raunar hefur verið sýnt fram á það með dæmum að bæjarsjóður gæti sparað sér 40-45 milljónir kr. með skuldbreytingum á lánum vegna tumsins ef til gjaldþrots kemur. Og það er staðreynd að ekki lá fyrir ákvörðun frá hendi SÍF um að flytja í hóteltuminn þegar leggja átti samninginn fyrir bæjarráð en Ingvar Viktorsson bæjarstjóri sagði fyrir nokkrum vikum að slíkt væri „algert skilyrði" fyrir því að bæjarsjóður yfirtæki hóteltuminn. í Fjarðarpóstinum í dag er viðtal við Róbert Agnarsson aðstoðarframkvæmdastjóra SÍF þar sem fram kemur að SIF hefur enn ekki tekið ákvörðun í málinu af eða á. Annað sem vakið hefur töluverða furðu í þessu máli er all- ur sá trúnaður sem verið hefur á samskiptum bæjaryfirvalda og eigenda Miðbæjar hf frá upphafi í þessu máli. Þannig hafa bæjarfulltrúar ekki einu sinni fengið að sjá ársreikinga Miðbæjar hf en eiga samt að leggja mat á hvort einhver skynsemi sé í því að fara þá leið sem meirihlutinn leggur nú til. Bæjaryfirvöld í Hafnarfirði hafa nú þegar stutt við bygg- ingu Miðbæjar hf. með gífurlegum fjárútlátum úr sameigin- legum sjóðum bæjarbúa. Það er komið mál til að þessum fjáraustri linni enda hefur bæjarsjóður nóg annað við fjár- muni sína að gera en nota þá til að létt róður nokkurra ein- staklinga á kostnað heildarinnar. Friðrik Indriðason “Verslunarmiðstöðin Miðbær er ekki það sama og bygginga- félagið Miðbær h.f.“ -segir Valgeir Magnússon framkvæmdastjóri Valgeir Magnússon, framkv.stj. verslunarmiðstöðvarinnar Miðbæ. í næsta mánuði er ár frá því verslunarmiðstöðin Miðbær opnaði í húsi því sem byggingafélagið Mið- bær h.f. hafði byggt við Fjarðar- götu. Til að forvitnast aðeins um rekstur verslunarmiðstöðvarinnar, tókum við framkvæmdastjóra hennar, Valgeir Magnússon, tali, en Valgeir tók við framkvæmdastjóra- starfinu hinn 1. júní s.l. „Það sem hefur gert okkur lífið hvað erfiðast er að fólk ruglar alltaf saman Miðbæ h.f., sem er bygginga- félagið sem byggði húsið og verslun- armiðstöðinni Miðbæ. Þetta eru al- gjörlega ótengd fyrirbæri," segir Val- geir. „Eg er viss um að það hefur auk- ið umræðuna um þessa fjárhagsörð- ugleika Miðbæjar h.f. að fólk tengir þá verslunarmiðstöðinni Miðbæ. Það hafa mörg stórfyrirtæki farið á haus- inn og það hefur aðeins verið skrifað og rætt manna á meðai um þau gjald- þrot í nokkra daga eða vikur. Það er svo auðvelt hjá fólki að rugla þessu og tengja þetta saman.“ Valgeir verð- ur hugsandi um stund og bætir svo við „Já, þama er verið að hengja bak- ara fyrir smið og það hefur komið niður á verslununum í Miðbæ.“ Það fer ekki á milli mála að þama talar maður sem hefur ákveðnar skoð- anir á hlutunum og hefur velt þessu fyrir sér. Valgeir segir hins vegar að verslunin í Miðbæ sé á uppleið, sum- arið hafi verið gott og hann segist spá því að þau tómu pláss sem enn séu fyrir hendi verði öll komin í notkun á þessu ári. „Það er spenningur fyrir verslunarmiðstöðinni í dag og þó að ég sjái ekki um að leigja það húsnæði sem er ekki í notkun, þá er mikið hringt í mig og spurt um laus pláss, sem ég vísa til eigenda plássanna, en ég veit að nokkrir aðilar eru í starthol- unum,“ segir Valgeir. Þegar ég spyr Valgeir hvað honum finnist um björg- unaraðgerðir bæjarins á Miðbæ h.f., þá segir hann að persónulega finnist honum að bærinn eigi ekki að koma nálægt þessu og hann sjái ekki að bærinn bjargi málinu með þessum að- gerðum. Það hefði verið annað ef bærinn hefði yfirtekið allan eignar- hluta Miðbæjar h.f. í húsinu og bær- inn hefði þá getað selt eða leigt þetta húsnæði, eða flutt í það einhverja starfsemi sína. Fyrir verslunarmið- stöðina Miðbæ skipti það ekki máli hvort Miðbær h.f. fer á hausinn eða einhver bjargar honum frá því, versl- unarmiðstöðin verði þarna áfram. Hún sé komin til að vera. Hins vegar sé talsvert af fólki sem láti það koma niður á verslunum, hvað það er ósátt við þessar aðgerðir bæjarins, vilji ekki koma inn fyrir dyr í verslunar- miðstöðinni vegna þessara björgunar- aðgerða bæjarins. Þama sé, eins og Valgeir sagði hér að framan, einfald- lega verið að rugla saman tveimur ólíkum fyrirtækjum, verslunarmið- stöð og byggingarfélagi. Valgeir segist trúa því að á næstu 2-3 árum muni þetta falla í gleymsku og jafnvei þeir sem voru hvað mest á móti byggingunni í byrjun verði orðnir fastir gestir í verslunarmið- stöðinni. Hver er maðurinn Á meðan ég ræddi við Valgeir jókst forvitni mín um þennan unga skel- egga mann. Hver er hann þessi kraft- mikli maður, sem nú er framkvæmda- stjóri verslunarmiðstöðvarinnar Mið- bær. Og Valgeir segir mér að hann sé stúdent frá Verslunarskóla Islands, þaðan lá leiðin í Háskóla íslands þar sem hann lauk viðskiptafræði námi

x

Fjarðarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjarðarpósturinn
https://timarit.is/publication/945

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.