Fjarðarpósturinn


Fjarðarpósturinn - 19.10.1995, Blaðsíða 5

Fjarðarpósturinn - 19.10.1995, Blaðsíða 5
FJARÐARPÓSTURINN 5 1992. Að námi loknu fór hann að vinna við rekstrarráðgjöf, m.a. vann hann við atvinnumálaverkefni á Patreksfirði. Hann stofnaði síðan ásamt tveimur öðr- um H.V. ráðgjöf og unnu þeir mikið fyr- ir sveitarfélög m.a. vegna sameiningar sveitarfélaga á Suðurnesjum og á sunnaverðum Vestfjörðum. Hann var um tíma að vinna á Stöð tvö og Bylgj- unni, bæði að markaðsmálum og sem útvarpsmaður. Var t.d. með þátt á Bylgj- unni sem hét „Valli sport“ Þaðan lá leið- in til FM 957 þar sem hann vann að markaðsmálum. Um tíma var hann ein- nig framkvæmdastjóri Myndverk, sem er samband myndbandaleiga og mynd- bandaútgefenda. Jafnframt þessu hefur Valgeir rekið fyrirtækið Völustein, sem er heildsala og smásala á saumavélum og föndur- vörum. Völusteinn keypti svo í apríl s.l. verslunina Tómstund við Reykjavíkur- veg. Valgeir er fjölskyldumaður, kona hans er Silja Óskarsdóttir og eiga þau 2 börn Hildi Evu, 4ra ára og Gunnar Inga 2ja ára. Mikið framundan Talið berst aftur að verslunarmið- stöðinni Miðbæ og eins árs afmælinu. Valgeir segir að þeir hafi tekið upp þann sið að vera með eitthvert þema fyrstu helgi í hverjum mánuði þema eins og handboltadaga, útilífsdaga, skóladaga og næst verða vetrardagar. Eins árs af- mælið verður haldið hátíðlegt 24. og 25. nóvember þar verða tískusýningar, ung- ar stúlkur frá Fimleikafélaginu Björk munu sýna æfingar á dýnu og margt fleira verður skemmtilegt og fróðlegt á afmælishátíðinni. Síðan kemur desem- ber með ýmis konar uppákomum. Þegar við spyrjum Valgeir hvernig honum líki við þetta umfangsmikla starf, þá svarar hann, „Þetta er skemmtilegt og fjöl- breytt starf, starf sem er engin logn- molla. Maður verður að vera opinn fyr- ir öllum nýjungum og hafa auga fyrir því hvað dragi að viðskiptavini. Það er ánægjulegt hvað nágrannabyggðarnar sækja mikið hingað til að versla. Nokkrar verslanir hér í Miðbæ eru með það sérstakar og skemmtilegar vörur að fólk kemur alls staðar að til að versja og um leið verslar það hjá öðrum. Eg er t.d. viss um að ef borið væri saman hvað hver maður verslar mikið sem kemur inn í verslunarmiðstöðina hér og inn í Kringlunni í Reykjavík, þá verslar fólk meira hér. Það er sama þó allt sé fullt á göngunum i Kringlunni, þá eru ekki svo margir inn í verslunum. Marg- ir virðast fara í Kringluna til að sýna sig og sjá aðra, en hingað kemur fólk til að versla. Auðvitað vildi ég oft hafa fleira fólk hér, en ég hef trú á að það komi. Hafnfirðingar fara að kunna að meta þessa glæsilegu verslunarmiðstöð og fólk fer að hætta að rugla saman Miðbæ h.f. og verslunarmiðstöðinni Miðbæ,“ segir Valgeir að lokum. Það er búið að vera gaman að spjalla við þennan unga líflega framkvæmda- stjóra sem virðist fullur af hugmyndum Hlaut 15 mán- aða fangelsi Pilturinn sem ók á Sigurgeir Sig- urðsson og varð honum að bana í maí s.l. var á þriðjudag dæmdur í 15 mán- aða fangelsi í Héraðsdómi Reykjaness. Már Pétursson dómari segir m.a. í nið- urstöðu sinni að pilturinn hafi verið leiksoppur í fjölskyldu- og forræðis- deilu og einnig er tekið tillit til ungs aldurs hans. í dómnum eru málsatvik reifuð en pilt- urinn hafði gert Sigurgeir skráveifur áður en til fyrrgreinds atburðar kom. í dómn- um segir: „Að öllu þessu athuguðu verð- ur að telja sannað að frumverknaður ákærða, ákeyrslan, haft verið ásetnings- verk.“ í Fríkirkjusöfnuð- inum eru nú nær 2.700 manns í Fríkirkjusöfnuðinum í Hafn- arfirði eru nú nærri 2.700 manns og hefur safnaðarfólki fjölgað verulega síðustu árin. Lætur nærri að fjölgað hafi um 1000 manns á 12 árum, en það er meiri fjölgun en í flestum öðrum kirkjufélögum á landinu. Frí- kirkjusöfnuðurinn er lútherskur söfnuður og starfar því við hlið Þjóðkirkjunnar og á sama grund- velli. Söfnuðurinn er hins vegar sjálf- stæður í öllu því sem lýtur að stjórn og starfsháttum en fer þá um leið á mis við þann stuðning sem ríkis- valdið lætur Þjóðkirkjunni í té. Þeir sem eru í söfnuðinum greiða hins vegar sömu sóknargjöld og fólk í Þjóðkirkjunni og eru þetta einu tekjurnar sem kirkjan hefur, fyrir utan gjafir. Engu að síður hefur kirkjan alla tíð leitast við að halda uppi öflugu safnaðarstarfi og verð- ur hér sagt frá því helsta sem í boði er nú í vetur. Barnaguðsþjónustur Barnaguðsþjónustur eru í kirkj- unni alla sunnudaga kl. 11. Þær eru ætíð vel sóttar enda er mikið sung- ið og sagðar sögur, auk þess sem börnin læra bænir og biblíusögur. Það er einkar gleðilegt hve foreldr- ar hafa mætt í þessar stundir. Opið hús Á þriðjudögum kl. 17 er opið hús í safnaðarheimili kirkjunnar að Austurgötu 24, fyrir 8-10 ára böm. I þessum samverustundum er mikið föndrað, sagðar sögur, sungið og farið í leiki. Hverri stund lýkur svo með helgistund. Á fimmtudögum kl. 17 er opið hús í safnaðarheimilinu fyrir börn á aldrinum 10-12 ára. I þessum sam- verustundum er einnig fjölbreytt dagskrá við hæfi þessa aldurshóps. Barnakór kirkjunnar Barnakór kirkjunnar æfir tvisvar í viku, á mánudögum og miðviku- dögum kl. 16:10. Þetta starf er sér- staklega fyrir 10 ára böm og eldri. I vetur verður svo starfandi yngri deild (7-9 ára) og verða þeirra æf- ingar á mánudögum kl. 17:15- 18:00. Kirkjukór Kór kirkjunnar æfir öll miðviku- dagskvöld kl. 19:30. Kórinn er nú að hefja undirbúning fyrir helgihald aðventu og jóla og verður vandað VERSLUNAR- MIÐSTÖÐIN ÞÍN vel til þeirrar dagskrár. Kórinn er skipaður áhugasömu fólki en hins vegar vantar fleiri karlaraddir og eru þeir sem áhuga kunna að hafa beðnir að hafa samband við org- anista kirkjunnar. Fermingarstarf í vetur taka um 80 unglingar þátt í fermingarundirbúning kirkjunnar og er það langstærsti hópur sem hefur skráð sig til þátttöku og býsna stór hluti allra ungmenna á ferm- ingaraldri í Hafnarfirði. Hópurinn tók þátt í fermingarnámskeiði í Vatnaskógi nú í september og er áætlað að fara aðra slíka ferð í vor. Unglingastarf Það er opið hús fyrir unglinga öll sunnudagskvöld kl 20. Þetta starf er í safnaðarheimilinu og er leitast við að bjóða upp á fjölbreytta dagskrá. Heimsóknarþjónusta Safnaðarprestur og djákni kirkj- unnar vitja sjúkra og aldraða. Þeir sem óska eftir heimsókn eða vilja láta vita af einhverjum eru vinsam- legast beðnir að hafa samband við safnaðarprest. Kirkjudagur A sunnudaginn kemur 22. októ- ber er kirkjudagur safnaðarins. Við guðsþjónustu kl. 14 mun Sigríður Valdimarsdóttir djákni kirkjunnar predika og barnakórinn syngur ásamt kór kirkjunnar en stjþrnandi beggja kóra er Kristjana Ásgeirs- dóttir. Að lokinni guðsþjónustu verður svo hin veglega kaffisala Kvenfélagsins. Einar Eyjólfsson, prestur. Dekraðu við sjálfan þig og komdu í Ijós, nudd, gufu, eða trimform í rólegu og þægilegu umhverfi Tilboð: 15% afsláttur á morgunkortum kl. 10-15 Tilboð 1: Heilnudd og Ijós kr. 1.980.- Tilboð 2: Partanudd og Ijós kr. 1.280,- Opið virka daga kl 10 - 22. Laugardaga kl. 10 -18, sunnudaga kl. 12:30 -17:30 Haust Tilboð Hand og fótsnyrting Húðhreinsun Litun Vax á fætur Andlitsbað kr. 3.000.- kr. 1.500.- kr. 990.- kr. 1.500.- kr. 2.500.- Gerum við brotnar neglur CRó, os Snyrtistofa & snyrtivöruverslun ( Opiðkl. 10-18.30 Laugard. kl. 10-16 Engihjalla 8, sími 554 0744 Katrín Karlsdóttir snyrti-og fótafrœðingur ef þú kaupir dekk og felgur saman HJOLBARÐAVIÐGERÐIR - UMFELGUN - SANDBLASTUR NÝJAR OG NOTAÐAR FELGUR SANDBLASTUR-ZINKHUÐUN VIÐ REYKJANESBRAUTINA SÍIVII 564-1904 & 564-2046 HJOLBARÐAVERKSTÆÐI DALSHRAUNI 1, HAFNARFIRÐI SÍMI 565-5632 & 565-5636

x

Fjarðarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjarðarpósturinn
https://timarit.is/publication/945

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.