Fjarðarpósturinn


Fjarðarpósturinn - 30.05.2002, Blaðsíða 2

Fjarðarpósturinn - 30.05.2002, Blaðsíða 2
2 www.fjardarposturinn.is Fimmtudagur 30. maf 2002 Útgefandi: Keilir ehf. Fjaröarpósturinn, Bæjarhrauni 2, 220 Hafnarfirði Ritstjórn: 565 4513, 896 4613, ritstjorn@fjardarposturinn.is Ritstjóri og ábm.: Guðni Gíslason Auglýsingar: 565 3066, auglysingar@fjardarposturinn.is Umbrot: Hönnunarhúsið, umbrot@fjardarposturinn.is Prentun: Steinmark ehf. Dreifing: íslandspóstur www.fjardarposturinn.is Nú eru kosningar afstaðnar og línur skýrðust mjög hér í bæ. Samfylkingin náði óvænt öruggum meirihluta og fékk 23% fleiri atkvæði en Sjálfstæðisflokkurinn. Samt sem áður fékk Sjálfstæðisflokkurinn bestu kosningu í langan tíma. Að vísu var klofningsframboð út frá Sjálf- stæðisflokknum sem var ekki langt frá því að ná inn manni síðastog var fylgi þeirra samanlagt heldur meira en fylgi D-listans núna. Mikið er bollalagt um ástæður kosningaúrslitanna og sýnist hverj- um sitt. Greinilegt er að Þorsteinn Njálsson á heiðurinn af fylgis- hmni Framsóknarflokksins og léleg mæting hans á bæjarráðsfundi þar sem hann var í forystu og miklar umræður um kaup hans á gamla skátaheimilinu hafa valdið miklu um. Vinstir grænir áttu greinilega engan hljómgmnn og fáir þekktu til fólksins á listanum. Fannst mörgum stefna þeirra og áherslur mun meira eiga heima í Alþingiskosningum en í sveitarstjómarkosning- um. Sjálfir segja þeir að stefna þeirra hati verið samhljóma Sam- fylkingunni í mjög mörgum málum. Sjálfstæðisflokkurinn lagði allt undir í kosningabaráttunni og réð á síðustu mánuðum kynningargúrúinn Gunnar Stein Pálsson sem varð frægur fyrir að koma Ólafi Ragnari Grímssyni í forsetaem- bættið. Mikil áhersla var lögð á persónuna Magnús Gunnarsson og myndir vom birtar af afrekum meirihlutans. Fannst imörgum þar sjást meira af húsum en mannfólki. Sjálfstæðisflokkurinn toppaði kosningabaráttuna á réttum tíma og margt benti til þess að þeir uppskæm vel. I samtölum við sjálfstæðisfólk virðist koma fram skiptar skoðanir um Magnús Gunnarsson sen leiðtoga, sem einnig kom fram í próf- kjöri flokksins og geta menn velt því fyrir sér hvort það hefði kostað Sjálfstæðisflokkinn atkvæði. Reyndar sagði ágætur sjálfstæðis- maður við undirritaðann að þetta væri mjög góður árangur þar sem það væm ekki til fleiri sjálfstæðismenn í bænum! Góð flokksvinna virðist hafa skilað sér hjá Samfylkingunni og ef marka má fjölda þeirra sem vom á kosningavöku flokksins og aldursdreifingu þá má vera ljóst að ungliðahreyfmgin er sterk í Samfylkingunni. Gagnrýni þeirra á einkaframkvæmdarsamninga og skipulagsmál virðast líka hafa skilað árangri. Framundan em fjögur spennandi ár og Magnús Gunnarsson lofar harðri stjómarandstöðu sem er nauðsynlegt. Undirritaður hvetur þó bæjarfulltrúa að vinna saman enda engin hemja að fulltrúar minnihluta séu settir út í kuldann og ekki sanngjam gagnvart kjós- endum þeirra. Miklu skiptir hvemig gagnrýni er sett fram og hvemig meiri- hlutinn bregst við henni. Ritstjóri Fjarðarpóstins hefur ágæta reynslu af svona málum enda hefur verið sagt að Fjarðarpósturinn hafi átt þátt í að fella meirihlutann, eins fáránlegt og það nú. Við þá sem slíkt segja segi ég bara: Mikil er trú þín! Guðni Gíslason HUSAÞJONUSTA Skólplagnaviðgerðir • Rennuviðgerðir Þakmálun • Þakviðgerðir • Múrbrot Hellulagnir • Kjarnaborun • Steypusögun Gluggahreinsun • Garðsláttur • Garðhreinsun Gler- og innbrotstjón - Útkallsþjónusta 24 klst. Vanir menn - Viðurkennd þjónusta. Gerum tilboð að kostnaðarlausu. Þjónustumiðstöð: 822 3710, 565 3025 Sýning í Straumi framlengd Vegna mikillar aðsóknar á Ijósmyndasýninguna LIFIÐ I FÓKUS sem haldin er í Listamiðstöðinni Straumi, hefur verið ákveðið að framlengja hana um eina viku og verður hún opin núna um helg- ina og auk þess n.k. fimmtudag til sunnudags (sjómannadags). Sýningin er opin virka daga frá kl. 17-21, en um helgar ífá kl. 13-21. FÓKUS, félag áhugaljósmyndara, stendur ljósmyndasýningunni í tilefni 3ja ára afmæli félagsins. Aðgangur er ókeypis. Sellófon í hádeginu l.júní Nýr uppistandseinleikur, Sellófon, eftir Björk Jakobsdóttur, sem frumsýndur var í Hafnarfjarðarleikhúsinu í lok apríl má segja að sé kærkominn innsýn inn í líf nútímakonunnar af frábærum dómum og góðum viðtökum dæma, ekki bara gagnrýnenda, sem hafa einróma lofað sýninguna, heldur líka almennings. Akveðið hefur verið að bæta við einni sýningu á Sellófon í hádeginu þann 1 .júní með súpu og brauði. Sjávarmyndir Jóns Gunnarssonar - málverkasýning í Sjóminjasafninu Hafnarfirði Á sjómannadaginn, 2. júní, verður opnuð í Sjóminjasafni Islands sýning á verkum Jóns Gunnarssonar listmálara að Vesturgötu 8 í Hafnarfirði, kl. 13:00, þar sem viðfangsefnið er sjómennska og lífið við sjávarsfðuna. Sýningin verður opin til 1. júlí á opnunartíma safnsins, alla daga frá kl. 13-17. Frítt í Sjóminjasafnið Sjóminjasafn Islands verður opið frá kl. 13-17 á sjómannadaginn og er aðgangur ókeypis í tifefni dagsins eins og tíðkast hefur frá því safnið var opnað árið 1986. Leikin verða sjómannalög á harmóníku frá kl. 13 og gamlir fiskimenn dytta að veiðarfæmm. íbúasamtök Vesturbæjar Stofnfundur íbúasamtaka Vesturbæjar í Heilsuræktin Hress, Dalshrauni 11, salur 1 þriðjudagskvöld 4. júní kl. 20. Markmið samtakanna er að standa vörð um hagsmuni bæjarbúa. Emm við tilbúin að fá 2000 manna íbúahverfi á norðurbakkann? Stóraukin umferð, fjölgun skóla- og leikskólabama í hverfinu, umhverfis- áhrif á höfnina og útsýnisskerðing o.fl. Sýning á Blómaverkstæði Betu Rakel Sverrisdóttir sem fæddist árið 1973 í Hafnarfirði sýnir myndir á Blómaverkstæði Betu að Reykjavíkurvegi 60. Rakel er við nám í listaakadeíunni í Flórens og hefur sýnt síðan 1990. i SKOLASKRIFSTOFA HAFNARFJARÐAR Vorskóli Vorskóli fyrir börn fædd 1996 verður haldinn í grunnskólum Hafnarfjarðar dagana 5.-7. júní. Nemendur mæti sem hér segir þ. 5. júnf: Lækjarskóli Öldutúnsskóli Víðistaðaskóli Engidalsskóli Setbergsskóli Hvaleyrarskóli Áslandsskóli kl. 9:00 kl. 9:00 kl. 13:00 kl. 14:00 kl. 13:00 kl. 13:00 kl. 9:30 Fræðslustjórinn í Hafnarfirði r 99 Heilbrigðisnefnd: 2.2.4 Strandgata 55, Fjörukráin. Lagt fram bréf Stjórnsýslu- og fjármálasviðs Hafnarfjarðarbæjar dags. 23. apríl 2002, þar sem óskað er umsagnar á umsókn Jó- hannesar Viðars Bjarnasonar, sem sækir um áfengisveitingaleyfi fyrir Veitingahúsið Fjörukrána, að Strandgötu 55, Hafnarfirði. Jákvæð umsögn samþykkt með tilliti til svipmóts. 2.2.5 Trönuhraun 10, Billiardstofa Hafnarfjarðar. Lagt fram bréf Stjórnsýslu- og fjármálasviðs Hafnarfjarðarbæjar dags. 13. maí 2002, þar sem ósk- að er umsagnar á umsókn Sig- urðar Jóhannessonar, sem sækir um áfengisveitingaleyfi fyrir Billiardstofu Hafnarfjarðar, Trönu- hrauni 10, Hafnarfirði. Jákvæð umsögn samþykkt með tilliti til svipmóts. Menningarmálanefnd: 1. Drög að stefnumótun í menningarmálum. Kristinn Andersen, formaður menningarmálanefndar, lagði fram drög að menningarstefnu Hafnarfjarðarbæjar. Nefndarmenn fóru yfir tillögurnar og var ákveðið að Ijúka vinnu við stefnumótun á næsta og væntanlega jafnframt síðasta fundi nefndarinnar. 2. Bókasafnið í nýju húsnæði. Anna Sigríður Einarsdóttir, forstöðumaður Bókasafnsins, fór yfir nokkur atriði er varða rekstur safnsins ( nýju og stærra húsnæði. Hún lagði m.a. til að starfsmannafundir yrðu haldnir alla föstudagsmorgna frá 9-11 og að safnið væri lokað á þeim tíma. 3. Tónlistarkennsla. Lagt fram nefndarálit um tilhögun tónlistarkennslu í Hafnarfirði en menningarfulltrúi átti sæti í nefndinni. Álit þetta var formlega tekið fyrir í skólanefnd þann 13. maí sl. Minning Eiríkur Pálsson frá Öldu- hrygg og fv. bæjarstjóra fædd- ist 22. apríl 1911. Hann lést fimmtudaginn 16. maí sl. Nú er genginn um garða góður drengur af velli, hefur ‘ann huga björtum haldið fram eftir elli. Skáld var með skarti orða, skjótur til svara á vegi, frár var á fæti fömum ffam eftir ljósum degi. Söknum nú vinar að vonum, viljum þó gleðjast í sinni fyrst hann í sölum sólar situr nú glaðbeittur inni. Haukur Sigtryggsson

x

Fjarðarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjarðarpósturinn
https://timarit.is/publication/945

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.