Fjarðarpósturinn


Fjarðarpósturinn - 30.05.2002, Blaðsíða 3

Fjarðarpósturinn - 30.05.2002, Blaðsíða 3
Fimmtudagur 30. maí 2002 www.fjardarposturinn.is 3 Sjálfstæðisflokkurinn - áfram fyrir Hafnfirðinga Kristinn Andersen, formaður fulltrúaráðs sjálfstæðisfélaganna í Hafnarfirði: Það var ekki langt lið- fjármálastjórn bæj- ið á kosningavökur KLf arins og leitað vareftir Hafnfirðinga þegm' ljóst * ' j hugmyndum um að var að 4 ára forystuskeið ■ _ _ _ H glæða norðurbakka Sjálfstæðisflokks í hafnarinnar nýju Kfi, stjóm bæjaríns hafði ^ Æ svo aðeins séu tekin tekið enda. Þetta var HP » * reyndar sérkennilegt í ^ M ljósi þess að í þessum kosningum jókst fylgi Sjálf- stæðisflokksins enn frá þeim síðustu og er nú 40,6%, sem er mesta fylgi flokksins í Hafnar- firði um áratuga skeið. Síðast var fylgið 37,4% og þar áður 34,7%. Þótt Sjálfstæðisflokkurinn hafi þannig notið aukins trausts meðal kjósenda í þessum kosningum auðnaðist samstarfsflokknum, Framsóknarflokki, ekki að ná manni kjömum og þannig brugð- ust forsendur meirihlutans. Árangur Vinstri grænna var með eindæmum lélegur, eða 2,9% at- kvæða, og hlýtur að vera stuðn- ingsmönnum þess flokks alvar- legt áhyggjuefni í þessu þriðja fjölmennasta sveitarfélagi lands- ins. Niðurstaðan varð því sú að á sunnudagsmorgni vöknuðu Hafnfirðingar við nýjan vem- leika - samfylking Ossurar var tekin við meirihlutavöldum í bænum. Flautað af í hálfleik Sjálfstæðismenn kynntu sl. íjögur ár sem fyrri hálfleik í uppbyggingu og eflingu Hafnar- fjarðar. Fjórfalt meira var byggt af leikskólarýmum og skólum á þessu eina kjörtímabili en tíma- bilið þar á undan undir forystu jafnaðarmanna, en þeir höfðu reyndar farið með stjóm bæjarins nær samfleytt í tólf ár. A síðast- liðnum Ijórurn ámm vom íþrótta- miðstöðvar reistar, Bókasafn Hafnarfjarðar fékk loks nýtt hús- næði eftir áratuga bið, ný slökkvistöð höfuðborgarsvæðis- ins var tekin í notkun í Hafn- arfirði og þannig mætti áfram telja. Auk mannvirkjanna sjálfra var bryddað upp á nýjungum í Ijármögnun bygginga, starfsemi leikskóla, grunnskólastarfi, stór- felldar umbæmr vom gerðar á Æ örfá dæmi. Þannig * höfðu sjálfstæðismenn É? ^ þor til að hafa for- göngu um nýja hugsun í rekstri og uppbyggingu bæjarins. Nýi meirihlutinn hefur heitið Hafn- firðingum að snúa mörgum þess- ara mála aftur til baka á byrjunar- reit, segja upp samningum um kennslu skólabama og kaupa mannvirki á reikning bæjarbúa. Stuðningur við Sjálfstæðisfiokkinn Þótt meirihlutinn í bæjarstjóm hafi beðið lægri hlut með brott- falli Framsóknar hefur styrkur Sjálfstæðisflokksins í Hafnarfirði sjaldan verið meiri. Þetta kom skýrt í ljós þegar líða tók á kosn- ingabaráttuna og fram á kjördag. Það hleypti mönnum kapp í kinn að finna fyrir stuðningi þeirra fjölmörgu sem hvöttu frambjóð- endur Sjálfstæðisflokksins til dáða á lokaspretúnum og veittu þeim brautargengi - hvort heldur vom almennir kjósendur, nýir liðsmenn eða gamalreyndari sjálfstæðismenn í Hafnarfirði. Ollum kunnum við þeim inni- leg_ar þakkir. Áfram fyrir Hafnfirðinga Á nýju kjörtímabili munu fulltrúar Sjálfstæðisflokksins starfa í bæjarstjóm, eins og fyrr, að framgangi allra góðra mála fyrir Hafnarfjörð og veita nýjum meirihluta sanngjamt en traust aðhald. Og að ári liðnu reynir á styrk Sjálfstæðisflokksins þegar Hafnfirðingar velja fulltrúa á alþingi í nýju suðvesturkjör- dæmi. Ég býð stuðningsfólk okk- ar í Hafnarfirði velkomið til þátt- töku með okkur í starfi Sjálf- stæðisflokksins á komandi miss- emm. Vefslóð Sjálfstæðisflokksins í Hafnarfirði er www.xdhafnar- fjordur.is 1. júní er „Dagur íslenskra lúórasueíta Þetta er í fyrsta sinn sem þessi dagur en haldinn hátíðlegur á Islandi. Segja má að þetta sé eins konar marseríngarsýning lúðrasveita þar sem lúðrasveitimar verða í aðalhlutverki en við sem horfúm á og hlustum emm á gangstéttunum. Skrúðgangan hefst í Hljómskálagarði og gengið verðum Frí- kirkjuveg, Lækjargötu, Austurstræti og að Ingólfstorgi. Gangan hefst kl. 15 og tónleikar verða kl. 15.40 á Ingólfstorgi. Áætlað er að um 600 hljóðfæraleikarar taki þátt í göngunni, bæði skólalúðrasveitir af höfuðborgarsvæðinu svo og aðrar sveitir sem hafa starfað um árabil s.s. Svanurinn, Lúðra- sveit Reykjavíkur og Lúðrasveit Hafnar- fjarðar. Við viljum hvetja fólk til að mæta til að hlusta á íslenskar lúðrasveitir. Sölutjöld á 17. júní Þeir aðilar sem hafa áhuga á að hafa sölutjöld á 17. júní geta sótt um söluleyfi til Æskulýðs- og tómstundaráðs Hafnarfjarðar Strandgötu 33 (ingadora@hafnarfjordur.is). Söluleyfum er ekki úthlutað til einstaklinga. Leyfið gildir fyrir sölu á Víðistaðatúni og á torgi við Tónlistarskólann . Umsóknum ber að skila eigi síðar en 11. júní kl. 15.00. Klukkan 15.00 þann sama dag er aðilum boðið að vera viðstaddir á Strangötu 33 er dregið verður um staðsetningu sölutjalda. Þjóðhátíðarnefnd Siómanna- dagurinn skemmtidagskrá — kænuball — sjómanndagshóf Kl. 22:00 - KÆNUBALL húsið opnar kl. 22.00 Sunnudagurinn 2. júní Kl. 08:00 - Fánar dregnir að hún. Kl. 10:00 - Lúðrasveit Hafnarfjarðar leikur við Hrafnistu. Kl. 10:45 - Lagður blómsveigur að minnisvarða um horfna sjómenn sem er staðsettur framan við Víðistaðakirkju. Kl. 11:00 - Sjómannamessa í Víðistaðakirkju, prestur Sr. Bragi Ingibergsson. Kl. 13:00 - Skemmtisigling fyrir böm, farið verður frá suðurhöfninni. Kl. 13:00 - Opið hús hjá Siglingaklúbbnum Þyt, starfsemi klúbbsins kynnt boðið verður upp á siglingar á skútum klúbbsins frá flotbryggunni, Björgunarsveit Hafnarfjarðar sér um öryggisgæslu. Kl. 14:00 - Hátíðardagskrá sjómannadagsins sett á svæðinu fyrir framan Fiskmarkaðinn. Lúðrasveit Hafnarfjarðar leikur Flutt veröa ávörp: Fulltrúi S.V.D.K. Hraunprýði. Fulltrúi sjómanna. Fulltrúi Hafnarfjarðarhafnar. Heiðrun aldraða sjómanna. Björgunarsýning • Þyrluflug • Listfiug Björn Thoroddsen • Kappróður o.m.fi. Rauðhetta frá Hafnarfjarðarleikhúsinu kemur í heimsókn ásanit ömmunni. Sjóminjasafn íslands verður opið frá kl. 13:00 -17:00, aðgangur ókeypis. Leikið verður á liarmoniku og aldraðir sjómenn sýna gömul handbrögð. Opnuð verður sýning á sjávarmyndum eftirjón Gunnarsason. Kl. 20:00 Sjómannadagshóf í Skútunni, Hólshrauni 3 Hófið hefst með borðhaldi kl. 20:00. Veislustjóri: Gunnar Rafn Sigurbjömsson. Húsið opnað kl. 19:00. Stefán Karl Stefánsson, gamanmál • Hljómsveit Birgis Gunnlaugssonar. Miða- og borðapantanir hjá Sjómannafélagi Hafnarfjarðar, sími 555 0248.

x

Fjarðarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjarðarpósturinn
https://timarit.is/publication/945

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.