Fjarðarpósturinn


Fjarðarpósturinn - 30.05.2002, Blaðsíða 6

Fjarðarpósturinn - 30.05.2002, Blaðsíða 6
6 www.fjardarposturinn.is Fimmtudagur 30. maí 2002 Hafnarfjarðarbær sem- ur um símabiónustu Þórólfur Amason forstjóri Tals, Magnús Gunnarsson bœjarstjóri og Ingvar Garðarsson framkvœmdastjóri Halió, handsala samningana. I byrjun mánaðarins voru und- irritaðir samningar milli Hafnar- fjarðbæjar annars vegar og Halló Fijálsra fjarskipta og Tals hf. hins vegar um alla fastlínu- og farsímaþjónustu fyrir fyrirtæki og stofnanir bæjarins. Hafnar- fjarðarbær er fyrsta bæjarfélagið sem býður formlega út fjar- skiptaþjónustu á sínum vegum. Samningur Hafnarfjarðarbæjar og Halló Frjálsra fjarskipta markar þáttaskil í símaþjónustu á svokölluðu fastlínuneti, það er í hefðbundinni símaþjónustu. Fyr- irtæki og stofnanir Hafnarfjarð- arbæjar tengjast ijarskiptakerfi Halló. Samningur félaganna er til þriggja ára og nær hann til ráðhúss Hafnarfjarðar, félags- þjónustunnar, vinnuskóla og skólaskrifstofu bæjarins auk allra skóla og leikskóla í bænum, íþróttahúsa, félagsmiðstöðva, sundlauga, bóka- og byggða- safns. Tal hf. tekur við allri GSM og GPRS farsímaþjónustu Hafnar- fjarðarbæjar í sumar samkvæmt samningnum. Þetta eru nálægt eitt hundrað GSM áskriftir. Þá mun Hafnarfjarðarbær nýta sér þjónustuna HópTal þar sem allir starfsmenn bæjarins geta hringt frítt sín á milli. Ekki verður breyting á síma- númerum öðrum en í farsíma- kerfmu. Kaffihús til leigu Hafnarfjarðarbær auglýsir til leigu aðstöðu til kaffisölu f Hellisgerði (Oddrúnarbær). Undanfarin ár hefur verið rekin kaffisala í húsinu að sumarlagi og er miðað við að um óbreyttan rekstur verði að ræða. Frekari upplýsingar veitir garðyrkjustjóri Björn Hilmarsson í síma 585 5670. Tilboð berist umhverfis- og tæknisviði Hafnar- fjarðarbæjar, Strandgötu 8-10 fyrir kl. 15.30 þriðjudaginn 11. júní. Þessi bátur er handsmíðaður og það var gaman að sjá hann sigla á lœknum á kosningadaginn. Báturínn er með rafmótor og fjarstýrður. lúðvík Sigur Samfylkingarinn hér í Hafnarfirði er líklega einn mesti sigur Samfylkingarinnar á landinu og náði flokkurinn nokkuð óvænt hreinum meirihluta. Oddvitinn Lúðvík Geirs- son er 43 ára blaðamaður og framkvæmda- stjóri blaðamannafélagsins. Hann er giftur Hönnu Björk Lárusdóttur og eiga þau 3 syni, 5, 13 og 17 ára. 777 hamingju með þennan glœsta sigur. Er þetta ekki betri árangur en þú bjóst við? Að vissu leyti er hann það en ég skal fúslega játa að síðustu 10 daga þá fundum við að við áttum mjög góðan hljómgrunn meðal bæjarbúa og ég laumaði því að nokkrum samstarfsmönnum mínum að það kæmi mér ekkert á óvart að við færum upp undir 50% fylgi. Nú kemur þú úr röðum Al- þýðubandalagsmanna og menn hafa bent á að gamlir Alþýðu- flokksmenn telji áhrif Alþýðu- bandalagsmanna allt ofmikil i Samfylkingunni, hvað segir þú um það? Það er ekkert til lengur sem heitir áhrif Alþýðubandalags, Alþýðuflokks eða Kvennalista í Samfylkingunni. Okkur hefur tekist umfram félaga okkar víða annars staðar að byggja upp aðra að ræða. Við ætlum að vinna náið með bæjarbúum sem við teljum að ekki hafi verið gert nægi- lega vel á síðasta kjör- tímabili, en þá voru tveir flokkar í meirihlutasam- starfi. Það var gagnrýnt mjög harðlega t.d. í skipu- lagsmálum þegar bæjar- búar voru hundsaðir og fengu ekki að vera með í ráðum. Við viljum að bæjarbúar fái að koma að málum á undirbúningsstigi og í vinnslu, það sé ekki bara verið að kynna þeim það sem búið er að gera. Bæjarbúar eiga að hafa rétt til þess að krefjast atkvæðagreiðslu um stór mál sem ágreiningur getur verið um, svo það er engin ástæða til að óttast að ekki verði hlustað á vilja bæjarbúa Viðtal við Geirsson öflugt Samfylkingarfélag með markvissum hætti. Við hófum undirbúning að þessu í upphafi síðasta kjörtímabils og höfum unnið mjög vel í okkar innra starfi. Það er enginn sem ég þekki sem er að reyna að aðgreina sig í það sem var áður gamalt og gott. Felast ekki vissar luettur í að einn flokkur sé imeirihluta? Er ekki hœtta á að hlutirnir séu að- eins metnirfrá einu sjónarhomi? Það fer alveg eftir því hvernig haldið er á málum. Það er auð- vitað hætta ef sá flokkur sem er í meirihluta Ktur á sig sem ein- ráðan og telur sig ekkert hafa við Hvað munið þið gera til að nýta krafta minnihlutans í bœjarstjóm? Við leggjum áherslu á að það sé gott samstarf innan bæjar- stjómarinnar allrar. Eg get alveg sagt það af hreinskilni að það var almennt gott samstarf innan bæjarstjómarinnar um þau mál sem menn gátu náð saman um. Það hefði samt mátt leita meira eftir samstarfi. Við í Samfylking- unni munum leita eftir samstarfi um þau mál sem uppi em hveiju sinni. Þú hefur rœtt um að minnka kostnað við yfirstjóm bœjarins, m.a. með því að lœkka laun bœjarstjóra. Má búast við upp- sögnum á bœjarskrifstofunum? Það að lækka laun bæjarstjóra er aðeins einn liður í endurskipu- lagningu á pólitískri stjómsýslu bæjarins og má ekki mgla því saman við embættismannakerfi bæjarins. Við höfum bent á að það kerfi sem unnið er eftir er ómarkvisst og kostar of mikið og tryggja þarf að bæjarfulltrúar séu ábyrgari og hafi ríkari vinnu- skyldu en verið hefur. Við munum leggja fram á bæjar- stjórnarfundi 11. júní nk. tillögur að uppstokkun á hinni pólitísku stjórnsýslu þar sem ákveðinn gmnnur liggur þegar fyrir og hefur farið í gegnum fyrri um- ræðu. Þannig viljum við tryggja virkari umræðu og skilvirkari umræðu og afgreiðslu mála í bæjarstjóm. Yfirlýsingar þínar um að end- umýja ekki saming um rekstur skólastarfs í Aslandsskóla hafa vakið athygli. Er það alveg óhugsandi að gerður verði nýr samningur við IM er núverandi samningur rennur út, alveg sama liver árangurinn er af fyrstu 3 árunum? Eg hef orðið var við það að menn em að mgla saman hlutum þama. Það er enginn að tala um að sú skólastefna sem rekin

x

Fjarðarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjarðarpósturinn
https://timarit.is/publication/945

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.