Fjarðarpósturinn


Fjarðarpósturinn - 30.10.2003, Síða 2

Fjarðarpósturinn - 30.10.2003, Síða 2
2 www.fjardarposturinn.is Fimmtudagur 30. október 2003 Útgefandi: Keilir ehf. Fjarðarpósturinn, Bæjarhrauni 2, 220 Hafnarfirði Ritstjórn: 565 4513, 896 4613, ritstjorn@fjardarposturinn.is Ritstjóri og ábm.: Guðni Gíslason Auglýsingar: 565 3066, auglysingar@fjardarposturinn.is Umbrot: Hönnunarhúsið, umbrot@fjardarposturinn.is Prentun: Steinmark ehf. Dreifing: íslandspóstur ISSN 1670-4169 www.fjardarposturinn.is ^ -'W. Það eru margir sem segja okkur Hafnfirðinga §\ vera sjáifum okkur versta. Við erum svo ákafir Hf ' « að fá nýja þjónustuaðila og fyrirtæki í bæinn að i' við gleymum þeim sem íyrir eru. Hér í bæ er ~ jUÉðH hægt að fá næstum hvaða þjónustu sem er og það ■ hlýtur að vera áhugavert og hagkvæmt fyrir bæjarbúa að leita þangað eftir þjónustu áður en BHKSÍI annað er leitað. Nokkrir viðmælendur mínir í atvinnurekstri hafa sagt mér að miklu betra sé að vera annars staðar þar sem erfitt sé að fá jafnvel bæjarstofnanir að versla við fyrirtæki í Hafnarfirði. Sem betur fer eru svo til aðrar sögur þar sem forsvarsmenn fyrirtækja bera lof á það að vera hér í Hafnarfirði. En það er umhugsunarefni ef fyrirtæki sem veita góða þjónustu á góðu verði finna sig afskipt hér í bæ af opinberum aðilum. Nokkur fyrirtæki hafa flutt úr bænum vegna þess að þau fengu ekki nægi- legar fyrirgreiðslur í lóðamálum og það er auðvitað með eindæmum að fyrirtæki eins og Góa þurfi að fara í nágrannasveitarfélagið og það á lóð sem Hafnarfjarðarbær átti. Eg hef að vísu áður bent á að þegar ósk kom frá lóðareiganda í Garðabæ að fá smá spildu úr landi bæjarins þá væri kjörið tækifæri í að skipta á því landi og nýrri lóð Góu til að halda þessu öfluga fyrirtæki í bænum. Mikilvægt er að Hafnarfjarðarbær geri langtímaskipulag fyrir iðnaðar- og þjónustuhúsnæði í Hafnarfirði svo menn sofi ekki yfir sig eins og í síðasta góðæri og fjöldi íbúða í iðnaðarhúsnæði í bæn- um er undarlegt merki um skort á húsnæði fyrir iðnað og þjónustu. Guðni Gíslason Málsháttur vikunnar Þegar neyðin er stœrst er hjálpin fjœrst. Víðistaðakirkja Allra heilagra messa 2. nóvember: Barnaguðsþjónusta kl. 11 Skemmtileg stund fyrir alla fjölskylduna Guösþjónusta kl. 14 Látinna minnst. Kór Víöistaðasóknar syngur Sálumessu eftir Schubert í þýðingu sr. Braga J. Ingibergssonar Organisti: Úlrik Ólason Einsöngur: Sigurður Skagfjörð ---------------- Kyrrðarstundir á miðvikudögum kl. 12, súpa og brauð í safnaðarheimilinu á eftir. Sóknarprestur www.vidistadakirkja.is ✓ „Crazy-A barmi örvæntingar“ í dag f dag kl. 12, verða haldnir hádegistónleikar í Hafnarborgog syngur Kristín R. Sigurðardóttir sópran við undirleik Antoníu Hevasi píanóleikara. Tónleikamir voru ranglega kynntir fyrir viku en em í dag og kaffistofa Hafnarborgar er opin á eftir en tónleikamir em í u.þ.b. 15 mínútur. Basar og kaffisali á Sólvangi Síðasta freisting Krists í Bæjarbíói Á laugardaginn kl. 16 sýnir Kvikmyndasafn íslands mynd Martin Scorsese, Síðasta freisúng Krists ffá árinu 1988. Myndin var afar umdeild á sínum tíma. Hún er byggð á skáldsögu Nikos Kazantzakis og segir frá trésmiðnum Jesú ffá Nazaret sem reynir að finna út til hvers guð ætlast af honum. Hann er ofsóttur af ámm og púkum og eigin sektarkennd yfir að hafa smíðað krossa fyrir Rómveijana. Jesú er kominn nálægt markmiði sínu þegar hann verður að takast á við erfiðustu ffeistingu hvers heilbrigðs karlmanns. Á þriðjudaginn kl. 20 verður mynd Hrafns Gunnlaugssonar, Hrafninn flýgur ffá árinu 1984. Söguþráðurinn byggir á þema Islendingasagnanna, hefndinni. Norskir víkingar ráðast á fjölskyldu á Irlandi, drepa hjónin, ræna dótturinni en sonurinn kemst af. Víkingamir sigla við svo búið til Islands. Tuttugu ámm síðar kemur sonurinn Gestur til landsins að leita hefnda. Jafnlfamt vekur safnið athygli á efnistökum sem tengja saman Hrafninn, Hnefafylli af dollurum (Leone) og Lífvörðinn (Kurusawa) sem verða á dagskrá síðar í vetur. „Hafið“ í Hafnarborg Samsíning Johns Th. Josefsen og Jóns Baldurs Híðberg verður opnuð í aðalsal Hafnarborgar á laugardaginn kl. 15 og neffiist sýningin Hafið en Jón sýnir Vatnslitamyndir en John sýnir skúlptúr og keramik. Á sama tíma verður opnuð í Sverrissal og í Apótekinu síðari hluti afmælissýningar Hafnarborgar þar sem áhersla verður lögð á verk úr listaverkagjöf Sverris og Ingibjargar. Hinn árlegi basar og kaffisala verður á Sólvangi á laugardaginn kl. 14. Þar verða fjölmargir fallegir munir sem lúnar hendur hafa unnið og margt nýtt að sjá. Til sölu verður kaffi sem kostar 400 kr. fyrir fullorðna og 200 kr. fyrir böm og rennur allur ágóði til vinnu- stofu Sólvangs. Listamaðurinn Pétur Gautur verður með málverkasýningu. ðll grenitré úðuð Hafnarfjarðarbær reynir að verjast lúsinni Nýverið hefur Hafnarfjarðarbær látið eitra öll grenitré bæjarins svo að þau lendi ekki jafn illa í lúsinni og síðasta vetur en þá skemmdust mörg falleg og stór grenitré. Að sjálfsögðu voru aðeins úðuð tré í eigu Hafnarfjarðar og garðeigendur þurfa sjálfir að gera ráðstafanir í sínurn görðum kjósi þeir það. Úr íundflrgerðum.. 1. Erindisbréf menningar- og ferðamálanefndar. Menningar- og ferðamálanefnd samþykkir erindisbréfið með tveimur atkvæðum. Fulltrúi Sjálf- stæðisflokksins leggur fram bókun: „Undirrituð telur misráðið af núverandi meirihluta að sameina nefndir menningar- og ferðamála. Málaflokkamir eru viðamiklir og skipa m.a. æ stærri sess í atvinnulífi sveitarfélaga. Undirrituð telur mikla hættu á því að sam- eining nefndanna, í eina þriggja manna nefnd, verði til þess að málaflokkunum verði ekki sinnt sem skildi - þrátt fyrir allan vilja nefndarmanna. Þess vegna situr undirrituð hjá við afgreiðslu erindisbréfs menningar- og ferðamálanefndar.“ Valgerður G. Halldórsdóttir 5. Hvaleyrarskóli, leiktæki Mál nr. BR030447 Lagt fram bréf frá nemendum í 4. HJ í Hvaleyrarskóla ásamt teikningum barnanna, sem óska eftir því að fá fleiri leiktæki á skólalóðina. Bæjarráð þakkar framlagt bréf og vísar málinu til Fasteignafélags Hafnarfjarðar og fjárhagsáætlunar fyrir árið 2004. 7. Lóðarumsókn Mál nr. BR030446 Lögð fram umsókn frá Ingvari og Kristjáni ehf. dags. 21. okt. sl. um lóð við Herjólfsgötu til að byggja á henni íbúðir fyrir eldri borgara. 9. Styrkbeiðnir Mál nr. BR030445 1) Lagt fram bréf frá Lands- samtökum eldri kylfinga dags. 3. okt. sl. með beiðni um styrk vegna móts sem haldið verður á golf- vellinum á Hvaleyri næsta sumar. 2) Lagt fram bréf frá Al- næmissamtökunum á íslandi dags. 9. okt. með beiðni um fjár- styrk vegna starfseminnar á næsta ári. 2) Bæjarráð vísar beiðni Alnæmissamtakanna til fjárhags- áætlunar fyrir árið 2004. Æuisögur í Bókasafninu Eftir viku, fimmtudaginn 6. nóvember stendur menningar- og ferðamálanefnd fyrir upplestri úr jólabókum klukkan 20 í Bókasafni Hafnarfjarðar. Sköp- uð verður kaffihúsa- og kerta- ljósastemming og lesið upp úr fjórum spennandi ævisögum sem koma út fyrir þessi jól, auk þess sem Ruth Reginalds syngur nokkur gömul vinsæl lög við undirleik Magnúsar Kjartansson- ar. Höfundamir sem lesa upp úr verkum sínum eru; Hlín Agnars- dóttir, Þórunn Hrefna Siguijóns- dóttir, Þráinn Bertelsson og Gísli Pálsson. Hafnfirðingum er síðan aftur boðið á upplestur í Bókasafninu 8. og 13. nóvember þegar lesið verður upp úr bamabókum ann- ars vegar og íslenskum skáld- verkum hins vegar.

x

Fjarðarpósturinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fjarðarpósturinn
https://timarit.is/publication/945

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.