Fjarðarpósturinn


Fjarðarpósturinn - 13.05.2004, Blaðsíða 6

Fjarðarpósturinn - 13.05.2004, Blaðsíða 6
6 www.fjardarposturinn.is Fimmtudagur 13. maí 2004 Hafnfirðingar í fiætfilayleno Nokkrum Hafnfirðingum hef- ur eflaust brugðið í brún þegar þeir sáu tveim strákum í 9. bekk bregða fyrir í myndbandi hjá Jay Leno. En þetta voru þeir Elli í Lækjarskóla og Haukur í Víði- staðaskóla. Svo virðist sem starfsmenn Jay Leno hafi ekki unið heimavinnuna sína því Jay Leno sagði að myndbandið væri frá Hollandi en ekki Islandi. Námstefna um heimildar- myndir Opin almenningi í Bæjarbíói Heimildarmyndir virðast höfða mjög til almennings um þessar mundir og því gaman að boðið sé upp á opna umræðu um fyrirbærið. Sunnudaginn 16. maí frá kl. 12 til 17.30 verður haldin námstefna um íslenskar heim- ildarmyndir. Það eru nemendur í sjónrænni mannfræði við Háskóla Islands, í samvinnu við Kvikmyndasafn Islands, sem munu kynna verk- efni sín með fyrirlestrum. Kenn- arar námskeiðsins eru Tinna Grétarsdóttir og Siguijón Baldur Hafsteinsson. Umræðum stjóma Sigurjón Baldur Hafsteinsson og Ulf- hildur Dagsdóttir. Námstefnan verður haldin í Bæjarbíói og er öllum opin. Aðgangur er ókeypis. Madrigalar og hjóðlög í Hásölum Ástarljóð á leyndardómsfullu rósamáli á tónleikum á sunnudagskvöld Kammerkór Hafnarfjarðar heldur sína árlegu vortónleika í Hásölum næstkomandi sunnu- dag kl. 20. A efnisskránni verða enskir og ítalskir madrigalar ásamt íslenskum þjóðlögum. Madrigalar em upprunnir á Ital- íu og vom skrifaðir frá 14. öld til upphafs 17. aldar. Þeir em í hinum ýmsu formum, en eiga það sam- eiginlegt að texti þeirra er verald- legur. Skiptar skoðanir em um hvað orðið madrigal þýðir. Ein skýring er sú að það sé dregið af orðinu madre (móðir) og þýði söngur á móðurmáli. Fyrsta skráða notkun orðsins er frá árinu 1313 þegar tónskáldið Francesco da Barberino kallaði eitt verka sinna madrigal. Helstu madrigala- tónskáld Italíu á 14. öld vom Landini, Ghererdello, Donato, Lorenzo, Niccolo og Paolo. A 16. öld þróuðust madri- galamir mikið og hélst þróunin í hendur við framsókn mynd- Fréttasíminn 565 4513 Gegn tóbaks- notkun unglinga Krabbameinsfélagið ritar skólum og foreldrafélögunum bréf í framhaldi af niðurstöðum könnunar á högum og líðan ungs fólks í Hafnarfirði, sem Rann- sóknir og greining gerði vorið 2003, hefur Krabbameinsfélag Hafnarfjarðar sent gmnnskólun- um og foreldrafélögum skólanna bréf þar sem vakin er athygli á eftirfarandi þáttum: • Tóbaksnotkun er veigamesta orsök sjúkdóma og ótímabærs dauða sem hægt er að koma í veg fyrir. Árlega deyr fleira fólk á Islandi af völdum reykinga en af völdum ólöglegra fíkniefna, áfengis, umferðarslysa, morða, sjálfsmorða, eldsvoða og alnæm- is samanlagt. • Samkvæmt aðalnámskrá grannskóla frá árinu 1999 ber yfirvöldum menntamála að veita bömum og ungmennum ýmsa fræðslu utan hefðbundinna námsgreina. Þar á meðal er 14. grein um tóbaksvamir. I þeirri grein segir að menntamála- ráðuneytið skuli, í samráði við heilbrigðis- og tryggingamála- ráðuneytið, sjá til þess að fram fari reglubundin fræðsla í grann- skólum landsins, í því skyni að draga úr tóbaksneyslu. listarinnar. Bæði kirkjutónlistin og sú veraldlega blómstraðu, enda er öldin oft kölluð hápunkt- ur fjölröddunarinnar. Eins og í öðram listum var Ítalía í farar- broddi. Hin veraldlega tónlist fékk að fljóta með í miklum blóma kirkjutónlistarinnar. Við hirðir og kirkjur störfuðu tón- skáld sem höfðu það hlutverk fyrst og fremst að semja kirkju- tónlist. En hin veraldlega fékk alltaf að fljóta með, þrátt fyrir andstöðu kirkjunnar. Einhvem veginn gátu tónskáldin sinnt henni samhliða kirkjutónlistinni. A Englandi var madrigalalistin í miklum blóma á 16. öldinni. Vitað er um ítölsk tónskáld sem störfúðu við ensku hirðina, til dæmis Alfonso Ferrabosco. Einnig var ítalska sönghstin mjög vinsæl á þessum tíma samanber tónlist Luca Marenzio. Þótt ítölsku áhrifm hafi verið sterk á Englandi varð til enskur madrigalastíll. Helstu tónskáldin voru Thomas Weelkes, John Wilbye, Thomas Tallis, William Byrd, Thomas Morley, Orlando Gibbons, John Tavemer og Thomas Tallis. Nær undantekningalaust tjalla madrigalamir um ástina í öllum hennar myndum, oft á leyndar- dómsfullu rósamáli. Auk madrigalanna syngur kór- inn nokkur íslensk þjóðlög. Að- gangseyrir er 1200 krónur, en 600 krónur fyrir nemendur og eldri borgara. • Krabbameinsfélagið og tó- baksvamaráð hafa komið til móts við menntayfirvöld með út- gáfu á námsefninu Vertu reyk- laus - fijáls. Námsefni fyrir 6.- 10. bekk hefur verið sent til allra grannskóla í landinu, þeim að kostnaðarlausu. • Alþjóðaheilbrigðismálastofn- unin (WHO) hefur skilgreint fjórþætt markmið tóbaksvama sem lýsa má í stuttu máli þannig: - Að ungt fólk byrji ekki að reykja - Að reykingamenn hœtti að reykja ogfái til þess hvatningu og aðstoð - Að þeir sem hœtti ekki að reykja fái sem minnst af skað- legum efnum úr tóbakinu - Að þeir sem ekki reykja njóti vemdar gegn tóbaksreyk frá öðrum. • Tóbaksvamir í skólum ættu að fela í sér: - Upplýsingar um afleiðingar tóbaksneyslu sem gœtir strax á líkama og sál - Upplýsingar um félagsleg áhrif sem ýta undir tóbaks- neyslu, einkum áhriffrá jafh- Þjónustar fellihysi og husbila Mikil aukning á fellihýsa- og húsbílaeign Hafnfirðinga Vélamaðurinn ehf. var stofh- aður árið 1989 og var verksviðið vélaviðgerðir en fyrirtækið sérhæði sig síðan í bílarafmagni og í sjálfvirkum smurkerfum. Að sögn Lárasar G Brands- sonar, eiganda, snýst starfsemi Vélamannsins á þessum árstíma mest um þjónustu á fcllihýsum, tjaldvögnum og húsbflum, fyrst og fremst við ýmislegt sem snýr að rafmagni en í auknum mæli tekur fyrirtækið að sér þjónustu- skoðanir og stillingar og við- gerðir á bremsum og gasbúnaði. Segir Láras fólk nota æ meira rafmagn í útilegum og því sé mjög algengt að hann setji sólarsellur á fellihýsi og húsbfla. Hann segir mjög mikilvægt að fylgst sé vel með rafbúnaði í fellihýsum, ljósabúnaði og ekki síst bremsukerfinu sem sé nú oftast tengt rafmagni. Til þess að Lárus G. Brandsson yfiifer stjómbúnað fyrir bremsur áfelliliýsi draga fellihýsin þarf góðdráttar- beisli og réttan tengibúnað og slíkt segir Láras fyrirtækið sinna í auknum mæli. Þessi þjónusta hefur verið flutt í nýtt rúmgott húsnæði Vélamannsins að Helluhrauni 4, beint á móti Jolla og Aðal- skoðun, þó rafverkstæðið verði áfram á Kaplahrauninu. Sími á Helluhrauninu er 555 4733. ingjum, heimilum og fjöl- miðlum - Þjálfun í að liafna tóbaki, t.d. með þátttöku í hlutverkja- leikjum - Umrœðu um sjálfsvirðingu, sjálfsmynd, félagslega leikni; t.d. hvers konar framkoma hentar stórum unglingahópi þar sem sígarettan er notuð sem „samskiptahœkja". Krabbameinsfélag Hafnar- fjarðar hvetur skóla og foreldra- félög til að fylgja eftir niðurstöð- um könnunarinnar og vinna að því að spoma við þeirri þróun sem t.d. kemur fram í tóbaks- neyslutölum. I því sambandi minnum við á tóbaksvamanáms- efni Krabbameinsfélagsins og Tóbaksvamaráðs og þá þjónustu sem Krabbameinsfélag Reykja- vfkur er með í boði. Mótmæla lokun vínnumlðlunar Fulltrúaráð verkalýðsfélaganna í Hafnarfirði mótmælir þeirr ákvörðun að loka úúbúi Vinnu- miðlunar höfuðborgarsvæðisins í Hafnarfirði ffá og með 1. júh' n.k. og flytja úl Reykjavíkur. Lokun skrifstofu vinnumiðl- unar í Hafnarfirði er sögð spara 3,5 millj. kr. Þessi fullyrðing, sem stenst ekki ef nánar er skoðað, segir aðeins hluta málsins. Þá hafa stjómendur Vinnumála- stofhunar alveg gleymt að greina frá því að með þessu er verið að flytja kostnað ffá ríkinu yfir á atvinnulaust fólk, sem er með innan við 90 þúsund kr. í mánað- arlaun. Það er því alveg óásættan- legt að atvinnulausu fólki í Hafn- arfirði, Garðabæ og Bessastaða- hreppi sé gert að fara inn á Engja- teig í Reykjavík til skráningar. Þegar allar hliðar fyrrgreindrar ákvörðunar eru skoðaðar þá er lokun vinnumálaskrifstofu hér í Hafharfirði hvorki hagkvæm né réttlætanleg og ber að hætta við hana. Fulltrúaráð verkalýðsfélaganna í Hafharfirði skorar á félags- málaráðherra að beita sér fýrir því að fyrrgreind ákvörðun um lokun skrifstofu Vinnumiðlunar höfuð- borgarsvæðisins hér í Hafharfirði verði affurkölluð. Fulltrúaráðið bendir á að í Hafnarfirði og fyrr- greindum nágrannasveitarfélög- um búa yfir 32 þús. manns og það heyrir undir lágmarksþjónustu að hér sé opin vinnumiðlunarskrif- stofa.

x

Fjarðarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjarðarpósturinn
https://timarit.is/publication/945

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.