FÁ-blaðið - 01.01.1962, Page 3
Z'---------------------------------------------------
FÁ-BLAÐIÐ
er gefiíí út af Félagi áhugaljósmyndara,
Reykjavík, pósthólf 1367.
I rit- og framkvæmdanefnd eru:
Arni H. Bjarnason, Otti Pétursson, Stefán Niknlásson
og Ævar Jóhannesson.
Blaðið er aðeins fyrir félagsmenn.
1MIF.NTSMIH.IAN IIÓI.AII H-F
N____________________________________________________)
að jjýða eða nota nýyrði yfir orðmyndir, sem lengi hafa
verið þyrnir í augum íslenzku-unnandi manna. Það mun
vera umdeilt mál, hve langt eigi að ganga í nýyrðamynd-
unum; þetta er því vandasamt verk, sem þýðandinn hef-
ur leyst vel af hendi, „farið bil beggja“, eins og hann
sjálfur segir. Málið er ekki jjvingað, eins og oft vill
verða með nýyrðum.
Hjálntar R. Bárðarson á þakkir skilið fyrir þýðingu
þessarar ágætu bókar og Setberg s.f. fyrir útgáfuna. Við
notum tækifærið og þökkum Hjálmari R. Bárðarsyni
fyrir þennan og annan stuðning við íslenzka áhugaljós-
myndara.
Félagar í F.A.! Sýnum jiakklæti okkar í verki. Búum
til fleiri myndir og betri!
Á. H. Bj.
íliisli sf.
Tveir af félögum okkar, þeir Sigmundur Andrésson
og Ævar Jóhannesson, hafa stofnað fyrirtæki, er þeir
hafa gefið nafnið Geisli s.f. Er markmið jseirra að fram-
leiða litskuggamyndir, bíóauglýsingar og aðra lit-
myndavinnu. Hafa þeir þegar gefið út eina útgáfu lit-
skuggatnynda af Oskjugosinu. Eru það úrvalsmyndir í
snyrtilegri möppu. Þessar myndir líkuðu svo vel. að alll
upplagið seldist upp á fáeinum dögum.
Er það vissulega gleðilegt, þegar félagar okkar skara
framúr á sviði ljósmyndatækninnar, en það má segja,
að þeir hafa gert, Jjví ýmis efnasambönd, er þeir nota,
hafa þeir sjálfir fundið, enda eru litir betri en jjekkist
víðast hvar annars staðar.
Geri ég ráð fyrir, að þeir félagarnir myndu vera þakk-
^ýélagsmál
Nóvemberfundurinn
Nóvemberfundur F. Á. var haldinn í Breiðfirðinga-
búð, niðri, 27. nóv. s.l.
Að loknum venjulegum fundarstörfum tilkynnti for-
maður, að erindi það, setn Pétur Thomsen, ljósmyndari,
ætlaði að flytja, félli niður vegna veikinda hans. Drap
hann síðan á nokkur félagstnál, sem efst eru á baugi, svo
sem félagsmerkið, og ítrekaði beiðni til félagsmanna utn
tillögur og einnig myndir í væntanlega nýja spjaldskrá
félagsins. Þá lagði hann fram nokkur boðsbréf á erlend-
ar ljósmyndasýningar, sem Hjálmar R. Bárðarson hafði
afhent.
Þá gat formaður um ákvörðun stjórnarinnar, að
stuðla að stofnun smáklúbba innan félagsins og hét að-
stoð Jjess og klúbbsins „íris“ og minntist síðan nokkrum
orðum á nýútkomna bók. Ljósmyndabókina, þýdda af
Hjálmari R. Bárðarsyni.
Síðan var sýnd kvikmyndin Fjölskylda manna, og á
eftir var drukkið kaffi.
Afhent voru verðlaun fyrir atkvæðaflestu myndirnar
á tveimur síðustu fundunum, en jjað hafði dregizt til
þessa. Kallaðir voru fratn Haukur Kristófersson, sem
átti beztu myndina á septemberfundi og Freddy Laust-
sen á októberfundi, og var þeim hvorum afhentur pakki
af stækkunarpappír sem viðurkenning.
Þar sem Helgi S. Haraldsson var eini þátttakandinn
í samkeppnintii „Ljósastaur“, var honum afhent verð-
launin, sem veita átti fyrir bezta staurinn, Ljósmynda-
bókin, sem Setberg hafði gefið félaginu.
Þá stóð upp Hjálmar R. Bárðarson og stofnaði
„klúbb“ þar á stundinni. Fékk hann Stefán Nikulásson
sér til aðstoðar. Safnaði hann fundarmönnum utan um
þá félaga, tók nokkrar myndir, sem næstar voru og tók
til við að spjalla um Jjær. Fékk liann fundarmenn til að
taka þátt í umræðunum. Varð af Jjessu hinn mesti fróð-
leikur og ánægja, enda hlaut Jjáttur þeirra félaga ágætar
undirtektir.
látir þeim félagsmönnum, er ættu góðar litskuggamynd-
ir, ef Jjeir sýndu og ef til vill seldu Jjeim myndir.
Er ég nú óska þeim allra heilla í framtíðinni með
Jjetta nýstofnaða fyrirtæki þeirra, býst ég við, að ég tali
fyrir munn allra félaga F.Á.
//. St. Bj.
FÁ-BLAÐIÐ
3