Alþýðublaðið - 17.11.1919, Blaðsíða 1

Alþýðublaðið - 17.11.1919, Blaðsíða 1
Alþýðublaðið Greíið íit af A1 þýðuílokkmim. 1919 Mánudaginn 17. nóvember 17. tölubl. jKeðan beðið er. Haflð þér reykt Teofani? Kosningunni var lokiö kl. 11 á laugardagskvöldið. Atkvæðakass- arnir verða opnaðir í dag kl. 1 h., og verður þá farið að telja UPP atkvæðin. Hverjir verða þingmenn Keykja- víkur nú? Enginn veit það ennþá. En hvernig sem kosningin hefir *arið, þá er eitt víst: Alþýðan skal að lokum gersigra, eigi að- ®ins þetta kjördæmi, heldnr alt landið. Næstu kosningar eru bæjar- ^tjórnarkosningarnar, sem eiga að vera í janúar. Pyrsta kosninga- rseðan þeim viðvíkjandi var haldin í gær á Hásetafélagsfundi. Héðan af verður látlaust bar- *st, þar til Alþýðuflokkurinn rœð- nr á tslandi. Þó það taki tutt- Ugu ár! Auðvaldið má aldrei ná fastari tökum á þjóðinni, en það hefir nú! ^ímskeyti. Khöfn 13. nóv. Hindenburg fagnað. Prá Berlín er simað að Hinden- ^urg. sem þangað er kominn til yfi'heyrslu, hafi verið tekið með bi'klum fagnaðarlatum, sem talið ‘er að keisarasinnar hafi komið -af stað. Friðurinn við Eystrasalt. Prá Reval er símað að Eystra- ^altslöndin ætli að halda fund 1 Eorpot til þess að undirbúa frið- inn. Lettar sækja á. Lettneska fréttastofan 1 Khöfn tilkyunir, að Lettar hafi sigrað hinar þýzku herdeildir Bermondts og tekið undirborgir Rfga. Kaupmannahöfn 14. nóv. Nóbelsverðlann. Prá Stokkhólmi er símað að þýsku prófessorarnir Planck og Starck hafi fengið Nóbelsverðlaunin fyrir eðlisfræði, fyrir árin 1918 og 1919, og Haber (líka þýskur prófessor) efnafræðisverðlaunin fyrir 1918. Itúmenar óhlýðnir. Frá París er símað að Rúmen- ar hafi ekki gefið Bandamönnum fullnægjandi svar viðvíkjandi at- höfnum þeirra í Ungverjalandi, og að þeir verði ef til vill gerðir rækir af friðarráðsstefnunni. Steinkol. Steinkol myndast á svipaðan hátt og mórinn; við það, að jarð- skorpan seig og hækkaði til skiftis, mynduðust í dölum og lægðumskóg- ar, sem að öllu leyti voru stærri og víðáttumeiri, en þeir, sem nú fyrirfinnast, svo sigu þessir skóg- ar, eða sukku í leir og leðju. Seinna komu aftur upp skógar, sem svo eftir lengri eða skemmri tíma fóru sömu leið og hinir fyrri. Þetta endurtók sig oft, eink- um voru mikil brögð að því á hinum svonefnda steinkolatíma, en auk þess kom það fyrir á öðr- um tímabilum, t. d. juratímabil- inu. Yegna hins mikla fargs, sem á trjánum lá, hörðnuðu þau og mistu hina upphaflegu mynd sína, urðu að flötum lögum, sem ýmist Auglýsingar. Auglýsingum í blaðið er fyrst um sinn veitt móttaka hjá Guð- geir Jónssyni bókbindara, Lauga- vegi 17 (bakhús). Sími 286 og á afgreiðslunni á Laugavegi 18 b. voru slétt eða með gárum og fellingum. Mesta kolaland Evrópu er Eng- land, og þá einkum norður- og vesturhluti þess. Kolasvæði Stóra- bretlands er h. u. b. Vw hluti alls landsins. Stærsta svæðið er í Suður-Wales og nær yfir 2400 km2 og er á þykt 2—4000 m. f Derbyshire, Durham og Northum- berland eru einnig mikil kolalög, einkúm í nánd við Sheffield, Leeds og N-wcastle. í Westfalen, Rínlöndunum og Efri-Schlesiu í Þýzkalandi eru geysimikil lög, einkum eru hin síðasttöldu fræg, þau eru álitin innihalda 90 miljarða tons af steinkolum. Auk þessara landa eru fleiri lönd hór í álfu, sem hafa að geyma miklar kolabyrgðir, svo sem Austurríki, Belgía, Frakkland og Rússland. Kolasvæði Evrópu eru þó lítil, borin saman við hin ameríksku og þá hvað helzt „appelachiska" svæðið, sem nær frá fylkinu Tennessee til norðausturs gegnum Virginia, Ohio, meðfram Alleghany- fjöllunum og til suðausturhluta Pennsylvania. Það er h. u. b. 1500 km. á lengd og 45—300 km. breitt og flatarmál þess er sam- tals 135,000 km2. Næstum eins stórt svæði er meðfram Mississippi. í Kína eru stór kolasvæði, eink- um í þeim hluta þess, sem Shansi nefnist. Heimsframleiðslan 1870, 1880, 1890 og 1900 var svo sem hér segir, talið í milj. tonna:

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.