Alþýðublaðið - 17.11.1919, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 17.11.1919, Blaðsíða 2
2 ALÍ>ÝÐUBL aðið 1870 1880 1890 1900 Stórabretland 37 71 158 •270 Bandaríkin 124 166 203 252 Þýzkaland 37 65 98 165 Austurr.-Ungvl. 9 16 30 43 Erakkland 15 21 29 37 Belgía 16 19 22 26 Rússland 0,7 3,5 6,6 18 Japan 3 8 Indland 1 2,5 6,8 New S.-Wales 1 1,6 3,4 6 Canada L4 3,1 3,3 Spánn 1,4 3 Önnur lönd 4 6 Samtals c. 239 c. 365 c.564 c. 846 Þó svo að próf. Þ. Thoroddsen sé vantrúaður á kolamyndanir hér á íölandi vegna þess, hve ung jarðlögin eru, hefir þó surtar- brandur sá, sem hér hefir fundist í jörðu á mörgum stöðum reynst nothæfur, og alls ekki loku skotið fyrir, að hagnýta mætti hann í framtíðinni, þó reynslan hafi má- ske ekki verið sem hagfeldust enn, sem komið er, en það má víst að mestu, eða öllu leyti kenna slæ- legum og heimskulegum rekstri, sbr. Tjörnesnámurnar. +■ St. ]eme l’firc. Eftir Mark Twain í Harpers Magazin. Lausl. þýtt. (Frh.). Tuttugu og fimm árum síðar var málið tekið upp að nýju, þar eð menn nú voru teknir að efast mikillega um það, að konungurinn væri réttilega að völdum kominn, því hann hafði verið reistur við og settur til valda af konu, sem kirkjan hafði sannað að væri galdraDorn, og hefði náið sam- band við illa anda. Mikill fjöldi manna var nú kallaður fyrir rétt til þess, að vinna eið og bera vitni í málinu. Voru þar komnir ýmsir af herforingjum Jeanne, skrifari hennar, ýms skyldmenni og aðrir íbúar Domremy-þorpsins. Enn- fremur mættu fyrir réttinum dóm- arar og skrifarar frá málsókninni í Rouen og Poitiers. Og það sem vitnin báru, var bókað. í eiðfest- um vitnisburði þeirra er hin ynd- ísfagra saga Jéanne d’Arcs afhjúp uð, alt frá bernskuárum hennar I og til bálfararinnar. Og hún hefst upp úr dómnum hrein og óflekk- uð í hug og hjarta, í hugsunum, orðum og gjörðum, og þannig mun minning hennar verða til enda veraldar. Hún er furðuverk samtíðar sinn- ar. Og þegar við lítum á þau lífs- skilyrði sem hún ólst upp við, ásamt því, að hún var kvenmað- ur, sem strax á unga aldri afrek- aði alt það, sem frægð hennar bygðist á, þá munum við fullviss- ast um það, að á meðan hvíti mannflokkurinn er við líði, þá mun Jeanne ætíð verða gáta ald- anna. Ef við viljum reyna að gera oss grein fyrir öðrum eins mönn- um og Napoleon, Shakespeare, Rafael, Wagner, Edison eða hverj- um öðrum afburðamanni, sem vera vill, þá vitum við, að það mikilfenglegasta sem eftir slíka menn liggur, verður engan veginn skýrt til hlýtar með hinum yfir- gripsmiklu, meðfæddu gáfum snill- ingsins; það eru lífskjörin og upp- eldið, sem snillingurinn ólst upp við, sem gefa skýringuna, því vafa laust hefir grundvöllurinn að yfir- burðum hans verið sá agi og æf- ing, sem hann fékk meðan hæfi- leikarnir voru að þroskast og auk- ast, og það viðhald sem hann fékk við lestur, nám og fyrirdæmi, og ennfremur sú hvatning og upp- örfun, sem sjálfstraust hans og viðurkenning annara veitti hon- um á sérhverju þro3kastigi anda hans. Þegar við þekkjum þessi at- riði, þá vitum við hvers vegna maðurinn var viðbúinn, þegar tæki- færið gafst. Mjög er sennilegt, að það andrúmsloft og uppeldi, sem Edison ólst upp við, hafi leitt til þess, að hann fann sjálfan sig, og ætla má, að hann hefði lifað og dáið ófundinn í hverju því landi, þar sem hugvitsmaðurinn gat sér enga félaga fengið, enga samhygð fundið, né heldur nokkurn vott um viðurkenning eða uppörfun, sem gæti vakið metnað hans. Þannig mundi t. d. ekki unt að finna Edisons líka í Dakomey- fylkinu í Afríku, og í Dakomey hefði Edison heldur ekki getað rutt hugviti sinu til rúms. Blátt áfram sagt: Snillingurinn fæðist ekki sjáandi, heldur blindur. Og það er ekki hann sjálfur sem opn- ar augu sín, heldur opnast þau I fyrir tilverknað óteljandi aðkom- andi áhrifa, sem andi hans verður fyrir. Yið vitum öll, að þetta er eng- in tilgáta, heldur almenn stað- reynd eða sannleikur. Og Jeanne dArc átti sitt Dakomey-hórað. Það var Lothringen. Og þar mæt- ir gátan css. Við getum skilið hvernig hún gat fæðst með her- forinpjagáfu, með ljónshjarta og óviðjafnanlegum krafti, og með andríki, sem í mörgu tilliti var ótæmandi fjársjóður — andríki, sem meðal annars náði til þess hæfileika málaflutningsmannsins, að sjá fyrir gildrur, sem lagðar eru mjög kænlega af andstæðing- unum í sakleysislegum orðum; og ekki var hún síður vel máli farin og hún kunni þá list, að setja fram mál sitt skýrt og ákveð- ið; ennfremur var hún gædd þeirri gáfu dómarans, að meta og velja úr þeim sönnunargögnum, sem fyrir hendi eru, og loks finnum við hjá henni meira en lítinn vott um þá gáfu stjórnmálamannsins, að geta skilið deiluatriði i stjórn- málum og færa sér í nyt þau tækifæri, sem af ágreiningnum leiða; við getum skilið, hvernig hún gat fæðst með öllum þessum miklu gáfum. Tankarnir. Hver fann þá npp? Þó ekki sé langt um liðið síðan stríðið hætti, hefir þegar margt skringilegt komið í Ijós, og margir eru þeir, sem vilja troða sér fram og þakka sér nokkurn hluta af sigrinum. Gott dæmi um metorðagirnd manna er það sem hér fer á eftir. Hvorki fleiri né færri en 11 herforingjar úr her Englendinga höfðu gefið sig fram sem upp- götvar hinna svonefndu „Tanks“, þessara járnvörðú vagnferlíkja, sem byltust áfram yfir hvað sem fyrir var og gerðu Þjóðverjum mikinn usla. Mál þetta lcom fyrir rétt og mætti Churchill sem vitni. Eftir tveggja tíma þóf fyrir réttinum var úrskuiðað, að fyrsta uppá-

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.