Friðlýst land - 01.11.1958, Blaðsíða 2
FR IÐLÝST LAND
Friðlýst land,
sfarf þess og sfefna
Þessa dagana er rétt ár liðið
síðan samþykkt var í Rithöf-
undafélagi íslands tillaga þess
efnis, að félagið beitti sér fyrir
almennum borgarafundi í
Reykjavík til að herða á kröf-
unni um brottför bandaríkja-
hers frá íslandi. Skömmu síðar
samþykkti Félag íslenzkra
myndlistarmanna að fylkja liði
með rithöfundum og gerðist að-
ili að fundinum. Um miðjan
nóvember kvaddi undirbúnings-
nefnd félaganna saman hóp her-
námsandstæðinga úr röðum rit-
höfunda og annarra listamanna,
háskólastúdenta og annarra
menntamanna, og var þar ein-
róma samþykkt að gefa út blað
skömmu fyrir fundinn. Jafn-
framt samþykkti fundurinn á-
varp til þjóðarinnar, og undir-
rituðu það um eitt hundrað
lista- og menntamenn úr öllum
stjórnmálaflokkum. Ávarpið
birtist á forsíðu blaðsins „Her-
inn burt“, sem út kom fyrstu
dagana í desember. Hinn 8.
desember var fundur lista-
manna haldinn við húsfylli. Að
fundinum loknum var farin
fjöldaganga að bústað forsætis-
ráðherra og honum færð álykt-
un fundarins, þar sem krafizt
var tafarlausra efnda á sam-
þykkt alþingis frá 28. marz 1956
um endurskoðun herstöðva-
samningsins með brottför hers-
ins fyrir augum.
Þeim sem að undirbúningi
borgarafundarins unnu fannst
höfuðnauðsyn, að þeirri sam-
stöðu sem hér hafði skapazt
yrði fylgt eftir með stofnun
samtaka, þar sem menn með
ólíkustu skoðanir í öðrum efn-
um gætu sameinazt til baráttu
fyrir brýnustu lífshagsmunum
þjóðar vorrar: að hernum yrði
vísað heim til föðurhúsanna, öll
víghreiður hér á landi lögð nið-
ur, ísland losað úr tengslum við
hernaðarbandalög og endurnýj-
uð yfirlýsing sú sem verið hefur
og verða mun þjóð vorri til
mestrar vegsemdar og blessun-
ar: yfirlýsingin um ævarandi
hlutleysi íslands í hernaðarátök-
um, um friðlýsingu lands vors.
Hinn 20. marz síðastliðinn voru
samtökin formlega stofnuð, og
hlutu þau nafnið: „Friðlýst iand
— samtök rithöfunda og
menntamanna.“
Fyrsta verk félagsins var að
boða til almenns fundar í Gamla
bíó, þegar tvö ár voru liðin frá
því er alþingissamþykktin var
gerð, og fundarefni enn hið
sama: að knýja á um efndir.
Fulltrúaráð verkalýðsfélaganna
í Reykjavík stóð einnig að fund-
arboðinu og enn sýndu reyk-
víkingar áhuga sinn og alvöru
í þessu máli með því að fylla
fundarsalinn.
Á síðastliðnu vori hófust sam-
tökin handa um samningu og
útgáfu bæklings, þar sem safnað
var í einn stað öllum helztu
staðreyndum, er styðja hinn ís-
lenzka málstað, og sýnt með svo
ljósum rökum sem verða má,
hver háski stafar frá stríðsvél
þeirri sem skammsýnir valda-
menn landsins hafa flækt oss í
að þjóðinni forspurðri. Bækl-
ingur þessi ber nafn samtak-
anna — Friðlýst land — og má
skoðast sem stefnuskrá þeirra.
Hann er nú kominn í hendur
þúsunda manna um land allt.
Þegar stofnun Atlantshafs-
bandalagsins var á döfinni fyrir
réttum áratug, hófu íslenzkir
stjórnmálamenn að boða þjóð
sinni hjálpræði þess af engu
minna kappi og þolgæði en svo-
nefnd Vitni Jehóva fagnaðarer-
indi Krists. Vitni Atlantshafs-
bandalagsins lýstu yfir því, að
nú hefðu orðið straumhvörf í
sögu mannkyns á vesturhelm-
ingi jarðar, aldagamall draum-
ur væri að rætast, lambið þyrfti
ekki framar að óttast ljónið,
járngrá stórveldi, vædd kjarn-
orkusprengjum í þokkabót, ættu
þá ósk heitasta að mega brjóta
sig í mola fyrir smáþjóðir eins
og íslendinga, faðma þær,
vernda þær og styrkja á grund-
velli sameiginlegra hugsjóna
um frelsi og bræðralag. Síðan
var Atlantshafsbandalagið kom-
ið á legg og faðmlagadraumur-
inn orðinn áþreifanlegur veru-
leiki á íslandi, her stórveldis
tekinn að hreiðra vandlega um
sig á ýmsum stöðum líkt og
hann hygðist vera hér til eilífð-
arnóns.
Það er ekki nema sjálfsagt að
láta her þennan njóta sannmæl-
is. Hann hefur ekki staðið í
mannvígum né illdeilum við
eyjarskeggja, né beitt oss of-
ríki umfram það, sem vér höf-
um beinlínis kallað á sjálfir ell-
egar samþykkt með þögninni.
Það hefur kraumað svo hátt í
kjötkötlum hans á Reykjanesi,
Langanesi og Hornströndum, að
jafnvel yfirlýstir andstæðingar
hans hafa sumir hverjir orðið
öldungis viðþolslausir, kvatt
sæmd sína með kossi, runnið á
hljóðið og ilminn. Auk þess
hafa ráðherrar vorir og fulltrú-
Þeir sem hafa ekki aflað sér
hans enn, en hafa hug á því,
geta pantað hann frá einhverj-
um af framkvæmdaráðsmönn-
um samtakanna, meðan upplag-
ið endist.
í júnímánuði gengust samtök-
in fyrir fundahöldum víðsvegar
á suður- og suðvesturlandi, og í
september mánuði voru fundir
haldnir í flestum bæjum og
stærri kauptúnum á austfjörð-
um, norðurlandi og vestfjörð-
um um landhelgina og her-
verndina. Fundina sóttu þúsund-
ir manna, og var sérstaklega á-
berandi hve stuðningsmenn
þeirra flokka, er kölluðu her-
inn inn í landið, sýndu nú miklu
meiri áhuga á málinu en stund-
um fyrr. Á fundunum voru sam-
þykktar — oftast einróma — á-
skoranir til þings og stjórnar
um heimsendingu hersins, úr-
sögn úr Atlanzbandalaginu og
endurnýjun hlutleysisstefnunn-
ar. Ræðumenn á fundunum
tengdu persónuleg bönd við
fjölda manna úr öllum stjórn-
ar getað gengið sýknt og heilagt
með gylltan ölmusupung á fund
bandarískra stjórnarvalda að
sækja gjafir og lánsfé.
Öngvu að síður höfum vér
fengið að kenna á því lögmáli,
sem blasir við augum á spjöld-
um mannkynssögunnar, — að
sérhverri smáþjóð hefnist fyrir
að lofa stórveldi að faðma sig,
hversu náðarsamlegur sem
faðmur þess kann að sýnast í
fyrstu, að þráseta erlends hers
hlýtur ævinlega að leiða af sér
háska og bölvun, lægingu og ó-
farnað í einhverri mynd. Hvaða
áhrif hefur allur gullmokstur-
inn og allt gjafakornið haft á
efnahagskerfi vort og atvinnu-
hætti? Hvað hefur orðið um
heilbrigðan metnað fjölmargra
íslendinga, hollustu þeirra við
land sitt og sögu, siðgæði þeirra
og manndóm? Að vísu var ekki
hvítt að velkja eftir styrjaldar-
árin og Keflavíkursamninginn,
en þó hefur keyrt um þverbak á
því tímabili sem liðið er síðan
vér gengum í Atlantshafsbanda-
lagið. Til dæmis mundu helztu
lífsbjargartæki vor hafa stöðv-
azt hvað eftir annað, ef Færey-
ingar hefðu ekki hlaupið í
skarð þeirra íslendinga, sem
kusu heldur að aka sprengjum
fyrir herinn, reisa hús og vígi
fyrir herinn, þvo gólf og sópa
fyrir herinn, hella úr koppum
hans og kirnum, snudda í skrani
hans og ranamoski.
Á þessu timabili, þessum ára-
tug, hefur hin marglofaða vernd
hersins einkum birzt í mosa-
brennslu og ásókn hans í hálf-
stálpaðar unglingsstelpur og
silunga í ám og vötnum, meðan
aðrar heittelskaðar bandalags-
málaflokkum, sem styðja munu
baráttu „Friðlýsts lands“ hver
á sínum stað, og er árangur af
starfi þessara nýju liðsmanna
þegar farinn að koma í ljós.
Stjórnendum ,,Friðlýsts lands“
er ljóst, að milljónir manna um
heim allan heyja sömu baráttu
og vér við að stilla ofsa stjórn-
málamannanna, bægja tortím-
ingarhættunni frá þjóðum sín-
um, lyfta oki hernaðarbrjálæð-
isins af herðum þeirra og
tryggja óskoraðan rétt þeirra
til að lifa óáreittar við friðsöm
skapandi störf. í þeim tilgangi
að treysta böndin við þessa
samherja vora í öðrum löndum
hefur ..Friðlýst land“ boðið
heim þýzka biskupnum, Martin
Niemöller, prófessor, er gat sér
heimsfrægðar fyrir djarfmann-
lega baráttu gegn nazismanum.
Mun hann koma hingað til lands
innan skamms og flytja hér er-
indi á vegum samtakanna.
Á aðalfundi „Friðlýsts lands“
fyrir skömmu voru eftirtaldir
15 menn kosnir í framkvæmda-
þjóðir vottuðu oss traust og
virðingu með því að neita að
kaupa afurðir vorar, stunda sí-
vaxandi rányrkju á íslenzkum
fiskimiðum og gera sér jafnvel
leik að því að ónýta veiðarfæri
sjómanna vorra. Erlend á-
troðsla, hermang, betl, þrotlaust
stórveldadekur í ræðu og riti, —
slíkt var orðið hlutskipti þessar-
ar sagnfrægu þjóðar, þegar hún
tók loks að ókyrrast fyrir nokkr-
um vikum og krefjast skýringar
á hegðun vina sinna og vernd-
ara.
Vitni Jehóva nefna stundum
djöfulinn og vald hans, ef
biblíutúlkun þeirra er mótmælt
og áróðursbæklingum þeirra
hafnað. Vitni Atlantshafsbanda-
lagsins hafa óspart látið svipuð
hróp dynja á hverjum þeim
manni, sem gagnrýndi kenningu
þeirra um fórnarlund stórvelda
og leyfði sér að halda því fram
að smáþjóðum bæri umfram allt
að forðast hernaðarsamtök. Það
stendur kannski í þessum ágætu
Vitnum að útskýra verndina og
bræðralagið um þessar mundir,
þegar Bretar miða á oss gín-
andi fallbyssum viku eftir viku,
leggja sig í framkróka til að
drekkja sjómönnum vorum, láta
greipar sópa um þá auðlind,
sem ein getur gert oss kleift að
lifa á mannsæmandi hátt í þessu
landi. Mælir lægingar og ófarn-
aðar er loks fullur og skekinn:
Sá íslendingur er gauð og rola,
sem krefst þess ekki nú að rík-
isstjórn vor losi oss tafarlaust
úr faðmi þessara sérkennilegu
vina og verndara, að vér endur-
heimtum sjálfsvirðingu vora og
óskoruð yfirráð yfir ættjörð
vorri.
Ólafur Jóh. Sigurðsson:
Fullur og skekinn mælir