Friðlýst land - 01.11.1958, Blaðsíða 4
4
FRIÐLÝST LAND
„Tveir af hverjum þrem fslendingum
vilja úrsögn úr NATO“,
— segir málgagn Bandaríkjasfjórnar
íslendingum er innan handar að sigra
í landhelgisdeilunni
Bandaríska tímaritið U.S.
News and World report, sem af
mörgum er talið óopinbert mál-
gagn bandarísku ríkisstjómar-
innar, birtir þessa frétt hinn 17.
október frá sendimanni sínum
í Reykjavík:
,,Meðan Bandaríkin beina
allri athygli sinni að Que-
moy og Mið-Austurlöndum,
eru Ráðstjórnarríkin að skapa
með lægni meiri háttar vand-
ræðaástand í allt öðrum
hluta heims — á íslandi.
Fiskveiðideila milli Islend-
inga og Breta, sem virtist í
upphafi fremur veigalítil,
ógnar nú samstarfi Vestur-
veldanna og getur valdið því,
að Bandaríkin missi eina að-
al herbækistöð sína.
í fyrstu var dálítið erfitt
að taka mark á þessari deilu.
Hún líktist miklu fremur
skopleik. En svo virðist, sem
íslendingar líti þetta „stríð“
mjög alvarlegum augum —
satt að segja svo alvarlegum,
að þeir eru að tryllast út 1
Breta, Bandaríkjamenn og
N orður-Atlantshaf sbandalag-
ið.
Þannig er ástandið, eins
og það kemur sendiráðs-
mönnum vestrænna ríkja í
Reykjavík fyrir sjónir:
— Ef íslendingar ættu þess
kost í þjóðaratkvæðagreiffslu
aff ákveffa, hvort þeir skyldu
fara úr Atlantshafsbandalag-
inu effa ekki, mundu tveir
þriffju kjósenda greiffa at-
kvæði meff því. —
í Reykjavík spyr maður
mann, hve lengi íslendingar
verði í Atlantshafsbandálag-
inu, hve lengi bandaríska
hernum verði leyft að nota
flugvöllinn í Keflavík.“
Sérstök ástæða er til að vekja
athygli allra hernámsandstæð-
inga á þessari fullyrðingu. Það
má vera, að hér sé fullmikið
sagt, en hins er þá að minnast,
að fjölmargir íslendingar vilja
herinn á brott úr landinu, án
þess að þeir æski, að við segj-
um okkur úr NATO, og á hinn
bóginn getur enginn viljaðhvort
tveggja: úrsögn úr bandalaginu
og áframhaldandi veru hersins,
því að sá her er hér á vegum
Atlantshafsbandalagsins.
Það er því ljóst, að þó að
þarna sé ef til vill full sterkt að
orði kveðið, þá er hin staðreynd-
in örugg: Mikill meiri hluti
Iandsmanna vill herinn tafa-r
laust á brott úr landinu.
Ógæfusagan um hernám ís-
lands hefst árið 1940. Um tíma
virtust íslendingar ætla að rétta
hlut sinn, en sú von brást og
niðurlægingin varð enr.. m.eiri.
í lö ár hafa hernámsandsiæð-
ingar verið að tapa. Nú er tafl-
inu snúið við. Öll rök standa
með þeim — engin á móti. Þeg-
ar sóknin er hafin og sigurinn
framundan, getur enginn and-
stæðingur herstöðvanna staðið
hjá.
íslendingar — hvar í flokki,
sem þið standið — gleymið
flokkshagsmunum og styðjið
kröfuna um friðlýst land.
Framhald af 1. síðu.
við okkur fyrir vikið. Þetta
fundu þeir Helgi Briem sendi-
herra í Bonn og Kristinn Guð-
mundsson sendiherra í Lundún-
um, er þeir gáfu í skyn á blaða-
mannafundum um mánaðamót-
in ágúst—september, að íslend-
ingar kynnu að ganga úr A-
bandalaginu ef Bretar gerðu al-
vöru úr þjófnaðarhótunum sín-
um. En síðar, þegar það hefur
komið í ljós, að stærsta stjórn-
málaflokki þjóðarinnar og jafn-
vel ýmsum ráðherrum er sízt í
hug að draga lærdóma af her-
ferð Breta á íslandsmiðum, þá
hlakkar aftur í brezkum blöð-
um: við tefldum að vísu djarft -
en leikfléttan tókst; íslendingar
hreyfa hvorki hönd né fót og
hafa aldrei verið ódeigari banda-
menn; okkar en einmitt nú.
Berjum á þeim óhræddir!
Það sem almenningur
hefur skilið
íslenzkur almenningur hefur
líka skilið það glögglega hvað
vænlegast væri til árangurs í
landhelgisátökunum við Breta
— og hvað sæmd okkar hentaði
bezt. Þessvegna hafa áskoranir
á ríkisstjórnina streymt tugum
saman af hverju landshorni,
þar sem þess er krafizt að ís-
lendingar kalli sendiherra sinn
i Lundúnum heim, nefji endur-
skoðun „varnarsamningsins',
segi sig úr A-bandalaginu. En
ríkisstj. sem slík hefur skellt
skolleyrum við þessum vilja-
yfirlýsingum fólksins í landinu;
frá henni hefur hvorki heyrzt
hósti né stuna — þegar frá eru
taldar margendurteknar yfirlýs-
ingar utanríkisráðherra, að ís-
lendingum hafi aldrei komið í
hug að segja sig úr hernaðar-
bandalagi sínu við Breta! Þann-
ig hafa vopnin verið slegin úr
höndum okkar, en Bretinn held-
ur áfram að stela frá okkur
fiskinum undir fallbyssuvernd.
Er hersetan þeim hjart-
fólgnari en landhelgin?
Hvað sætir því að stjórnar-
völdin skuli ekki beita þeim
vopnum í þessari deilu, sem
okkur eru þó tiltæk? Er þeim
ekki alvara að vinna þetta
stríð? Það er gott að við eigum
ekki morðvopn; en hvaða fyrir-
munun er það að beita ekki
þeim öðrum vopnum sem við þó
eigum? Spyr sá sem ekki veit:
er ríkisstjórninni kannski her-
setan hjartfólgnari en landhelg-
in? Er A-bandalagiff okkur mik
ilvægara en fiskveiðarnar? Er
verið að hugsa um „vestræna
samvinnu". eða er verið að
hugsa um íslenzka hagsmuni?
Hversvegna sitjum við auðum
höndum og höfumst ekki að?
Er veriff aff bíffa eftir því aff
belgískir togarar komi líka á
miffin undir herskipavernd,
eins og hótað hefur verið? Er
veriff aff bíffa eftir því, aff
Northern Foam sigli Ægi í kaf?
Við spyrjum í heyranda
hljóði
Samtökin Friðlýst land voru
stofnuð áður en landhelgisdeil-
an við Breta hófst. Það er verk-
efni þeirra að berjast fyrir upp-
sögn ,,varnarsamningsins“ við
A-bandalagið og brottför banda-
ríska hernámshðsins. Átökin
við Breta um landhelgina hafa
fært okkur nýjar og óhrekjandi
röksemdir upp í hendurnar. Allt
sem við höfum áður sagt um
eðli A-bandalagsins og háskann
af hersetunni stendur enn í fullu
gildi; en síðan 1. september má
öllum heimi að auki vera Ijós
smán okkar og vesalmennska að
hanga í hernaðarbandalagi við
þjóðir sem beita okkur ofbeldi
hvenær sem þeim býður við að
horfa. Það eru Hermann Jónas-
son forsætisráðherra og Guð-
mundur í Guðmundsson utan-
ríkisráðherra, er samkvæmt
embættum sínum ættu að hafa
frumkvæði um þær aðgerðir
sem hér hafa verið taldar. Frið-
lýst land beinir framangreind-
um spurningum sérstaklega til
þeirra — og ítrekar þær enn:
Ætlar ríkisstjórnin aff beita
þeim vopnum í landhelgisátök-
unum sem viff höfum handbær
— eða eigum við að halda áfram
að kyssa klæðafald Bretans?
Eigum við aff sigra í þessari
deilu, eða eigum við að taka
ofan fyrir fallbyssunum?
Erum við menn, eða erum
við skóþurrkur?
FRIÐLÝST LAND — samtök rithöfunda og menntamanna —■
boða til
Almenns fundar um herverndina og landhelgina
í Gamla bíói sunnudaginn 2. nóvember 1958 kl. 14.30.
Ræðumenn:
Jóhannes úr Kötlum, skáld
Ragnar Arnalds, smd mag.
Sigríður Eiríks, frú
Thor Vilhjálmsson, rithöfundur
Þorvaldur Ornólfsson, kennari.
Frjálsar umræður.