Friðlýst land - 01.11.1958, Blaðsíða 3
Jón M. Samsonarson:
FRIÐLÝST LAND
3
Frá Getsemane til íslands
Það gerðist fyrir meira en
nítján öldum, að mannvinurinn
frá Nazaret stóð í Getsemane-
garði einn og þó umkringdur
lærisveinum og beið þess að
deyja á krossi. Lærisveinn brá
sverði honum til varnar, en hinn
mikli sjáandi mælti: „Slíðra þú
sverð þitt; því að allir þeir sem
grípa til sverðs, munu farast
fyrir sverði.“ — Mörgum öld-
um síðar situr skáld norður á
yztu þröm hins byggilega heims
og fellir blóðuga sögu sverðsins
í stuðla. Og enn er vonin, að
örlagasaga 'mannkynsins verði
ekki um eilífð samtvinnuð
sverði og blóði: „Er sögunni um
sverðið lýkur, hefst sagan —
um frjálsa menn.‘
Það er langur vegur milli
Getsemane og okkar kalda
lands, og margar aldir skilja á
milli. En barátta mannsandans
gegn vopnatrú spannar þær
fjarlægðir, og henni mun ekki
linna, fyrr en mannkynið hefur
tortímt sjálfu sér í sinni eigin
glópsku eða horfið frá trúnni á
vopn og soðið sverðin upp í
plógjárn.
Hitt er rétt, að sverðið hefur
aldrei skort sína formælendur
hér í heimi Ég minnist þess um
það leyti, sem stjórnmálamenn
voru að véla íslenzka þjóð í
Atlantshafsbandalagið með lof-
orðum, sem þeir hvorki ætluðu
sér né gátu efnt, að einn af lög-
giltum fulltrúum Nazareans hér
ráð: Stefán Jónsson, rithöfund-
ur, frú Drífa Viðar, Gils Guð-
mundsson, rithöfundur, Einar
Bragi, skáld, séra Rögnvaldur
Finnbogason, Þorvarður Örn-
ólfsson, kennari, Jónas Árnason,
rithöfundur, frú Sigríður Eiríks,
hjúkrunarkona, Jökull Jakobs-
son, rithöfundur, Ólafur Pálma-
son, stud. mag., Jón úr Vör,
skáld, Ragnar Arnalds, stud.
mag., Magnús Á. Árnason, list-
málari, Þorsteinn Valdimarsson,
skáld og Gunnar M. Magnúss,
rithöfundur.
Á fyrsta fundi framkvæmda-
ráðs voru eftirtaldir menn
kjörnir í stjórn þess: Jón úr Vör,
Jónas Árnason og Ragnar Arn-
alds. Fundurinn samþykkti að
hefja útgáfu blaðs og kaus þá
Einar Braga, Bjarna Benedikts-
son og Ragnar Arnalds í rit-
nefnd þess.
Hér hefur í höfuðdráttum
verið greint frá tildrögum að
stofnun „Friðlýsts lands“ og
starfi þess fyrsta missirið. Sam-
tökin hafa frá upphafi notið
trausts og halds fjölda manna,
sem telja það óleyfilegt and-
vara- og ábyrgðarleysi að trúa
svikráðum stjórnmálamönnum
fyrir mestu örlagamálum þjóðar
vorrar. Þó að félagið sé enn á
bernskuskeiði og meginþungi
baráttunnar hafi eins og tíðum
hvílt á herðum tiltölulega fárra
fórnfúsra hugsjónamanna, hefur
býsna mikið verið starfað og
árangurinn orðið giftudrjúgur:
„Friðlýst land“ hefur átt sinn
góða þátt í því að rjúfa þögnina
sem orðin var um herstöðva-
málið, vegna þess að samvizka
stjórnmálamannanna, er ráða
útvarpi og blöðum, þoldi illa að
á það væri minnzt. Að vísu hafa
atvikin verið oss hallkvæm: her-
hlaup breta á íslandsmið hefur
sýnt þúsundum manna svart á
hvítu, hve innantóm eru glam-
uryrði stórvelda um virðingu
þeirra fyrir frelsi og lífsrétti
smáþjóða. Hverju íslenzku
barni ætti að vera ljóst nú, að
„bandamaður“ sem beinir að ís-
lenzkum löggæzlumönnum gap-
andi fallbyssukj öftum til að er-
lendir ránsmenn geti í friði
látið greipar sópa um dýrustu
auðævi þjóðar vorrar, er ekki
bandamaður, heldur óvinur vor
og kúgari. Hverju íslenzku
barni ætti einnig að vera ljóst
nú, að „verndari" sem af ásetn-
ingi blundar á báðum augum,
meðan erlendur vígdreki öslar
upp í fjörusteina rétt fyrir fram-
an nefið á honum, er hér ekki
til að vernda oss gegn aðsteðj-
andi hættum, heldur situr á
svikráðum við oss og veitir þeim
að málum sem fótumtroða rétt
vorn og brýnustu hagsmuni. En
því aðeins gátu þau atvik, sem
opnað hafa augu þúsundanna
seinustu mánuði, orðið oss hall-
kvæm, að varnaðarorð hernáms-
andstæðinga hafa alla tíð verið
á óyggjandi rökum reist: að
málstaður vor er málstaður ís-
lenzku þjóðarinnar allrar.
Frá fundi „Friðlýsts lands“ á Isafiröi
30. september s.l.
uppi á íslandi flutti þjóð sinni
boðskap í útvarp og sagði henni,
að Kristur hefði svo sann-
arlega viljað berjast í Getse-
mane. Hann hefði því aðeins
látið slíðra sverðin, að hann
sá fjölmenni óvinanna og vænt-
anlegan ósigur í orrustu. Þar
talaði sá, sem kaus fremur að
vera fulltrúi snjalls herfor-
ingja en hins, sem lét krossfesta
sig heldur en hvika frá hugsjón
sinni.
Og þó er það svo, að réttlætið
þarfnast ekki sverða til að sigra,
þótt svo kunni að virðast um
hríð. Þetta vita Indverjar af
eigin reynslu, og það ætti einn-
ig að vera okkur íslendingum
Kappræðufundur!
Á síðast liðnu vori sendi
stjórn samtakanna Friðlýst land
félaginu „Frjáls menning“ bréf
og skoraði þar á félagið til
kappræðna um hernámið eða
Atlantshafsbandalagið. „Frjáls
menning" hafnaði þessu tilboði
með algerri þögn og var þá ekki
frekar um það rætt.
Nú nýlega sendi stjórn sam-
takanna bréf til ,,Féiags áhuga-
manna um Atlantshafsbanda-
lagið“ og mæltist til þess að fé-
lagið nefndi „menn til þátttöku
í kappræðufundi um hervernd-
ina og Atlantshafsbandalagið,
sem samtpk okkar hafa ákveðið
að efna til á næstunni,“ eins og
það var orðað í bréfinu.
Samkvæmt upplýsingum frá
Pétri Benediktssyni, banka-
stjóra, formanni félagsins mun
tilboð þetta vera í athugun hjá
stjórn „Félags áhugamanna um
A-bandalagið“, og er þess að
vænta, að félagsmenn þiggi
þetta ágæta tækifæri til að
kynna almenningi áhugamál
sín.
ljóst framar en öðrum. En varla
er vopnlaus frelsisbarátta þjóð-
arinnar til lykta leidd með full-
komnum sigri réttlætisins, þeg-
ar forystumenn hennar taka
upp nýjan hátt og vilja nú fara
að trúa á stálið.
Herveldi heims reiða enn upp
gunnfána og munda sverð. Þau
hafa nú keppzt við að skipa
þjóðum í tvær andstæðar helft-
ir, gráar fyrir járnum og reiðu-
búnar að tortíma öllu lífi á
jörðinni. Móðurveldin beita lof-
orðum, mútum og hótunum til
að koma í veg fyrir að slakni á
böndunum. Stjórnvizkan er í al-
gleymingi. Herir þeirra hreiðra
um sig hér og þar, og allir eru
þeir til að vernda og verja. En
hitt ætti að vera orðið Ijóst,
hvað þeir eru raunverulega að
vernda. Það er ekki langt síðan
Ungverjar fengu að kynnast
verndinni að austan. Þeir báðu
um frelsi, en stórveldið heimt-
aði hlýðni og vald. Og ung-
verskt frelsisblóð rann. Kýpur-
búar hafa líka fengið að kynn-
ast því, hverju erlent herlið
svarar, þegar beðið er um frelsi.
Og það er óþarft að telja dæmi.
Hvar sem sverðið fer, er ferill
þess rauður af blóði saklausra
manna.
Enda er það svo, að enn hafa
ekki allir ærzt af hrópum tví-
veldanna. Enn eru þjóðir, sem
telja sig gera sér og mannkyn-
inu mest gagn með því að
standa hjá og bera klæði á
vopnin, enn er reynt að kefja
rödd sverðsins og sannfæra
þjóðir og einstaklinga um, að
það er hægt og því aðeins hægt
að lifa áfram á þessari jörð, að
sverðið sé slíðrað um eilífð. Ef
íslenzka þjóðin ætlar sér annað
og meira hlutskipti hér í heimi
en það eitt að lifa sem sögn í
fornum sögum, þá er hennar
starfssvið meðal þessara þjóða,
og hvergi nema meðal þeirra.