Helsingi - 01.06.1945, Síða 2
2
Eitt þúsund
og þrjátíu
atlcvœði haji jrjáls og jordómslaus
hugsun hlotið
á íslandi
í árslok
1944
1 030 eintök höfðu verið pöntuð
af riti mínu „Einum helsingja“
á síðasta degi liðna ársins. Og eins
og þeir muna sem „Opið bréf“ hafa
lesið, þá er verð ritsins ákveðið 5
krónur fyrir þá sem sendu pantanir
sínar fyrir nýjár. Askriftargjöldin
fyrir þennan eintakafjölda koma því
til að nema rúmum 5000 krónum
þegar þar að ber. En sú upphæð
mundi nægja fyllilega til að láta
prenta 3—4 arka rit (50—60 bls.)
og greiða allan annan beinan kostn-
að þó upplag yrði nokkuð stórt.
Ákalli mínu hefir því verið svar-
að út á meðal þjóðarinnar — þ. e. a.
s. hinni einföldu, ópersónubundnu
mannréttindakröfu einstaklingsins,
hefur því verið fullnægt og fram
á meira, hvorki gat ég né get farið
persónulega. Mér haíði um nýjár
reijjð gert það kleift, sem einum
einstakling innan mannlegs samfé-
lags, að koma málsskjölum mínum
fram fyrir þann eina dómstól er um
það mál gat fjallað á réttum grund-
velli. Og þessu frumskilyrði fyrir
framþróun mannlegs samfélags
íafði verið fullnægt þegar í nóvem-
ber.
En all-verulegur hluti ákalls míns*
í „Opnu bréfi“ stefndi lengra og
setti markið víðsfjarri öllum per-
sónulegum tilfinningamálum.
Það var stofnun „Helsingjasjóðs“.
Og eins og er margítrekað í
sjálfu „Opna bréfinu“ gat aðeins
eitthvert jjvílíkt markmið gefið
slíku ákalli tilverurétt'. Vesæll per-
lónuleiki eins einstaklings, hvers
6em væri, gæti ekki varið gagnvart
sjálfum sér slíkan hávaða um sína
eigin tilveru aðeins, þó líf lians og
vit lsfegi við og þó það væri lág-
marksréttur hans sern mannlegrar
veru sem hann hrópaði á.
En þegar hér er komið málum er
hið raunverulega takmark nokkuð
langt undan, þó atkvæðatalningu í
fylgislest frjálsrar hugsunar á ís-
landi sé lokið, fyrir árið 1944. —
Sjóðurinn skyldi stofnaður með
því, sem umfrarn yrði beinan kostn-
að við útgáfu ritsins sjálfs. Því
hvað snertir útgáfu „Opna bréfs-
ins“ og síðar fjölrituðu „Orðsend-
ingarinnar“ prentaðs bréfs til kaup-
sýslumanna o. fl. Þá hefi ég sjálfur
haft í hyggju og hefi, að reyna að
standa straum af því, — enda mundi
þá langt til lands, hvað snertir sjóð-
stofnun, ef þau útgjöld, sem nú
orðið nem? yfir 4000 krónur, —
ættu að greiðast af tekjum „Eins
helsingja“ þegar til þeirra kemur.
En frá byrjun stóðu vonir mínar til
þess, að svo mætti fara að hægt yrði að
nota þá upphæð sem mest óskerta sem
atkvæðin — pantanirnar á árinu 1944,
koma til með að gefa, — einmitt fyrir
það fé verður minningarsjóður frjálsr-
ar hugsunar að stofnast, — það er hans
fé raunverulega. Enda virtust mér líka
góðar horfur þar um í byrjun þessa
árs. Eg reiknaði með því af gamalli
reynslu og kunnugleika á því sviði, að
rit með jafn augljósa útbreiðslumögu-
leika, mundi fá það miklar auglýsing-
ar, að nægði fyrir prentun og hefting-
arkostnaði og lét því prenta bréf til
kaupsýslumanna og annarra auglýs-
andi fyrirtækja, í nokkur hundruð ein-
tökum og sendi út til stærstu bæjanna
og Reykjavíkur eða sem næst 350 fyrir-
tækjum og helstu auglýsendum.
Fer bréfið hér á eftir lítið eitt stytt:
Með skírskotun til liins .„Opna bréfs“
míns, leyfi ég mér nú að fara
þess vinsamlegast á leit við yður,
að þér auglýsið í ritinu „Einn liels-
ingi,“ sem um þessar mundir er að
verða tilbúið að fara í prentun
í prentv. Odds Björnssonar, Akureyri.
Bið ég yður að athuga eftirfarandi,
áður en þér takið ákvörðun.
1. Væntanlegur gróði rennur í stofn-
deild „Helsingjasjóðs“, sem Jónas
Rafnar yfirlæknir verður stjórnar-
formaður fyrir, með tveimur með-
stjórnendum, kosnum, hver af sín-
um aðila, starfsfólki og sjúklingum.
2. Á stofnendaskrá „Helsingjasjóðs,“
þ. 31. des. s. 1., voru 183, karlar og
konur, úr öllum sýslum landsins og
allur meginþorri þess fólks, hafa
ýmist forustu á hendi hver á sínu
sviði, eða nýtur almennrar viður-
------------------H E L S I N G I
kenningar fyrir störf og hæfileika,
ýmist í héraði eða hjá allri þjóðinni.
3. samanlagðar einkapantanir þessara
183, sem mynduðu stofnendaskrá
sjóðsins 31. des., námu þá 1030 ein-
tökum.
4. I árslok námu því lofuð áskriftargj.
atkvæðagreiðslunnar,brúttó 5150.00
kr. — fimm þúsund eitt hundrað og
fimmtíu krónum. En takmarkið er,
að stofndeildin afhendist með þeirri
upphæð óskertri, verði þess nokkur
kostur.
Ég heiti því á yður og aðra aug-
lýsendur, er þetta bréf sjá, að
styrkja þessa smávægilegu viðleitni
mína, til góðs og nokkurs gagns, í
samfélagi mínu og þjóðfélagi okkar,
með þyí að senda ritinu auglýsingu
frá fyrirtæki yðar.
5. Fé það, er síðar á þessu ári og
næsta, mun koma inn fyrir ritið, frá
bókabúðasölu og annarri lausasölu,
víðsvegar um landið, get ég ekki tek-
ið með í neina áætlun né byggt neitt
á í sambandi við prentsmiðju, papp-
ír og bókbandskostnað og önnur
bein útgjöld. Bæði verð ég þá er á-
líður, búinn að fjarlægja mig frá
verksviði sjóðsins, hvað snertir for-
sjá hans og fjármálaumsvif og
stjórnin tekin við, að afstaðinni
kosningu á hinum tveimur með-
stjórnendum yfirlæknis. — Og í
öðru lagi getur stofndeildar upphæð
sjóðsins, ekki miðazt við aðrar tekj-
ur en þær, sem fást frá áskriftum
ritsins á árinu 1944.
6. Bið ég yður vinsamlegast að taka til
alhugunar, að allar líkur liggja til
þess, að auglýsingarnar í þessu riti
fái víðlendari úlbreiðslu, en dæmi
eru fyrir áður hér á lanái. í fyrsta
lagi verða nú útsölumenn í flestum
hreppum í öllum sýslum landsins,
auk allra kauptúna og kaupstaða,
þar sem 2—3 útsölumenn verða í
sumum þeim stærstu“.
í þessu bréfi ákvað ég útkomutím-
ann í marzmánuði og tel ég bréfið bera
það með sér að allar ástæður voru til
rað gera það í góðri trú.
En nú fór mjög á aðra leið. Ilverju
svo sem það sætti, þá urðu undirtektir
auglýsenda gjörsamlega öfugar við alla
reynslu og mér þekkjanleg dæmi, — og
er vont að verjast því að sýnast þær
skjóta nokkuð skökku við rökrétta
hugsun frá bæjardyrum þeirra séð, sem
rriikið þurfa að auglýsa eða sem vilja
auglýsa í góðgerðaskyni og til styrktar
•einhverju, er til gagns megi verða.
En kannske einhverj um öðrum en
Minaiagarsiöður frjálsrar huosunar
ou útgáfa Elns Helstngja.