Helsingi - 01.06.1945, Síða 3
H E LS ! N G 1
3
mér verði auðveldara að ráða þá
skringilegu gátu?
Einstaka auglýsingar frá ágætum
fyrirtækjum og stofnunum bárust mér
þó. En samanlagt koma tekjur af þeim
ekki til að nema meira en Va hluta af
prentkostnaði ritsins einum saman mið-
að við, að það þó yrði ekki nema 4
arkir.
Þetta segir vitanlega það sama og
að annað tveggja verði ég persónulega
að standa straum af % hlutum kostn-
aðar „Eins helsingja“, allan útsending-
arkostnað o. s. frv. til viðbótar því
sem áður er sagt. En til þess hefi ég
svo langt í frá nokkra fjárhagsmögu-
leika eða leiðir, — eða þá hitt að verja
til þess öllum áskriftargjöldunum, eða
svo að minnsta \kosti, að stofnun Hels-
igjasjóðs væri úr sögunni.
En fyrst og fremst sá ég nauðsynlegt
að slá útkomu ritsins nokkuð á frest
og sjá hversu veður mundi skapast í
lofti, hleypa þessu litla blaði mínu
fyrst af stokkunum, sem ég fyrir mörg-
um mánuðum hafði ákveðið að stofna,
en þó ekki fyrr en eftir útkomu „Eins
helsingja.“ — Bárust mér og aðkall-
andi verkefni við ritstörf um þessar
mundir, ritstörf, er gefa þær tekjur,
sem ég taldi mig engin ráð hafa á að
láta frá mér fara. Hneig því allt að því
að fresta útkomu „Eins helsingja“ um
stund, enda skal því ekki trúað fyrr
en fullreynt er að auglýsendur íslenzkra
fyrirtækja svari ekki liðsbón „Eins
helsingja“ umfram það sem nú er, eftir
að hafa hugleitt málið nokkru betur.
En þó svo fari að „Einn helsingi“
yrði að koma út i sumar án þeirrar
fylgdar, skal „Helsingjasjóður“ verða
stofnaður á þessu ári, ef heilsa og
vinnuþol mitt fær ekkert ófyrirséð á-
fall. Þá fullyrðingu leyfir mér, bæði
horfur um persónulegar tekjur á næst-
unni og svo þær væntanlegu tekjur,
sem lausasalan óhjákvæmilega hlýtur
að færa ritinu. — Hitt er annað mál,
að stærð ritsins án frekari auglýsinga
en nú eru fyrir hendi, hlýtur þá því
miður að takmarka sig við hina upp-
haflega áætluðu stærð í „Opnu bréfi“,
3—4 arkir, en eðlilegir glæsidraumar
um allt að því helmings stækkun þar
frá, sem ég lét í ljósi í hinni fjölrituðu
„Orðsendingu“ minni er útbýtt var um
mánaðamótin nóv.—des. s. 1., — þeir
munu óhjákvæmilega hljóta allra venju-
legra drauma afdrif og ekki rætast, því
miður.
VILT ÞÚ
gerast útsölumaður þessa litla mól-
gagns fordómalausrar hugsunar?
VILT ÞÚ
rétta hönd þína til styrktar þessari
smávöxnu tilraun, um aS rœða og at-
huga hin ýmsu fyrirbœri mannlegs
líjs án allra jyrirjramskoðana eða
sannjocringar?
VILT ÞÚ
karl eða ltona, leggja frjálsri og
óháðri hugsun það lið að fylgj-
ast með og létta undir með þess*
ari tilraun í þjónustu þess?
Ef svo er, gerir þú það best og drengileg*
ast með því að safna nokkrum áskrifendum
umhverfis þig, — og með því að taka að þéi
útsölu þess á þínum stað innan þinnar hring-
brautar. Eða panta nokkur eintök til lausa-
sölu, ef skilyrði eru þar til fyrir hendi og
persónulegar aðstæður.
Sendið mér sem fyrst pantanirnar svo hægt
verði að taka nokkurt tillit til þeirra við upp>
lagsstærð næsta tölublaðs í júlímánuði.
FYLGT JJR HLAÐI
Framhald af 1. síðu,
þeirra postullegu störfum. — Fleira efni er og þegar fyrirliggjandi; — margt það
er mér finnst ég ekki megi láta ósagt, áður en tjaldið fellur fyrir leiksvið míns lífs,
og sem ég nú aðaUega síðuslu ár hefi skrifað niður, sem útkomu ýmissa dœma, sem
hugurinn hefur orðið að glíma við á aU-fjölþœttri vegferð á víðlendum lífssviðum.
Ajtur á móti mun ég pg blaðið telja algerlega ólieimilt að leggja orð í belg um
alt það, þar sem yrði að byggja eingöngu á annarra skoðun eða almenningsálilinu.
Þetta er orðið langt mál um lítið blað, sem ég verð þó enn að lengja með nokkr-
um orðum um fyrirkomulagsáœtlun þess í framtíðinni.
Fyrst og fremst skal það tekið fram að því er œtlað að koma út öðru hvoru,
meðan dagar mínir endast, eða heilsu þrýtur eigi svo mjög, að ég verði óritfœr;
— og sú ákvörðun er tekin án tillits til hversu fer um útbreiðslu eða aðrar við-
tökur í þjóðfélaginu. Þó þœr yrðu svo harðskjaldaðar, að Helsingi fœri ekki heim
aftur nema lítinn hluta af útgáfukoslnaðinum, þá þreytir það elcki þessari ákvörð-
un meðan ég á einhvern hátt annan, get unnið fyrir prentun þess og öðrum bein-
um útgájukostnaði.
Því er ekki œtlað, og skal heldur ekki, leggjast í valinn hjá hinum mörgu dag-
blöðum, sem ég og aðrir höfum tilstofnað um œfina, — ekki meðan ég hefi vinnu-
þol og á meðan ég get hugsað ósturlaða hugsun.
En af þessu leiðir að engar fullnaðarákvarðanir verða teknar um það hversu
stórt það verður, — miðað við síðufjölda, — eða hversu oft og reglulega það
komi út ár hvert ef um nokkur ár yrði að rœða. Þar kemur þá svo margt annað
til greina. En eins og nú horfir er ákveðið, að það komi ekki sjaldnar en einu
sinni á mánuði, ef ekkert ófyrirsjáanlegt og óviðráðanlegt ber að höndum. —
Og þá 8 síður í livert sinn. En eins og nú standa sakir í öllum prentsmiðjum lands-
ins, að meiri annir hafa hlaðist þar upp nú, en dœmi munu til í sögu íslenzkrar
prentlistar, — þá mun ég vera þakklátur ef tekst að halda þeirri áœtlun þó engir
aðrir örðugleikar vœru við að stríða.
Og fastmœli bind ég heldur engin þar um. Svo gæli farið að auknar annir míns
sjálfs og prentsmiðjanna ásamt þá kuldalegum viðlökum meðal vœntanlegra
kaupenda og auglýsenda, að samanlagt gerði það mér ekki fœrt að láta blaðið
vera meira en fjórar síður, og jafnvel ekki reglulega útkomu mánaðarlega. En að
svo illa megi takast tel ég þó enga ástœðu til að œtla að svo komnu og síður en
svo.
En, sem sagt,— út skalþað koma öðru hvoru, hversu sem viðrar. Og helst hejði
ég óskað að svo góðar yrðu móttökur þjóðarinnar, að það gœti komið tvisvar í
mánuði og 16 síður í hvert sinn. Og liver veit hvað framtíðin ber í slcauti sínu.
Vm verð blaðsins og annað viðvíkjandi útbreiðslu-fyrirkomulagi verður rœtt
hér á öðrum slað í þessu tölublaði. Einnig verður hér við þessa heimanför, lítils-
háttar tekið til athugunar, ef rúm leyfir, hvort þau skilyrði eru fyrir hendi að
Helsingi geti orðið hverjum frjálsrar liugsunar og fordómaleysis að nokkrum not-
um á þeim sviðum, sem lífsþekking og margháttuð reynsla eins einstaklings, telur
sig geta lagt orð í belg.
Verður þessi heimanfylgja svo ekki lengri.
Kristneshœli í maí-byrjun.
Steindór Sigurðsson.