Helsingi

Ukioqatigiit
Ataaseq assigiiaat ilaat

Helsingi - 01.06.1945, Qupperneq 7

Helsingi - 01.06.1945, Qupperneq 7
H E LS I N G I 7 BÓKMENNTASAGAN SEGIR: Þessi bók gnæfir yfir ölium samtima bókmenntum. Fáar bækur munu hafa verið þýddar á íslenska tungu, sem geta sýnt jafn tvímælalaust og sannað sjálfar hví- Ifkt afburðaverk meðal heimsbókmenntanna hún er eins og saga norska skáldsnillingsins Johans Bojer's. Síðasti víkináurinn Ferill þeirrar bókar er svo óslitin sigurför um heiminn að fátítt er. Og enn fátíðara er það að um hana haja hvergi orðið skiftar skoðanir land úr landi meðal allra menningarþjóða. Svo stórkostleg er liún. Hér á eftir fara nokkur ummœli þeirra stórblaða heimsins, sem eru öll talÍA fremst á sviði í bókmenntagagnrýni hins siðmennta heims. — BANDARÍKIN: „Enginn Evrópurithöfundur, sem nú er uppi, hefir náð al- mennum vinsældum í Bandaríkjunum á jafn skömmum tíma og Johart Bojer“. (New York Times, J. Moritz). „Aldrei hefir Norðurlandarithöfundur lagt heimsbókmentun- um verðmætari skerf en Johan Bojer hefir látið þeim í té með Síðasta vikingnum". (New York World(. BRETLAND: „Þessi skáldsaga, er skrifuð af manni, sem hefir verið líkt við Leo Talstoj, af því að hann er lærifaðir og spámaður eins og hann, og við Thomas Hardy, af því að hann er raunsæis- skáld, sem lýsir samtíð sinni afdráttarlaust, lýsir lífi og ein- kennum þjóðar sinnar af hinni fylstu sannleiksást". (Cassels Weekly). „Persónurnar eru skapaðar af sönnum meistara. Þær eru ljóslifandi og líða þeim aldrei úr minni, sem einu sinni hefur kynst þeim“. (The Glasgow Herald), „Sá, sem les Síðasta víkinginn, eykur við þekkingu sína á mannlegu yfirleitt". (Observer). „Sá, stftn vill auka við þekkingu sína á mannlegu sálarlífi, á að lesa þessa þróttmiklu bók, sem stundum getur minnt mann á Anatole France, stundum á bestu lýsingarnar hjá Convade.“ (Guardian). FRAKKLAND: „Sagan er þrungin af fegurð og þrótti" (L’IIlustration, P. G. La Chesnais). „Það er vafasamt, hvort til er nokkur stórbrotnari lýsing á lífinu á sjónum.“ (La Revue de Paris, W. Thiebaut). ÍTALÍA: Bækur Johans Bojers eru börn Noregs, en þær bera á sér ó- útmáanleg merki þeirra óbrotnu og mannlegu lífssanninda, sem bókmentagagnrýni nútímans hefir lítt í hávegum, en eru samt sem áður hinn eini, sanni dulardómur, sem haft hefir gildi fyr- ir listamenn, hvar og hvenær, sem þeir hafa verið uppi.“ (II. Giornal d’ítalia, Fr. Sapori). SVISS: „Jafnvel í þeim myndum þessa skáldverks, þar sem málað er dekkstum litum, gætir einhvers bjarma innan úr sálarfylgsnum höfundarins." (Gasette de Lausanne, J. Nicollier). SVÍÞJÓÐ: „Bókin mun hljóta heiðurssessinn í nútímabókmenntum Norðurlanda.1 (Svenska Dagbladet, E. Smith). „Johan Bojer er þegar orðinn frægur um alla Evrópu og í Norður-Ameríku.“ (Dagens Nyheter, T. Fogelqvist). „Bókin er samfeldur dýrðaróður um blessun þá, er vinnunni fylgir." (Arbetet, IVan Pauli). ÞÝSKALAND: „Áhrifameiri bók er varla til í heimsbókmenntunum." (Zeit- wende, C. Wandrey). „Fullkomið furðuverk snillinnar." (Frankfurter Zeitung, dr. S. Bing). AUSTURRÍKI: „Bókin er meistaraverk, sem mun lifa um aldir.“ (Neus Wie- ner Joumal). / þessari heimskunnu bók er að finna einhverja list- rænustu og stórbrotnustu lýsingu á lífinu á sjónum, sem til er í heimsbókmentunum. Auk þess, sem hún er öllum smekkvísum og bókelskum mönnum mjög kœr- komið lestrarefni, á hún alveg sérstakt erindi til allra þeirra, sem unna sjósókn og siglingum. íslensku þýðinguna Iiefur Steindór Sigurðsson rithöfundur leyst af hendi.

x

Helsingi

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helsingi
https://timarit.is/publication/949

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.