Helsingi - 01.06.1945, Síða 11
HELSINGI
11
RÍKISÚTVARPIÐ
^JTVARPSAUGLÝSINGAR berast með hraða raímagnsins og áhrif-
um hins talaða orðs til um 100 þúsund hlustenda í landinu —
Afgreiðsla auglýsinganna er á IV. hœð í Landsímahúsinu.
Afgreiðslutími er:
Virka daga, nema laugardaga, kl. 9.00—11.00 og 13.30—18.00
Laugardaga ......... — 9.00—11.00 og 16.00—18.00
Sunnudaga .......... —- 11.00—11.30 og 16.00—18.00
Afgreiðslusími 1095.
Allar landsímastöðvar utan Reykjavíkur og Hafnarfj arðar veita útvarps-
auglýsingum móttöku gegn staðgreiðslu.
Ríkisútvarpið.
„JgFTIR STRÍÐIÐ liggur ferðamannastraumurinn um ísland. Þá er
nauðsynlegt að kunna erlend tungumál. Það er mjög handhægt að
N nota LINGU APHONE-TUNGUMÁLAPLÖTUR við námið, enda eru
þær löngu viðurkenndar um allan heim. .
Höfum þær fyrirliggj andi á ensku, frönsku, spönsku,
rússnesku, ítölsku, þýsku, sænsku, esperanto, latínu og
norsku. Kennslubækur fylgja. Höfum einnin LINGNA-
PHONE-GRAMMOFÓNA.
SENDUM GEGN PÓSTKRÖFU
BÓKABÚÐ AKUREYRAR
Símar: 495 og 466 Hafnarstrœti 1$5 Pósthólf 21
— — ™
en einn vesæll helsingi á norðurmörk-
um Atlantshafsins. — En eitt múnu víst
flestir gera sér ljóst, að nú bíða þau á-
tök framundan, þar sem örðugra er að
vinna sigur en stríðið sjálft, eða eins
og einn mesti leiðtogi Bandamanna
orðaði það, „að vinna friðinn.“
TJ1
1 Þrátt fyrir hina löngu skrá hér á
öðrum stað yfir fyrirliggjandi
efni í blaðið, hjá útgefanda, ýmist hálf-
unnið eða fullgert, þá vil ég taka það
sérstaklega skýrt fram, að ég teldi blað-
inu ekki meiri styrk í öðru, en ef ein-
hverjir væntanlegir velunnarar þess,
vildu senda því einhver innlegg í áhuga-
mál sín, á einu eða öðru sviði. Ekki
hvað síst, ef um þau málefni væri fjall-
að, í slíkum pistlum eða póstum, sem
annað tveggja væru á dagskrá hjá
þjóðinni eða umheiminum, eða sem
avalt-eru það, hafa verið og verða, það
er að segja hið sígilda dagskrárefni, svo
sem bókmenntir, listir, lífstefnur og
skoðanir o. s. frv.
Þá vil ég sérstaklega mælast til að
emhverjir sýni Helsingja það vináttu-
hragð að senda honum öðru hvoru
smellnar tækifærisstökur, helst frá eldri
tíð, ef munnmæli eða einhverjar sagnir
fylgja þeim. Bókadómar verða einnig
þegnir með þökkum.
En um allt aðsent efni vil ég taka
þetta fram sérstaklega:
Það mun allt 'verða birt, svo framar-
lega sem rúm leyfir og mál og orðalag
geta talist prenthæft án nokkurs tillits
-1 þess hvaða boðskap það hefur að
flytja. En aftur á móti verður allt slíkt
efni, sem nokkur skoðanaágreiningur
gæti myndast um, að birtast með fullu
nafni höfundarins. Og af blaðsins hálfu
verður það tekið til meðferðar og at-
hugunar vangaveltulaust, hver sem í
lilut á, sé það sýnilegt tákn ó-
frjálsra og ósjálfstæðra hugsana.
Ef það bergmálar aðeins með sann-
færingar-hita hins trúaða, múgskoðan-
ir, sem hann eða hún hefur gagnrýnis-
laust drukkið í sig og sefjast af.
Persónulegar árásir, aftur á móti,
lognar eða sannar upplj óstranir er
snerta einkalíf manna, þýðir ekki að
senda blaðinu, í hversu góðum tilgangi
eða hve brýnni nauðsyn, sem það þyk-
ist vera gert. Það verður ekhi birt.
Ekki heldur tilgangslaus sóðaskapur
í orðalagi og hugsim, — eða í þeim
tilgangi einum að vekja athygli á höf.
og koma af stað umtali, — hversu
leikandi. vel og kringilega sem slíkt
yrði gert — og ekki þó handbragð
snillingsins væri á annari hvorri línu
og höfundarnafnið mörgum sinnum
stærra og merkara en mitt.
Við eigum áreiðanlega kappnóg af
slíkum bókmenntum fyrir og fáum ár-
lega drjúgan skammt þeirra til við-
bótar.
EF þeir verða einhverjir sem
styrkja vildu „Einn helsingja“
og málefni hans með auglýsing-
um til viðbótar þeim sem þegar
hafa gert það, — eru þeir vin-
samlega beðnir að senda þær
auglýsingar til mín, fyrir 10.
júlí n. k.