Fjarðarpósturinn


Fjarðarpósturinn - 28.04.2005, Side 4

Fjarðarpósturinn - 28.04.2005, Side 4
4 www.fjardarposturinn.is Fimmtudagur 28. apríl 2005 Fallegir legsteinar á góðu verði www.englasteinar.is Helluhrauni 10 Sími: 565-2566 Englasteinar Stefán Hjaltalín (89) sýnir nú í menningarsalnum á Hrafnistu. Stefán byrjaði að mála 2001 á námskeiði á Hrafnistu og svo fór hann aftur á námskeið í ár og af- rakstur námsins og þróun mynd- anna hjá Stefáni má sjá á Hrafn- istu. Stefán er frá Eyrum við Grundarfjörð og meðal mynda er mynd sem hann málaði eftir svart hvítri ljósmynd sem hann tók af túninu heima á kassavél. Flestar myndirnar eru eftir póst- kortum og ljósmyndum en að- spurður sagðist Stefán ekki ætla að leggja málaralistina fyrir sig. Sýningin stendur til 10. maí. Stefán Hjaltalín sýnir á Hrafnistu Íbúar þar fá góða leiðsögn í málaralist Stefán Hjaltalín fékk blóm frá afkomanda. Lj ós m .: G uð ni G ís la so n Stelpurnar í 9. og 10. flokki körfuknattleiksdeildar Hauka hafa uppskorið vel í vor því þær urðu Íslandsmeistarar í báðum flokkum og bikarmeistarar í 10. flokki. Það eru að stofni til sömu stelpur sem spila í báðum þessum flokkum og gaman að segja frá því að sex þeirra eru saman í bekk, í 9. M.Júl. í Set- bergsskóla. Níundi flokkurinn vann Grindavík í úrslitaleik, 39-34. 10. flokkurinn keppti til úr- slita við Grindavík um báða titl- ana og vann mjög sannfærandi sigra í bæði skiptin. Leikurinn í Íslandsmeistaramótinu fór 63- 58 Haukum í vil. Lokatölur í bikarleiknum voru 52-34 Haukum í vil. Þjálfari stelpnanna er Yngvi Gunnlaugsson, en vegna veik- inda hans tók Reynir Kristjáns- son við liðunum á lokasprett- inum. Duglegar körfuboltastelpur Íslands- og bikarmeistarar Íslandsmeistarar Hauka í 9. flokki kvenna Efri röð frá vinstri: Reynir Kristjánsson, Ragna Margrét Brynjarsdóttir, Rakel Sigurveig Kristjánsdóttir, Una Björg Magnúsdóttir, Klara Guðmundsdóttir, Heiðrún Hödd Jónsdóttir og Erna Oddný Gísladóttir. Neðri röð: Guðbjörg Sverrisdóttir, Aldís Erna Pálsdóttir, Kristín Fjóla Reynisdóttir, Rannveig Ólafsdóttir og Guðrún Emilsdóttir. Íslands- og bikarmeistarar Hauka í 10. flokki kvenna Efri röð frá vinstri: Reynir Kristjánsson, María Lind Sigurð- ardóttir, Unnur Tara Jónsdóttir, Ragna Margrét Brynjarsdóttir, Heiðrún Hödd Jónsdóttir, Una Björg Magnúsdóttir og Erna Oddný Gísladóttir. Neðri röð: Rakel Sigurveig Kristjánsdóttir, Guðrún Emilsdóttir, Guðbjörg Sverrisdóttir, Aldís Erna Páls- dóttir, Kristín Fjóla Reynisdóttir og Klara Guðmundsdóttir. Göngumaður sendi Fjarðar- póstinum myndir sem hann tók á sumardaginn fyrsta við Djúpa- vatnsveg, við Sandfellsklofa þar sem 6-7 ungir menn á móto- cross-hjólum voru á fullu að spóla allt upp. Sandfellsklofi er hrauntröð sem er um 1 km á lengd og stórmerkilegt náttúru- fyrirbæri. Foksandur hefur fyllt um 900 metra af hraunrásinni og var hún lengi afskaplega falleg yfirferðar en nú er vægast sagt ömurlegt að sjá hvernig henni hefur verið misþyrmt. Það er sök sér þó þessir piltar noti hjólin í námusvæðinu ofan við sprung- una, þar sem vegagerðarmenn tóku efni á árum áður. Þeir nota líka tækifærið og spæna upp mosann og annan gróður og djöflast á þessum vélfákum sínum langt upp í norðurhlíðar Sveifluhálsins og aka svo eftir honum miðjum út í Vatnsskarið og aftur til baka. Það skaut svolítið skökku við að sjá að umhverfisnefnd móto- crossmanna og jeppamanna hef- ur sett upp skilti við upphaf Djúpavatnsleiðar þar sem stend- ur eitthvað á þessa leið: „Félagar, ökum ekki utan vega“. Reyndar er Djúpavatnsvegur- inn lokaður með skilti en það virðist ekki skipta neinu máli. Ljót náttúruspjöll „Félagar, ökum ekki utan vega“ 17. handboltamót Kiwanis- manna og Hauka var haldið sunnudaginn 17. apríl. Haukar, FH, Stjarnan og Ír voru þáttta- kendur að þessu sinni og gekk mótið mjög vel. Spilað er á litl- um velli og leikmenn eru 5 inn á í einu í stað 7. Skipt er í 3 jöfn lið og spila allir þrjá leiki. Leikirnir eru 15 mínútur. Krakkarnir eru í 7. flokki eða 9 ára og yngri, elstu verða þó 10 ára á árinu. Kiwanismenn sjá um allan kostnað í kringum mótið og koma færandi hendi með boli, samlokur, kaffi og svala og allir hafa gaman að. Held að þeir skemmti sér þó einna best af öllum. Kiwanis styrkir handboltamót

x

Fjarðarpósturinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fjarðarpósturinn
https://timarit.is/publication/945

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.