Fjarðarpósturinn


Fjarðarpósturinn - 28.04.2005, Blaðsíða 12

Fjarðarpósturinn - 28.04.2005, Blaðsíða 12
12 www.fjardarposturinn.is Fimmtudagur 28. apríl 2005 Við kunnum að meta eignina þína! Áfram Haukar! Þær standa í stórræðum, kon- urnar í Kvennakór Hafnarfjarðar um þessar mundir, en kórinn stendur fyrir 6. landsmóti ís- lenskra kvennakóra sem haldið verður hér í bæ um helgina. Fimmtán kórar, hvaðanæva af landinu og einn frá Kaupmanna- höfn, rúmlega 400 konur, munu hefja upp raust sína og gefst bæjarbúum kostur á að hlýða á fjölbreyttan söng. Mótið verður sett á föstudags- kvöldið og fara allar konurnar í óvissuferð í boði Hafnarfjarðar- bæjar og væntanlega mun það setja svip sinn á bæinn. Á laugardag verður kórunum skipt upp í hópa þar sem ýmis tónverk verða æfð, bæði allir kórarnir saman og hver í sínu lagi. Þeir syngja tónverk eftir íslensk og erlend tónskáld og koma margir þjóðkunnir lista- menn að því, má þar nefna Elínu Ósk Óskarsdóttur söngkonu, Björgvin Þ. Valdimarsson tón- skáld, Aðalheiði Ragnardóttur danskennara, Antoníu Hevesi píanóleikara og ungverska kór- stjórann Gabriellu Thész. Móts- stjóri verður Hrafnhildur Blomsterberg en hún stjórnar bæði Kvennakór Hafnarfjarðar og kór Flensborgarskóla. Tónleikar verða í Víðistaða- kirkju kl. 16 á laugardaginn þar sem almenningi gefst kostur á að hlýða á fallegan kórsöng þessara 15 kóra. Opið hús verður á meðan á tónleikum stendur og er því hægt að líta inn eins og hverjum hentar. Mikið verður svo um dýrðir á hátíðarkvöldverði þar sem hafn- firskar konur munu skemmta kórsystum sínum. Á sunnudag verða áfram kór- æfingar og lýkur mótinu með tónleikum í íþróttahúsinu við Strandgötu þar sem allir kórarnir munu syngja saman. Tónleikarnir hefjast kl. 14 og er aðgangur ókeypis. Mótinu verður síðan slitið kl. 16 og halda þá kvennakórar landsins, syngjandi og sáttir, hver til síns heima. Yfir 400 syngjandi blómarósir Kvennakór Hafnarfjarðar stendur fyrir landsmóti kvennakóra Þrestir á vortónleikum með Erni Árnasyni Karlakórinn Þrestir í Hafnarfirði heldur vortónleika í kvöld, fimmtudaginn 28. apríl í Hafnarborg í Hafnarfirði kl. 20 og laugardaginn 30. apríl kl. 16 í Neskirkju. Einsöngvari með kórnum er Örn Árnason. Söngstjóri Jón Kristinn Cortez, undirleikari Jónas Þórir. Á efnisskrá er fjölbreytt úrval laga eftir innlenda og erlenda höfunda. © H ön nu na rh ús ið – 0 50 4 Lj ós m .: G uð ni G ís la so n Húsið Eyrarhraun brann til kaldra kola síðla þriðjudags. Neglt hafði verið fyrir glugga hússins nokkrum dögum áður en börn og unglingar höfðu ítrekað unnið skemmdir á hús- inu. Ljóst er að kveikt var í hús- inu og er lögregla kom þar að með slökkvitæki gat hún ekkert ráðið við neitt enda húsið lokað. Þá rauk víða úr húsinu og logaði út um einn glugga. Töluverður tími leið þar til slökkvilið kom, um 6 mínútum eftir að ljós- myndari Fjarðarpóstsins kom að og komst slökkvibíll ekki ná- lægt húsinu. Eftir samráð við Hafnarfjarð- arbæ var húsið látið brenna nið- ur enda var þá farið að loga úr húsinu stafna á milli. Ekki hafði verið ákveðið hvað gera átti við húsið en meta átti hvort það væri þess virði að varðveita það og gera upp. Eyrarhraun stóð inni í hraun- inu ofan við Langeyrarmalir, aftan við þar sem nú eru byggð- ar blokkir fyrir eldri borgara. Eyrarhraun látið brenna til grunna Hafði ítrekað verið skemmt Slökkviliðsmaður rífur plötu frá inngangi hússins. Fylgst með húsinu brenna. Lj ós m .: G uð ni G ís la so n Slökkvilið kemur á staðinn. Frá tónleikum Óperukórs Hafnarfjarðar og Sópranos Lj ós m .: G uð ni G ís la so n

x

Fjarðarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjarðarpósturinn
https://timarit.is/publication/945

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.