Fjarðarpósturinn


Fjarðarpósturinn - 28.04.2005, Blaðsíða 5

Fjarðarpósturinn - 28.04.2005, Blaðsíða 5
www.fjardarposturinn.is 5Fimmtudagur 28. apríl 2005 Ís la n d sm ei st ar ar F H 2 00 4 Dagskrá kvöldsins: • Veislustjóri: Gunnar Svavarsson • Ræðumaður og gestur: Gunnar I. Birgisson, alþingismaður Skemmtiatriði: • Björgvin Halldórsson, stórsöngvari • Jóhannes Kristjánsson, grínari á heimsmælikvarða • Söngkonan frábæra, Hera Hjartardóttir • Idol stjarnan Hildur Vala • Karlakórinn Þrestir • FH mafían frumflytur nýtt FH lag og syngur öll gömlu góðu FH lögin • Óvæntar sögur úr boltanum • Glæsilegt happdrætti MFL karla Nánari upplýsingar og miðar: Pétur Ó. Stephensen sími 894-0040 pos@itn.is Kristinn A. Jóhannesson sími 822-5383. Árni Björn Ómarsson sími 899-5889 abo@simnet.is Húsið opnað klukkan 19:30. Borðhald hefst stundvíslega klukkan 20:00. Miðar seldir í Kaplakrika og Súfistanum í Hafnarfirði. Verð aðeins kr. 3.500 Herrakvöld og vorfagnaður FH föstudaginn 6. maí N ú m æ t a a l l i r á H e r r a k v ö l d o g v o r f a g n a ð F H ! G l æ s i l e g u r v e i s l u k v ö l d v e r ð u r St af ræ na p re nt sm ið ja n Íslenskir sumardagar verða haldnir í Fjarðarkaupum 28. apríl til 7. maí. Sem fyrr er lögð áhersla á að framleiðendur kynni nýjungar í íslenskri framleiðslu og áhugaverða framsetningu á vöru og þjónustu. Íslenskir sum- ardagar í Fjarðarkaupum eru lið- ur í landsátakinu „Þitt val skiptir máli“ sem hófst í ágúst í fyrra. Sannkölluð sumarstemning verður í Fjarðarkaupum á Ís- lenskum sumardögum, fjöldi kynninga og viðburða þar sem stórir sem smáir fá óvæntan glaðning og skemmtilegir gestir koma í heimsókn. Íslenskt og gott fyrir viðskiptavini Þeir viðskiptavinir, sem velja íslenskt, geta dottið í lukku- pottinn með því að skrifa nafn sitt og símanúmer á þar til gerða miða í Fjarðarkaupum. Dagana 2.-7. maí geta heppnir hlustendur Bylgjunnar unnið glæsilega vinninga með því einu að svara laufléttum spurningum auk þess sem dregið verður úr innsendum miðum frá viðskiptavinum Fjarðarkaupa. Meðal vinninga er skemmti- sigling fyrir fjölskylduna með hvalaskoðunarbátnum Húna, gjafabréf frá Íshestum og Golf- klúbbnum Keili og glæsilegur kvöldverður fyrir tvo á Fjöru- kránni. Allir vinningshafar fá að gjöf frá Samtökum iðnaðarins; gjafakippu af sérmerktum Toppi. Mánudaginn 9. maí verður síðan dregið úr innsendum miðum á Bylgjunni um flugferð fyrir tvo að eigin vali með Flugfélagi Íslands og glæsilegar gjafakörfur frá íslenskum framleiðendum. Íslenskir dagar eru liður í landsátakinu „Þitt val skiptir máli“ en að því standa Samtök iðnaðarins og aðildarfyrirtæki þess. Íslenskir sumardagar í Fjarðarkaupum Sumarstemmning, grill, kynningar, uppákomur, leikir o.fl. Lj ós m .: G uð ni G ís la so n Frá íslenskum landbúnaðardögum Fyrirlestrarröðinni „Fróðleiksmolar í Pakkhúsinu“ lýkur fimmtudagskvöldið 28. apríl. Við fögnum sumri og í takt við hækkandi sól fjallar fróðleiksmoli apríl- mánaðar um „menningarútivist“. Fyrirlesarar eru tveir valinkunnir útvist- ar- og fróðleiksmenn þeir Jónatan Garðarsson og Ómar Smári Ármannsson. Áhugafólk um útivist og menningu er hvatt til að fjölmenna. „Fróðleiksmolarnir“ hefjast stundvíslega kl. 20 í sal Byggðasafnsins í Pakkhúsinu Vesturgötu 8 og er aðgangur ókeypis. „Menningarútivist“ Fróðleiksmolum í Pakkhúsinu lýkur Matjurtagarðar Leigjendum matjurtagarða í Hafnarfirði tilkynnist hér með að þeim ber að greiða leiguna fyrir 1. maí nk. ella má búast við að garðlöndin verði leigð öðrum. Sundhöll Hafnarfjarðar Bað- og laugarvarsla Hafnarfjarðarbær auglýsir lausa stöðu við bað- og laugarvörslu kvenna 100% starf í Sundhöll Hafnarfjarðar. Umsækjandi þarf að standast hæfnis- próf samkvæmt öryggisreglugerð fyrir sundstaði. Launakjör eru samkvæmt kjarasamningi S.T.H. og Hafnarfjarðar- bæjar. Nánari upplýsingar veitir forstöðumaður Sundhallar Hafnarfjarðar Einar Stur- laugsson í síma 5550088 ( 6645743 ) eða á staðnum. Umsóknir á þar til gerðum umsóknar- eyðublöðum berist eigi síðar en 5. maí 2005 til Sundhallar Hafnarfjarðar Herjólfgötu 10, merktar forstöðumanni. Verslum í Hafnarfirði! . . það e r s tyðs t að fa ra! w w w . f j a r d a r p o s t u r i n n . i s

x

Fjarðarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjarðarpósturinn
https://timarit.is/publication/945

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.