Fjarðarpósturinn


Fjarðarpósturinn - 18.08.2005, Qupperneq 1

Fjarðarpósturinn - 18.08.2005, Qupperneq 1
w w w. f j a r d a r p o s t u r i n n . i s 31. tbl. 24. árg. 2005 Fimmtudagur 18. ágúst Upplag 7.800 eintök. Dreift frítt í Hafnarfirði ISSN 1670-4169 Frá flugsýningu á „Hafnarfjarðarflugvelli“: Olaf Sucker hafði fullt vald á flugvélinni og sýndi færni sína. Verður FH Íslands- meistari á sunnudag? Vilja slá aðsóknarmetið á Kaplakrikavelli Stórleikur verður í Kapla- krika á sunnudag þegar FH tekur á móti Val í úrvals- deildinni í knattspyrnu. FH- ingum nægir jafntefli til að verða Íslandsmeistarar en liðið hefur ekki tapað stigi í deildinni til þessa svo þeir munu örugglega ekki slá slöku við í þessum leik. FH-ingar bjóða til mikillar hátíðar og kostar aðeins 1000 kr. á völlinn fyrir fjölskyldu svo nú geta stóru barna- fjölskyldurnar fjölmennt á völlinn. Engin tilboð bárust í leigu á Staumi Fulltrúi D-lista vill selja Engin tilboð bárust í leigu á listamiðstöðinni Straumi en Fasteignafélag Hafnarfjarðar auglýsti eftir leigjendum fyrir all nokkru. Sigurður Þorvarðarson, D-lista lagði til að eignin yrði seld þar sem niðurstaða útboðs gæfi til kynna að engin eftirspurn væri eftir listastarfsemi í húsinu. Afgreiðslu málsins var frestað. Lækjarbergið fegurst gatna hér í bæ Fegrunarnefnd veitti einnig tíu aðilum verðlaun Lj ós m .: K ris tja na Þ ór dí s Á sg ei rs dó tti r Árlega veitir fegrunarnefnd eigendum garða viðurkenningu og hlutu eigendur níu garða viðurkenningu að þessu sinni. Þeir voru: Erluás 38, fyrir fallegan garð í nýju hverfi. Eigendur Guðrún J. Guðlaugsdóttir og Jó- hann Guðmundson. Svöluás 34, fyrir fallegan garð í nýju hverfi. Eigendur Agnes Sigurðardóttir og Björn Birgir Björgvinsson. Öldu- tún 6, fyrir fallegan og fjöl- skylduvænan garð. Eigendur, Ágústa Steingrímsdóttir og Helgi Þórðarson. Grænakinn 19, fyrir fallegan og vel hirtan garð. Eig- endur Erla Eiríksdóttir og Sig- urður Einarsson. Hólsberg 11, fyrir glæsilegan, vel hirtan garð í áraraðir. Eigendur Kristín Einars- dóttir og Haukur Bachmann. Háaberg 21, fyrir glæsilegan garð þar sem náttúran fær að njóta sín. Eigendur eru Sigurlaug Jóns- dóttir og Ólafur Guðmundsson. Birkiberg 42, fyrir fallegan og vel hirtan garð. Eigendur eru Val- gerður Bjarnadóttir og Haraldur Árnason. Sævangur 12, fyrir fallegan garð með gróskumiklum gróðri. Eigendur eru Vigdís Sig- urðardóttir og Ragnar Valdimars- son. Fagraberg 46, fyrir fallegan garð með fjölbreyttum gróðri. Eigendur eru Carola Frank Aðal- björnsson og Steinar B. Aðal- björnsson. Þá hlutu Hagvagnar/Hópbílar Melabraut 18 viðurkenningu fyrir fallega og snyrtilega aðkomu við fyrirtæki. Lj ós m .: K ris tja na Þ . Á sg ei rs dó tti r Hluti íbúa í Lækjarbergi sem tóku á móti verðlaununum. Eigendur Oldutúns 6 Eigendur Fagrabergs 46 Lj ós m .: G uð ni G ís la so n 4www.fjardarposturinn.isFimmtudagur 18. ágúst 2005 Formlegt skólastarf nemenda í grunnskólum Hafnarfjarðar hefst 22. ágúst 2005. Nemendur mæti í skólana samkvæmt þessari tímatöflu: Kl.9.008., 9., og 10. bekkir Kl. 10.005., 6. og 7. bekkir Kl.11.003. og 4. bekkir** Kl.13.001. bekkur* Kl.14.002. bekkur** *Nemendur í 1. bekk Hraunvalla- skóla, Setbergsskóla og Öldutúns- skóla verða boðaðir á öðrum tíma. **Nemendur í 2., 3., og 4. bekk Hraunvallaskóla mæti 22. ágúst kl. 9.00 í Íþróttamiðstöð Hauka á Ásvöllum. Foreldrar eru velkomnir við skólasetningar með börnum sínum. Fræðslustjórinn í Hafnarfirði Skólaskrifstofa Hafnarfjarðar Skólabyrjun Þó margir þurfi að taka á sig krók til að versla eldsneyti hjá Atlantsolíu láta þeir það ekki á sig fá, ekki síst á fimmtudag þegar boðinn var 2 kr. afsláttur. Fyrirtækið hóf fyrst sölu á díselolíu í Hafnarfirði á lægra verði og síðar á bensíni og varð það til þess að aðrar stöðvar lækkuðu sín verð og hafa því Hafnfirðingar notið góðs af frum- kvæði Atlantsolíu og bíleigendur sparað umtalsverða upphæð. Fjölmargir nýttu sér tilboð fyrirtækisins um viðskiptakort og voru 10 heppnir viðskiptavin- ir dregnir út og fengu fría áfyll- ingu á bílinn sinn: Baldur Ólafsson - Hjallabraut Bjarni Nikulásson - Lindarbergi Emil Sigurðsson - Lækjarbergi Guðrún Sæmundsdóttir - Hverfisgötu Ingvar Árnason - Lækjarbergi Kristína Kristjánsdóttir - Miðvangi Sveinn Eggertsson - Álfaskeiði Valdimar Þ Valdimarsson - Ásbúðartröð Valgeir Kristinsson - Miðvangi Viktor Hrafn Guðmundsson - Vesturholti. Ostur og áfylling hjá Atlantsolíu Fjölmargir tóku þátt í Atlantsolíudeginum sl. fimmtudag Hugi Hreiðarsson, markaðsstjóri Atlantsolíu (t.h.) við kaffivagninn þar sem viðskiptamenn fengu kaffi og kleinu og nýir viðskiptavinir fengu ostakörfu. Ljósm .: G uðni G íslason Allir í skólann ... – en fyrst í Pennann Strandgötu 31, sími 555 0045 www.penninn.is Fjarðarpósturinn - © H önnunarhúsið 0508 Opið alla helgina! Laugardag 10-18 Sunnudag 13-17 Innkaupalistarnir eru komnir Skiptibókamarkaður Elísabet hringdi og benti á að mikill hundaskítur væri á sand- ströndinni við Hvaleyrarvatn og víðar. Hún komi þarna reglulega með börnin sín og á laug- ardaginn hafi ungt barn hennar verið komið með hundaskít upp í sig við litla ánægju.Þarna er lausaganga hunda bönnuð og enn einu sinni er brýnt fyrir hundaeigendum að vera með plastpoka undir hundaskítinn svo allir geti nýtt þessa úti- vistarparadís í sátt og samlyndi. Hundaskítur við Hvaleyrarvatn Börnum og öðru útivistarfólki til mikils ama Ljósm .: K ristjana Þ órdís Á sgeirsdóttir Búast má við að þúsundir Hafnfirðinga leggi leið sína í höfuðborgina á menningarnótt á laugardaginn ef veður verður skaplegt en búist er við hægum vindi og einhverri rigningu. Dagskráin er einstaklega glæsi- leg og viðburðir á þriðja hundruð. Dagskrána má finna á vefnum menningarnott.is Menningarnótt á laugardag Hafnfirðingar leggja leið sína í höfuðborgina DAGVINNA Starfsfólk óskast í Jolla, Helluhrauni 1. Upplýsingar gefa Líney og Inga á staðnum eða í síma 565 4990. Jón Björgvin Jónsson og Kristinn Hrannar Hjaltason voru meðal þeirra fjölmörgu módel- flugáhugamanna sem sýndu vélar sínar á „Hafnarfjarðarflug- velli“ sem heitir reyndar Hamra- nesflugvöllur á laugardaginn. Jón hefur flogið í eitt ár og smíðað tíu módel. Kristinn er nýbúinn að kaupa sitt fyrsta módel og þeir reyna að fara á hverjum degi þegar viðrar til að fljúga og segjast læra af mistökunum. Þjóðverjinn Olaf Sucker fékk hvern mann til að gapa sem fylgdist með, slík var færni hans við stjórnun 40% stærðar módels sem hann flaug. Hann hreinlega lék sér með flugvélina og flaug henni jafnvel á hlið auk þess sem hann þegar fór að blása sýndi kúnstir úti í hrauni í gjótu þar sem hann flaug vélinni af mikilli snilld alveg niður við jörð, jafnvel á mjög litlum hraða. Á sýningunni mátti sjá alls konar vélar og flestar flughæfar, þotur, þyrlur, tvíþekjur, þrí- þekjur, svifflugvélar, smáar vélar og stórar og margir hafa lagt geysilega vinnu í smíði vélanna og eflaust hafa margir lagt verulegan kostnað í líka. 8 www.fjardarposturinn.is Fimmtudagur 18. ágúst 2005 Við kunnum að meta eignina þína! Frá Flensborgarskólanum: Upphaf skóla haustið 2005 Nýnemar (f. 1989) eru boðaðir í skólann fimmtu- daginn 18. ágúst kl. 13 og fá þá stundatöflur o.fl. auk þess að taka þátt í kynningu á skólanum. Aðrir nemendur geta sótt stundatöflur sínar föstu- daginn 19. ágúst frá kl. 9-15. Skólasetning fer fram í Íþróttahúsinu við Strandgötu mánudaginn 22. ágúst kl. 8.30 og að henni lokinni verður kennt skv. hraðtöflu frá kl. 9.05 til um kl. 13.10. Kennt eftir stundatöflu frá og með þriðjudeginum 23. ágúst. Velkomin til starfa! Skólameistari Esso Lækjargötu – Laus störf – Olíufélagið ehf. leitar að þjónustulipru og samviskusömu framtíðarfólki til starfa á Esso í Lækjargötu. Lágmarksaldur umsækjanda er 18 ára – fólk á besta aldri er hvatt til að sækja um. Eftirfarandi störf eru í boði: • Nesti - afgreiðsla • Dagmaður - hlutastarf • Næturvaktir Nánari upplýsingar veitir starfsþróunardeild Olíufélagsins í síma 560 3300. Einnig er hægt að sækja um á www.esso.is © F ja rð ar pó st ur in n/ H ön nu na rh ús ið – 0 50 7 varahlutir.is S. 511 2222 varahlutir.is – Bæjarhrauni 6 Bretti - húdd - ljós - stuðarar ... Boddývarahlutir í bílinn þinn Fjölmenni á flugdegi á „Hafnarfjarðarflugvelli“ Mikil gróska í módelflugi Jón Björgvin Jónsson og Kristinn Hrannar Hjaltason Vélarnar voru af öllum gerðum. Skólar hefjast á mánudag Förum sérstaklega varlega í umferðinni Börn í grunnskólum mæta í skólann eftir sumarfrí á mánudaginn. Krakkarnir eru fjörugir eftir sumarið og því mjög áríðandi að ökumenn fari sérstaklega varlega í nánd við skólana. Þá er nauðsynlegt að foreldrar ræði við börnin sínum um hættur í umferðinni en umfram allt sýni gott fordæmi því án þess eru allir fyrirlestrar algjörlega gagnslausir. www.fjardarposturinn.is 5 Fimmtudagur 18. ágúst 2005

x

Fjarðarpósturinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fjarðarpósturinn
https://timarit.is/publication/945

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.