Fjarðarpósturinn


Fjarðarpósturinn - 18.08.2005, Side 6

Fjarðarpósturinn - 18.08.2005, Side 6
www.fjardarposturinn.is 7 Fimmtudagur 18. ágúst 2005 Úrslit: Knattspyrna Úrvalsdeild karla: FH - Grindavík: 8-0 Þróttur R. - FH: 1-5 Úrvalsdeild kvenna: FH - ÍA: 2-2 1. deild karla: Þór - Haukar: 2-0 1. deild kvenna, a-riðill: Haukar - Þróttur R.: 3-1 3. deild karla, c-riðill: Hvíti Riddarinn - ÍH: 2-2 Næstu leikir: Knattspyrna 19. ágúst kl. 19, Ásvellir Haukar- VíkingurÓ. (1. deild karla) 20. ágúst kl. 14, Garðsvöllur Víðir - Haukar (1. deild kvenna, A-riðill) 21. ágúst kl. 18, Kaplakriki FH - Valur (úrvalsdeild karla) ÍH sigraði í C-riðli ÍH hefur lokið leikjum sínum í C-riðli í 3. deild í knattspyrnu og hlaut 27 stig, sigraði í 8 leikjum, gerði 3 jafntefli og tapaði aðeins einum leik. Hvöt, sem á einn leik til góða við Afríku getur náð 26 stigum með sigri í leiknum og getur því ekki náð ÍH að stigum. Þjálfari ÍH er Jón Aðalsteinn Kristjánsson. FH Íslands- meistari 12-14 ára í frjálsum Meistaramóti Íslands 12-14 ára lauk í dag með yfir- burðasigri FH-inga. FH fékk 470 stig og næsta lið var með 238 stig. FHingar kræktu í þrjá bikara af sex í stigakeppni flokka. Sigur vannst í flokki telpna 13 ára, pilta 13 ára og 14 ára. Þá varð FH í öðru sæti í flokki 12 ára stráka, fjórða sæti í flokki 12 ára stelpna og í fimmta sæti í flokki 14 ára telpna. Heild- arbikarinn vannst svo mjög örugglega og er FH-liðið Íslandsmeistari félagsliða 12- 14 ára í frjálsum íþróttum. Íþróttir Nú þegar líður að því að grunnskólar hefji göngu sína er rétt að hvetja öku- menn og í raun alla vegfarendur til að sýna sérstaka að- gæslu og tillitssemi í umferðinni einkum í grennd við skóla og þar sem vænta má að börn séu á ferð. Stað- reyndin er að stór hluti þeirra ung- menna sem hefja skólagöngu á þessu hausti eru að stíga sín fyrstu skref út í um- ferðina og hafa hvorki öðlast nægilegan þroska eða þekkingu til að varast ýmsar hættur í umferðinni. Foreldrar eru börn- um sínum afar mikilvæg fyrir- mynd og nauðsynlegt að þau kenni þeim að fara eftir umferðarregl- unum og sýna umhverfi sínu og öðr- um vegfarendum virðingu og tillits- semi. Lögreglan mun á næstu dögum fylgj- ast sérstaklega með umferðarhraða í grennd við grunn- skóla bæjarins. Ágætu vegfarendur sýnum ábyrgð og árverkni í umferð- inni. Höfundur er lögreglu- varðstjóri hjá lögreglunni í Hafnarfirði Skólabörn í umferðinni Valgarður Valgarðsson FH-stúlkur náðu á þriðjudag tveggja marka forskoti á botnlið úrvalsdeildar kenna í knatt- spyrnu, ÍA, sem náði að jafna á lokasekúndum leiksins og krækja í sín fyrstu stig í sumar. Mörk FH skoruðu þær Valdís Rögnvaldsdóttir og Sif Atladótt- ir. Töluvert vantaði á baráttuvilja FH-stúlkna í síðari hálfleik en þær eiga leiki við tvö efstu lið deildarinnar eftir á meðan að Stjarnan, sem er stigi á eftir FH á leiki eftir við lið í 4. og 5. sæti. Ljóst er því að FH-stúlkurnar verða að bíta í skjaldarendur og mæta grimmar til leiks ef þær ætla að halda sæti sínu í deildinni. FH-stúlkur í bullandi fallbaráttu Glopruðu niður unnum leik gegn ÍA Ljósm .: G uðni G íslason FH-ingar, sem hafa ekki tapað leik í efstu deild karla í Kapla- krika í tvö ár, tóku Grindvíkinga í kennslustund fyrir rúmri viku og sigruðu 8-0. Liðið gerði svo góða ferð í Laugardalinn og sigraði Þrótt 5-1 og hafa þá sigrað í 17 leikjum í deildinni í röð, meira en nokkurt annað lið hefur gert. Á sunnudag leikur liðið svo við Val sem er í öðru sæti, 11 stigum á eftir FH en aðeins eru 12 stig eftir í pottinum og því dugir FH-ingum jafntefli á sunnudag til að verða Íslands- meistarar. Þetta er jafnframt næst seinasti heimaleikur FH í sumar en liðið mætir Fylki 11. septem- ber og á útileiki við ÍAog Fram. Ætla að slá aðsóknarmet FH-ingar settu aðsóknarmet í síðasta heimaleik sínum í fyrra á móti Fram og komu þá 3225 áhorfendur á leikinn og nú stefna FH-ingar að því að slá það met og blása til mikillar hátíðar á sunnudaginn sem hefst kl. 15 en Nylon og Hafnarfjarðarmafían munu leika, töframenn og fl. auk þess sem boðið verður upp á fríar pylsur. Þá munu lið 6. fl. FH og Vals mætast. FH-ingar bjóða upp á eitt verð fyrir fjölskyldu, 1000 kr. óháð fjölskyldustærð. Sjá nánar í auglýsingu á bls. 5. Þrettán - eitt í tveimur leikjum Miklir yfirburðir FH í knattspyrnu Ljósm .: G uðm undur A ri A rason Á laugardaginn verður upp- skerudagur skólagarðanna milli kl. 10 og 15. Þá er mikilvægt að allir mæti og taki upp það sem er tilbúið. Öll fjölskyldan er velkomin en einhver fullorðinn þarf að koma með. Að sjálfsögðu þarf að koma með poka undir uppskeruna og ef hægt er áhöld, hníf og gaffal (garð) þar sem aðeins er til takmarkað magn í görðunum. Fyrir þá sem ekki komast á laugardag verður opið fimmtu- daginn 25. ágúst frá kl. 16 til 18. Foreldrar eru hvattir til að hjálpa börnunum að taka upp fyrir 10. september en eftir það er öllum heimilt að taka úr görð- unum það sem enn er óupptekið. Uppskerudagur á laugardag Ljósm .: G uðni G íslason Hagnaður SPH fyrstu sex mánuði ársins nam 214 milljón- um kr. fyrir skatta samanborið við 339 milljónir króna á sama tímabili árið 2004. Þegar tekið hefur verið tillit til skatta drógst hagnaður saman um 33,7%. Vaxtatekjur jukust um 32,6% og vaxtagjöld jukust um 36,6%. Hreinar vaxtatekjur námu 661 milljón kr. og hækka þær um 26,3% milli ára. Aðrar rekstrartekjur námu 421 milljón kr. og lækkuðu um 39,4%. Tekjur af hlutabréfum og öðrum eignarhlutum voru 115 milljónir kr. og hækkuðu um 31,3%. Þjónustutekjur lækkuðu um 15,8% í 195 millj- ónir kr. Gengishagnaður af innlendum og erlendum veltu- verðbréfum nam 162 milljónum króna og lækkaði um 61%. Rekstrargjöld námu 768 milljónum kr. og jukust um 17,7%. Hlutfall rekstrarkostn- aðar af tekjum á tímabilinu var 70,9% og hækkaði úr 53,5%. Laun og launatengd gjöld námu 444 milljónum króna á tímabilinu, jukust þau um 34,6% á milli tímabila. Á tíma- bilinu var gjaldfærður áætlaður kostnaður vegna starfsloka- samninga en það skýrir stóran hluta hækkunar á launakostn- aði. Annar rekstrarkostnaður nam 296 milljónum kr. og jókst um 6,3%. Heildareignir SPH þann 30. júní 2005 námu 38.383 millj- ónum kr. og hafa þær lækkað um 201 milljón frá áramótum eða um 0,5%. Útlán SPH námu 29.798 milljónum króna á tímabilinu og jukust um 14,8%. Útlán sparisjóðsins voru um 77,6% af heildareignum SPH 30. júní 2005. Innlán námu á tímabilinu 17.595 milljónum kr. og jukust um 8,4% Eigið fé SPH nam 3.263 milljónum króna þann 30. júní 2005 og hefur vaxið um 182 milljónir króna frá áramótum eða um 5,9%. Eiginfjárhlutfall SPH þann 30. júní 2005 var 13,2%. Þetta kemur m.a. fram í tilkynningu frá Sparisjóðnum. Hagnaður SPH dregst saman Traust eiginfjárstaða - gengishagnaður lækkar Hendir þú sígarettustubbum út um gluggann á bílnum þínum? Ekki gerir þú það heima hjá þér? 6 www.fjardarposturinn.is Fimmtudagur 18. ágúst 2005 65m² húsnæði í Hafnarfirði til leigu. Sér inngangur. Leigist einstaklingi. Uppl. í s. 867 1552. Systkini sem eru í skóla óska eftir 2-3ja herb. íbúð í Hafnarfirði frá ca. 1. sept. Reyklaus. Öruggum greiðslum og ábyrgð heitið. Uppl. veitir Hanna í s. 846 0421 3-4 herb. íbúð óskast í Hafnarfirði. Erum reglusöm og reyklaus fjölskylda af Vestfjörðum með börn í Flensborg og Iðnskólanum. Uppl. gefur Pálína í s. 846 8163. Atvinnu - geymsluhúsnæði óskast. Óska eftir atvinnu-geymsluhúsnæði um 50 -100m² til leigu eða kaups, þarf að hafa bílskúrshurð. Mun ekki vera notað sem atvinnuhúsnæði. Uppl. í síma 8206452 Jón Garðar. Týnd læða í Hafnarfirði. Sóley hefur ekki sést síðan hún fór út á sunnudagskvöld. Hún er 6 mánaða og er til heimilis að Köldukinn 1 í Hafnarfirði. Er með rauða ól en hafði síðast á sunnudag á einhvern hátt losað sig við hluta merkihylkis sem á ólina var fest. Hún er því ómerkt þarna úti. Hún er hvít að mestu en að hluta til grá og rauðbrún. Uppl. Hans í síma 822 0482. Þú getur sent smáauglýsingar á a u g l y s i n g a r @ f j a r d a r p o s t u r i n n . i s e ð a h r i n g t í s í m a 565 3066 A ð e i n s f y r i r e i n s t a k l i n g a , e k k i r e k s t r a r a ð i l a . V e r ð a ð e i n s 5 0 0 k r . Ta p a ð - f u n d i ð o g f æ s t g e f i n s : F R Í T T R e k s t r a r a ð i l a r : F á i ð t i l b o ð í r a m m a a u g l ý s i n g a r ! Tapað fundið Húsnæði óskast Húsnæði í boði Á að kjósa um stækkun álversins í Straumsvík? Já 50% Nei 50% Taktu þátt á www.fjardarposturinn.is Breiðband - Loftnet Gervihnattaþjónusta og sala Rafeindavirkjar. Loftnet IJ ehf. Sími 696 1991. Eldsneytisverð 17. ágúst 2005 í Hafnarfirði: Sölustaður 95 okt. dísil Atlantsolía 112,7 112,2 Esso, Lækjargötu 113,8 113,3 Esso, Rvk.vegi 114,2 113,7 Olís, Vesturgötu 113,3 112,9 Orkan, Óseyrarbraut 112,6 112,1 ÓB, Fjarðakaupum 112,7 112,2 ÓB, Melabraut 112,7 112,2 Skeljungur, Rvk.vegi 114,4 113,9 Öll verð miðast við sjálfsafgreiðslu og eru fundin á vefsíðum olíufélaganna. Fallegir legsteinar á góðu verði www.englasteinar.is Helluhrauni 10 Sími: 565-2566 Englasteinar Heilsunudd Höfum opnað nuddstofu að Bæjarhrauni 2, 2h. Bjóðum upp á heilsunudd og höfuðbeina- og spjaldhryggsjöfnun Upplýsingar og pantanir í símum 699 0858 og 692 0858 Erlendur M. Magnússon, heilsunuddari Lilja Petra Ásgeirsdóttir, hbs-jafnari Í smábænum Vildbjerg á Jótlandi er haldið eitt elsta alþjóðlega knattspyrnumót fyrir börn og unglinga. Bærinn telur tæplega 4.000 íbúa og er bæjarfélagið undirlagt þegar mótið er haldið. Þátttakendur voru um 8.000 og aðrir gestir um 7.000, þannig að íbúar bæjarfélagsins margfölduðust þessa daga sem mótið var haldið. Þátttakendur voru frá 14 löndum og fjöldi liða rúmlega 530. FH og Haukar sendu sína fulltrúa á mótið og voru 44 fulltrúar Hafnfirðinga þátttakendur. FH sendi 4. flokk stúlkna, 28 stúlkur fæddar 1991 – 1992 og kepptu þær í 2 liðum, þ.e. A lið og B lið. Haukarnir sendu 3. flokk drengja, 16 drengi fædda 1989-1990. FH liðið var það eina sem kom bæði með A og B lið til keppni í s.k. 11 manna fótbolta, það var algengara að liðin reyndu að styrkja sig með því að sameina nágrannalið, þannig að þau ættu meiri möguleika á góðum árangri. A-lið FH gekk frábærlega og vann sinn riðil með yfirburðum. Fékk fullt hús stiga, 9 stig á meðan lið nr. 2 í riðlinum fékk 4 stig. Minnsti sigur í riðlakeppninni var 5-1, þannig að FH komst örugglega inn í A-úrslitakeppnina. A-lið FH varð síðan í 5ta sæti stúlkna í sínum aldursflokki og er það ótrúlega góður árangur á jafn sterku alþjóðlegu móti. Haukadrengjum gekk vel, en þeir urðu í 2. sæti í sínum riðli. Í 16 liða úrslitum töpuðu þeir 1-0 í leik sem gat farið hvernig sem var og voru Haukarnir síst lakari aðilinn. Framkoma ungmennanna var þeim til mikils sóma og geta Hafnfirðingar verið stoltir af fulltrúum sínum á þessum vettvangi. Gunnar Linnet FH Kaplakrika óskar strax eftir karlkyns starfsmanni í íþróttahúsið Kaplakrika við bað- og húsvörslu. Þrískiptar vaktir. Nánari upplýsingar gefur Geir í símum 565 0711 / 821 4494 Hafnfirsk börn og unglingar til fyrirmyndar Þegar þessi pistill birtist munu víða í Hafnarfirði liggja frammi undirskriftalistar, þar sem skora má á bæjar- stjórna Hafnarfjarðar að láta fara fram at- kvæðagreiðslu um stækkun álversins í Straumsvík. Listarnir eru á almenningsstöð- um, kaffihúsum, bensín- stöðvum, vídeóleigum verslunum og víðar. Með því að setja nafnið þitt á þennan lista, gerir þú eftirfar- andi: 1. Þú segir að þú viljir taka ákvörðun um eigið nærum- hverfi 2. Þú segir að þú viljir koma að ákvörðun um gríðarlega veigamikinn þátt í ímynd bæjarins. 3. Þú stuðlar að því að Hafn- firðingar muni í sameiningu taka ákvörðun um stóran þátt í framtíð bæjarins. 4. Þú hafnar því að utanaðkom- andi aðilar geti hlutast til um málefni þín, heldur sækir þér rétt þinn til að koma að ákvörðun. Við vitum að á teikniborðinu er meira en tvöföldun álversins í Straumsvík. Við sem viljum hafa eitthvað um það að segja hvort í þessa framkvæmd skuli ráðist í grennd við það svæði þar sem íbúa- fjölgun Hafnarfjarðar er hvað mest. Við sem viljum hafa eitt- hvað um það að segja hvort stækka skuli álver sem verður í miðbænum, milli sameinaðs sveitarfélags Hafnarfjarðar og Voga. Við sem viljum halda sjálfsákvörðunarrétti okkar, við skrifum undir þessa lista og skorum þannig á bæjaryfirvöld að rödd Hafnfirðinga fái að heyrast! Höfundur er formaður VG í Hafnarfirði. Gestur Svavarsson Setbergsskóli Aðstoðarskólastjóri Fræðsluráð tók fyrir umsóknir um stöðu aðstoðarskólastjóra Setbergsskóla í síðustu viku. Skólastjóri lagði til að Róbert Grétar Gunnarsson yrði ráðinn og tók Fræðsluráð undir tillögu skólastjóra. Róbert varð aðstoðarskóla- stjóri í Hvolsskóla enn hann var ráðinn þangað á vordögum á síðasta ári. Geymsluhúsnæði Byggðasafnsins Magnús Sigurðsson (D) hefur lagt til að nýtt geymsluhúsnæði verði fundið fyrir Byggðasafnið en undanfarið hefur safnið notast við húsnæði í Þjónustumiðstöð Hafnarfjarðar sem Magnús segir Þjónustumiðstöðina hafa mikla þörf fyrir sjálfa að nýta það húsnæði. Fasteignafélagsins samþykkti tillöguna. Byggðasafnið hefur oft á tíð- um búið við ófullkomið geymsluhúsnæði og væri brýnt að byggt væri vandað geymslu- húsnæði fyrir safnið til að tryggja örugga varðveislu muna. Kort ekki uppfærð Þrjú kort er að finna á vef Hafnarfjarðarbæjar, eitt þeirra hefur ekki verið uppfært í ein- hver ár, annað sjaldan en kortið á Íbúavefnum, sem keyrt er á Infrapath, virðist vera uppfært að hluta en þar á að vera hægt að sækja mikið magn upplýsinga. Ákveðum þetta sjálf! 2www.fjardarposturinn.isFimmtudagur 18. ágúst 2005 Það er í sjálfu sér óðs manns æði að ætla að hafa skoðun á frumvarpi forsætisráðherra um rétt samkynhneigðra enda ætla ég mér ekki að hætta mér langt út á þann hála ís. Hins vegar get ég ekki látið vera að hugsa um rétt ófæddra barna til föðurs og móður af réttu kyni. Einhvern veginn finnst mér eins og eigingirni okkar mannanna sé alltof mikil þegar kemur að grundvallarspurn- ingum um lífið og tilveruna. Við gleymum oft að hugsa um rétt annarra þegar við krefjumst réttar okkar og ekki síður að hugsa um siðfræði og trú manna. Biblían er ekkert loðin þegar kemur að annarri kynhneigð manna og kvenna en til hvors annars en samt vilja ýmsir að kirkjan gefi saman hjón af sama kyni. Þarna hriktir í stoðum kristinnar trúar en er reyndar dæmigert fyrir sérstaka trúarskoðun Íslendinga sem svo ólíkt öðrum þjóðum eru duglegir við að blanda saman kristinni trú við t.d. trú á stokka og steina, álfa og fl. eins og skýrt hefur komið fram í könnunum sem gerðar hafa verið hér á landi. Þeir sem ekki vilja samþykkja öll sömu réttindi handa samkyn- hneigðum hjónum og venjulegum hjónum eru sagðir fordómafullir og þá er málið afgreitt. Svona einfalt er lífið ekki og í kristinni trú er umburðarlyndi geysilega mikilvægt. Ekki ætla ég neinum sem vill ekki sömu réttindi handa samkynhneigðum að hatast út í þá. Ég held að allir sem þekkja samkynhneigt fólk virði það og meti eins og annað fólk en það er ekki sjálfgefið að menn þurfi að vera sammála þeirra lífsskoðunum. Mikið er lagt upp úr mikilvægi þess að börn fái að alast upp hjá föður og móður eins og náttúran býður upp á. Engin börn verða til nema fyrir tilstuðlan þeirra. Ófædd börn eiga engan talsmann og ég hef ekki séð umboðsmann barna fjalla um þetta mál þó það geti samt verið. Það er í raun ótrúlegt hversu fáir hafa tekið upp hanskann fyrir ófæddu börnin og skoðað málið frá þeirra sjónarhóli. Réttur hvers er mikilvægari? Guðni Gíslason 1. Bjarkarhús - breytingar innanhúss Tekið fyrir að nýju erindi frá Fimleikafélaginu Björk, dagsett 27.júní 2005, þar sem farið var fram á endurskipulagningu á eign- arhluta Fasteignafélagsins m.t.t. skrifstofuaðstöðu. Bæjarráð í um- boði bæjarstjórnar tók jákvætt í erindið á fundi þann 30. júní sl. og vísaði því til afgreiðslu forstöðu- manns. Erlendur Árni Hjálmarsson gerir grein fyrir stöðu málsins. Endanlegir uppdrættir og kostn- aðaráætlun verða lagðir fram á næsta fundi. Forsvarsmenn Bjark- anna hafa beðist afsökunar á framgangi málsins. 5. Strandgata 31 og Strandgata 33 Farið yfir stærðir og notkun á eignunum. Forstöðumaður óskar eftir því við stjórn félagsins að fá heimild til að auglýsa eftir aðilum sem eru tilbúnir til að kaupa eignirnar og leigja Hafnarfjarðar- bæ hluta af eignunum aftur til allt að 10 ára. Afgreiðslu frestað. 4. Hansadagar Sviðsstjóri greindi frá því að Hafnarfjarðarbær væri orðinn meðlimur í Städtebund der Hansa, fyrst íslenskra bæjarfélaga en 169 borgir eru í sambandinu. Mun sögu Hansakaupmanna verða gerð góð skil á Hansadögunum sem verða 21.-23. október nk. Sviðsstjóri fór yfir undirbúning að Hansadögum og greindi einnig frá því að Forseti Íslands mun koma í opinbera heimsókn til Hafn- arfjarðar 20. og 21. október nk. Þjónustu- og þróunarráð hvetur miðbæjarnefnd og menningar- og ferðamálanefnd til að koma að málinu og að allir leggist á eitt til að Hansadagar takist sem best. 2. Fjárhagsáætlun 2005, breytingartillögur Lagðar fram tillögur bæjarstjóra, dags. 11. ágúst ́05, um breytingar á fjárhagsáætlun Hafnarfjarðar- bæjar 2005. Fjármálastjóri mætti til fundarins og kynnti tillögurnar. Meirihluti bæjarráðs í umboði bæjarstjórnar vísar tillögunum til seinni umræðu í bæjarstjórn. Fulltrúar Sjálfstæðisflokks óska bókað: „Bæjarráðsmenn Sjálfstæðis- flokksins eru að sjá breytingatil- lögur Samfylkingarinnar við fjárhagsáætlun yfirstandandi árs fyrst núna á fundinum og munu því koma á framfæri athugasemdum sínum, ábendingum og afstöðu til tillagnanna á næsta fundi bæjarstjórnar.“ 7. Merkúr hf., lóðarumsókn Lagt fram bréf, dags. 03.08.2005, frá stjórnarformanni Merkúrs hf. þar sem óskað er eftir lóð fyrir starfsemi Merkúrs hf. Vísað til umsagnar umhverfis- og tæknisviðs. Dan Kai Teatro í Gamla Lækjarskóla Leikhópnum Dan Kai Teatro hefur verið boðið að taka þátt í menningarnótt á laugardaginn, í annað sinn en þau sýndu verkið Beauty á seinasta ári. Af því tilefni hafa þau ákveðið að sýna einnig í húsnæði Leikfélags Hafnar- fjarðar í Gamla Lækjarskóla tvo stutta þætti, Fear, eftir Eyrúnu Ósk Jóns- dóttur. Leikritið er skrifað í ljóðrænum stíl undir áhrifum íslenskra og spænskra þjóðsagna. Seinna verkið heitir Nana del Caballo(Vögguvísa hestsins) og er spunaverk sem er byggt á leikritinu El Puplico (áhorfendurnir) eftir Federico García Lorca. Leikritið skoðar hugmyndir um kynhlutverk og kynhneigð. Verkin verða flutt á ensku. Leikhópinn skipa ungt fólk frá Spáni, Íslandi og Englandi. Sýningar verða í dag fimmtudag (forsýning), föstudag og sunnudaginn kl. 20. Miðaverð er 1000 kr. Áhorfendum verður boðið upp á kaffi og meðlæti í hléi. Síðasta sýningarhelgi í Hafnarborg Sýningum listamannanna Wilhelm Sasnal (f. 1972), Bojan Sarcevic (f. 1974), On Kawara (f. 1933) og Elke Krystufek (f. 1970) sem staðið hafa yfir í sumar lýkur nú um helgina. Sýningarnar hafa vakið nokkuð umtal, ekki síst sýning Elke Krystufek í aðalsal safnsins en hún gerir verk sem eru grafískt unnar myndir af sambandi hennar við eigið sjálf og líkama. Þau vekja spurningar varðandi kvenleikann og sögu Vínarborgar, þar sem karlar hafa verið mjög ráðandi. Í málverkum sínum, gjörningum, innsetningum og ljósmyndum breytir listakonan innstu og viðkvæmustu kenndum sínum í upp- lýsingar fyrir almenning og hún afhjúpar sjálfa sig í verkum sínum í því skyni að varpa fram spurningum um gægju- hneigð og stjórn. Því er hver að verða síðastur að skoða sýningarnar en brátt hefst 80 ára afmælissýning Eiríks Smith. Sunnudagurinn 21. ágúst Guðsþjónusta kl. 11 morgunsöngur Lofgjörðarsamkoma í Vonarhöfn Strandbergs (gengið inn frá Suðurgötu)kl. 20 á föstudagskvöldum. Útgefandi: Keilir ehf. Fjarðarpósturinn, Bæjarhrauni 2, 220 Hafnarfirði Ritstjórn:565 4513, 896 4613, ritstjorn@fjardarposturinn.is Ritstjóri og ábm.: Guðni Gíslason Auglýsingar:565 3066, auglysingar@fjardarposturinn.is Umbrot: Hönnunarhúsið, umbrot@fjardarposturinn.is Prentun:Steinmark ehf. Dreifing:Íslandspóstur ISSN 1670-4169 – Vefútgáfa: ISSN 1670-4193 www.fjardarposturinn.is www.hafnarfjardarkirkja.isEina hafnfirska fréttablaðið Lækjar- eða menntasetur? Alls bárust 75 tillögur um nýtt nafn á gamla Lækjaskólanum og valdi fræðsluráð fjórar þeirra til að setja í kosningu á heimasíðu Hafnarfjarðar, Gamli barna- skólinn, Lækjarsetrið, Mennta- setrið við Lækinn og Skólagerðið. Gamli barnaskólinn gæti því orðið menntasetur eða lækjar- setur hvernig svo sem menn skilja það orð. Kosningin stendur til 22. ágúst og virðist nafnið Gamli barnskólinn fá flest at- kvæði en hægt er að sjá hverning kosning gengur. Óskilamunir Óskilamunir frá leikjanám- skeiðum Hafnarfjarðarbæjar og róló má nálgast á skrifstofu Vinnuskólans, Hrauntungu 5. Frekari upplýsingar í síma 5651899. Landslið Belgíu æfir í Bjarkarsalnum Landslið Belgíu í fimleikum kvenna er með æfingabúðir hér á landi ásamt meistarahópi fim- leikadeildar Gróttu 5.-19. ágúst. Í hópnum eru 16 fimleika- stúlkur á aldrinum 12 - 18. ára og fjórir erlendir þjálfarar. Meðal stúlknanna er ein besta fimleikastúlka Belgíu, Aagie Vanwallegheim, 18 ára, sem keppti á Olymíuleikunum í Aþenu 2004 og á Evrópumótinu 2005 en þar varð hún í 6. sæti í fjölþraut og 3. sæti í stökki. Einnig Gaelle Mys, 14 ára, sem lenti í 7. sæti í fjölþraut á Olympíuleikum æskunnar sem fram fóru á Ítalíu í síðasta mánuði. Stúlkurnar æfa í Íþróttamið- stöðinni Björk frá kl. 15-18.30 en salurinn er leigður út til þeirra á þessu tímabili. Lögreglumál Eins og að undanförnu voru umferðarmálin í brennidepli í umdæmi lögreglunnar á Álfta- nesi, í Garðabæ og Hafnarfirði í síðustu viku. Höfðu lögreglu- menn haft afskipti af 35 öku- mönnum vegna brota á umferð- arlögum. Brotin voru allskonar, allt frá því að tala í farsíma án handfrjáls búnaðar á meðan á akstri stendur og til þess að aka á 139 km hraða á Reykjanesbraut þar sem leyfður hámarkshraði er 90 km. Þá hafa farið fram hraðamælingar í íbúðarhverfum, einkum á svæðum þar sem hámarkshraði hefur verið lækk- aður í 30 km og hafa allmargir ökumenn verið kærðir og aðrir áminntir fyrir að aka of hratt. Hert eftirlit verður í grennd við grunn- skólana í næstu viku. Alls voru 27 ökumenn kærðir vegna hrað- aksturs síðustu viku. Helgin var að mestu friðsöm í umdæmi lögreglunnar á Álfta- nesi, í Garðabæ og Hafnarfirði. Aðfaranótt sunnudags bárust lög- reglunni þó óvenju margar kvart- anir vegna hávaða frá samkvæm- um, bæði utan- og innandyra. Mjög stillt veður var þessa nótt og barst hljóð því vel um næsta ná- grenni. Sjö umferðaróhöpp voru tilkynnt til lögreglunnar. Í einu þeirra, þegar bifreið var ekið á ljósastaur á mótum Byggðar- brautar og Hamrabyggðar, snemma á sunnudagsmorgun, slasaðist ökumaður lítillega og var fluttur á slysadeild. Tveir ökumenn voru kærðir vegna gruns um ölvun við akstur. Alls var 21 ökumaður kærður vegna umferðarlagabrota þessa helgi, þar af 12 vegna hraðaksturs. Tómas Meyer í Samfylkinguna Átti ekki lengur samleið með Framsóknarmönnum Tómas Meyer sem hefur verið einn helsti drifkrafturinn í Framsóknarflokknum í Hafn- arfirði hefur sagt skilið við flokkinn og gengið til liðs við Samfylkinguna. Tómas, sem sat í miðstjórn flokksins og í stjórn Sambands ungra Fram- sóknarmanna, segir ástæðurnar vera annars vegar persónulegar og hins vegar þær að ekkert hafi verið að gerast í flokknum í Hafnarfirði og að hann hafi fjarlægst hugmyndafræði flokksins. Hann hafi áhuga á að vinna að málefnum Hafnar- fjarðar og eini kosturinn í stöð- unni hafi verið þessi. Tómas segist hafa fylgst með Samfylkingunni í um ár og sjái tækifæri fyrir þjóðfélagið þar og að hann hlakki til að vinna með því fólki sem þar er. Jóhann Skagfjörð Magnús- son, annar ungur framsóknar- maður hefur einnig sagt sig úr flokknum en það mun hann hafa gert er hann gerðist blaða- maður á DV. www.fjardarposturinn.is 3Fimmtudagur 18. ágúst 2005 3ja rétta kvöldverður: – frá kr. 1.990,- 2ja rétta hádegisverður: – frá kr. 990,- Náðu til Hafnfirðinga í hafnfirsku blaði! 555 3066 www.fjardarposturinn.is Þann 16. júní sl. samþykkti Skipulags- og byggingarráð Hafn- arfjarðar að heimila Alcan að aug- lýsa tillögu að deiliskipulagi fyrir hugsanlega stækkun álversins í Straumsvík. Með stækkun álversins í 460 þúsund tonna árs- framleiðslu yrði það með stærstu álverum í Evrópu. Ráðið gerði ýmsa fyrirvara við deili- skipulagið bæði í grein- argerð með deiliskipu- lagstillögunni og í skipu- lagsforsögn. Bæjarstjórn samþykki samhljóða bæði þær breytingar sem Skipulags- og bygg- ingarráð gerði á greinargerð deili- skipulagsins og skipulagsforsögn ráðsins. Það er t.d. alveg ljóst að ráðið og bæjarstjórn samþykkir ekki að svæði takmarkaðrar ábyrgð- ar eins og það er nú verði að þynn- ingarsvæði fyrir álverið ef af stæk- kun þess verður. Það er einfaldlega ekki hægt eins og lögum og reglu- gerðum er háttað í dag enda er nú þegar íbúabyggð innan þess svæðis. Með því að heimila Alcan að aug- lýsa deiliskipulagið er Skipulags- og byggingarráð Hafnarfjarðar og bæjarstjórn að sinna skyldu sinni þ.e. að heimila Alcan að kynna áform sín og upplýsa bæjarbúa um áform þeirra. Í þeirri heimild felst engin samþykkt á framkvæmdinni og heldur ekki afstaða einstakra nefndarmanna eða bæjarstjórnar- manna til stækkunarinnar. Þetta kemur greinilega fram í fyrirvörum við deiliskipulagstillöguna. Ein- stakir bæjarfulltrúar eða nefndar- menn geta hugsanlega verið búnir að gera upp hug sinn um hvort leyfa eigi stækkun álversins eða ekki en fyrrgreind samþykkt felur ekki þá afstöðu í sér. Mengun og mengunarvarnir Það er alveg ljós að það er fjöldi fólks í Hafnarfirði sem mun aldrei samþykkja að álverið verði stækkað ef ekki verða notaðar bestu meng- unarvarnir, þar með talið að álverið noti t.d. vothreinsun til að draga sér- staklega úr breinnisteinsmengun. Athuga ber að vothreinsun er viðbót við þurrhreinsun. Tillögur í mats- skýrslu gera ráð fyrir að losun á brennistein verði, ca. 14.5-18 kg pr. tonn, eða ca. 6500 - 8000 tonn á ári sem fara út í andrúmsloftið, um 20 tonn á dag (þetta getur hugsanlega orðið lægra, 14.4 kg/t kynnt í mati, með minna brennisteinsinnihaldi í rafskautum ef það fæst á markaði og ef gerð er krafa um það í starfs- leyfi og með minni olíunotkun). Þessi losun er óásættanlegt fyrir íbúa í Hafnarfirði og á Álftanesi og aðra Íslendinga. Þetta er einnig óá- sættanlegt fyrir aðra atvinnustarf- semi á iðnaðarsvæði umhverfis álverið. Þetta er sérstaklega óá- sættanlegt fyrir íbúa næst álverinu og fyrir framtíðar íbúabyggð. Þetta er einnig óásættanlegt vegna loft- mengunar á hnattræna vísu. Í ljósi byggðaþróunar kemur ekki til greina að mínu mati annað en að Alcan aðlagi sig að nútíma kröfum almennings um mengunarvarnir ætli það að stækka álverið. Í starfsleyfi fyrir álverið í Reyðar- firði er gert ráð fyrir losun á brenni- steini upp á 12 kg. pr. tonn af fram- leiddu áli. Norsk Hydro forveri Alcoa í Reyðarfirði gerði ráð fyrir vothreinsun með losun á brenni- steini upp á ca. 2 kg. pr. tonn. Það sjá það allir að ef það væri vot- hreinsun í Straumsvík mundi þetta þýða verulega minnkun á losun breinnisteins. Vothreinsun mun vissulega færa meng- unina út í sjó að hluta en þar er brennisteinn nán- ast skaðlaus þar sem hann verður að súlfati og fólk þarf ekki að anda honum að sér. Huga þarf sérstaklega að því að útrás fyrir frá- rennsli fari nægjanlega djúpt og langt frá landi og sé lögð þar sem minnstur skaði verður. Vot- hreinsun mun ekki hafa eins mikil áhrif hlutfallslega á losun flúoríðs en mun samt draga úr losun flestra mengandi efna út í andrúmsloftið svo sem brennisteins (verulega), ryks og einnig flúoríðs og annarra efna, einnig krabbameinsvaldandi efna, sjá töflu hér að neðan. Það að íbúar í Hafnarfirði þurfi ekki að anda að sér meiri mengunarefnum en nauðsynlegt er er það sem málið snýst um. Það er það sem Alcan á að hugsa um þegar það fjallar um þetta mál út frá mengunarforsend- um svo ekki sé talað um gróð- urhúsavandamál og lofmengun í heiminum almennt. Taflan hér að neðan sýnir losun nokkurra efna frá stækkuðu álveri annars vegar þegar notuð er vot- hreinsun að viðbættri þurrhreinsun og þegar einvörðungu er notuð væri þurrhreinsun. Taflan sýnir einnig hver losunin væri vegna stækkaðs álvers ef aðeins næst sami árangur með mengunarvörnum og hingað til hefur náðst. Taflan sýnir greinilega að vothreinsun dregur verulega úr mengun út í andrúsmloftið. Ákvörðunarferli - mat á umhverf- isáhrifum, skipulag, starfsleyfi - lýðræðislegar kosningar Það er óskiljanlegt að í hvert skipti sem talsmenn álversins koma fram opinberlega þá benda þeir á að fram hafi farið mat á umhverfis- áhrifum og þar með hafi fengist nið- urstaða. Á þeim tíma sem matið fór fram stóð Hafnarfjarðarbær sig ekki nógu vel í að gera almennilegar athugasemdir við matsskýrsluna auk þess sem ýmsar forsendur eru sífellt að breytast. Úrskurður í mati á umhverfisáhrifum er hins vegar enginn endanlegur dómur í þessu máli og Hafnarfjarðarbær er ekki skyldugur til að fara í einu og öllu eftir honum. Hafnarfjarðarbær hef- ur skipulagsvald í sínu landi og er einnig sá aðili sem veitir fram- kvæmdaleyfi/byggingarleyfi og getur sett þau skilyrði sem eiga við hverju sinni. Þetta eru sjáfstæð ferli sem og veiting starfsleyfis sem Hafnarfjarðarbær getur einnig haft áhrif á. Til dæmis getur bærinn sett kröfur um að vilji álverið stækka þá verði það að hafa mengunarvarnir sem gera það að verkum að það rýri ekki möguleika á íbúabyggð eða annari atvinnustarfsemi sem bærinn telur ákjósanlegt að bjóða upp á í framtíðinni. Hafnarfjarðarbær getur einnig hafnað stækkun álversins kjósi hann það. Bæjarstjórn Hafnarfjarðar getur látið fara fram kosningu um álverið kjósi hún það. Til dæmis er hægt að spyrja bæjarbúa um hvort þeir sam- þykkja fulla stækkun og/eða minni stækkun og þá með mun betri mengunarvörnum en hingað til hefur verið talað um eða að spyrja um hvort alfarið eigi að hafna stækkun álversins. Fyrirtækið Alcan stjórnar ekki Hafnarfjarðarbæ og er vægast sagt einkennilegt að talsmenn fyrir- tækisins komi fram í sjónvarpi og efist um að bærinn geti látið fara fram kosningu/skoðanakönnun um álverið. Bæjarstjórn Hafnarfjarðar sem er kosin af bæjarbúum, og hef- ur umboð frá þeim, getur leitað eftir áliti hverra þeirra aðila sem hún kýs þ.m.t. bæjarbúa til að aðstoða sig við að taka ákvörðun um hvaða málefni sem er. Heildaráhrif Ég hef ekki farið hér inn á heild- aráhrif vegna stækkunar álversins vegna bygginga svo sem vegna sjónmengunar, lagningu nýrra vega, landrýmis o.s.frv. Ég hef heldur ekki farið inn á áhrif vegna ýmissa annarra mengunarefna eins og PAH efna (hluti þeirra er krabbameins- valdandi), ryks, kerbrota (11500 tonn á ári og innihalda þau meng- andi efni), gróðurhúsalofttegunda, hljóðmengunar o.s.frv. Ég hef held- ur ekki farið inn á lagningu nýrra háspennulína og þau áhrif sem það veldur né þau áhrif sem verða vegna orkuöflunar sem er eins og allir vita ekki sama hvernig staðið er að og getur Hafnarfjarðarbær ekki einangrað sig frá þeirri umræðu. Hér hefur heldur ekki verið fjall- að um þær tekjur sem bærinn fær og fær ekki. Ég hef heldur ekki fjallað hér um hvort stækkun álversins sé yfirleitt þjóðhagslega hagkvæmt en á því málí eru margar neikvæðar sem jákvæðar hliðar. Ég er hér fyrst og fremst að fjalla um þetta mál í því samhengi að íbúar bæj- arins eiga rétt á að búa við heil- næmt andrúmsloft. 460 þúsund tonna álver mun auka mengun verulega alveg sama þó talsmenn álversins beri málið þannig á borð fyrir almenning að þeir muni standast þessi og hin umhverfis- mörk. Það er nefnilega þannig að þeir gefa sér þá forsendu að svæði takmarkaðrar ábyrgðar verði þynn- ingarsvæði álversins en það er ekki ásættanlegt. Mengunarefni munu aukast um ca. 150% frá því sem nú er. Það þarf að endurskoða alla samninga sem hafa verið gerðir vegna álversins í Straumsvík þ.m.t. það sem varðar svæði takmarkaðrar ábyrgðar. Álver Alcan á að bera ábyrgð alveg eins og hvert annað fyrirtæki. Vissulega snýst þetta mál líka um atvinnu og gera allir sér grein fyrir því. En atvinnuástand er mjög gott í dag auk þess sem það getur vel verið að álverið muni hreinlega fæla frá ýmsar tegundir af atvinnustarf- semi. Það er því rétt hjá umhverfis- nefnd Hafnarfjarðar að benda á að svona stórt álver inni í „miðjum“ bæ með öllum þeim afleiðingum sem það veldur getur haft verulega neikvæð áhrif. Á að stækka álverið ? Forsvarsmenn Alcan hafa ekki gefið út neinar endanlegar yfirlýs- ingar um að fyrirtækið ætli að stækka álverið. Í ljósi þess er mjög óeðlilegt að setja Hafnarfjarðarbæ í þá stöðu að taka afstöðu til einhvers sem kannski verður aldrei af og binda þar með bæinn á ýmsa lundu. Álverið þarf að endurnýja starfs- leyfi sitt á þessu ári. Það er ekkert því til fyrirstöðu að það sé gert. Það hefur hins vegar komið fram á fundum með fulltrúum álversins að þeir vilja fá starfsleyfi fyrir 460 þús- und tonna framleiðslu þegar að starfsleyfið verður endurnýjað. Ég vil hér taka fram að það er að mínu mati ekki eðlilegt og sjálfgefið að fyrirtæki geti fengið starfsleyfi fyrir framleiðslumagn sem ekki er búið að taka ákvörðun um hvorki frá hendi fyrirtækisins sjálfs né heimila af öðrum yfirvöldum. Úrskurður í mati á umhverfisáhrifum er ekki slík heimild. Ég vil að lokum taka skýrt fram, til að það sé enginn misskilningur á ferðinni, að það er ekki búið að staðfesta deiliskipulag né veita nein leyfi fyrir stækkun álversins í Straumsvík. Íbúar Hafnarfjarðar eiga eftir að fá tækifæri til að segja sitt um þetta mál bæði nú á aug- lýsingatíma deiliskipulagsins og þegar og ef það kemur að öðrum leyfisveitingum. Ég hvet því alla bæjarbúa til að senda inn athuga- semdir við deiliskipulagið hafi þeir einhverjar. Ég hvet sérstak- lega þá sem búa næst álverinu til að segja skoðun sína á þessu máli. Fyrst þegar þetta mál hefur fengið lýðræðislega meðferð verður hægt að taka endanlegar ákvarðanir. Ég hef enga trú á öðru en að bæði meirihluti og minnihluti bæjar- stjórnar Hafnarfjarðar muni styðja það að þetta máli fái bæði lýðræðis- lega meðferð og rétta meðferð svo ekki komi til óþarfa átaka. Höfundur situr í Skipulags- og byggingarráði Hafnarfjarðar fyrir hönd Samfylkingarinnar. Stækkun álversins í Straumsvík Dragbítur fyrir hafnfirskt samfélag eða kostur? Efni/losun Brennisteinn Heildarflúor** Ryk Vot- og þurrhreinsun ca. 975 - 1.200 tonn* / ár 9,2-92 tonn / ár 46-138 tonn / ár Þurrhreinsun ca, 6.500 - 8.000 tonn / ár 23 -138 tonn / ár 92-230 tonn / ár Meðaltal ‘98-’01*** 6565 tonn / ár 318 tonn / ár 391 tonn / ár * Miðað er við 85 % hreinsun á brennistein. ** Heildarflúor er loftkendur flúor + flúor í ryki. *** Meðaltalslosun frá núverandi verksmiðju árin 1998-2001 framreiknað fyrir stækkað álver. Reiknað út fra töflu 20.6 í matsskýrslu. Reiknað út fra tölu 22.1 í matsskýrslu. Trausti Baldursson Mörk svæðis takmarkaðrar ábyrgðar Eldri mörk þynningarsvæðis

x

Fjarðarpósturinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fjarðarpósturinn
https://timarit.is/publication/945

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.