Fjarðarpósturinn


Fjarðarpósturinn - 22.09.2005, Qupperneq 2

Fjarðarpósturinn - 22.09.2005, Qupperneq 2
2 www.fjardarposturinn.is Fimmtudagur 22. september 2005 Víðistaðakirkja Sunnudagurinn 25. september: Sunnudagaskólinn kl. 11:00 Skemmtileg stund fyrir börn á öllum aldri. Messa kl. 13:00 Kór Víðistaðasóknar syngur undir stjórn Úlriks Ólasonar Kyrrðarstundir á miðvikudögum kl. 12:00 súpa og brauð í safnaðarheimilinu á eftir. Opið hús fyrir eldri borgara á miðvikudögum kl. 13:00 Spil, spjall og kaffiveitingar. Foreldrastundir á fimmtudögum kl. 13:00 Gefandi samvera fyrir heimavinnandi foreldra www.vidistadakirkja.is Allir velkomnir Sóknarprestur Nú hljóta peningarnir að streyma til góð- gerðarmála í Hafnarfiði en nú þykir fullvíst að stór hluti stofnfjáreigenda (áður ábyrgðarmanna) hafa selt bréf sín fyrir stórar upphæðir. Flestir þeirra sem selja vita ekki hver raunverulegur kaupandi er en stjórn sjóðsins fær þær upplýs- ingar og þarf að fjalla um hverja sölu fyrir sig. Ljóst er að í boði eru um 4 tugir milljóna fyrir hvern stofnfjáraðila en fróðlegt væri að vita hvað síðast stofnfjáraðilinn borgaði fyrir sinn hlut fyrir þremur árum síðan. Ég var að lesa athyglisverða sögu Spari- sjóðsins, Sparisjóður Hafnarfjarðar í 100 ár þar sem fram kemur að þrír eftirlifandi árbyrgðarmenn Sparisjóðs í Hafnarfirði sem lagður var niður árið 1900 létu eignir hans og skuldir renna inn í nýstofnaðan Sparisjóð Hafnarfjarðar árið 1902 án þess að gera neitt tilkalla til eigna í sjóðnum. Sjóðurinn var stofnaður sem sjálfs- eignarstofnun enda kemur skýrt fram í lögum hans að ábyrgðar- menn áttu aðeins rétt til endurgjalds fyrir útlagðan kostnað og gátu ekki notið ágóða af varasjóði. Hvergi er að finna frásögn um að sjóðnum hafi verið breytt í eign stofnfjáraðila né heldur er fjallað um stofnfjáraðilana sem nú hafa yfirgefið skútuna og hafnast um tugi milljóna kr. Þessir menn hljóta að horfa stoltir framan í meðborgara sína, fólkið sem hefur gert Sparisjóðinn að því sem hann er í dag án þess að fá krónu fyrir. Peningagræðgin varð sið- ferðinu yfirsterkari og lítið þýðir að fela sig á bak við heimildar- ákvæði í lögum. Sparisjóðurinn er orðinn bitbein hópa sem vilja ná yfirráðum í Sparisjóðnum og spennandi verður að sjá hvort Fjármálaeftirlitið geri einhverjar athugasemdir við þessi kaup en fullyrt er að fámennur hópur standi á bak við kaupin. Guðni Gíslason 1. Forstigskynning v/bensín- stöðvar við Fjarðargötu (Olís). Jóhann Einarsson frá Teikni- stofu Ingimundar Sveinssonar sá um forstigskynninguna að sjálfs- afgreiðslustöð Olís v/Fjarðargötu. Einar Marinósson og Sindri Sveinbjörnsson frá Olís mættu einnig til fundarins. Helga Stefáns- dóttir og Anna Sofia Kristjánsdóttir frá umhverfis- og tæknisviði sátu einnig fundinn. Einnig sátu fundinn fulltrúar í skipulags- og byggingaráði, um- hverfisnefnd og miðbæjarnefnd. Þjónustu- og þróunarráð þakkar fyrir kynninguna. Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins óskar bókað: „Fulltrúar Sjálf- stæðisflokksins mótmæla stað- setningu bensínstöðvar í miðbæ Hafnarfjarðar. Samkvæmt greinar- gerð Línuhönnunar frá janúar 2005 er engin þörf fyrir bensínstöð í miðbæ Hafnarfjarðar né við Kaplakrika þar sem mjög stutt er í næstu bensínstöðvar.“ Steinunn Guðnadóttir (sign) Bergur Ólafsson (sign) Fulltrúar Samfylkingar óska bókað: „Hér var eingöngu um for- stigskynningu að ræða og engar formlegar ákvarðanir hafa verið teknar.“ Hörður Þorsteinsson (sign) Ingimar Ingimarsson (sign) Viktor Björnsson (sign) 1. Hunda- og kattahald, greinagerð Gunnar Svavarsson sem situr í starfshópi um hunda- og kattahald í Hafnarfirði kemur og kynnir erindið. Síðast á fundi umhverfis- nefndar/st 21 21. ágúst sl. Bréf frá Hundaræktarfélagi Íslands dags. 24. ágúst 2005 lagt fram. Umhverfisnefndin þakkar kynninguna. Kallað verður eftir fagaðilum frá Hundaræktarfélagi Íslands og fulltrúa frá heilbrigð- iseftirliti Hafnarfjarðar vegna áframhaldandi vinnu við greina- gerðina. 3. Stjórn Reykjanesfólkvangs, opið málþing Stjórn Reykjanesfólkvangs býð- ur til opins málþings um stöðu fólkvangsins þann 20. september nk. í Norræna húsinu. Lagt fram Sýningar í Bæjarbíói Á laugardaginn kl. 16 verður sýnd amerísku myndina Woman of the Year frá 1942 í leikstjórn George Stevens. Þetta er fyrsta myndin sem hið ódauðlega kvikmyndapar Katherine Hepburn og Spencer Tracy léku í. Þetta er gamanmynd um baráttu kynjanna. Á þriðjudaginn kl. 20 verður sýnd Óskarsverðlaunamyndin Giant frá árinu 1956 í leikstjórn George Stevens. Aðalleikarar myndarinnar eru hinn ungi James Dean sem var einmitt útnefndur til Óskarsverðlauna fyrir myndina og Elisabeth Taylor sem þykir standa sig með afbrigðum vel í myndinni. Myndin segir frá sambandi yfirstéttarstúlkunnar Leslie (Taylor) og verkamannsins Jett ( Dean). Bæjarmálafundur Bæjarmálaráðsfundur Samfylkingarinn- ar í Hafnarfirði verður haldinn mánu- daginn 26. september kl. 20 að Strandgötu 21. Sýning Eiríks Smith Sýningu Eiríks Smith líkur á mánu- daginn svo þeir sem ætla að sjá sýninguna hafa helgina og mánudaginn til þess. Glæsileg sýning sem enginn ætti að missa af. Kristín Halliday í Hafnarborg Á sunnudaginn kl. 20 mun Kristín Þuríður Halliday, sópran halda tónleika í Hafnarborg, Hafnarfirði. Þetta eru fyrstu tónlekar Kristínar hér á landi en hún er lýrískur sópran, sem hefur numið við Musical Arts í New York og haldið tón- leika víðsvegar um Bandaríkin og í Þýskalandi. Efnisskráin verður afar fjölbreytt. Má þar nefna verk eftir Handel, Vivaldi, Bach, Schubert, Pucchini, Gaunot og Amerísk söngvaskáld. Undirleikari er Antonía Hevesi, píanó ásamt Einari Jóhannessyni, klarínettu- leikara í Der Hirst auf dem Felsen og Peter Tomkins óbóleikara í Domine Deus úr Gloríu Vivaldis. Kristín Þuríður, sem búsett er í Mary- land, Bandaríkjunum mun að þessu sinni aðeins halda þessa einu tónleika hér á landi. sunnudaginn 25. september Guðsþjónusta kl. 11 Prestur sr. Þórhallur Heimisson. Íhugunarefni: „Íslenska skjaldarmerkið og kristin táknfræði.“ Organisti: Antonía Hevesi, Kór kirkjunnar leiðir söng. Sunnudagaskóli fer fram á sama tíma í safnaðarheimili og í og í Hvaleyrarskóla Kyrrðarstund miðvikudaginn 29. sept. kl. 12.00. Antonia Hevesi leikur á orgel kirkjunnar. Sr. Þórhallur Heimisson leiðir stundina. Léttar veitingar í safnaðar- heimili eftir kyrrðarstundina. www.hafnarf jardark i rkja. is Útgefandi: Keilir ehf. Fjarðarpósturinn, Bæjarhrauni 2, 220 Hafnarfirði Ritstjórn: 565 4513, 896 4613, ritstjorn@fjardarposturinn.is Ritstjóri og ábm.: Guðni Gíslason Auglýsingar: 565 3066, auglysingar@fjardarposturinn.is Umbrot: Hönnunarhúsið, umbrot@fjardarposturinn.is Prentun: Steinmark ehf. Dreifing: Íslandspóstur ISSN 1670-4169 – Vefútgáfa: ISSN 1670-4193 www.fjardarposturinn.is Gunnar Guðbjörnsson á hádegistón- leikum Næsta fimmtudag Októberhádegistónleikar Hafnarborgar verða fimmtu- daginn 29. september kl. 12 en þá fær Antonía Hevesi til sín lýríska tenórinn Gunnar Guð- björnsson sem sungið hefur er- lendis undanfarin ár. Hann syng- ur þar tvö ítölsk ljóð og tvær arí- ur við undirleik Antoníu. Tónleikarnir hafa verið vel sóttir og Antonía hefur einstakt lag á að gefa tónleikunum létt yfirbragð með skemmtilegum kynningum sínum.

x

Fjarðarpósturinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fjarðarpósturinn
https://timarit.is/publication/945

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.